Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SÁLUMESSUTÓNLEIKAR verða í Hallgrímskirkju á morgun á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Þar mun Mótettukór Hallgríms- kirkju flytja tvær sálumessur. „Þessir tónleikar eru orðnir ár- vissir hjá Listvinafélaginu. Við byrj- uðum á þeim fyrir fjórum árum og þeir hafa fallið í góðan jarðveg, fólk hefur verið svo þakklátt fyrir að fá að upplifa svona fallega tónlist tengda þessum degi,“ segir Inga Rós Ingólfsdóttir, framkvæmda- stjóri Listvinafélagsins. Á morgun er allra heilaga messa, dagur þegar látinna er minnst og er það siður víða um heim að flytja sálumessur í kirkjum á þeim degi. Að því tilefni verður kirkjan fagurlega skreytt kertum og einstök stemning ríkir. Án undirleiks Mótettukórinn flytur Requiem Fauré sem er líklega frægasta sálu- messan á eftir sálumessu Mozarts. „Requiem Fauré er ein vinsælasta sálumessa tónbókmenntanna og hef- ur oft verið flutt af Mótettukórnum. Verkið verður flutt í orgelútsetningu í þetta skiptið, með hörpu og tveimur einsöngvurum, Benedikt Ingólfssyni bassa og Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur sópran. Björn Steinar Sól- bergsson leikur á klais-orgelið og El- ísabet Waage á hörpu.“ Hin sálumessan er eftir Ilde- brando Pizzetti og hefur hún aldrei verið flutt hér á landi áður. Hún er samin fyrir stóran kór án undirleiks í rómantískum, ítölskum stíl. „Þetta er verk sem Hörð Áskels- son, stjórnanda Mótettukórsins, hef- ur lengi langað til að flytja en ekki fengið tækifæri til fyrr en nú. Þetta er mjög fjölradda verk og meðal ann- ars fáum við karlakór úr Schola Can- torum til að flytja einn kafla verksins með Mótettukórnum,“ segir Inga Rós og bætir við að Requiem Pizzetti myndi afskaplega fallegan hljóm- heim. Með þessum tónleikum lýkur 25. starfsári Listavinafélags Hallgríms- kirkju og gengur nýtt starfsár í garð „Stóru ári með Kirkjulistahátíð og 25 ára afmæli er nú að ljúka og við tekur annað viðburðaríkt ár sem kynnt verður betur seinna,“ segir Inga Rós um dagskrá Listvinafélags- ins á komandi starfsári. Sálumessutónleikarnir hefjast kl. 17 í Hallgrímskirkju á morgun, það kostar 2.000 kr. inn en 1.500 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. 1. desember næstkomandi, um leið og nýtt kirkjuár hefst. Nýtt starfsár að hefjast Margt er framundan hjá List- vinafélaginu á nýju starfsári, m.a. opnar Arngunnur Ýr Gylfadóttir málverkasýningu í anddyri kirkj- unnar í desember, svo verður mikil jólatónlistarhátíð í sama mánuði. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur Tvær sálumessur á Allraheilagramessu Sálumessa Mótettukór Hallgrímskirkju flytur tvær sálumessur á tónleikunum á allra heilagra messu á morgun. J. K. ROWLING, höfundur bókanna um Harry Potter og fyrirtækið Warner Brothers, sem framleiða myndirnar um galdrastrákinn, hafa stefnd bókaútgefanda í Michigan fyrir áform hans um að gefa út í bókarformi efni af aðdáendavef Harry Potters. Meðal þess sem sem útgefandinn hugðist setja í bókina voru listar yf- ir galdra og töfraverur. Ristjóri vefsins er miðaldra bóka- safnsfræðingur á skólabókasafni, Steve Vander Ark, en vefurinn heitir Harry Potter Lexicon, slóðin hp-lexicon.org. Rowling verð- launaði vefinn árið 2004 sem besta Harry Potter-vef þess árs. Skáldkonan segir að útgáfa bók- arinnar hafi truflað hennar eigin áform um að gefa út Harry Potter alfræðibók síðar meir. Rowling og Warner stefna útgefanda Ætlar sjálf að gefa út Alfræði Harry Potters Lögsækir J.K. Rowling. ROKKSVEITIN klassíska Led Zep- pelin hefur frestað tónleikum sín- um sem vera áttu í Lundúnum 26. nóvember, vegna þess að gítarleik- arinn Jimmy Page fing- urbraut sig. Þeir verða þess í stað 10. desember. Slys gítargoðs- ins varð um síð- ustu helgi, en fregnir herma ekki hvernig það bar til. Jimmy Page, sem nú er á 64. aldursári verður að hvíla fingurinn í þrjár vikur. Aðdáendur verða því að halda þolinmæðinni. Jimmy Page Zeppelin frestað ♦♦♦ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HANS Ulrich Obrist, sýningarstjóri hjá Ser- pentine Gallery í London, og Ólafur Elíasson myndlistarmaður munu taka þátt í viðamiklu sýningarverkefni á Listahátíð í vor, að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar. Þema sýningarinnar verður listir og vísindi, en að undanförnu hafa þeir Obrist og Ólafur unnið saman að verkefni í