Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Geira var ein af 37 nýnemum sem mættu á Bifröst haustið 1979, sumir nýkomnir úr grunnskóla og jafnvel ennþá bara 15 ára, sumir á þrítugs- aldri með smálífsreynslu. Þessi hóp- ur átti eftir að deila súru og sætu í nábýli næstu tvo vetur og tengjast órjúfanlegum böndum. Geira sannaði sig innan hópsins án ærslagangs eða sýndarmennsku. Hún teiknaði lista vel og skraut- skrifaði svo af bar og var einn af máttarstólpum listalífsins á Bifröst. Fíngerð list virtist hennar fag, enda lagði hún stund á gullsmíði um skeið. Hún hafði skýra og góða söngrödd og hefði áreiðanlega gert það gott sem söngkona ef hún hefði lagt sig eftir því og ástundað. Þegar hún var komin upp á svið var hún í eigin heimi. Söng með ákveðinni, kraft- mikilli og tónvissri röddu, og ein- beitti sér. Ekki með læti á sviðinu, frekar stíf að sjá, en söng svo til full- komlega. Hún mátti ekki syngja í Bifróvi- sion nema sem gestur, af því að hún hafði verið söngkona í skólahljóm- sveitinni. Nafn hennar var ekki á at- kvæðaseðlunum. Hún söng „What’s the matter baby“ og gerði það hreint óaðfinnanlega. Sjálfur var ég í söng- hóp sem tók þátt í keppninni og hafði boðið ættingjum til að sjá. Að lokinni keppni vildu ættingjarnir vita af hverju dökkhærða stúlkan hefði ekki unnið. Þeim fannst að Geira ætti að leggja söng fyrir sig. Eftir Bifröst voru samskipti strjál. En Bifrestingar vita oftast hvar í Geirfinna Guðrún Óladóttir ✝ Geirfinna Guð-rún (Geira) fæddist á Akranesi 8. júlí 1958. Hún andaðist 29. október síðastliðinn. Útför Geiru fór fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 2. nóvember sl.. heiminum hinir eru og hvað þeir hafa fyrir stafni. Og þótt þráður- inn slitni í einhvern tíma er ekki mikið mál að taka hann upp aft- ur. Þegar leiðir skör- uðust, hvort sem það var á Djúpavogi, á förnum vegi í Reykja- vík eða á skipulögðum endurfundum „gam- alla“ Bifrestinga, var hægt að halda áfram með samtal síðan síð- ast eins og ekkert hefði í skorist. Stundum hittumst við Geira í leið 10 sem af tilviljun. Bæði á heimleið úr vinnu, ekki alltaf á sama tíma dags eða sömu daga í viku. Fannst fyndið að hittast svona oft og á þeim 7 mínútum sem leið okkar lá saman gátum við uppfært vitneskju hvort annars um líf hins og haldið áfram með samtal síðan síðast sem snerist þá um heimili, fjölskyldu, börn og vinnu og ekki síst um gamla vini. Veikindi Geiru urðu okkur um- ræðuefni fyrir ári við undirbúning 25 ára útskriftarafmælis. Ég sat úti í garði og horfði á laufin á trjánum og fugla á grein meðan ég spjallaði við Geiru í síma um gamla daga og lífið til þessa. Þetta varð langt samtal þar sem hún lýsti fyrir mér baráttu sinni við krabbameinið. Hún lýsti smáum sigrum og töpuðum orrustum. Þetta var æðrulaus frásögn konu sem gerði sér grein fyrir því að stríðið myndi tapast á endanum. Það var ýmislegt sem hún vildi gera áður og vissi að hún næði ekki að klára, en hún var laus við alla reiði. Það gaf mér kraft og var endur- nærandi að heimsækja Geiru eða hringja í hana síðastliðið ár. Sýn hennar á lífið og æðruleysi gerði það að verkum að ýmis eigin vandamál voru endurskoðuð og léttvæg fundin. Ég veit að þarna fólst lærdómur sem mun fylgja mér fyrir lífstíð. Blessuð sé minning Geiru. Ragnar Torfi Geirsson. Það var fyrir fáum árum sem við kynntumst og fórum að hittast reglulega, nokkrar sjálfstæðar kon- ur á besta aldri, og fara í leikhús, á tónleika, á kaffihús og njóta samver- unnar. Geira fylgdist vel með því sem var á döfinni í menningarlífi borgarinnar enda listamaður af lífi og sál. Hún tók strax forystu í hópn- um og átti oftast nær frumkvæðið að góðri leikhús- tónleika- eða kaffi- húsaferð. Hún var mjög nösk á að finna menningarviðburði sem við hinar hefðum annars látið fara fram hjá okkur, skipulagði stað og stund og dreif okkur með sér. Geira hafði einstaklega góða nær- veru. Hún var hæglát kona og róleg og einstaklega góður hlustandi og var alltaf hægt að leita til hennar varðandi mál sem lágu okkur á hjarta. Geira var einnig afar barngóð kona. Börn löðuðust að rólegu og yf- irveguðu fasi hennar enda leit hún á þau sem jafningja. Kaffihúsaferð með Geiru á sunnudögum var því