Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Jafnaðarmaður lætur sig varða
líðan náungans. Aðferð jafn-
aðarmanna til að deila nægtum
samfélagsins þannig að sem flestir
séu bjargálna er
samneysla. Sú sam-
neysla birtist m.a. í
heilbrigðismálum,
menntamálum og
greiðslum almanna-
trygginga á lífeyri og
bótum.
Jafnaðarstefnan er
þannig pólitísk út-
færsla á þeirri mann-
úð, sem Kristur
kenndi, með dæmi-
sögunni um miskunn-
sama Samverjan.
Aukinn harmur
Nú liggur fyrir Al-
þingi Íslendinga
frumvarp til laga um
sölu áfengis í versl-
unum með mat-
arvörur. Frumvarpið
er flutt í þeim til-
gangi einum að létta
vínhneigðu fólki til-
veruna og auðvelda
því að kaupa áfengi.
Viðurkennt er að
auðveldað aðgengi
eykur neyslu áfengis.
Aukinni neyslu fylgir
aukin misnotkun, sem
oft bitnar á þeim, sem síst geta
varið sig. Vegna núverandi neyslu
áfengis er ætlað að árlega fæðist
hér á landi milli 30 og 40 börn með
líkamlegan og/eða andlegan skaða.
Aukin neysla mun fjölga þeim
börnum.
Ég bið því vínhneigða jafn-
aðarmenn á Alþingi að vera mis-
kunnsama og leggja þá kvöð á vín-
hneigð sína að una við óbreytt
ástand um aðgengi þeirra að víni
og koma þannig í veg fyrir þá
fjölgun.
Við aukið aðgengi að víni lækkar
byrjunaraldur barna á víndrykkju
og misnotkun eykst. Til að svo fari
ekki bið ég vínhneigða flokks-
félaga mína á Alþingi að leggja
það á sig að búa við óbreytt ástand
á aðgengi að víni.
Á árunum 1986 til ’95 létust 50
manns á ári vegna
áfengis og vímu-
efnaneyslu. Aukið að-
gengi að víni eykur
neyslu og þar með
hækkar tala þeirra
sem árlega farast.
Aukin neysla fjölgar
þeim sem missa tökin
á lífi sínu. Fjölgar
þeim sem aka ölvaðir.
Fjölgar slysum. Fjölg-
ar þeim sem beita of-
beldi. Fjölgar þeim
sem lenda á sjúkra-
húsum.
Annarra nauð
Ég skil vel að vín-
hneigt fólk vilji létta
sér aðgengi að áfengi.
En ég vil trúa að það
muni neita sér um þau
þægindi ef það hug-
leiðir að þeim fylgir
aukinn fjöldi andlega
og/eða líkamlega
skaðaðra barna. Ef
það hugleiðir að þeim
fylgir aukin drykkja
barna. Aukning ótíma-
bærra dauðsfalla.
Fjölgun þeirra sem
aka ölvaðir. Aukið ofbeldi.
Því bið ég vínhneigða jafn-
aðarmenn á Alþingi, sem hyggjast
greiða vínfrumvarpinu atkvæði sitt
að láta sig varða um náungann. Ég
bið þá að auðvelda sér ekki að-
gengi að víni þegar það eykur ann-
arra nauð. Ég bið þá að leggja það
á vínhneigð sína að una við óbreytt
ástand og greiða atkvæði gegn
frumvarpinu.
Jafnaðarmenn,
vínhneigð
og miskunnsemi
Birgir Dýrfjörð skrifar
um áfengisfrumvarpið
Birgir Dýrfjörð
»Ég bið þvívínhneigða
jafnaðarmenn á
Alþingi að vera
miskunnsama
og leggja þá
kvöð á vín-
hneigð sína að
una við óbreytt
ástand um að-
gengi að víni.
Höfundur situr í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
Í GREIN í Morgunblaðinu þann
27. október síðastliðinn spyr Reynir
Ragnarsson, formaður ÍBR; „Fyrir
hverja er UMFÍ?“ Spurningin virð-
ist vakna vegna afgreiðslu þings
Ungmennafélags Íslands á umsókn
ÍBR um aðild að hreyfingunni.