Serpent- ine-galleríinu undir sömu formerkjum. Vett- vangur sýningarinnar verður Listasafn Reykjavíkur, og segir Hafþór Yngvason safn- stjóri að Hafnarhúsið verði allt lagt undir sýn- inguna sem verður mjög stór. „Þetta verður viðamikil sýning og fyllir allt Hafnarhúsið, en nær ekki út fyrir húsið. At- hyglinni er beint að myndlistinni á Listahátíð í vor, en önnur söfn verða með mjög fínar sýn- ingar líka sem verða unnar á þeirra vegum. Þess vegna verður þetta ekki alveg eins og það var á Listahátíð 2005, þegar sýningar tengdust innbyrðis,“ segir Hafþór. Sýningin í Serpentine var forleikur „Við erum búin að vera að vinna að þessu verkefni með Hans Ulrich og Ólafi. Þetta er þeirra sameiginlega hugmynd. Þeir hafa báðir hvor í sínu lagi verið með vísindatilraunir. Hans Ulrich var með stóra sýningu í Antwer- pen fyrir nokkrum árum sem hann kallaði La- boratorium, og Ólafur hefur verið að vinna á mörkum vísinda og lista.“ Í skálanum sem Ólafur hannaði við Serpent- ine í London hefur verið heilmikil dagskrá frá því í sumar með Garðkvöldum – Park Nights, og sólarhringsmaraþonum þar sem vís- indamenn og listamenn komu og töluðu um til- raunir sínar. „Það verkefni var forleikur að því sem verð- ur á Listahátíð og listamenn sem tóku þátt í fyrri hlutanum í London, og nýir, vinna inn- setningar sem verða í öllum sölum og öllum göngum, kaffistofunni – það verður allt und- irlagt. Í þessum hópi eru margir mjög vel þekktir listamenn sem hafa ekki sýnt hér áð- ur.“ Hafþór segir að á sýningunni verði maraþon með svipuðu sniði og var í London, og þar verði íslenskir og erlendir vísinda- og lista- menn þátttakendur. „Það er ýmislegt að gerast í vísindum hér, í erfðarannsóknum, orkugeiranum og víðar, margt mjög spennandi.“ Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson taka þátt í verkefni á Listahátíð í vor Vísindin í listinni Listahátíð Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson hafa unnið að rannsóknum á mörkum og tengslum vísinda og lista. Sýning sem er afrakstur af vinnu þeirra í Serpentine verður í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á Listahátíð í vor. Í HNOTSKURN » Hans Ulrich Obrist er svissneskur sýning-arstjóri og listgagnrýnandi. » Hann stofnaði Robert Walser-safnið árið1992, en það hefur þá sérstöðu að hafa að markmiði að vera lítið og yfirlætislaust far- andsafn. » Hans Ulrich starfaði lengi sem sýning-arstjóri samtímalistar við Ville de Paris safnið. » Í dag er hann annar tveggja sýning-arstjóra Serpentine-gallerísins. ÁGÚST Ólafsson, baritón, og Gerrit Schuil, píanóleikari, halda ljóðatónleika í dag kl. 17 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Þetta eru fjórðu tónleikarnir í röðinni „Ljóðasöngur á hausti“, þar sem fimm ein- söngvarar koma fram ásamt Gerrit Schuil. „Einn á ferð“ er yfirskrift tónleikanna í þetta sinn. Á efnisskránni eru söng- ljóð eftir Schubert, Tsjaíkovskí, Brahms, Rachm- aninov og Vaughan Williams. Í lögunum er dregin upp mynd af förumanninum sem heldur út í heim í leit að stað þar sem hann getur öðlast frið. Tónlist Ágúst Ólafsson einn á ferð Ágúst Ólafsson NÚ STENDUR yfir ljós- myndasýning Bjargar Vigfús- dóttur og skúlptúrasýning Stefáns Boga Stefánssonar gullsmiðs í galleríinu Við Mýr- argötu Á síðastliðnum árum hefur Björg fundið fyrir sterk- um tengslum við Ísland og áhugi kviknað á að sýna í myndunum orkuna og litina sem þetta magnaða land býr yfir. Stefán Bogi hefur rekið eigið verkstæði frá 1982 og hefur smíðað altaris- gripa í tugi kirkna. Í seinni tíð hefur hann hannað stærri verk sprottin úr nánasta umhverfi sínu. Sýningin stendur til 6. nóvember. Myndlist Ljósmyndir af orku og litum landsins Björg Vigfúsdóttir EINKAR athyglisverður ein- leikur í tveimur þáttum verður fluttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Salarins í Kópavogi, í dag kl. 17. Það er höfundurinn sjálfur, nýsjálenski píanóleikarinn, rit- höfundurinn og útvarps- þáttagerðarkonan Stephanie Wendt, sem flytur verkið Gest- ur Klöru. Wendt, bregður sér í gervi tónskáldsins og píanó- leikarans Klöru Schumann og flytur eigin leikgerð byggða á bréfum, dagbókum og tónlist Klöru, eiginmanns hennar Róberts og vinar þeirra Brahms. Leikurinn gerist á heimili Klöru í Þýskalandi að vori til árið 1854. Tónleikar Bregður sér í gervi Klöru Schumann Klara Schumann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.