Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Kirkjustarf Dómkirkjan | Í tilefni Allra heilagra messu verður kvöldsamkoma við kertasljós kl. 20. Minnst verður í bæn og þökk þeirra sem kvaddir hafa verið hinstu kveðjunni. Hugleið- ingu flytur sr. Bernharður Guð- mundsson rektor. Kammerkór Dóm- kirkjunnar syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Bæn- arorð sr. Hjálmar Jónsson. Hallgrímskirkja | Orgelandakt kl. 12. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk sem tengjast Allra heil- agra messu. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son les ritningarorð og bæn. Kristskirkja | Kvenfélag Kristskirkju í Landakoti heldur basar, kaffisölu og happdrætti 4. nóvember eftir há- degi. Margir munir og vinningar, eng- in núll. Ágóðinn rennur til kirkjunnar. Langholtskirkja | Kvenfélag Lang- holtssóknar heldur basar í safn- aðarheimili Langholtskirkju. kl. 14. Kökur og munir. Þeir sem vilja koma með muni og kökur geta komið með það um morguninn frá kl. 10. Félagsstarf 101 gallery | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund, kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564 1490. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Stang- arhyl 4 hefst kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9- 16.30, m.a. opnar vinnustofur og spilasalur, kórstarf, dans o.fl. Þriðjud. og föstud. er létt ganga um nágrenn- ið. Alla föstud. kl. 10.30 er leikfimi (frítt) í íþróttahúsi ÍR við Skógarsel, umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakenn- ari. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin alla daga. Leiðbeiningar á tölvu eru ókeypis. Bókmenntahópur, Vín- arhljómleikar, jólapakkaskreytingar, framsagnarnámskeið, skapandi skrif o.fl. Ævintýri í Iðnó 6. nóv. kl. 14. Rúta. Uppl. í s. 568 3132. Kvenfélag Garðabæjar | Kvenfélag Garðabæjar heldur næsta félagsfund 6. nóvember kl. 20 í Garðaholti. Leynigestir koma í heimsókn. Kaffi- nefnd: hverfi 12, 15 og 17 sem mæta kl. 19. Stjórnin.www.kvengb.is. Landssambands lögreglumanna | Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna heldur fund 4. nóv- ember kl. 10 á Grettisgötu 89. Morgunblaðið/RAX Dómkirkjan í Reykjavík 50ára afmæli. 4. nóv-ember verður Sveinn Aðalbjörnsson, vélstjóri á Siglufirði, fimmtugur. Hann tekur á móti gestum á All- anum, Siglufirði, laugardaginn 3. nóvember kl. 20. Pennavinir | Mike Montano óskar eft- ir pennavini á aldrinum 30 til 40 ára. Hann á ættir að rekja til Noregs og Frakklands en er fæddur í Montreal í Kanada. Mike er hrifinn af öllu skand- inavísku. Hann kom í heimsókn til Reykjavíkur fyrir fimm árum og líkaði mjög vel. Hann hefur áhuga á kraft- lyftingum og er Jón Páll Sigmarsson átrúnaðargoð hans. Mike Montano 105 Breckenridge Drive Sicklerville New Jersey 08081 USA Hlutavelta | Aníta Kristjánsdóttir og Elísa Gunnarsdóttir héldu tombólu í sumar og færðu Rauða kross- inum í Hafnarfirði ágóðann sem var 3.968 kr. Ásamt þeim hjálp- uðu til þær Rakel Sif Árnadóttir og Hugrún Ósk Einarsdóttir. Þess- ar stelpur eru allar í 3. bekk Engidalsskóla. Á myndinni eru þær Aníta Kristjánsdóttir og Elísa Gunnarsdóttir. dagbók Í dag er laugardagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Zumba er nýtt líkamsrækt-aræði og fer eins og eldur ísinu um heiminn. Á laug-ardag verður haldinn zumba- tími í íþróttaheimili Vals og landsmenn kynntir fyrir þessari dansleikfimi sem er að gera allt vitlaust. Um leið verður góðu málefni lagt lið, því allur aðgangs- eyrir rennur til UNIFEM, til verkefna tileinkaðra baráttu gegn ofbeldi á kon- um í Suður-Ameríku. Ágústa Johnson líkamsræktarfröm- uður er einn aðstandenda viðburðarins: „Zumba er gríðarlega skemmtilegt þjálfunarkerfi sem á rætur að rekja til Kólumbíu,“ útskýrir Ágústa. „Sagan segir að þolfimikennari hafi gleymt að taka með sér hefðbundnu þolfimi- tónlistina í tíma, og í óðagoti gripið til uppáhaldstónlistar sinnar frá heima- landi sínu, Kólumbíu, og byrjað að spinna út frá suðuramerískum dans- töktum í tímanum.