Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÍSLENDINGAR unnu Svart-
fjallaland 3½:½ í fimmtu umferð
Evrópumóts landsliða í skák sem
stendur yfir þessa dagana á Krít.
Þar með hefur liðið náð fimm stigum
úr jafnmörgum viðureignum og hlot-
ið 10½ vinning. Er sveitin í 19. sæti
af 39 þátttökuþjóðum sem er viðun-
andi árangur.
Rússar eru efstir með og 10 stig
og 15 vinninga, Slóvenar koma næst-
ir með 8 stig og 13 vinninga, þá Ísr-
aelsmenn einnig með 8 stig og 12½
vinning og Azerbadsjan er í 4. sæti
með 8 stig og 12 vinninga.
Ísland er sem stendur í 2. sæti
Norðurlandaþjóða, Norðmenn með
Magnús Carlsen á 1. borði leiða. Þó
engin formleg keppni sé í gangi er
ávallt fylgst með því hver vinnur
„Norðurhjaramótið“. Á Evrópu-
mótinu eru stig látin ráða en ekki
vinningar eins og venja er. Giltu
vinningar væru Íslendingar aðeins
neðar i töflunni. Alls verða tefldar
níu umferðir og mæta Íslendingar
sveit Króatíu í dag.
Úrslit í viðureignunum fimm hafa
orðið á þennan veg:
1. umferð: Georgía – Ísland 3½ : ½
2. umferð: Ísland – Pólland 3:1
3. umferð: Noregur – Ísland 2½ : 1½
4. umferð: Ísland – Sviss 2:2
5. umferð: Svartfjallaland – Ísland
½ : 3½
Góð úrslit hafa fengist í úrslitum
gegn sterkum sveitum Póllands og
Svartfjallalands. Um frammistöðu
okkar manna er það að segja að
Hannes Hlífar hefur hlotið báða
vinninga sín á svart en tapað tvívegis
með hvítu. Hann lagði of mikið á
stöðuna gegn Magnúsi Carlssyni í
þriðju umferð og tapaði í aðeins 25
leikjum. Hannes er sterkur kóngs-
peðsmaður en á EM hefur verið að
daðra við drottningarpeðið með
litlum árangri.
Ýmsum þótti Stefán Kristjánsson
nokkuð rólegur í tíðinni eftir að hafa
náð lokaáfanganum að stórmeistara-
titli fyrir rösku ári síðan. Hann þarf
enn að ná 2500 Elo-stigum og er öll-
um ljóst að það á ekki að vera mikið
mál. Taflmennska hans á Krít hefur
verið með ágætum og það sama má
segja um Héðin Steingrímsson sem
ekki hefur teflt í landsliði Íslendinga
síðan í Novi Sad 1990, þá aðeins 15
ára gamall Íslandsmeistari.
Hér í eina tíð hefði það þótt hálf-
gerð hneisa að tapa fyrir Norðmönn-
um, oft vorum við að vinna þessa
frændur okkar 2½ : 1½ eða betur, þá
sjaldan að þeir komust í tæri við
sveit okkar. Fyrir eina af þessum
skemmtilegu tilviljunum í veröldinni
skartar þessi þekkta skíðagönguþjóð
nú frægasta undrabarni heims og
styrkleikahlutföllin hafa því raskast
örlítið.
Það er ekki úr vegi að líta á skák
Hannesar við Magnús. Hannes lagði
Magnús Reykjavíkurmótinu 2004 en
um skák þeirra á Krít er það eitt að
segja að fórn Hannesar á f7 byggist
á röngum útreikningum; taki hvítur
biskupinn á c3 í 25. leik kemur ein-
föld þriggja leikja flétta: 25. .. Hd1+,
26. Kg2 Rf4+ 27. Kg3 Re2+ og
drottningin fellur.
EM á Krít, 3. umferð:
Hannes Hlífar Stefánsson –
Magnus Carlsson
Slavnesk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
c6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7
8.Bd3 dxc4 9. Bxc4 g6 10. O–O Bg7
11. b4 O–O 12. a4 e5 13. a5 exd4 14.
exd4Hd8 15. He1 Rf8 16. Db3 Be6
17. Had1 Bxc4 18. Dxc4 Re6 19. Re5
Df5 20. Rxf7 Kxf7 21. He3 Bxd4 22.
Hf3 Dxf3 23. gxf3 Bxc3 24. Hxd8
Hxd8 25. f4 Hd4 – og hvítur gafst
upp.
Stefán Kristjánsson hefur teflt
frísklega á þessu móti enda stendur
hann sig oft vel sveitakeppnum.
Í eftirfaradi skák gegn stigaháum
Pólverja sér hann einum leik lengra;
22. Rxd5+ gerir út um taflið í vet-
fangi:
EM á Krít, 2. umferð:
Stefán Kristjánsson –
Wojtazek (Pólland)
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5 d5 4.
Bxf6 exf6 5. e3 Be6 6. Df3 Dd7 7.
