Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 300. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ENGLAHÖLL HÚN HEFUR LENGI VERIÐ ÁNINGAR- STAÐUR KUNNRA ÍSLENDINGA >> 21 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is ÍBÚÐALÁNAVEXTIR hafa ekki verið hærri hér á landi í 6–7 ár. Kaup- þing hefur ákveðið að hækka þá upp í 6,4% en fyrir rúmlega þremur árum, þegar bankinn hóf að bjóða viðskipta- vinum almenn húsnæðislán, voru vextirnir 4,15%. Þegar bankarnir fóru að bjóða hús- næðislán voru stýrivextir Seðlabank- ans 5,16%. Þeir fóru að hækka á síðari hluta ársins 2004 og eru núna komnir upp í 13,75%. Þessi mikla hækkun knýr bankana til að hækka sína vexti. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningar Kaupþings, telur þó að bankarnir hafi haldið aftur af sér við hækkanir á verðtryggðum útlána- vöxtum þar til undir sumarlok og halda megi því fram að þeir hafi haft lítinn eða engan hagnað af fasteigna- lánum að undanförnu. Tilgangur Seðlabanka með hækkun vaxta er að reyna að stuðla að minni fjárfestingum og minni eyðslu og þar skiptir húsnæði miklu máli. Vaxta- kjörin hafa augljóslega versnað mikið. Maður sem tók 15 milljóna króna lán á 4,15% vöxtum borgaði 64.587 kr. á mánuði í afborganir. Taki sami maður jafnstórt lán eftir helgina á 6,4% vöxt- um þarf hann að greiða 87.242 kr. á mánuði. Hækkunin er 35%. Fleiri erlend lán? Búist er við því að Íbúðalánasjóður þurfi að hækka vexti en ekkert liggur þó fyrir um hvenær það gerist. Óánægja hefur verið hjá Seðlabank- anum með það hversu lengi Íbúða- lánasjóður hefur verið að hækka vexti en ein ástæðan fyrir því er að sjóð- urinn hefur í skuldabréfaútgáfu lagt áherslu á útgáfu til langs tíma en þar hefur ávöxtunarkrafan verið lægri en á skuldabréfum til skemmri tíma. Það hefur færst í vöxt að fólk fjár- magni húsnæði sitt með erlendum lánum. Búast má við því að þessi nýj- asta vaxtahækkun ýti undir þá þróun. Bankarnir gera hins vegar strangari kröfu um veðsetningu þegar tekin eru gengisbundin lán enda er áhættan meiri þar sem gengi gjaldmiðla getur sveiflast verulega á skömmum tíma. 35% hærri greiðslur Húsnæðisvextir ekki verið hærri í 6–7 ár                   KÁTT var á hjalla í Flataskóla í Garðabæ í gær þar sem sýningin Þjóðadagur fór fram. Nemendur skólans hafa að undanförnu tekið þátt í verkefnavinnu þar sem þau hafa fræðst um heimkynni hvert annars, en nemendur Flataskóla tengjast tuttugu og einu landi að Ís- landi meðtöldu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðadagur í Flataskóla Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is KÁRAHNJÚKAVIRKJUN verð- ur gangsett á mánudag, gangi áætl- anir Landsvirkjunar eftir. Þá á að ræsa fyrstu vél Fljótsdalsstöðvar af sex fyrir vatni úr Hálslóni og keyra hana á 115 MW afli. Fullum vatnsþrýstingi er nú náð í 40 km löngum aðrennslisgöngum milli Hálslóns og Fljótsdalsstöðvar en þau liggja víðast á 150 m dýpi undir Fljótsdalsheiði. Heildarfall- hæð vatnsins úr Hálslóni að aflvél- unum sex er 599 m. Lokaprófanir á vélum virkjunarinnar standa yfir og reiknað er með að þær verði ræstar með viku til tíu daga millibili uns virkjunin nær fullum afköstum í árs- lok. Uppkeyrslutíminn fer þó eftir því hversu hratt álver Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði getur tekið við raf- orkunni. Jökulvatnið úr Hálslóni mun nú renna eftir aðrennslisskurði utan við stöðvarhúsið í Fljótsdal, út í Jökulsá í Fljótsdal og þaðan í Lagarfljót til sjávar. Kárahnjúkavirkjun gangsett eftir helgi „STJÓRNIN samþykkir einróma að fallast á tilmæli borgarráðs um að hverfa frá samrunanum og öðrum umdeildum ákvörðunum sem teknar voru á fundinum 3. október,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur. Henni var af stjórn OR falið að ræða um stöðu og framhald málsins við aðra hluthafa í REI og aðra þá aðila sem málið varðar. Í samtali við Morgunblaðið leggur Bryndís áherslu á að stjórn OR sé með sam- þykkt sinni í gær ekki að hverfa frá útrás OR. „Það stendur ekki til, heldur þarf að finna henni farveg á nýjum grunni,“ segir Bryndís. „Ég fagna þessari niðurstöðu,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í OR. „Við erum kom- in aftur á ákveðinn núllpunkt. Nið- urstaðan er sem sé sú að málið var svo illa ígrundað og illa undirbúið að það var ástæða til að setja það aftur á byrjunarreit.“ | Miðopna Hætt við samruna en ekki útrás Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁTTA meðlimum bifhjólasamtakanna Vítisengla (Hell’s Angels) var í gærdag og gærkvöld neitað um leyfi til landgöngu við komuna til landsins. Eiginkonur tveggja voru með í för og líklegt er talið að þær fylgi mönnum sínum þó svo þeim standi til boða að sækja landið heim. Fólkið dvaldi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Gert er ráð fyrir að það fari allt úr landi með áætl- unarflugi fyrir hádegið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og að ganga megi út frá því að tveir lögreglumenn fylgi hverjum og einum Vít- isengli, alls sextán lögreglumenn – líkt og við sambærilegar aðgerðir áður. Áfram verður fylgst með komuflugi til lands- ins um helgina og einnig fyrirhugaðri afmæl- isveislu bifhjólasamtakanna Fáfnis sem fram fer í kvöld, en meðlimir Vítisengla ætluðu að vera þar viðstaddir. Nokkrir Fáfnismenn biðu af þeim sökum í Flugstöðinni eftir félögum sínum fram eftir degi. Samkvæmt heimildarmanni Morgunblaðsins eru nokkrir Vítisenglanna sem teknir voru höndum í gær með dóma á bakinu fyrir alvarleg brot. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglu- stjóra kemur fram að samtökin tengist fjár- kúgun, fíkniefnaviðskiptum og ofbeldisbrotum. Starfsemi þessari og veisluhöldum fylgi þá fíkni- efnaneysla og ógn við frið og allsherjarreglu. Enginn Vítisenglanna óskaði eftir lögmanns- aðstoð eftir að þeim var synjað um landgöngu, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Því er Oddgeir Einarsson, lögmaður hjá Opus, ósammála og fullyrðir hann að haft hafi verið samband við lögmannstofuna í gær og óskað eft- ir aðstoð. Aðspurður segist hann ekki hafa feng- ið að hitta mennina í gærdag. Sextán lögreglumenn munu fylgja Vítisenglum úr landi Átta meðlimir bifhjólasamtakanna Vítisengla voru teknir höndum í Leifsstöð í gær Í HNOTSKURN »Á fimmtudag var ákveðið að taka upptímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. »Sama dag var gerð húsleit hjá Fáfni ogfundust m.a. vopn og fíkniefni. Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU STÖÐINA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 11 0 01 Leikhúsin í landinu Gott leikhús >> 56

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.