Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF       !   "# $%&   ' ( ) *)                                                                          ! " #$  %&'&'  ''%&% % &'&'  '& '  ' '&&' ' ' &'% ' ' ' %& & ' '& '  ' '' &'  ' '% ' '% ' '' %%' ' ''&  '&%' '% ' %'%' ' &'%&  ' ' %'' % % %& &     & &     %%    &     & % %& %  &%   %     % %   % &  %& & % &  & ()*    % % %  %&      +   '  ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' '  ' ' ' ' ' '  ' ' ' ' ' ' ' '     ,  - #./' 0  * - #./' 12 ./' (3- #./' -  ./' /'14 /5 6  78    - #./' " #9 ./' 3  6 ./' $ #4# 0#  :(): /''./'  ;4./' <# ./'  !"#$   % ./' ,/ 8 ./' , 8=   #4=>( 10  (  - #./' (? ; 0  78  8- #./' @ ./' AB. )./' $=CDA  ; 4*./' E#*./'   %&'#(  ) F # ;,#4#4F' 0- ./' 4) ./' ÁVÖXTUNARKRAFA bæði verð- tryggðra bréfa og óverðtryggðra hækkaði mikið í kjölfar vaxtahækk- unar Seðlabankans um 0,45 pró- sentustig á fimmtudaginn. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að sama dag hafi krafan á íbúðabréfum hækkað um 0,13-0,14% og krafa rík- isbréfa um 0,11%-0,45%. Viðskipti með skuldabréf hafi verið mjög mikil á fimmtudaginn og dagurinn annar mesti veltudagur á skuldabréfa- markaði frá upphafi. Í gærmorgun héldu hræringar áfram í töluverðum viðskiptum og krafa bæði verðtryggðra og óverð- tryggðra bréfa hélt áfram að hækka. „Sá stýrivaxtaferill sem Seðla- bankinn telur nauðsynlegan til að verðbólgumarkmið megi nást á ásættanlegum tíma liggur nú bæði hærra og helst hár lengur en mark- aðurinn var með væntingar um. Rekja má kröfuhækkunina í gær [fimmtudag] og í dag [föstudag] til þessa. Jafnframt má búast við að krafan muni haldast há lengur en áð- ur var reiknað með. Kröfulækkun sem spáð var á næsta ári er því líkleg til að vera síðar í tíma en áður var talið,“ segir í Morgunkorni greining- ardeildar Glitnis. Ávöxtunarkrafa hækkar mikið D@G* D@G+         D@G, -0G        +HI  A  J      ($1 +,G      D@G.  D@G%        ● DÓTTURFÉLAG Samherja, Kald- bakur, hefur keypt 2,4 milljónir hluta Rem Offshore ASA í Noregi á geng- inu 53,50 eða á tæplega 1,4 millj- arða íslenskra króna og á eftir kaup- in 6,24 % í félaginu. Rem Offshore er útgerðarfyrirtæki sem þjónar olíu-, byggingar- og rannsóknariðnaði á sjó. Félagið gerir út sjö stór skip en 12 skip til viðbótar eru í smíðum, til afhendingar á næstu þremur árum en þjónustusvæði skipanna er að- allega á Norðursjó en einnig undan ströndum Mexíkó, Indlandi og Bras- ilíu. Velta Rem hefur vaxið ört og er áætluð velta félagsins ár um 4,5 milljarðar íslenskra króna. Samherji fjárfestir í Noregi ♦♦♦ FL GROUP var rekið með nær 32 milljarða króna tapi fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins en tapið nam 27,2 milljörðum króna eftir skatta á móti 5,3 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra og mun þetta vera mest tap íslensks félags á einum fjórðungi en það var nokkuð í takt við spár greiningardeilda bankanna. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis, sem spáði félaginu 29,6 millj- arða tapi, kemur fram að helsta frá- vikið felist í uppfærslu á bókfærðu virði óskráðra eigna, samtals um þrjá milljarða króna nettó, en í til- kynningu FL Group segir að óskráðar eignir hafi verið „varfærn- islega endur- metnar“. Tap FL Group af fjárfestingum og afleiðum nam 30,8 milljörðum á móti 1,2 milljarða hagnaði á þriðja fjórð- ungi í fyrra enda varð veruleg lækk- un á helstu eignum þess en allar skráðar eignir FL Group eru færðar á