Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hlíf PetraMagnúsdóttir fæddist að Skrið- ustekk í Breiðdal 26. september 1908. Hún lést 22. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Gunn- arsson, f. 10.5. 1880, d. 9.1. 1948, og Aðalbjörg Stefánsdóttir, f. 16.5. 1880, d. 22.6. 1961. Systkini Hlíf- ar voru: Björgvin, f. 1903, d. 1984, Þorbjörg, f. 1904, d. 1980, Stefán, f. 1917, d. 2003, og Elísabet, f. 1919, d. 1970. Þann 11.7. 1934 giftist Hlíf Páli Guðmundssyni hreppstjóra á Gils- árstekk í Breiðdal, f. 5.3. 1907, d. 24.7. 1972. Foreldrar Páls voru Guðlaug Pálsdóttir frá Gilsá og Guðmundur Árnason á Gilsár- stekk. Hlíf og Páll eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Baldur, f. 9.10. 1934. Maki Oddný Edda Sigurjónsdóttir, f. 28.5. 1939, d. 5.11. 2000. Börn þeirra eru: a) Elín Inga, f. 2.3. 1962, d. 1.4. 2007. Maki Gunnar Valdimarsson, f. 5.12. 1961. Dótt- ir þeirra er María Björg. b) Hlíf Brynja, f. 25.10. 1967. Maki Eirík- ur Már Hansson, f. 15.9. 1970. Börn þeirra eru Marteinn og Edda Björg. Dóttir Brynju er Karitas Björt. c) Aðalbjörg, f. 25.3. 1971. Maki Slawomir Bro- dowski, f. 14.10. 1973. d) Páll, f. 19.5. 1974. Maki Þórunn Björg Jó- Kristján Daði, Auður Ósk og Kristjana, f. 10.2. 1997, d. 13.3. 1997. Dóttir Páls er Ragnhildur. d) Heiðdís, f. 30.4. 1972. Sonur hennar er Gabriel Arnar. Hlíf ólst upp á Brekkuborg og Skriðu í Breiðdal og bjó í for- eldrahúsum þar til um tvítugt, er hún fór í vist í einn vetur hjá móð- ursystur sinni, Elísabetu Stefáns- dóttur Kemp, og Lúðvíki Kemp á Illugastöðum í Laxárdal. Einn vetur var hún á Fáskrúðsfirði hjá Eiði Albertssyni skólastjóra og Guðríði Sveinsdóttur. Í Reykjavík var hún tvo vetur. Þann 11.7. 1934 giftist Hlíf Páli á Gilsár- stekk. Páll og Hlíf bjuggu á Gilsár- stekk til 1968. Páll var hrepp- stjóri Breiðdalshrepps frá 1935 til dánardægurs og oddviti sveitarfé- lagsins í 28 ár, ásamt því að gegna fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum. Vegna þessara starfa Páls var oft annríki á heim- ilinu á Gilsárstekk. Haustið 1968 fluttu þau út á Breiðdalsvík, þar sem þau höfðu reist sér einbýlis- húsið Eskihlíð. Páll lést eftir stutt veikindi 24. júlí 1972. Hlíf varð organisti við Eydala- kirkju fljótlega eftir 1940 og gegndi því starfi í rúmlega 40 ár, en síðasta athöfnin sem hún spil- aði við var þegar minnisvarði um sr. Einar Sigurðsson í Eydölum var afhjúpaður árið 1986. Á sjó- mannadaginn 1990 vígði Hlíf nú- verandi orgel í Eydalakirkju með því að spila sálminn Víst ert þú Jesú kóngur klár. Hlíf bjó í Eskihlíð og hélt sitt heimili fyrir sig þar til hún varð 96 ára gömul. Síðustu æviárin dvaldi hún á Hrafnistu í Reykja- vík. Útför Hlífar fer fram frá Ey- dalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 11. hannsdóttir, f. 7.11. 1975. Börn þeirra eru Oddný Edda og Benedikt Árni. 2) Magnús, f. 5.8. 1936. Maki Gerður Benediktsdóttir, f. 11.11. 1945, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hlíf Elfa, f. 27.2. 1964. Maki Hilmar Pétur Gunn- arsson, f. 13.8. 1963. Dóttir þeirra er Guð- rún Selma. Börn Hlífar eru Friðrik Þór, Gauti Fannar og Alma Eir. Maki Friðriks Þórs er Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, þeirra dóttir er Freyja Rún. b) Hrefna Gerður, f. 30.9. 