Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Sigurðarsondýralæknir orti um barnabarnið Elísabetu Líf: Átta vetra orðin snót andlitsfríð og handasmá lífsglöð teygir léttan fót lyndishrein með augu blá. Götu þína gæfusól geislum strái rausnarleg og himnakóngur heims um ból hossi þér um æviveg. Og hann orti 11. ágúst um annað barnabarn, Halldóru Sölvadóttur: Eins og stjörnur augun bláu undrastór og djúp og skær hugljúft bros og hendur smáu hverri skepnu verða kær. Foreldrarnir brosa breitt berjast hjörtu af ást til þín til hamingju með árið eitt yndislega stúlkan mín. Hann fór vestur í Bolungarvík og fékk góða gistingu hjá Arndísi Hjartardóttur: Gisting er bolvísk best bráðvel getur andann hresst hrós fær Arndís Hjartar mest heimilislega fer um gest. pebl@mbl.is Af afa og barna- börnum VÍSNAHORNIÐ Christian Dior fæddist inn íefnaða fjölskyldu árið1905 í sjávarþorpinuGranville í Normandí- héraði Frakklands og var yngstur þriggja systkina. Faðir hans, sem hafði komist í góðar álnir á fram- leiðslu áburðar, ól með sér þann draum að Christian lærði stjórn- málafræði og gerðist að því loknu diplómat. En hugur hins unga manns hneigðist alfarið að hinum skapandi listum – arkitektúr til að byrja með – og pabbi gamli gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki þýddi mikið að ætla að snúa syninum í þá átt sem honum helst hugnaðist. Með semingi leyfði hann Christian að hætta í námi sínu við hinn virta École Des Sciences Politiques er hann var 23 ára að aldri og gaf honum þess í stað væna fúlgu til að setja á laggirnar eigið gallerí – gegn loforði á þá leið að reksturinn bæri ekki Dior-nafnið. Þar kom hinn nýi galleríseigandi sér fljótt upp góðum tengslum við listamenn sem áttu eftir að gera það gott, Picasso, Braque og Cocteau þeirra fremstir. Lífið lék við Dior um sinn, uns ógæfan dundi yfir árið 1931; fjölskyldufyrirtækið fór á hausinn og galleríið, sem hafði hlotið nafnið Galerie Jacques Bonjean, bar sig ekki án baklandsins og lokaði því í kjölfarið. Næstu árin bjó Christian Dior við afar knappan kost og hafði í sig og á með því að selja hátískuhúsum skissuteikningar eftir sjálfan sig. Loks varð einhver í þeim bransa til þess að átta sig á því að hinn fátæki teiknari bjó yfir talsverðum hæfi- leikum, og Dior fékk starf sem að- stoðarmaður kjólameistarans Ro- bert Piquet. Nýi stíllinn tekur völdin Það var svo fljótlega eftir seinna stríð sem æskuvinur Dior frá Gran- ville, að nafni Marcel Boussac, réð hann til að blása lífi í textíl- og fata- verslunina Philippe et Gaston, en hana átti téður Boussac auk marg- víslegs annars reksturs. Hinn verð- andi hátískukóngur viðraði þegar í stað við yfirmann sinn hugmyndir sínar á þá leið að nú, að stríðinu mikla loknu, væri almenningur tilbú- inn fyrir eitthvað nýtt. Textíll var af skornum skammti meðan stríðið geisaði, en nú horfði til betri vegar hvað það varðaði og auk þess trúði Dior því að þar sem harð- ræði og ömurleiki stríðsins væri að baki myndu dömurnar stökkva á svolítinn lúxus – svolítinn glamúr. Bissnessmaðurinn Boussac kolféll fyrir hugmyndum vinar síns og ákvað þegar í stað að verja til verk- efnisins – fyrstu línu Christian Dior – 60 milljónum franka, sem voru fá- heyrðir fjármunir í þessu samhengi á þessum tíma. Báðir höfðu þeir tröllatrú á hugmyndum Dior, og á daginn kom að sá tiltrúnaður var á rökum reistur. Þeir félagar voru þó sammála um að best væri að vanda vel til verksins og undirbúa það nægilega. Dior gaf sér því tæplega eitt og hálft ár í að hanna, sníða og sauma flíkurnar sem áttu eftir að fylla hina nýju línu hans. Þvert á sniðleysuna sem var alls- ráðandi í kvenfatnaði meðan á seinna stríði stóð – réttilega, þar eð fólk hafði um annað að hugsa en há- tísku – voru flíkurnar í sniði sem gerði hinum kvenlegu línum hátt undir höfði og ýkti upp öll einkenni kvenlíkamans. Þannig voru herðarn- ar dregnar saman og hafðar nettar en barmurinn var undirstrikaður, og mittið inndregið en mjaðmirnar fengu að njóta sín. Hin munúðarfulla „stundaglaskona“ var rauði þráð- urinn í flíkum Dior og það kunnu konurnar sannarlega að meta enda varð Christian Dior að alþjóðlegri stjörnu á einni nóttu að kalla. Carmel Snow, ritstjóri Harper’s Bazaar, hitti svo naglann á höfuðið þegar