Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 55 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona og Helgi Grímsson skólastjóri. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. orð- unum „eintæki“ og „pasturslítill“ botna þau þennan fyrripart: Bráðum kemur brennivín í búðir – hvílík sæla. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn þessi um kunnuglegt um- ræðuefni: Að ganga í heilagt hjónaband hommum leyfist ekki. Í þættinum botnaði Davíð Þór Jónsson í orðastað „svartstakk- anna“: Því ást og trú og allt það stand af því biði hnekki. Svanborg Sigmarsdóttir: Við tímans kalda kirkjustrand klerkar hverfa af dekki. Hlustendur skiptust mjög í tvö horn. Þetta kom frá m.a. Pálma R. Péturssyni: En iðka mega uppistand við altars helgu bekki. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli sendi tvo: Þótt ýmsir telji ektastand, ekkert nema hlekki. Raun er þetta rassastand, í rigningu og trekki. Jónas Frímannsson m.a.: Enda gæti Ísaland af því beðið hnekki. Guðmundur Guðmundsson átti þetta innlegg: Sannlega mun slíkt saurlífs- bland sverta á himnabekki. Kristinn Hraunfjörð: Fáir munu flýja land fyrir þessa hrekki. Sigurþór Heimisson lék sér óspart: Það væri argasta andskotans aðferð að skemmta fjandanum sem ég þekki. Og Sigurður Einarsson í Reykja- vík bætti við: Kirkjan fór í bál og brand, bænir runnu út í sand og bræðralag hjá klerkum hljóp í kekki. Benedikt Gestsson: Kynlegt virðist kirkjustand, en kannski að það trekki. Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Ekkert fyrir okkar land öllu verra þekki. Loks Halldór Hallgrímsson á Akranesi: Kirkjan hefur keyrt í strand og klerkar beðið hnekki. Hvað rímar við „sæla“? Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Morgunblaðið/ÞÖK Innkaup Hvar er svo sjeniverinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.