spennandi fyrir þau. Geira var mikill fagurkeri og smekkkona og hafði afar næmt auga fyrir góðri hönnun. Hún elti ekki tískuna en hafði yndi af því að kaupa sér fallega hluti og föt og það var endalaust hægt að dást að smekk- legum klæðnaði hennar, skarti og skótaui. Hún var einstaklega lagin að finna fallegasta kjólinn á Lauga- veginum og flottustu skóna í bænum. Jafnvel þegar hún var orðin mjög veik hafði hún unun af því að kaupa fallega hluti eða dást að fallegri hönnun og vekja athygli okkar á henni. Geira var mikill listamaður og allt lék í höndunum á henni. Hún var gullsmiður og afbragðs skrautritari og var færni hennar fljót að spyrjast út. Allt þetta smáa og fíngerða heill- aði hana. Síðasta árið sem hún lifði fór hún að búa til tækifæriskort fyrir vini og vandamenn sem voru svo fal- leg, fíngerð og frumleg að hún ann- aði vart eftirspurninni. Geira var einstaklega góður kokk- ur og naut þess að elda góðan mat og borða í góðra vina hópi. Matur sem hún lagaði var ekki aðeins fyrir bragðlaukana heldur einnig augað; listaverk sem Geira lagði allan metn- að sinn í. Við gleymum seint jólasmá- kökunum sem við fengum að smakka hjá henni og brauðunum sem hún bakaði og kom með í matarveislurn- ar. Uppskriftir frá Geiru, handskrif- aðar með smáu, fíngerðu letri eru vel geymdar og verða notaðar aftur og aftur. Ein af eftirminnilegustu gour- met matarveislum sem Geira átti frumkvæðið að var haldin nokkru áð- ur en hún greindist með banameinið. Þá skrifaði hún eftirfarandi orð sem fá mann til að staldra við í lífsgæða- kapphlaupi og amstri hversdagsins: Njóttu ilmsins! Njóttu bragðsins! Njóttu með höndunum! Njóttu með augunum! Njóttu tónlistarinnar! Njóttu í dag, kæra vinkona, gyðja, því á morgun er það kannski orðið of seint. Njóttu því eins og hver dagur sé þinn síðasti! Umfram allt njóttu og vertu til! Á morgun, njóttu minninganna! Elsku Geira við njótum minning- anna og þökkum þér fyrir samfylgd- ina. Við hefðum svo gjarnan vilja hafa þig lengur hjá okkur. Við send- um fjölskyldu og dætrum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kveðjur frá þínum vinkonum, Elín Haraldsdóttir, Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, Íris Valgarðsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Ármannsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Soffía Böðvarsdóttir. Frábær frænka mín og fyrirmynd hefur lokið baráttu sinni við mein sem allt of oft er ósigrandi. Ósigr- andi vegna stjórnleysis í frumuskipt- ingum og líkaminn verður að tímavél þó að áform hugans séu önnur. Þó svo að við vissum í hvað stefndi og um það hafi verið rætt í rólegheit- unum þá er söknuðurinn sár og óréttlætið algert. Geira frænka var nefnilega ímynd heilbrigðis og hreysti, alltaf flott, og fitt svo eftir var tekið. Vafalítið bjó hún að þeim styrk í veikindum sínum, enda reffi- leg með buffið. Það var þó ekki eingöngu líkam- legt atgervi og meðvitund um heil- brigt líferni sem gerði hana frænku mína að fyrirmynd minni. Ekki síður var það sjálfstæðið, víðtæk kunnátta til verka og listrænir hæfileikar sem vöktu aðdáun mína. Sem unglingur dáðist ég að hugmynd hennar, að vera eigin umboðsmaður í söngva- keppni í Samvinnuskólanum á Bif- röst og að skreppa í heimsferðalag upp á eigin spýtur. Já, hún var kjörkuð. Það er því ekki að undra að mér hafi þótt það merkilegt þegar frænka mín bauð mér fyrsta launaða starf mitt, þá 15 ára stelputetur. Nokkrum árum síðar gætti ég húss hennar eitt misseri og á þeim tíma mótaðist vinátta sem stóðst fjarlægð himins og hafs. Geira mín, á sínum tíma kallaði ímynd þín fram það markmið mitt að verða fertug og fitt og fimmtug og flott. Þú ert og verður fyrirmynd mín í svo mörgu. Minningin um ein- staka frænku er mér kær. Erla Björk Örnólfsdóttir. Nú byrgir sólu báran köld, Bláfögur hefjast næturtjöld, Liðinna ljós þar vaka, En friðargeislum máni mær Mildur um vötn og skóga slær Og silfrar svörðinn raka; Móðar, Hljóðar Dróttir blunda Dags til funda, Sneiddar hörmum, Faldar Drottins friðarörmum. (S.Th.) Þegar við felum Geiru Gunnu þeim Drottni er gaf hana er margs að minnast þó árin hennar yrðu alltof fá. Í júlí fyrir 49 árum var ég stödd í eldhúsi gamla bæjarins í Örnólfsdal