Ég ætla ekki að deila við ágætan
formann ÍBR, Reyni
Ragnarsson, sem ég
vonast til að eiga gott
samstarf við í framtíð-
inni, um eðli og tilgang
UMFÍ, en langar þó að
gera að umtalsefni
nokkur atriði sem hann
fjallar um í grein sinni.
Það er alveg rétt að
ÍBR hefur sótt þrisvar
um aðild að UMFÍ á
liðnum 10 árum og allt-
af hafa umsóknirnar
verið afgreiddar á lýð-
ræðislegan hátt á sam-
bandsþingum. Á þeim
eiga seturétt fulltrúar allra aðild-
arfélaga UMFÍ á landsvísu, 19 hér-
aðssambönd og 12 félög með beina
aðild, sem fara með æðsta vald
hreyfingarinnar og móta þannig á
lýðræðislegan hátt stefnu hreyfing-
arinnar til framtíðar. Við afgreiðslu á
inntökubeiðnum ÍBR hefur hreyf-
ingin gert þá kröfu að uppfyllt séu
ákveðin skilyrði fyrir inngöngu, s.s.
samræming laga að lögum UMFÍ og
að lottóúthlutun verði endurskoðuð.
Það skiptir sambandsaðila UMFÍ
miklu máli að lottógreiðslur þeirra
skerðist ekki til muna við það að
íþróttabandalögin komi inn í UMFÍ.
Það er grundvallarforsenda UMFÍ
að treysta starfsgrundvöll aðild-
arfélaganna. Með því
að samþykkja inn-
göngu ÍBR án skilyrða
og án þess að skoða
heildaráhrif þess á
hreyfinguna væri
UMFÍ að virða að vett-
ugi þessa grundvall-
arforsendu hreyfing-
arinnar. Það er
einfaldlega á þessum
þætti sem strandað
hefur. Reynir veit að á
þingi UMFÍ á Sauð-
árkróki 2003 var sam-
þykkt að veita ÍBR að-
ild að því tilskildu að
samkomulag næðist milli UMFÍ og
ÍSÍ um skiptingu lottósins. Í stuttu
máli náðist ekki samkomulag milli
hreyfinganna þrátt fyrir að mikið
væri reynt. Reynir talar um að á ný-
afstöðnu þingi UMFÍ á Þingvöllum
hafi hreyfingin hafnað inngöngu
ÍBR. Hið rétta er að þingið sam-
þykkti að skoða betur með hvaða
hætti væri hægt að veita þeim inn-
göngu.
Reynir talar um að UMFÍ skil-
greini sig sem landssamtök íþrótta-
og æskulýðsfélaga.
Þetta er ekki rétt hjá Reyni því
UMFÍ er skilgreint samkvæmt lög-
um félagsins sem landssamband
ungmennafélaga á Íslandi. Aðild að
UMFÍ er tvenns konar, annars veg-
ar í gegnum héraðssambönd og hins
vegar er um beina aðild að ræða og
er Ungmennafélagið Fjölnir í Graf-
arvogi þannig félag. Sama á við um
Breiðablik og Stjörnuna sem Reynir
telur upp í greininni sinni. Þessi fé-
lög eru ungmennafélög innan hér-
aðssambands og því með aðild að
UMFÍ. KR, Valur og ÍR eru ekki
ungmennafélög og hafa því ekki aðild
að UMFÍ. Aðild ÍBR eða annarra
íþróttabandalaga verður að vera í
fullri sátt við grasrótina í hreyfing-
unni því annars er betur heima setið
en af stað farið.
Það er heldur ekki rétt ályktun hjá
Reyni að UMFÍ séu lokuð samtök.
Fyrir nokkrum árum var samþykkt
að heimila íþróttabandalögunum að
taka þátt í Landsmótum og Ung-
lingalandsmótum UMFÍ og hefur
ÍBR nýtt sér þennan þátttökurétt.
UMFÍ hefur rekið þjónustu-
miðstöð sína í Reykjavík í tugi ára og
er hún öllum opin. Hreyfingin á því
láni að fagna að hafa mikinn velvilja í
sinn garð, hvort sem um er að ræða
ríkisvaldið, sveitarfélögin, fyrirtækin
eða almenning.