hún nefndi línuna einfaldlega „The New Look“ eða nýja stílinn. Tískufatnaði kvenna var umbylt að flestu leyti og útlínurnar sem Dior lagði til áttu eftir að setja mark sitt á næstu áratugi. Sviplegt fráfall Næsti áratugur leið í stöðugum vinsældum og velsæld fyrir Christi- an Dior. En þegar hann hafði lagt lokahönd á línuna fyrir haust 1957 ákvað hann að bregða sér til Ítalíu og slaka á í heilsubænum Montecat- ini. Þaðan átti hann ekki aft- urkvæmt. Frásögnum bar aldrei saman um hvað hefði orðið helsta hátískuhönnuði Parísar að aldurtila. Fyrstu fregnir frá vettvangi kváðu hann hafa fengið hjartaáfall í kjölfar þess að fiskbein festist í hálsi hans meðan hann mataðist; dánarfregnin í Time sagði hjartaáfallið hafa komið til er hann sat við spil. En kunningi Christian sjálfs, Barón Alexis von Rosenberg, sagði frá því í end- urminningum sínum að ástarleikur við tvo talsvert yngri menn hefði rið- ið honum að fullu. Hvað sem satt er af framangreindu er sess Christian Dior gulltryggður í sögu hátísk- unnar, sem og í framtíð hennar að líkindum, því ennþá mælist vöru- merkið Christian Dior hið best þekkta af öllum sambærilegum í vörumerkjamælingum og könnunum þeirra fyrirtækja er slíkt kanna. Merkisberar Dior frá 1957 til 2007 Tískuhús Christian Dior var reyndar ekki á flæðiskeri með yf- irhönnuð þó meistarinn félli frá því sá sem tók við taumunum var sjálfur Yves Saint-Laurent. Honum fórst enda verkið vel úr hendi, vægast sagt. Af öðrum andans jöfrum sem borið hafa titilinn „yfirhönnuður“ hjá Dior eru einna helstir Gian- franco Ferre, sem gegndi starfinu frá 1989 til 1996, og svo auðvitað arf- taki hans, núverandi hönnuðurinn John Galliano. Galliano hinum breska er það öðrum fremur að þakka að tískuhús Christian Dior er enn í dag eitt hið ferskasta og fram- sæknasta í tískuheiminum. Svolítill lúxus – svolítill glamúr Meistari Gianfranco Ferre yfirhönnuður tískuhúss Christian Dior frá 1989-1996 þótti hafa sannkallaða snilligáfu sem hönnuður. Grallari John Galliano, hinn breski hönnunarstjóri Dior. Reuters Stundaglaskonan Nýji stíllinn lifir enn góðu lífi hjá Dior. Hinn 23. október voru 50 ár liðin frá andláti hins goðsagnakennda hátískuhönnuðar, Christian Dior. Jón Agnar Ólason fer yfir sögu tískukóngsins. AP Reuters SÍFELLT erfiðara verður að vita hvaða fatastærð maður notar; er maður stærð 38 eða 40, eða jafn- vel 36 eða 42? Fatastærðir eru nefnilega óútreiknanlegar – það vilja danskir fataframleiðendur a.m.k. láta í veðri vaka því sumir þeirra hafa nú tekið upp banda- ríska hætti og ákveðið að skrúfa stærðirnar niður um einn, þ.e. merkingarnar, þannig að „large“ verði að „medium“ o.s.frv. Viðskiptavefur danska blaðsins Jyllands-Posten, epn.dk, segir frá skrifum neytendablaðsins Tænk um þessar stærðarhliðranir sem eru sagðar gerðar í takt við sífellt þykkari viðskiptavini, allt til þess að væntanlegum kaupendum líði betur með sjálfa sig í mátunar- klefanum. Fólk vilji að sjálfsögðu frekar vera í stærð „medium“ en „large“. Í danska stórmarkaðnum Føtex er „small“-stærð nú 38-40, í stað 36-38, rétt eins og tíðkast í bandarískum númerum. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar breytingar og segir heil- brigðisstarfsfólk þær jafnvel stór- hættulegar, enda sé bara verið að gabba fólk. Sjúkdómar fylgi of- þyngd, sumir lífshættulegir, og við ruglinginn í kringum fatastærðir þyki fólki það ekki svo alvarlegt að holdafar hafi breyst þegar á hólminn er komið í mátunarklef- anum. Í fatalínu danska fyrirtækisins IC Companys, sem er m.a. seld hér á landi, hefur þessi breyting á fatamerkingum verið tekin upp, að sögn vegna þess að mannkynið stækki jafnt og þétt. Á hinn bóg- inn segja forsvarsmenn Føtex skýringuna ekki þá að kúnnarnir tútni út á þverveginn. „Það er ekki til danskur staðall á fata- stærðum sem þýðir að hvert fata- merki getur þróað sínar stærðir. Við tökum tillit til markaðshópsins okkar og þess vegna svarar „small“-stærð til 38-40,“ segir inn- kaupastjórinn Lisbeth Kjerulf Mikkelsen. Minni fatastærðir handa feitari Dönum Reuters Allt í plati? Friðrik, krónprins Dana, og fjölskylda passa nú í minni fata- stærðir en áður því danskir fataframleiðendur hafa breytt stærðakerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.