Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is THAMILSELVAN var ekki mikill á velli eða ógn- andi í háttum. Þetta var smávaxinn maður, jafnvel fíngerður, og hann þótti brosmildur. Hann talaði á lágstemmdum nótum, missti ekki stjórn á sér og líktist því sumpartinn ekki leiðtoga stjórnmála- arms skæruliðasveita, sem hann þó var. Að vísu gekk Thamilselvan við staf og þannig þurfti ekki að fara framhjá neinum að hann átti sér fortíð á vígvelli borgarastríðsins sem geisað hefur á Srí Lanka í rúma þrjá áratugi. Út á við var Thamilselvan helsta andlit tamíl- tígra, skæruliða sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á norðaustur og norðurhluta eyjunnar, og andlát hans í gær er mikið reiðarslag fyrir tígrana, sem heldur hafa átt undir högg að sækja að und- anförnu og m.a. misst landsvæði í norðausturhluta Srí Lanka til stjórnvalda í Colombo. Thamilselvan féll þegar stjórnarherinn á Srí Lanka gerði loft- árásir á búðir tamíl-tígranna í Kilinochchi í gær- morgun en auk hans týndu fimm aðrir lífi. Hitti Bjarna Vestmann fyrir mánuði Aðalleiðtogi tígranna, hinn grimmúðlegi Vellu- pilai Prabhakaran, hefur verið í felum um árabil og því var það hlutskipti Thamilselvans að fara fyrir tígrunum á opinberum vettvangi, í reynd var hann eins konar forsætisráðherra tamílsku þjóð- arinnar. Hann fór m.a. fyrir sendinefnd tamíla í Genf í fyrra þegar gerð var tilraun til að ræða frið en þær viðræður skiluðu engum árangri og átök hafa raunar farið harðnandi allt undanfarið ár. Það var einnig hlutverk Thamiselvans að taka á móti erlendum sendifulltrúum og sem dæmi má nefna þá sótti Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar, hann heim í Kilinochchi fyrir tæpu ári og þeir Íslendingar, sem starfað hafa fyrir Norrænu eftirlitssveitirnar (SLMM), en þær fylgjast með framkvæmd vopnahléssamn- ingsins frá 2002, á undanförnum árum fengu margir hverjir einnig tækifæri til að hitta hann. Nú síðast fór Bjarni Vestmann, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, á fund Thamilselvans, eins og frægt er orðið, en utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sá ástæðu til að biðja starfs- bróður sinn á Srí Lanka afsökunar á þeim fundi, sem ekki hafði upprunalega verið á dagskrá í heimsókn Bjarna til Srí Lanka. Jón Óskar Sólnes, sem um skeið var starfandi yfirmaður SLMM, hitti Thamilselvan nokkrum sinnum og sagði í gær að hann hefði komið sér fyr- ir sjónir sem mjög einbeittur og beinskeyttur maður. Hann hefði verið mikill foringi meðal tam- íla og þó að hann væri annálaður fyrir kurteisi sína hefði aldrei leynt sér að undir niðri bjó maður sem tilbúinn var til að gera hvað eina til að ná fram málstað tamíla. „Það er erfitt að meta hvaða áhrif dauði hans mun hafa en fyrst um sinn er þetta gríðarlegt reiðarslag fyrir tamíla og tamíl-tígrana, enda hefur hann verið þeirra aðalandlit út á við. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir þá og þeir munu þurfa einhvern tíma, geri ég ráð fyrir, til að finna einhvern til að taka við hans starfi. Það er ekki gott að segja hver það gæti orðið, það eru ekki margir kandídatar sem ég hef hitt sem geta fyllt skóna hans svo auðveldlega.“ SLMM sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þar er lýst áhyggjum vegna þess hversu átök hafa færst í aukana að undanförnu. Óttast SLMM að dauði Thamilselvans muni magna það bál enn frekar. Áfall fyrir tamíla á Srí Lanka AP  Thamilselvan, leiðtogi stjórnmálaarms tamíl-tígranna svokölluðu, beið bana í loftárásum stjórnarhersins  Norrænir eftirlitsmenn óttast að átök harðni enn Í HNOTSKURN »Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýstyfir meðal tamíla vegna dauða S.P. Tha- milselvans. »Thamilselvan gekk til liðs við tígrana 1984.Hann særðist 1993 í árás á búðir stjórnar- hersins og lifði af sprengjutilræði 2002 sem ör- yggissveitir stjórnvalda í Colombo voru sagð- ar hafa lagt á ráðin um. Leiðtogi S.P. Thamilselvan var