Þennan mikla velvilja og stuðning
erum við afskaplega þakklát fyrir og
kunnum vel að meta. Hann er okkur
hvatning til að halda áfram á sömu
braut.
Íslandi allt.
UMFÍ er til fyrir alla
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
svarar Reyni Ragnarssyni,
formanni ÍBR
» Það skiptir sam-bandsaðila UMFÍ
miklu máli að lottó-
greiðslur þeirra skerðist
ekki til muna við það að
íþróttabandalögin komi
inn í UMFÍ.
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir
Höfundur er formaður UMFÍ.
Í SEPTEMBERLOK náðist sá
merkisáfangi að stofnuð voru samtök
norrænna barna og unglingabókahöf-
unda. Samtök sem þessi skipta veru-
legu máli. Þeim er ætlað að styrkja
norræna höfunda í öllu sem lýtur að
starfi þeirra og styðja við bakið á út-
gáfu barna- og unglingabóka, sér-
staklega nútímabóka. Jafnframt er
lögð áhersla á að auka þýðingar á
milli Norðurlandanna og að hlúa að
norrænum tungumálum og menn-
ingu.
Stofnun samtakanna á sér nokkurn
aðdraganda. Eftir undirbúningsfundi
á Íslandi og í Noregi var ákveðið að
funda í tengslum við bókamessuna í
Gautaborg í ár. Fulltrúar allra nor-
rænu rithöfundasambandanna sóttu
fundinn að Grænlendingum og Finn-
lands-Svíum undanskildum. Vonir
standa til að þeir verði með næst.
Undirbúningsfundur stóð í tvo daga
og endaði með formlegum stofnfundi.
Undirritaðar sóttu fundinn fyrir hönd
SÍUNG, Samtaka barna- og ung-
lingabókahöfunda á Íslandi.
Íslenskt heiti
Hér er um samtök að ræða sem er
ætlað að ná yfir öll Norðurlöndin og
halda þeim undir einum hatti. Nafnið
var rætt fram og aftur og varð ís-
lenska orðið Regnhlíf fyrir valinu. Við
hæfi þótti að nafnið
væri norrænt og merk-
ing þess lýsandi fyrir
hlutverk samtakanna.
Kosin hefur verið
þriggja manna stjórn
fyrir fyrsta starfsárið
en auk þess eiga öll að-
ildarfélögin fulltrúa í
ráði. Þannig mynda
löndin bakhjarl sam-
takanna og koma að
stjórnun þeirra með
beinum eða óbeinum
hætti. Skrifstofa sam-
takanna verður fyrst
um sinn til húsa í Noregi.
Á undanförnum árum hefur dregið
stórlega úr þýðingum barnabóka
milli Norðurlandanna. Er nú svo
komið að einungis ein af hverjum tíu
þýddum bókum í sumum landanna er
norrræn. Bækur úr enskumælandi
heimi sækja hins vegar stöðugt á.
Börn á Norðurlöndunum hafa því
ekki lengur greiðan aðgang að sam-
félagi nágranna sinna gegnum bók-
menntir. Gegn þessu ætlar Regnhlíf
meðal annars að beita sér og brunnu
þýðingamálin mjög á mönnum á
stofnfundinum. Binda höfundar nor-
rænu sambandanna töluverðar vonir
við nýju samtökin sem eru til þess
fallin að þjappa fólki saman.
Gleðitíðindi fyrir norræna
barna- og unglingabókahöfunda
Brynhildur Þórarinsdóttir
og Kristín Steinsdóttir segja
frá stofnun SÍUNG, samtökum
norrænna barna og unglinga-
bókahöfunda
» Þeim er ætlað aðstyrkja norræna
höfunda í öllu sem lýtur
að starfi þeirra og
styðja við bakið á útgáfu
barna- og unglingabóka,
sérstaklega nútíma-
bóka.
Kristín
Stefánsdóttir
Höfundar eru rithöfundar.
Brynhildur
Þórarinsdóttir
NÚ Í lok októbermánaðar þegar
bæjarráð Akraness og embætt-
ismenn eru að hefja vinnu við fjár-
hagsáætlun ársins 2008, er ástæða
til að nefna ýmis málefni ársins
2007 sem tengjast okkur öllum.