“ Að sögn Ágústu er útkoman ómót- stæðileg: „Zumba byggist á einföldum danssporum, en sækir í blóðheita suð- urameríska dansa á borð við salsa, rúmbu og samba. Tónlistin er suður- amerísk sveifla sem enginn getur stað- ist að dansa við.“ Ágústa segir zumba svo skemmti- lega hreyfingu að þátttakendur gleymi oft stund og stað og líkamsræktin verði næsta fyrirhafnarlaus: „Þetta er lík- amsrækt sem hentar öllu fólki, jafnt þeim sem eru í slöku og góðu formi. Hver og einn getur dansað eftir eigin getu, en tónlistin grípur þátttakendur og hvetur þá áfram.“ Leiðbeinandi er hinn kólumbískætt- aði John Fernando og kominn sér- staklega hingað til lands vegna zumba- kynningarinnar. Ásamt honum mun Máni Þorfinnsson, leiðbeinandi hjá Hreyfingu, leiða æfinguna. Finna má nánari upplýsingar um Zumba á www.hreyfing.is. Heimasíða UNIFEM á Íslandi er á slóðinni www.unifem.is. Zumba-tíminn á laugardag hefst kl. 14.00 en húsið verður opnað kl. 13.30. Æfingagjald er kr. 1.000. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í þægilegum íþróttafatnaði sem gefur mikið svigrúm til hreyfingar. Heilsa | Ný líkamsrækt kynnt á laugardag og stutt við gott málefni Zumbað fyrir Unifem  Ágústa Johnson fæddist í Reykja- vík 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1983 og BS- gráðu í tómstunda- og íþróttafræðum frá Colorado- háskóla 1986. Hún hefur stýrt eigin heilsuræktarstöð frá 1986 og unnið að ýmsum verkefnum á sviði líkamsræktar og heilsu, m.a. með útgáfu myndbanda, handbóka og mat- reiðslubóka, og með dagskrárgerð í sjónvarpi og útvapri. Ágústa er gift Guðlaugi Þ. Þórðarsyni ráðherra og eiga þau tvö börn, en fyrir á Ágústa tvö börn af fyrra hjónabandi. Tónlist Ólafsvíkurkirkja | Strætókórinn heldur tónleika í Ólafsvík- urkirkju sunnudaginn 4. nóv- ember kl. 16. Fjölbreytt lagaval, söngstjóri Guðmundur Ómar Óskarsson. Píanóleikur Arnhild- ur Valdimarsdóttir. Áskirkja | Sunnudaginn 11. nóv- ember halda þau Ingibjörg Guð- laugsdóttir básúnuleikari og Magnús Ragnarsson orgel- og píanóleikari, tónleika kl. 17. Fjöl- breytt efnisskrá, Teleman, Dvo- rák, Duke Ellington.Tónleikarnir standa í u.þ.b. 1 tíma, aðgangs- eyrir er 1.000 kr. Bíóhöllin | Blúsmenn Andreu og hljómsveitin Ferlegheit leika. Dómkirkjan | Jón Þórarinsson tónskáld varð níræður í sept- ember sl. Honum til heiðurs efn- ir Dómkórinn til tónleika þar sem eingöngu verður flutt tón- list eftir Jón. Kammerkórinn Hljómeyki og Kór Langholts- kirkju verða gestir Dómkórsins á tónleikunum sem fara fram kl. 16. Aðgangur kr. 1.000. Hallgrímskirkja | Sálumessu- tónleikar á allraheilagra messu, 4. nóv. kl. 17. Tvær sálumessur eftir Ildebrando Pizzetti og Gabriel Fauré. Flytjendur: Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Benedikt Ingólfsson bassi, Björn Steinar Sólbergsson org- el, Elísabet Waage harpa, stjórnandi Hörður Áskelsson. Miðaverð kr. 2.000/ 1500. list- vinafélag.is Skrúðgarðurinn | Nokkrir söngvarar af Skaganum flytja margar helstu perlur keltneskr- ar tónlistar kl. 20-22.30. Myndlist Norræna húsið | Sýning Krist- ínar Sceving Rythmi endalaus taktur, verður