Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 35 UMHVERFIS- og loftslagsmál eru ofarlega á baugi um heim allan. Ísland er þar engin undantekning. Hérlendis er þessi umræða þó með allt öðrum og jafnvel öfugum for- merkjum við það sem víða gerist annars staðar. Í nágrannalöndunum snýst umræðan öðru fremur um leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa, enda talið að hlýnun jarðar stafi að stærstum hluta af brennslu jarðefnaelds- neytis. Hlutur end- urnýjanlegra orkugjafa er þannig um 7% innan Evrópusambandsins, en hér á landi er hann 72% og Ísland í einstakri stöðu á þessu sviði. Hér á landi eru það þó óvart framleiðendur og flutn- ingsaðilar endurnýj- anlegu orkunnar sem öðrum fremur sitja undir gagnrýni þeirra sem tala í nafni umhverf- isverndar. Nú er það auðvitað svo að mál- efnalegt aðhald er orku- og veitufyr- irtækjum hollt, líkt og öllum öðrum. Þá verða einstakar virkjunarfram- kvæmdir ávallt og réttilega tilefni til skoðanaskipta, meðal annars frá sjónarhorni náttúruverndar. En því miður er gagnrýni á störf þessara fyrirtækja oft fjarri því að vera mál- efnaleg. Engu að síður virðist hún oft eiga afar greiða leið inn í fjölmiðla. Klifað gegn betri vitund um raf- orkuverð Sumir sem tala í nafni umhverf- isverndar klifa til dæmis sífellt á því í fjölmiðlum að hér sé raforka seld stóriðju á einhvers konar und- irverði. Engu er skeytt um svör er lúta að samanburði við meðaltalsverð til stóriðju í heim- inum, eða að augljósum atriðum er varða stöðugleika í viðskiptum og magninnkaup, eða um að salan til stóriðju sé óvart uppspretta nær alls hagnaðar umræddra fyrirtækja og mikilvæg forsenda uppbyggingar sem öðrum nýtist. Gegn betri vitund er fremur klifað áfram um það sem af vandlætingu er kallað niðurgreitt verð, en um leið er gjarnan krafist sama raforkuverðs til annarra val- inna atvinnugreina, sem ekki væri hægt að verða við nema óvart með stórfelldum niðurgreiðslum enda um að ræða margfalt minni og óstöðugri viðskipti. Þá hafa þessi fyrirtæki og starfsfólk þeirra und- anfarin misseri mátt sitja undir skrautlegum viðtölum og frétta- flutningi um burðarþol stíflumann- virkja, um meinta vá sökum brenni- steinsvetnis í andrúmslofti (maður þorði varla í sturtu og alls ekki að heimsækja Hveragerði) og þannig mætti lengi telja. Gagnrýni fyrir að fara að lögum Nú er komin fram ný tegund af gagnrýni á hendur einu fyrirtæki vegna virkjanaframkvæmda. Í fjöl- miðlum, meðal annars á forsíðu Morgunblaðsins, var það gert tor- tryggilegt að umrætt fyrirtæki skyldi sjálft hafa látið vinna um- hverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Þetta er afar athygl- isverð gagnrýni, því óvart er mælt fyrir um það í lögum um mat á um- hverfisáhrifum að framkvæmdarað- ili láti vinna slíkt mat. Matsferlið er hins vegar langt og að því koma ýmsir umsagnaraðilar auk að sjálf- sögðu skipulagsyfirvalda, og ekki skal farið nánar út í það hér. En varla getur það talist eðlilegt að fyr- irtækið sé gert tortryggilegt fyrir að fara eftir þeim lagabókstaf sem við á. Það eru takmörk. Ný tegund gagnrýni: farið að lögum Gústaf Adolf Skúlason skrifar um umhverfis- og loftslagsmál »Hér á landi eru þaðþó óvart framleið- endur... endurnýjanlegu orkunnar sem öðrum fremur sitja undir gagn- rýni þeirra sem tala í nafni umhverfisvernd- ar Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-18 • sunnudag 13-18Opið Einnig fullt af nýjum vörum Tekynning! Hvaða te hentar þér best? Svarið fæst með Kínverskri púlsmælingu. Kínversk postulínsveisla                     !  "#$$  !%&'$()$&$$                                          !              "  #         ! $   # #   !"     #  $ %&' %   &        ' !    & "    #  &   !  % !   () * + + *    *+    !)!,-$    .      !/     +   -,-0#$$     1 ! !  !2!  3!  " ( , +-        OPIÐ HÚS – ERLUÁS 2 – HF. Opið hús laugardag og sunnudag frá kl 15-16, helgina 3.-4. nóvember. Glæsileg 104,4 fm, 4ja herbergja endaíbúð. Rúmgóð stofa með gólfsíðum gluggum og glæsilegu útsýni. Vandaðar innréttingar. Eign á frábærum stað sem vert er að skoða Sölumaður Stefán Bjarni s. 694 4388. Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is Björn Daníelsson löggiltur fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.