1966. Maki Þorsteinn Viðar Sigurðsson, f. 29.12. 1959. Börn Hrefnu eru Rakel Ósk og Magnús Hlífar. c) Benedikt Páll, f. 8.4. 1972. Maki Auður Eiðsdóttir, f. 18.4. 1971. Synir þeirra eru Bene- dikt Jón, Eiður Bragi og Karel Magnús. 3) Ragnhildur, f. 11.3. 1942. Maki 1: Róbert Kárason, f. 11.8. 1939, d. 15.5. 2007, þau skildu. Maki 2: Rafn Hermannsson, f. 5.5. 1953. Börn Ragnhildar og Ró- berts eru: a) Hlíf Harpa, f. 2.12. 1962. Börn hennar eru Sandra Ýr, Róbert Freyr og Alex Freyr. b) Arna Vala, f. 16.2. 1966. Maki Elí- as Már Hallgrímsson, f. 10.8. 1965. Börn þeirra eru Thelma Rut, Tinna Heiðdís og Kári Krist- ófer. c) Páll, f. 26.5. 1967. Maki Auður Sólmundsdóttir, f. 27.6. 1970. Börn þeirra eru Karen, Nú er hún mamma mín komin aft- ur heim í dalinn sinn ljúfa í austur- átt þar sem hún þráði alltaf að vera og var svo heppin að geta dvalið á heimili sínu til 96 ára aldurs. Minn- ingarnar eru ótal margar sem koma í hugann nú þegar komið er að kveðjustund. „Ég var oft send á milli bæja þegar ég var stelpa,“ sagði hún við mig um daginn þegar við töluðum síðast saman, „Ég gat hlaupið alla leið á milli Brekkuborg- ar og Randversstaða í einum spretti.“ Já, hún var létt á fæti hún mamma, glaðlynd og góð, skörp, hreinskilin og svo ótrúlega dugleg og fljót að öllu, búin að drífa af heimilisverkin fyrir hádegi og farin að sauma á saumavélina eða prjóna, hekla, sauma út. Hún hafði yndi af að hirða um blómagarðana sína á sumrin. Heimilið var mjög gest- kvæmt og tekið var á móti þeim bæði á nóttu sem degi. Mamma lærði ung að leika á orgel og spilaði þá stundum á skemmt- unum og fólkið dansaði og söng. Síð- an tók við áratuga starf sem kirkju- organisti og kórstjóri í Eydala- kirkju. Mamma átti fjögur systkini og öll voru þau músíkölsk eins og foreldr- ar þeirra. Ég man hvað það var gaman þegar Stefán bróðir hennar kom í heimsókn, hún spilaði á org- elið og hann söng með sinni fallegu rödd. Foreldra minna Hlífar og Páls á Gilsárstekk mun ég ávallt minnast með ást og virðingu. Hjartans þökk fyrir allt, elsku mamma mín. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Ragnhildur. Þegar stórt er spurt er fátt um svör, eins er erfitt að fara að skrifa í fáum línum um þá konu sem amma var. Hún var stór persónuleiki, kjarnakona þótt smá væri, hafði sterka réttlætiskennd, var skoðana- föst, húmoristi, hafði skemmtilegan frásagnarhæfileika, var listakona í handavinnu og snillingur í eldhús- inu. Þegar árin færast yfir og skiln- ingur á lífinu fer að verða meiri og maður fjarlægir hismið frá kjarn- anum sér maður að það er í skjóli annarra sem maður lifir. Þótt amma hafi verið södd lífdaga og ég sé orðin fullorðin kona þá er alltaf erfitt að kveðja í hinsta sinn. Minningar hrannast upp og sökn- uður í liðinn tíma verður sterkur í huganum, með þakklæti fyrir leið- beiningar í gegnum gleði- og sorg- artíma, en þá hafði amma alltaf tvær til þrjár leiðir á takteinum en lét manni sjálfum eftir ákvörðunar- tökuna. Amma þoldi illa hvers kyns stöðnun, hvort sem var hjá fólki eða í samfélaginu, hún