þegar Gréta og Óli komu heim með Geiru Gunnu nýfædda. Þá hraut mér af vörum: „Vá hvað hún er falleg“. Ótalin eru þau nýfæddu börn sem ég hef síðan séð, en ekkert staðist þann samjöfnuð. En hún var ekki bara fal- leg heldur afar hæfileikarík, sama var hvort hún saumaði kápur á dæt- ur sínar litlar, eldaði mat, sniði til kort, prjónaði rúmteppi eða ynni við sitt fag, gullsmíðina. Allt var gert af slíkri vandvirkni að eftir var tekið. Geira var afar áræðin og fylgin sér, lét ekkert aftra sér frá því að ná settu marki, m.a. fór hún í hin ótrú- legustu ferðalög kornung. Geira var trölltryggur vinur vina sinna og ég mun ylja mér við minningarnar um litla hnátu sem alltaf var að gera eitt- hvað: tína ber, vaska upp í gamla bænum, passa Erlu Björk og svo ótalmargt annað, ungu stúlkuna glaðbeittu að leggja út í lífið og kon- una sem var sí og æ að skapa með sínum högu höndum og frjóa huga. Ef Guð lofar mun ég efna það að vori að tína blágresi og gleym mér ey og rölta upp á staðinn hennar í Klett- stíu. Kannski fæ ég Grétu mína með mér. Allt sem Geira Gunna var mér og mínum fæ ég aldrei fullþakkað. Til þín á næturloga leið ljósvængjum borinn þreytir skeið. Frá jörðu heimfús hugi – Samkviðum bjartra sólna her. Syngur þjótandi um eyru mér. Á hæstu himinflugi – Flýgur, Hnígur Guðs að stóli, Geislabóli Alvalds bjarta, Eilífi faðir, að þínu hjarta. (S.Th.) Líf, Tinnu og ljósinu hennar hon- um litla Eiði, foreldrum og systkin- um votta ég samúð mína og minna. Farðu sæl, fallegust mín. Ragnheiður á Sigmundarstöðum. Elsku besta Geira. Ég var svo heppinn að kynnast þér þegar ég byrjaði í leikskóla, tveggja ára gam- all. Ég er dálítið fatlaður og þarf því á góðri aðstoð að halda. Ég var svo lánsamur að þú varst stuðnings- fulltrúinn minn og við tókum strax ástfóstri við hvort annað. Við héldum alltaf góðu sambandi í gegnum árin en í dag er ég orðinn 13 ára og á að fermast í vor. Þau voru ófá kaffihúsin, listasöfnin og dóta- búðirnar í bænum sem við heimsótt- um saman. Ég passaði mig á því að vera aldrei óþægur með þér og oft ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÆRING VALGEIR JÓHANNSSON, Geitlandi 8, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 31. október. Björgvin Ó. Bæringsson, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Stella G. Bæringsdóttir, Jón Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar og bróðir, HÖRÐUR HUGI JÓNSSON, Hamraborg 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum 1. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jón Þór Harðarson, Ólafur Jóhann Harðarson, Anna Sigurbjörg Harðardóttir, Hugrún Harðardóttir, Elísabet Jónsdóttir, Birgir Jónsson, Lilja Jónsdóttir, Tómas Jónsson. ✝ Elskulegur faðir minn, afi, besti vinur, bróðir og mágur, SIGURÐUR ÞORKELL GUÐMUNDSSON læknir, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík miðvikudaginn 31. október. Útförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 13. nóvember klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minninga- gjafasjóð Landspítalans og minningasjóð Sóltúns. Jórunn Th. Sigurðardóttir, Númi Þorkell, Ingólfur Máni og Theódór Sölvi Thomassynir, Jónína Steinunn Þorsteinsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingvar Emilsson, Árni Þór Þorgrímsson, Gylfi Guðmundsson, Ása Hanna Hjartardóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Baldvin Ársælsson, Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind, Sveinn Aron Bjarklind og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, frá Refstað, nú síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, andaðist 2. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Hildur, Sigrún og Rannveig Káradætur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HJÖRTUR ÞÓR GUNNARSSON, Grófarseli 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 1. nóvember. Útför hans verður gjörð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Hinn látni óskaði þess að þeir sem vildu minnast hans létu Minningarsjóð Líknardeildar í Kópavogi njóta þess. Minningarkortin fást í síma 543 1159. Kristín V. Richardsdóttir, Ríkharður G. Hjartarson, Þuríður H. Hjartardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.