Bb5 Rc68. Rge2 a6 9. Ba4 O–O–O
10. Rf4 Bf7 11. Rd3 g6 12. a3 Dd6
13. b4 Rb8 14.O–O h5 15. Bb3 h4 16.
h3 Bh6 17. Hfc1 c6 18. Ra4 g5 19. c4
g4 20. Dxf5+ Be6 21. Rb6+ Kc7
22. Rxd5+ Kc8 23. Rb6+ Kc7 24.
Da5 Bxe3 25. c5 Dg3 26. Rd5+– og
svartur gafst upp. Eftir 26. .. Kd7 27.
Rxe3 er svarta staðan gjörsamlega
hrunin.
Skákþing Íslands –
15 ára og yngri
Keppni á Skákþingi Íslands 2007 –
15 ára og yngri (fædd 1992 og síðar)
hefst í dag í húsakynnum SÍ að
Faxafeni 12. Mótið hefst í dag 3. nóv-
ember og verður haldið áfram á
morgun sunnudaginn 4. nóvember.
Tefldar verða 9 umferðir eftir Mon-
rad kerfi. Umhugsunartími er 25
mín. á skák fyrir hvorn keppanda.
Umferðataflan er þannig:Laugar-
dagur 3. nóvember kl. 13.00 – 18.00,
1. – 5. umferð. Sunnudagur 4. nóv-
ember kl. 12.00 – 16.00, 6 – 9. umferð.
Þátttökugjöld: kr. 1.000– (hámark
kr. 1.500– fyrir fjölskyldu). Veitt
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk
þess sem keppt er um sæmdarheitin
Drengjameistari Íslands og Telpna-
meistari Íslands.
Misjafnt gengi á Krít
Helgi ólafsson
Morgunblaðið/Ómar
Í landsliðinu á ný Héðinn Stein-
grímsson hefur staðið sig vel á Evr-
ópumótinu.
helol@simnet.is
SKÁK
Evrópumeistaramótilandsliða
27. október – 7. nóvember
Hraðsveitakeppni
Súgfirðingafélagsins
Fyrsti snjór vetrarins og fyrsta
hálka vetrarins var engin fyrirstaða
fyrir Bridgestone-sveitina í Hrað-
sveitakeppni Súgfirðingafélagsins.
Bridgestone-sveitin sem skipuð var
Birni Guðbjörnssyni, Gunnari Ár-
mannssyni, Guðmundi Guðjónssyni
og Sigurpáli Ingibergssyni spólaði
inn 515 stigum og var nokkuð fyrir
ofan skipverjana, Þorleif Hallbergs-
son, Eðvarð Sturluson, Guðmund
Júlíus Gissurarson og Má Hinriks-
son á Val ÍS frá Súgandafirði.
Sjö efstu sætin í hraðsveitakeppn-
inni skipuðu:
Bridgestone 515
Valur ÍS 449
Malir 438
Barðagrunn 431
Efribær 406
Neðribær 402
Jólasveinar 383
Nöfnin á sveitunum eru skemmti-
lega valin hjá spilurum. Þau tengjast
flest átthögunum fyrir vestan í Súg-
andafirði. Það var gaman að fylgjast
með baráttunni milli Efribæjar og
Neðribæjar en að lokum stóð Efri
bær ofar!
Næst verður spilaður fimm kvölda
tvímenningur. Keppt um Súgfirð-
ingaskálina í sjöunda skipti og hefst
spilamennska kl. 18 á mánudaginn
19. nóvember.
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Feðginin Lilja Guðjónsdóttir og
Guðjón Óskarsson skoruðu mest á
síðasta spilakvöldi eða 162 sem er
um 62% skor. Svavar Jensen og Jó-
hannes Sigurðsson voru með 61% og
Þórir Þorkelsson og Þröstur Þór-
hallsson þriðju með 138 eða 53%.
Staðan í mótinu er þessi:
Svavar Jenssen - Jóhannes Sigurðss. 57,5%
Þórir Þorkelss. - Þröstur Þorlákss. 56,5%
Lilja Guðjónsd. - Guðjón Óskarss. 52%
Ævar Jónasson - Jón Gíslason 51,5%
Síðasta spilakvöldið í þessu móti
er nk. mánudagskvöld. Röð efstu
para getur enn breyst verulega þar
sem tvö af þremur kvöldum telja til
úrslita. Spilað er í Félagsheimilinu á
Mánagrund og hefst keppnin kl.
19.15.
Fast sótt hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Hraðsveitakeppni Sparisjóðs
Norðlendinga hófst hjá BA þriðju-
daginn 30. okt. í hríðarveðri. Ekki
væsti þó um spilarana og ekki lét
Pétur Gíslason í Hótel Reykjahlíð
veðrið aftra sér frá þátttöku þótt um
100 km leið væri að fara. Áfram Pét-
ur!