Nýlega var samþykkt í bæj-
arráði Akraness harð-
orð tillaga þar sem
mótmælt var þeim
drætti sem hefur orðið
á framkvæmdum við
Leyni. Það er rétt að
það komi fram að þess-
ar framkvæmdir eru
ekki á vegum Akranes-
kaupstaðar heldur á
vegum Vegagerð-
arinnar. Teikningar af
sjóvarnagarðinum
munu loks tilbúnar
þannig að þessum
framkvæmdum lýkur
væntanlega fljótlega.
Framkvæmdin hefur
dregist allt of lengi,
Akurnesingum og
öðrum vegfarendum
til mikils ama.
Sem betur fer er
margt sem við Ak-
urnesingar getum
glaðst yfir. Þar er
fyrst að nefna nýjan
og glæsilegan tónlist-
arskóla. Það er ein-
róma álit allra að
bygging nýja tónlistarskólans hafi
heppnast frábærlega og vil ég færa
öllum sem hafa komið að því máli
þakkir fyrir vel unnin störf. Sér-
staklega vil ég þakka bæjarstjóra,
skólastjóra tónlistarskólans og
framkvæmdanefnd bæjarins.
Aldrei hefur verið malbikað
meira af götum og gangstígum á
Akranesi en á þessu ári. Núna í lok
októbermánaðar er búið að leggja
og malbika u.þ.b. 1,8 km. af göngu-
stígum og um 2,0 km. af götum.
Mjög mikil íbúafjölgun hefur
verið á Akranesi frá 1. desember
2006 til dagsins í dag. Skagamönn-
um hefur fjölgað um 306 eða um
5,1% og erum við nú orðin 6261.
Aðeins í Reykjanesbæ hefur íbúum
fjölgað meira á þessu tímabili,
fyrst og fremst vegna náms-
mannaíbúðanna við Keflavík-
urflugvöll. Á Akranesi er áætlað að
um 350 íbúðir séu í byggingu og nú
í nóvember er gert ráð fyrir því að
úthluta 143 íbúðum.
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu nýs 6 deilda leikskóla við
Ketilsflöt í hinu nýja Skógahverfi.
Fyrr á þessu ári var Skátahúsinu
við Háholt breytt í leikskóla með
góðum árangri og eru
starfsmenn og börn
mjög ánægð með að-
stöðuna þar. Með
þessari breytingu
tókst að eyða biðlista
eftir leikskólapláss-
um. Einnig er full
ástæða og mjög
ánægjulegt að geta
sagt frá því að ráðn-
ing á starfsfólki hefur
gengið mjög vel. Ég
tel að starfsmanna-
mál í leikskólum séu
hvergi betri á svoköll-
uðu Stór-Reykjavík-
ursvæði en einmitt hér
á Akranesi og ber að
þakka það.
Framkvæmdir við
sérhannaða byggingu
fyrir byggingagreina-
deild Fjölbrautaskóla
Vesturlands eru komn-
ar á gott skrið og er
það vel við hæfi á 30
ára afmæli skólans.
Gert er ráð fyrir að
byggingin verði tekin í
notkun í upphafi haustannar 2008.
Lokið hefur verið við endurbætur á
lóð Brekkubæjarskóla og klæðn-
ingu á hluta hans, ný stræt-
isvagnaskýli hafa verið tekin í
notkun og er mikil prýði að þeim.
Að lokum má geta þess að frá
30. nóvember 2006 til september
2007 hafa um 92 tonn af pappír
verið flutt í endurvinnslu frá Akra-
nesi til Sorpu í stað þess sem áður
var þegar allur pappír var fluttur í
Fíflholt og urðaður þar. Margt
fleira jákvætt hefur gerst hjá okk-
ur hér á Akranesi á þessu ári, en
það verður ekki tíundað að þessu
sinni.
Af ýmsum mál-
um á Akranesi
Gunnar Sigurðsson segir frá
framkvæmdum á Akranesi
Gunnar Sigurðsson
»Mjög mikilíbúafjölgun
er á Akranesi og
sl. 10 mánuði
hefur Skaga-
mönnum fjölgað
um 306 eða um
5,1% og eru nú
6261 talsins.
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Akraness.