opnuð í anddyri Norræna húsinu í dag. Sýningin stendur til loka mánaðarins. Leiklist Tónberg – Salur Tónlistarskól- ans | Langafi prakkari er leik- sýning ætluð börnum 3-8 ára og hentar leikskólaaldri og fyrstu bekkjum grunnskólanna. Tvær sýningar verða, kl. 14 og 16. Aðgangur er ókeypis. Að- göngumiðar á báðar sýning- arnar verða afhentir í anddyri Tónlistarskólans frá kl. 11, á sýn- ingardag. Bækur Liborius | Minnisbók Sigurðar Pálssonar verður fagnað í dag. Þetta er nýjasta bók Sigurðar og gefur JPV hana út. Bókin mun eingöngu fást í Liborius fyrstu vikuna eftir útgáfu en að því búnu verður henni dreift í bókabúðir. Uppákomur Dvalarheimilið Höfði | Árlegur Höfðabasar verður haldinn kl. 14-16. Seldar verða ýmsar vörur framleiddar af íbúum Höfða og dagvistarfólki. Heitt verður á könnunni. Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins | Árlegur fjáröfl- unardagur Kvennadeildarinnar verður í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14, kl. 14. Kaffisala, basar, happdrætti, margt góðra muna. Munið lyftuna. Skrúðgarðurinn | Ármann Reynisson vinjettu-höfundur, ásamt fleiri bæjarbúum mun lesa upp úr vinjettunum. Fanney Karlsdóttir leikur á harmoniku í kaffihléi. Boðið verður upp á kaffihlaðborð og mun Ármann vera með vinjettuvörurnar sínar m.a. kaffi, konfekt, silfurskeiðar o.fl. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Fé- lagsvist í Breiðfirðingabúð 4. nóvember kl. 14. Sjá nánar heimasíðu Breiðfirðingafélags- ins www.bf.is Húnvetningafélagið í Reykja- vík | Á morgun er árlegur kirkju og kaffisöludagur félagsins. Kl. 14 er messa í Kópavogskirkju, séra Gísli H. Kolbeins þjónar fyr- ir altari, stólræðu flytur Karl Helgason frá Blönduósi og kirkjukór Skagastrandar flytur gospeltónlist. Frá kl. 15 er kaffi- hlaðborð í Húnabúð Skeifunni 11. Fyrirlestrar og fundir Fella- og Hólakirkja | Fundur Fjallkvenna verður í safn- aðarheimilinu 6. nóvember kl. 20. Sjúkraþjálfari ræðir um fæt- ur og sagt verður frá ferðalag- inu í máli og myndum. Maður lifandi | Borgartúni 24. Hláturkætiklúbburinn verður með opinn hláturjógatíma kl. 10.30-11.30. Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir fullorðna. Ásta Valdi- marsdóttir og Kristján Helga- son leiðbeina. Fréttir og tilkynningar Kringlukráin | París félag þeirra sem eru einir, heldur nóvember- fund félagsins kl. 11.30. Nýir fé- lagar velkomnir. ÓNEFNDUR Sádi-Arabi úr Otaiba-ættbálki sést hér smella kossi á snoppu úlfalda síns. Úlfaldinn tók þátt í fegurð- arsamkeppni úlfalda, Mazayen al-Ibl, sem haldin var á eyðimerkursvæði Shaqra í fyrradag, um 300 km frá borg- inni Riyadh. Úlfaldar, skip eyðimerkurinnar eins og þeir eru oft kallaðir, skipa stóran sess í hjörtum landsmanna enda þarfir þjónar um aldir. Þá þykir greinilega mikilvægt að þeir fái sína fegurðarsamkeppni. Fegurðarsamkeppni úlfalda var haldin í Sádi-Arabíu og var þar margur fagur gripurinn Kossi smellt á snoppufríðan þjón Reuters ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn staðfesta". Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauðsynlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morgunblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í lið- ina félagsstarf og kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarkarlesinn. Skráning í Stað og stund Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Verður haldinn laugardaginn 3. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Kaffisala. Verið velkomin. Allur ágóði af sölunni rennur til Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.