Eftir þetta fyrsta kvöld af þremur
er staða efstu sveita þessi:
Efst er sveit Grétars Örlygssonar
(Grétar, Haukur Harðar, Stefán V.
og Haukur Jóns) með 249 stig. Næst
kemur Sveit Sparisjóðs Norðlend-
inga (Frímann Stef., Reynir Helga,
Björn Þorláks og Jón Björns) með
245 stig. Þessar sveitir gerðu „stór-
meistarajafntefli“ í síðustu umferð
kvöldsins. Í þriðja sæti er sveit Gylfa
Pálssonar (Helgi Steins, Árni
Bjarna, Hilmar Jakobs og Jón Arn-
gríms) sem hlaut 219 stig og stutt er
í næstu sveitir. Meðalskor kvöldsins
var 225 stig.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Hraðsveitakeppni Sigurpáll Ingibergsson, Gunnar Ármannsson, Björn
Guðbjörnsson og Guðmundur Guðjónsson sigruðu í fyrstu keppni vetrarins
sem nýlega er lokið hjá Súgfirðingum.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS HELGASONAR
bifreiðarstjóra,
Lundi,
Skagaströnd.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Gunnarsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir,
Eygló K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Unnur I. Gunnarsdóttir, Vilmar Þór Kristinsson,
barnabörn og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
ÓLAFS KOLBEINS BJÖRNSSONAR,
loftskeytamanns,
áður til heimils að Strandgötu 85,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fá Félag íslenskra loftskeyta-
manna og starfsfólk og heimilisfólk á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Ingveldur G. Ólafsdóttir, Jóhann Hauksson,
Sigurður Ólafsson, Ingibjörg H. Eiríksdóttir,
Björn Jóhann Ólafsson.
Mig langar að minnast upp-
eldisbróður míns, Ársæls Eiríks-
sonar, með bæn sem Danival Hann-
esson kenndi okkur þegar við
vorum litlir strákar að alast upp
saman.
Ársæll Eiríksson
✝ Ársæll Eiríks-son fæddist í
Eystra-Fíflholti í
Vestur-Landeyjum
hinn 29. september
1915.
Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
október síðastlið-
inn.
Útför Ársæls fór
fram frá Fossvogs-
kapellu 12. októ-
ber sl.
Guð á himnum hjálpi mér
og huggi sálu mína.
Særðan huga sorgin sker
og syndir hjartað pína.
Hvorki ber ég til hug né dáð
hjálp mér sjálfum veita.
Einskis nýt er öll mín ráð
ætti ég þeirra að neyta.
En Jesús minn hefur nóga náð
nú vil ég þangað leita.
Hann mun aumur á mér sjá
eflaust fæ ég huggun þá,
sem bölinu kann að breyta.
Þakkir vil ég færa
Finnu Birnu og fjöl-
skyldu fyrir allt sem þau gerðu fyrir
hann Sæla. Eins vil ég koma á fram-
færi þakklæti til starfsfólks Skjól-
brautar, þar sem Sæli dvaldi lengi.
Hvíl í friði.
Markús Hjálmarsson.
Elsku Sissa amma,
ég trúi því ekki að þú
sért farin frá okkur
og mér finnst það svo
óraunverulegt að fá ekki að hitta
þig aftur, elsku amma mín. Að fá
aldrei að sitja með þér aftur í eld-
húsinu þínu að fá okkur saman kaffi
og bakkelsi.
Ég mun alltaf minnast þín sem
yndislegrar ömmu sem var alltaf
svo skemmtileg, glaðleg og hlý. Þú
hafðir alltaf svo líflegar sögur frá
ævi þinni og ættingjum okkar.
Ógleymanleg eru jólaboðin sem þið
Knud hélduð með ljúffengum kræs-
ingum. Alltaf var jafn gaman að
koma til ykkar Knuds í Mávahlíðina
og sem barn minnist ég sérstaklega
dótaskúffunnar góðu, fallegu
fiskanna, langa ormsins í sófanum,
brjóstsykursins sem við krakkarnir
gæddum okkur á í sjónvarpsher-
Steinunn Sigríður
Jónsdóttir
✝ Steinunn Sig-ríður Jónsdóttir
(Sissa) fæddist í
Reykjavík 5. febr-
úar 1929. Hún lést
á Landspítalanum
15. október síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 25.
október.
berginu og ykkar
miklu umhyggju.
Hvergi annars
staðar fengu bragð-
laukar mínir að
bragða eins fjöl-
breytta og ekta
danska rétti.
Mikið rosalega var
gaman og dýrmætt
þegar þú komst í
heimsókn til okkar í
Arnarsmárann fyrir
stuttu og við fengum
okkur kaffi og smjör-
köku saman. Og
hversu mikið við hlógum saman að
því þegar Kristín Sól vildi enda-
laust meiri köku. Þú gafst okkur
svo fallegt kerti sem lýsir upp
heimili okkar og minnir okkur á
þig.
Ég er svo stolt af að þú hélst mér
undir skírn og að ég fékk nafnið
mitt í höfuðið á þér.
Megi guð og góðu englarnir vaka
yfir þér á himnum. Það er huggun
að vita að nú eruð þið hjónin saman
á ný.
Ég vil segja þér enn og aftur
hversu mikið ég elska þig, elsku
amma mín, og sakna, megir þú
hvíla í friði.
Þín ömmustelpa
Steinunn Dúa.