Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 55
GESTIR í spurningaleiknum Orð
skulu standa í dag eru Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona og Helgi
Grímsson skólastjóri. Á milli þess
sem þau velta fyrir sér m.a. orð-
unum „eintæki“ og „pasturslítill“
botna þau þennan fyrripart:
Bráðum kemur brennivín
í búðir – hvílík sæla.
Um síðustu helgi var fyrripart-
urinn þessi um kunnuglegt um-
ræðuefni:
Að ganga í heilagt hjónaband
hommum leyfist ekki.
Í þættinum botnaði Davíð Þór
Jónsson í orðastað „svartstakk-
anna“:
Því ást og trú og allt það stand
af því biði hnekki.
Svanborg Sigmarsdóttir:
Við tímans kalda kirkjustrand
klerkar hverfa af dekki.
Hlustendur skiptust mjög í tvö
horn. Þetta kom frá m.a. Pálma R.
Péturssyni:
En iðka mega uppistand
við altars helgu bekki.
Magnús Halldórsson á Hvolsvelli
sendi tvo:
Þótt ýmsir telji ektastand,
ekkert nema hlekki.
Raun er þetta rassastand,
í rigningu og trekki.
Jónas Frímannsson m.a.:
Enda gæti Ísaland
af því beðið hnekki.
Guðmundur Guðmundsson átti
þetta innlegg:
Sannlega mun slíkt saurlífs-
bland
sverta á himnabekki.
Kristinn Hraunfjörð:
Fáir munu flýja land
fyrir þessa hrekki.
Sigurþór Heimisson lék sér
óspart:
Það væri argasta andskotans
aðferð
að skemmta fjandanum sem ég
þekki.
Og Sigurður Einarsson í Reykja-
vík bætti við:
Kirkjan fór í bál og brand,
bænir runnu út í sand
og bræðralag hjá klerkum hljóp í
kekki.
Benedikt Gestsson:
Kynlegt virðist kirkjustand,
en kannski að það trekki.
Auðunn Bragi Sveinsson m.a.:
Ekkert fyrir okkar land
öllu verra þekki.
Loks Halldór Hallgrímsson á
Akranesi:
Kirkjan hefur keyrt í strand
og klerkar beðið hnekki.
Hvað rímar við „sæla“?
Hlustendur geta sent sína botna í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
Orð skulu standa
Morgunblaðið/ÞÖK
Innkaup Hvar er svo sjeniverinn?