sagði jafnan að fólk ætti að skoða sig um, annars hefði það ekki samanburð og ekki frá neinu að segja. Amma var feimin alla tíð og þurfti oft að beita sig hörku til að fara út á meðal manna, virtist hún þá oft, þeim sem ekki þekktu til, stíf og kuldaleg. Þótti henni þetta afskap- lega leiðinlegt og talaði oft um þetta. En þar sem henni leið vel og hún þekkti og treysti fólki var hún hrókur alls fagnaðar. Amma var allt sitt líf í þjónustu enda afskaplega þjónustulipur og með ótrúlegan að- lögunarhæfileika. Á augabragði gat hún breytt heimilinu sínu í hótel og fólk gisti hjá henni í lengri og skemmri tíma. Hún hafði þolinmæði til að hafa fólk inni á heimili sínu jafnvel árum saman, stundum end- urgjaldslaust. Snemma var manni kennt að taka tillit til þessa fólks, það hafði allan rétt inni á hennar heimili, sem alltaf var eins og von væri á höfðingjum. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og öllum hafi liðið sem slíkum í návist hennar. Allavega finnst mér það hafa verið forréttindi að hafa átt ömmu eins og hún var. Að eiga einhverja að sem situr róleg og kinkar kolli á réttum stöðum þegar unglingur rekur harmasögu af ranglæti heimsins, gefur þér svo kaffi á eftir og segir þér sögu af sjálfri sér sem er kannski ekki svo ólík þinni eigin nema á öðrum tímum og af öðru fólki, eru góðar minningar. Ég er henni óendanlega þakklát fyrir stuðninginn þegar hún var handviss um að mér skjátlaðist ekki og fyrir að sýna mér skilning þegar mér skjátlaðist. Hvað þá, gráta gamla æskudrauma, gamla drauma, bara óra’ og tál. Láttu þrekið þrífa stýristauma það er hægt að kljúfa lífsins ál. Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakna’ ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri, betri? Felldu’ ei tár en glöð og hugrökk vert. Þú átt gott, þú þekkir ekki sárin, þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull en gull eru’ líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim er þrekið prýddi’ og kraftur þögul höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. (Guðmundur Guðmundsson.) Elsku pabbi minn, Baldur og Ragnhildur, ég bið að Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Hrefna Magnúsdóttir. Elsku amma okkar. Nú þegar komið er að kveðjustund leita minn- ingar á hugann, minningar sem eru dýrmætar og fallegar fyrir okkur að eiga og varðveita. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma okkar mikið eigum við eftir að sakna þín, takk fyrir allt. Elsku mamma, Maggi og Baldur innilegar samúðarkveðjur til ykkar, kæru frændsystkini innilegar sam- úðarkveðjur. Amma mín guð blessi minningu þína. Þín, Hlíf Harpa, Sandra Ýr, Róbert Freyr og Alex Freyr. Þegar ég kveð ömmu mína, hrannast upp minningar liðins tíma. Amma var mikil manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir, hún var kona sem prjónaði ull- arsokka, ullarboli, gammósíur og fallegar peysur. Hún var mikil lista- kona í öllu sem heitir handavinna. Hún spilaði við okkur barnabörn- in, las mikið fyrir okkur framhalds- sögur eins og Dalalíf og margt fleira. Það verður skrýtið að hugsa til þess að amma mín sé farin frá okkur, hún sem hefur alltaf verið