markaðsvirði á hverjum tíma og af- koma félagsins ræðst því að lang- mestu leyti af þróun á hlutabréfa- mörkuðum. Stærstu eignir Fl Group eru í Glitni, Commerzbank, TM, AMR og Finnair sem til samans standa fyrir rúmum 70% af heildar- eignasafni FL Group eða rúmum 301 milljarði. Þegar horft er til fyrstu níu mán- aða ársins nam tap FL Group fyrir skatta 9,2 milljörðum á móti 8,6 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til jákvæðrar skattafærslu upp á 5,2 milljarða nam tapið fjórum milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár neikvæð um 3,7%. Heildareignir FL Group í lok september námu tæpum 370 millj- örðum og eiginfjárhlutfall var 40,4%. Tap FL 27 milljarðar Uppgjör FL Group arnorg@mbl.is TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) var rekin með 650 milljóna tapi fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins á móti um 1,6 milljarða hagnaði á öðrum fjórðungi ársins og skýrist munurinn af því að fjárfestingartekjur TM fóru úr tæpum 2,2 milljörðum á öðrum fjórðungi í 230 milljónir króna á þeim þriðja. Hagnaður TM fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna á móti 530 milljónum á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta fyrstu níu mánuðina var aðeins lítill hluti heildarhagnaðar eða 358 milljónir sem þó er breyting til batnaðar frá í fyrra en þá var 175 milljóna króna tap af vátryggingastarfsemi fé- lagsins. Í tilkynningu TM er þó tekið fram að afkoman af vá- tryggingarekstri sé enn undir markmiðum en verst sé hún í ökutækjatryggingum og slysatryggingum sjó- manna. Fjárfestingartekjur snarfalla ● LIÐLEGA 300 milljóna tap varð af rekstri Mile- stone á þriðja fjórðungi ársins; hagnaður félags- ins fyrir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 33,1 milljarði króna en var 32,8 eftir fyrstu sex mánuðina. Hagnaður- inn er engu að síður hátt í tvöfalt meiri en á sama tímabili í fyrra og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var afar há eða 88,5%. Fjárfesting- artekjur Milestone námu 33,4 millj- örðum á móti 19,4 milljörðum fyrstu níu mánuðina í fyrra. Heildareignir hafa meira tvöfaldast frá áramótum og námu rúmum 380 milljörðum í lok september og eiginfjárhlutfall samstæðu Milestone var þá 19,2% en eiginfjárhlutfall móðurfélags var 41,5%. Meira en 76% af eignum Milestone eru í fjármálafyrirtækjum á Norðurlöndum og 68% af eignum Milestone eru nú utan Íslands. Arðsemi eigin fjár Milestone 88,5% Karl Wernersson ELÍN Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans en Elín Þór- unn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni nú um mánaðamótin. El- ín Þórunn hefur undanfarin tvö ár gengt starfi forstöðumanns sölu á fyrirtækjasviði Símans. Elín Þór- unn útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands árið 1993. Á sama tíma hefur Elín Rós Sveinsdóttir tekið við starfi for- stöðumanns sölu á fyrirtækjamark- aði af Elínu Þórunni. Elín Rós er 33 ára og hefur starfað hjá Símanum síðan 2002. Hún er með Diplóm- anám í stjórnun og starfsmanna- málum frá Háskólanum í Reykja- vík. Elín Þórunn Eiríksdóttir Elín Rós Sveinsdóttir Elín Þórunn tekur við af Sævari ● HAGNAÐUR British Airways fyrir skatta tók stökk á fyrri helm- ingi rekstrarárs félagsins, sem lauk 30. sept- ember. Hagnaður- inn nam tæpum 73 milljörðum ís- lenskra króna sem er liðlega fjórð- ungi meiri hagnaður en á sama tíma- bili í fyrra. Þrátt fyrir hækkandi eldsneyt- isverð tókst stjórnendum félagsins