fertugur. Mexíkóborg. AFP. | Björgunarmenn reyndu í gær að bjarga hundruðum þúsunda manna sem voru í hættu vegna verstu flóða í sögu sam- bandsríkisins Tabasco í Mexíkó. Yfirvöld sögðu að um 80% ríkis- ins væru undir vatni og spáð var meiri rigningu á næstu dögum. „Flóðin í New Orleans voru lítil í samanburði við þetta,“ sagði And- res Granier, ríkisstjóri Tabasco, og skírskotaði til flóða sem fylgdu fellibylnum Katrínu árið 2005. Yfir 850 bæir voru umflotnir vatni. Íbúar Tabasco eru rúmar tvær milljónir og Granier sagði að rúmur helmingur þeirra hefði orðið fyrir skaða af völdum flóðanna. „Um það bil 300.000 manns hafa orðið innlyksa á heimilum sínum,“ sagði ríkisstjórinn. Hann bætti við að öll uppskera bænda í sambands- ríkinu hefði eyðilagst. Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, flutti sjónvarpsávarp og hvatti landsmenn til að gefa fórnarlömb- um flóðanna matvæli. Hundruð þús- unda í hættu vegna flóða AP Allt á floti Fólk flýr af flóðasvæði í Tabasco í Mexíkó. ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, nýtur meiri vinsælda en Helle Thorning Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna, en kosningar fara fram í Danmörku 13. nóvember nk. Skv. könnun Bör- sen vilja 53% landsmanna að Rasm- ussen verði áfram forsætisráðherra en 36% að Thorning-Schmidt taki við. Fylgi flokks Rasmussens, Ven- stre, hefur þó minnkað, er nú 25% en flokkurinn fékk 29% í kosningunum sem fram fóru í febrúar 2005. Rasmussen áfram? Anders Fogh Rasmussen ALLIR þekkja hrollinn sem færist yfir þegar tannlæknaborinn nálgast munnholið og vísast þarf minna til hjá mörgum svo þeir svitni í lófunum. Bandaríska konan Brandy Fanning mun líklega hugsa sig þrisvar um áður en hún hleypir slíkum búnaði nærri sér aftur, eftir að hafa upplifað verstu martröð allra þeirra sem hætta sér til tannlæknis. Það vildi þannig til einn góðan veðurdag að hún lagðist inn til tannviðgerðar hjá tannlækninum George Trusty, sem verður að teljast söngelskur með afbrigðum. Trusty raulaði þannig fyrir munni sér línurnar í laginu „Car Wash“ samtímis sem hann veifaði bornum framan í Fanning, með þeim afleiðingum að hún missti næstum sjónina á öðru auganu. Fer hún fram á hátt í 40 milljónir í skaðabætur. Seinheppinn tannlæknir ÞÆR geta hlaupið stanslaust á hrað- anum 20 metrar á mínútu í allt að sex klukkustundir og borða 60 prósent meira en venjulegar mýs, án þess að fitna. Þær lifa lengur, hafa meiri kyn- hvöt, geta átt afkvæmi mun síðar á ævinni, eru árásargjarnari og hafa 70 prósent meiri vöðvamassa en venju- legar mýs. Fyrirbærinu er lýst sem „ofurmúsum“, en um er að ræða erfðabreyttar mýs sem kunna m.a. að geta veitt mikilvægar upplýsingar um hvernig líkaminn bregst við álagi á bein með aukinni vöðvamyndun. „Efnaskiptum þeirra svipar til þess þegar Lance Armstrong hjólar um Pýreneafjöllin; þær sækja orku í fitusýrur og framleiða mjög lítið af mjólkur- sýru,“ sagði Richard Hanson, prófessor í lífefnafræði við Case Western Re- serve-háskóla í Cleveland í Ohio, um tilraunadýrin 500, sem hann bar saman við einn mesta hjólreiðakappa fyrr og síðar. Hraðinn sem mýsnar hlaupa á jafngildir 1,2 km á klukkustund, sem að sjálfsögðu telst mjög mikið. Mýs sem hlaupa endalaust VERKTAKI við stærsta kjarnorku- ver Bandaríkjanna var gripinn með rörasprengju við reglubundna leit á starfsfólki í gær. Palo Verde-kjarn- orkuverinu í Wintersburg í Ari- zona, hefur verið lokað á meðan rannsóknin fer fram og maðurinn verið hnepptur í gæsluvarðhald. Með sprengju í kjarnorkuveri HLÝNUN jarðar gæti orðið ein- hver mesta ógn við Bandaríkin í sögunni, með því m.a. að auka lík- urnar á miklum straumi innflytj- enda og stríðum um vatn, að því er fram kemur í nýrri skýrslu tveggja hugveitna vestanhafs, CSIS og CNAS. Hlýnun mikil ógn Hl‡jar og fallegar barnasokkabuxur í fjölbreyttum litum ásamt leggings og sokkum. Fæst í flestum apótekum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.