Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 300. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ENGLAHÖLL HÚN HEFUR LENGI VERIÐ ÁNINGAR- STAÐUR KUNNRA ÍSLENDINGA >> 21 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is ÍBÚÐALÁNAVEXTIR hafa ekki verið hærri hér á landi í 6–7 ár. Kaup- þing hefur ákveðið að hækka þá upp í 6,4% en fyrir rúmlega þremur árum, þegar bankinn hóf að bjóða viðskipta- vinum almenn húsnæðislán, voru vextirnir 4,15%. Þegar bankarnir fóru að bjóða hús- næðislán voru stýrivextir Seðlabank- ans 5,16%. Þeir fóru að hækka á síðari hluta ársins 2004 og eru núna komnir upp í 13,75%. Þessi mikla hækkun knýr bankana til að hækka sína vexti. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningar Kaupþings, telur þó að bankarnir hafi haldið aftur af sér við hækkanir á verðtryggðum útlána- vöxtum þar til undir sumarlok og halda megi því fram að þeir hafi haft lítinn eða engan hagnað af fasteigna- lánum að undanförnu. Tilgangur Seðlabanka með hækkun vaxta er að reyna að stuðla að minni fjárfestingum og minni eyðslu og þar skiptir húsnæði miklu máli. Vaxta- kjörin hafa augljóslega versnað mikið. Maður sem tók 15 milljóna króna lán á 4,15% vöxtum borgaði 64.587 kr. á mánuði í afborganir. Taki sami maður jafnstórt lán eftir helgina á 6,4% vöxt- um þarf hann að greiða 87.242 kr. á mánuði. Hækkunin er 35%. Fleiri erlend lán? Búist er við því að Íbúðalánasjóður þurfi að hækka vexti en ekkert liggur þó fyrir um hvenær það gerist. Óánægja hefur verið hjá Seðlabank- anum með það hversu lengi Íbúða- lánasjóður hefur verið að hækka vexti en ein ástæðan fyrir því er að sjóð- urinn hefur í skuldabréfaútgáfu lagt áherslu á útgáfu til langs tíma en þar hefur ávöxtunarkrafan verið lægri en á skuldabréfum til skemmri tíma. Það hefur færst í vöxt að fólk fjár- magni húsnæði sitt með erlendum lánum. Búast má við því að þessi nýj- asta vaxtahækkun ýti undir þá þróun. Bankarnir gera hins vegar strangari kröfu um veðsetningu þegar tekin eru gengisbundin lán enda er áhættan meiri þar sem gengi gjaldmiðla getur sveiflast verulega á skömmum tíma. 35% hærri greiðslur Húsnæðisvextir ekki verið hærri í 6–7 ár                   KÁTT var á hjalla í Flataskóla í Garðabæ í gær þar sem sýningin Þjóðadagur fór fram. Nemendur skólans hafa að undanförnu tekið þátt í verkefnavinnu þar sem þau hafa fræðst um heimkynni hvert annars, en nemendur Flataskóla tengjast tuttugu og einu landi að Ís- landi meðtöldu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðadagur í Flataskóla Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is KÁRAHNJÚKAVIRKJUN verð- ur gangsett á mánudag, gangi áætl- anir Landsvirkjunar eftir. Þá á að ræsa fyrstu vél Fljótsdalsstöðvar af sex fyrir vatni úr Hálslóni og keyra hana á 115 MW afli. Fullum vatnsþrýstingi er nú náð í 40 km löngum aðrennslisgöngum milli Hálslóns og Fljótsdalsstöðvar en þau liggja víðast á 150 m dýpi undir Fljótsdalsheiði. Heildarfall- hæð vatnsins úr Hálslóni að aflvél- unum sex er 599 m. Lokaprófanir á vélum virkjunarinnar standa yfir og reiknað er með að þær verði ræstar með viku til tíu daga millibili uns virkjunin nær fullum afköstum í árs- lok. Uppkeyrslutíminn fer þó eftir því hversu hratt álver Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði getur tekið við raf- orkunni. Jökulvatnið úr Hálslóni mun nú renna eftir aðrennslisskurði utan við stöðvarhúsið í Fljótsdal, út í Jökulsá í Fljótsdal og þaðan í Lagarfljót til sjávar. Kárahnjúkavirkjun gangsett eftir helgi „STJÓRNIN samþykkir einróma að fallast á tilmæli borgarráðs um að hverfa frá samrunanum og öðrum umdeildum ákvörðunum sem teknar voru á fundinum 3. október,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur. Henni var af stjórn OR falið að ræða um stöðu og framhald málsins við aðra hluthafa í REI og aðra þá aðila sem málið varðar. Í samtali við Morgunblaðið leggur Bryndís áherslu á að stjórn OR sé með sam- þykkt sinni í gær ekki að hverfa frá útrás OR. „Það stendur ekki til, heldur þarf að finna henni farveg á nýjum grunni,“ segir Bryndís. „Ég fagna þessari niðurstöðu,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í OR. „Við erum kom- in aftur á ákveðinn núllpunkt. Nið- urstaðan er sem sé sú að málið var svo illa ígrundað og illa undirbúið að það var ástæða til að setja það aftur á byrjunarreit.“ | Miðopna Hætt við samruna en ekki útrás Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁTTA meðlimum bifhjólasamtakanna Vítisengla (Hell’s Angels) var í gærdag og gærkvöld neitað um leyfi til landgöngu við komuna til landsins. Eiginkonur tveggja voru með í för og líklegt er talið að þær fylgi mönnum sínum þó svo þeim standi til boða að sækja landið heim. Fólkið dvaldi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Gert er ráð fyrir að það fari allt úr landi með áætl- unarflugi fyrir hádegið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og að ganga megi út frá því að tveir lögreglumenn fylgi hverjum og einum Vít- isengli, alls sextán lögreglumenn – líkt og við sambærilegar aðgerðir áður. Áfram verður fylgst með komuflugi til lands- ins um helgina og einnig fyrirhugaðri afmæl- isveislu bifhjólasamtakanna Fáfnis sem fram fer í kvöld, en meðlimir Vítisengla ætluðu að vera þar viðstaddir. Nokkrir Fáfnismenn biðu af þeim sökum í Flugstöðinni eftir félögum sínum fram eftir degi. Samkvæmt heimildarmanni Morgunblaðsins eru nokkrir Vítisenglanna sem teknir voru höndum í gær með dóma á bakinu fyrir alvarleg brot. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglu- stjóra kemur fram að samtökin tengist fjár- kúgun, fíkniefnaviðskiptum og ofbeldisbrotum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgi þá fíkni- efnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Enginn Vítisenglanna óskaði eftir lögmanns- aðstoð eftir að þeim var synjað um landgöngu, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Því er Oddgeir Einarsson, lögmaður hjá Opus, ósammála og fullyrðir hann að haft hafi verið samband við lögmannstofuna í gær og óskað eft- ir aðstoð. Aðspurður segist hann ekki hafa feng- ið að hitta mennina í gærdag. Sextán lögreglumenn munu fylgja Vítisenglum úr landi Átta meðlimir bifhjólasamtakanna Vítisengla voru teknir höndum í Leifsstöð í gær Í HNOTSKURN »Á fimmtudag var ákveðið að taka upptímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. »Sama dag var gerð húsleit hjá Fáfni ogfundust m.a. vopn og fíkniefni. Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU STÖÐINA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 11 0 01 Leikhúsin í landinu Gott leikhús >> 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.