hluti af mínu lífi. Að eiga ömmu á sínum uppvaxtarárum, ömmu sem sinnti barnabörnunum sínum af lífi og sál voru mikil forréttindi, því það er svo gott að hugsa um tímann sem ég átti með henni og frænkum mín- um. Ég var ekki eina stelpan hennar ömmu, við vorum margar og öllum okkar sinnti hún á sinn einstaka hátt. Afi minn dó árið 1972, þá missti amma góðan vin. Ég var átta ára þá, en man þennan tíma vel. Við elstu stelpurnar sáum þá alveg um að amma væri ekki ein á nóttinni og skiptumst á um að sofa hjá henni í mörg ár. Þetta voru skemmtileg kvöld, oft spilaði amma á orgelið og við sungum með. Þetta eru minn- ingar sem gleymast aldrei og gott að geta sagt öðrum frá, stolt og ánægð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með söknuði kveð ég í hinsta sinn. Hlíf Magnúsdóttir. Kveðjustundin er runnin upp. Að vera ömmu samferða í lífinu svona lengi er ómetanlegt. Allar minning- arnar eru dýrmætur fjársjóður, það fylgir því mikil hlýja að rifja þær upp. Það var mikil gæfa að hafa átt heima í svo mikilli nálægð við ömmu. Það var stutt að hlaupa heim til hennar í Eskihlíð, þiggja veit- ingar, spjalla saman, spila á spil og hlusta á hana spila á orgelið. Amma bjó yfir mikilli frásagnar- gáfu og hún hafði óskaplega gaman af því að segja okkur frá lífinu í Breiðdal þegar hún var að alast upp. Mér líður stundum eins og ég hafi verið þarna með henni, ég get séð hana fyrir mér við leik og störf, hún sagði svo vel frá, fólk og atburðir lifnuð í huga mér við frásagnir hennar. Amma átti góðar æsku- minningar og talaði um systkini sín og foreldra af mikilli ást og virð- ingu. Nokkur myndbrot sem urðu til við frásagnir ömmu leita ákaft á huga minn. Ég sé ömmu fyrir mér, litla stelpuskottu, með tvær dökkar fléttur og brún augu, tindrandi af fjöri. Hún stendur hjá móður sinni Aðalbjörgu, skammt frá er Þor- björg eldri systir hennar sem held- ur á Ellu litlu systur og á gólfinu er Stebbi litli bróðir að leika sér. Litla stelpan sem síðar varð amma mín var alltaf létt og kvik á fæti, alltaf tilbúin að fara í sendiferðir. Í þetta sinn á hún að fara með kaffi í flösku sem búið er að setja í ullarsokk og ýmislegt góðgæti niður á engjar og færa fólkinu sem þar er í heyskap. Litla stelpan gerir þetta með glöðu geði og skoppar af stað yfir holt og móa. Fólkið fagnar henni þegar hún kemur, þarna er Björgvin stóri bróðir og Magnús faðir þeirra. Hún sest hjá föður sínum, alltaf er svo gott og gaman að vera í návist við hann. Ég sé líka ungu stúlkuna sem fór norður í Skagafjörð til að hjálpa móðursystur sinni með börn og bú. Síðar fór unga stúlkan til Reykja- víkur og vann þar í nokkur ár. Unga stúlkan fer aftur heim í sveitina og giftist ástinni sinni Páli frá Gilsár- stekk, hún er orðin húsmóðir á stóru heimili. Hún stýrir heimilinu með miklum myndarbrag, elur upp börnin sín þrjú og hugsar um gamla fólkið. Það er mikið að gera á heim- ilinu og gestagangur er mikill. Árin líða og barnabörnin fara að koma í heiminn. Amma og afi flytja í þorpið á Breiðdalsvík en því miður lést afi langt um aldur fram og saknaði amma hans mikið. Við barnabörnin skynjuðum það og gist- um oft hjá henni, við tengdumst