að lækka kostnað um 4% en engu að síður er gert ráð fyrir að eldsneyt- iskaup félagsins muni á þessu ári í fyrsta sinn fara yfir tvo milljarða punda, jafngildi um 245 miljarða ís- lenskra króna. Aukinn hagnaður hjá British Airways ÞETTA HELST ... ● KRÓNAN styrktist um 0,4% í gær og lækkaði gengisvísitalan í 113,6 stig við lok dags. Gengi á Bandaríkja- dollar er nú komið niður undir 59 krónur. Verð hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% og var í lok dags 7.907 stig. Mest lækkun var á verði hlutabréfa í FL Group um 3,5% og Össuri um 1,9%. Mest hækkun var á verði bréfa í Teymi og 365 hf. Alls námu hluta- bréfaviðskipti gærdagsins rúmum 12,6 milljörðum króna. Krónan styrkist enn SEÐLABANKINN segir í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá sinni að hagvöxtur verði tæpt 1% á þessu ári og 0,4% á því næsta en árið 2009 er gert ráð fyrir 2% samdrætti. Greiningardeild Glitnis segir þessa spá Seðlabankans þá svart- sýnustu sem birt hafi verið op- inberlega undanfarna mánuði. Glitnir reiknar með 2,6% hagvexti í ár og um 2% vexti næstu tvö ár. Rætur þessa mismunar eru raktar til mismunandi sýnar á innflutning, einkaneyslu og stóriðju. Mestur munurinn liggur í spám fyrir árið 2009 en þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir snörpum samdrætti einka- neyslu en Glitnir telur að einka- neysla aukist lítillega á því ári. „Markast þessi munur af ólíkum forsendum um þróun kaupmáttar og eignaverðs, þar sem við erum bjartsýnni á þróun þessara stærða en Seðlabankinn,“ segir í Morg- unkorni Glitnis. Bent er á að samn- ingar séu nú lausir hjá stórum hluta launafólks og gera megi ráð fyrir að samið verði um talsverðar launa- hækkanir. Auk þess hafi rík- isstjórnin áform um að lækka tekju- skatt einstaklinga á kjörtímabilinu. Seðlabankinn fullsvartsýnn TILFÆRINGAR voru á hluta- bréfamarkaði í gær þar sem hlutir í tveimur skráðum félögum, 365 hf. og Teymi hf., skiptu um hendur. Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson keyptu 15% eignarhlut í 365 hf. af Karli og Steingrími Wernerssonum fyrir 1,2 milljarða. Á sama tíma keypti þeir Karl og Steingrímur 5% eignarhlut af FL Group á sama verði. Pálmi, Magnús og Þorsteinn sitja allir í stjórn 365 hf. Samanlagður hlutur þeirra í félaginu er nú 41,4%. Seldu allan hlutinn í 365 Fjárfestingafélagið Milestone, sem er í eigu Wernersbræðra, seldi með þessu allan 15,01% hlut sinn í 365 hf. á genginu 2,35, sem þýðir að þeir hafa fengið rösklega 1,2 millj- arða króna fyrir hlutinn. Kaupend- urnir eru til helminga Fons eign- arhaldsfélag, sem er í meirihlutaeigu Pálma Haraldsson- ar, og Sólmon ehf., sem er í eigu Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónssonar. Fons hefur þar með bætt við sig 7,5% hluti og nú eiga Fons og dótturfélög 23,5% hlut í 365, eða rösklega 806 milljónir hluta. Þar af á Fons eignarhalds- félag 11,7%, Fons Capital á 8,8%, Melkot á 0,8% og Grjóti á 2,2%. Síð- asttöldu félögin þrjú eru öll í eigu Fons eignarhaldsfélags. Sólmon bætti einnig við sig 7,5% hlut og er eignarhlutur þess í 365 hf. nú samtals orðinn 17,9%, eða rúmir 613 milljónir hluta. Milestone eykur við sig í Teymi Milestone keypti 5,02% hlut í Teymi og var seljandinn FL Group. Viðskiptin fóru fram á genginu 6,75 og námu því rúmum 1,2 milljörðum. Eftir viðskiptin á FL Group 1,81% hlut í Teymi en Milestone á 16,98%. Pálmi, Þorsteinn og Magnús með 41% í 365 Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.