henni sterkum og ástríkum böndum sem héldust alla tíð. Alltaf var svo gott að heimsækja ömmu í Eskihlíð. Börnin mín fengu líka að kynnast ömmu minni og fyrir það er ég mjög þakklát. Amma bjó á Breiðdalsvík eins lengi og hún gat með dyggri aðstoð og umhyggju Baldurs sonar síns. Síðustu tvö árin dvaldi hún á Hrafn- istu í Reykjavík og börnin hennar Magnús og Ragnhildur komu til hennar næstum daglega og sýndu henni ómælda ástúð og umhyggju. Nú er ástkær amma mín komin heim í Breiðdalinn sinn til samfund- ar við ástvini sína sem á undan fóru. Ég þakka ömmu minni af öllu hjarta samfylgdina í lífinu. Blessuð sé minning hennar. Arna Vala Róbertsdóttir. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur, foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sigurður Jónsson.) Elsku langamma. Blessuð sé minning þín. Við munum aldrei gleyma þér. Ragnhildur, Karen, Kristján Daði og Auður Ósk. Hún gat séð af hundsfylli. Hún gat léð eitt rúmbæli. Hún var kona hress við veg. Hún var kona rausnarleg. Gömul vinkona er gengin fyrir ætternisstapann, Hlíf Magnúsdóttir á Gilsárstekk í Breiðdal eystra. Hún átti tæpt ár fátt í aldarafmæli, fædd 26. september 1908. Eftir aldarfjórðungs pólitíska herleiðingu um Austurland hefur margan fýst að heyra af kynnum við mannfólk austur þar. Sér í lagi frændur og vinir á Vestfjörðum, heimabyggð hins herleidda. Hefir slumað í ýmsum þar um slóðir, þeg- ar fullyrt er að þeir þar eystra standi þeim jafnfætis. Undirritaður átti pólitíska hauka í horni þar sem voru hjónin á Gils- árstekk, Hlíf og Páll Guðmundsson. Og ekki síður sýndu þau honum per- sónulega vinsemd og hlýju, sem ekki gleymist. Það var notaleg upplifun ungum Vestfirðingi að gista á Gilsárstekk. Þar höfðu þau hjón tekið ung við búi af foreldrum Páls og setið staðinn af myndarskap og reisn. Um sína bú- skapardaga voru þau í fararbroddi í félagsmálum Breiðdælinga, Páll í hreppsmálum og síðast forvígismað- ur að byggingu og rekstri síldar- verksmiðju á Breiðdalsvík, en Hlíf kirkjuorganisti um áratuga skeið. Var hún einnig oftsinnis sótt til þeirrar þjónustu á Stöðvarfirði og eins suður um til Berufjarðar og Djúpavogs. Páll varð ekki gamall maður. Hann féll skyndilega frá. Var að honum hinn mesti sjónarsviptir í sveit hans og samfélagi. Nokkrum árum áður en Páll hvarf til feðra sinna höfðu þau hjón brugðið búi og byggt sér snoturt hús við sjávarsíðu Breiðdalsvíkur og nefndu Eskihlíð. Hlíf Magnúsdóttir var sköruleg kona í sjón og raun. Matmóðir eins og þær gerast beztar til íslenzkra sveita og vel verki farin. Hún var mjög einörð í tali og tannhvöss, ef henni þótti hæfa málefninu. En jafnan glaðleg og glettin í fram- göngu. Gestrisin voru þau hjón og höfðingjar heim að sækja. Vinirnir eystra hverfa einn af öðr- um yfir móðuna miklu. Hlíf Magn- úsdóttir á góða heimvon hjá þeim Guði, sem hún trúði á. Hún „reisti skála sinn um þjóðbraut þvera“ og hýsti margan mann, og einnig þann, sem hér heldur á penna, og átti leið um fyrir margt löngu. Fyrir það og vináttu hennar verður hann ævin- lega og innilega þakklátur. Sverrir Hermannsson. Hlíf Petra Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.