Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Látinna minnst í Stóra-Núpskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður 4. nóv- ember kl. 14 í Stóra-Núpskirkju. Minnst verður sérstaklega þeirra sem látist hafa í prestakallinu á síð- asta ári. Allra heilagra messa er þennan dag en hún er minningar- dagur kirkjunnar um þá sem dánir eru í Kristi og vitnisburður hennar um lífið eftir dauðann. Boðið er að kveikja á kerti í fyrirbæn fyrir látnum og þannig að gera bæn sína að verki. Sjálfsagt er að nefna nöfn liðinna ástvina við fyrirbænina upphátt eða í hljóði. Vilji sóknar- börn að nöfn séu nefnd við fyrir- bænina, má koma þeim til sóknar- prestsins í síma 486-6057 eða á miða fyrir guðsþjónustuna. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að koma til kirkjunnar. Allra heilagra messa í Hallgrímskirkju Í VETUR verður boðið upp á orgel- andakt í Hallgrímskirkju fyrsta laugardag hvers mánaðar að jafn- aði. Í dag 3. nóv. hefst orgel- andaktin kl. 12 með því að Mót- ettukór Hallgrímskirkju flytur fyrsta kaflann úr sálumessu G. Fauré undir stjórn Harðar Áskels- sonar en allt verkið verður flutt á tónleikum á morgun. Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk sem tengjast allra heilagra messu eftir J.S. Bach og Reger. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson les ritningarorð og bæn. Aðgangur er ókeypis. Sunnu- dagurinn hefst með fræðslumorgni kl. 10, þá flytur sr. Birgir Ásgeirs- son erindi er nefnist: Sorgin í lífi og starfi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og messuþjónum. Barnastarfið verður í umsjá Magn- eu Sverrisdóttur. Hópur úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar sem einnig verður organisti. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og ávaxtasafa. Tónleikar Listvinafélags Hall- grímskirkju verða kl. 17 á sunnu- dag. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur tvær sálumessur (requiem), eina eftir ítalska tónskáldið Pizzetti og aðra eftir hinn franska Gabriel Fauré. Flytjendur auk Mótettukórsins eru Benedikt Ing- ólfsson, bassi, Guðrún Marta Halldórsdóttir, sópran og Björn Steinar Sólbergsson, orgel. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson. Kyrrðardagur Neskirkju NÆSTI kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 10. nóvem- ber. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16. Stjórnandi er Úrsúla Árnadóttir guðfræðingur og skrifstofustjóri Neskirkju. Prestarnir Halldór Reynisson og Sigurður Árni Þórðarson sjá um íhuganir, helgihald og gönguferð. Ásta Böðvarsdóttir, myndlistar- og jógakennari, stýrir slökun. Kyrrð- ardagur í borg er knappari en margir dagar á kyrrðardagasetri eins og Skálholti. Dagskrá er þétt- ari og aðlöguð tímaramma og að- stæðum borgarkirkjunnar. Skrá þarf þátttöku fyrirfram á skrif- stofu Neskirkju. Biskup vísiterar Seltjarnarneskirkju BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, mun vísitera Seltjarnarnes- kirkju 4. nóvember kl. 11, í fjöl- skylduguðsþjónustu og eru Sel- tirningar hvattir til að mæta í kirkjuna þennan sunnudag. Biskup prédikar, færir börnunum gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf. Eftir stundina er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Lát- inna er minnst í kyrrðar- og íhugunarstund kl. 14.30. Friðrik Vignir Stefánsson organisti leikur á orgel, ritningarlestur og bæn. Sigurður Grétar Helgason annast stundina. Sálma- og söngvakvöld í Sauðárkrókskirkju SÁLMA- og söngvakvöld verður í Sauðárkrókskirkju 4. nóvember kl. 20. Þar flytja Rakel Rögnvalds- dóttir og Sigurlaug Vordís Ey- steinsdóttir sálma og gospelsöngva, m.a. sálmaþýðingar sænsku söng- konunnar Linu Sandell Berg. Und- irleikari er Rögnvaldur Valbergs- son og kynnir Sigríður Gunnars- dóttir. Aðgangur er ókeypis. Minning látinna í Garðaprestakalli SAMEIGINLEG bæna- og kyrrðar- stund Garða- og Bessastaðasóknar verður í Bessastaðakirkju 4. nóv- ember kl. 14 í tilefni af allra heil- agra messu. Þar verður látinna minnst í bæn og lofgjörð. Hægt er að senda beiðni til prestanna ef ást- vinir vilja láta minnast þeirra sem þeir hafa misst á umliðnum miss- erum við altari Bessastaðakirkju. Netföng prestanna eru jonahronn- @gardasokn.is og fhjartar@- gardasokn.is. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu djákna. Í lok stundarinn verður gengið til altaris. Jón Þorsteinsson einsöngvari, Bjartur Logi Guðna- son organisti og Jóhanna Ósk Val- sóttir víóluleikari leiða lofgjörðina. Boðið verður upp á akstur frá Vídalínskirkju kl. 13.30 og frá Hleinum kl. 13.40. Mikilvægur þáttur í starfi kirkj- unnar á hverju ári er starfið með fermingarbörnunum. Kirkjan vill einnig eiga samtal við foreldrana og býður til fræðslufundar með for- eldrum og fermingarbörnum í Garðaprestakalli 8. nóvember kl. 17.30-19, í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Boðið verður upp á kaffi og djús áður en umræðan hefst. Rætt verður um mikilvæg málefni, sem er unglingamenning og kynlíf. Samstarf aðilar eru: heilsugæslan, félagsþjónustan og forvarnarfulltrúi Garðabæjar. Dag- skrá: Unglingar, ást, kynhneigð og skyndikynni, sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir. Líkamlegur þroski, kynlíf og kynsjúkdómar, Gerður A. Árna- dóttir læknir. Unglingar, klám og fjölmiðlar, Páll Ólafsson unglinga- ráðgjafi. Fundarstjórar eru sr. Friðrik J. Hjartar og Ármann H. Gunnarsson æskulýðs- og forvarn- arfulltrúi Vídalínskirkju. Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju Á ALLRA heilagra messu verður haldin hátíðarguðsþjónusta í Graf- arvogskirkju 4. nóvember kl. 14. Grafarvogssöfnuður býður sér- staklega þeim sem misst hafa ást- vini sína á árinu, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðar- ins. Þann dag er „þeirra sem á und- an oss eru farnir“ sérstaklega minnst. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, pré- dikar. Prestar safnaðarins séra Vigfús Þór Árnason, séra Bjarni Þór Bjarnason og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, ein- söngur Sigurður Skagfjörð og Arn- þrúður Ösp Karlsdóttir, organisti er Hörður Bragason. Eftir guðs- þjónustuna verður svo nefnt „líkn- arkaffi“ en framlög renna í Líkn- arsjóð Grafarvogskirkju. Lögreglur og bangsar í Laugarneskirkju LÖGREGLUKÓRINN mun heim- sækja Laugarneskirkju og leiða sálmasöng og aðra messuliði, 4. nóvember kl. 11. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Sunnu- dagaskólabörn koma ásamt for- eldrum sínum upp í kirkju í upphafi messu áður en haldið er yfir í safn- aðarheimili, svo þau munu fá að syngjast á við lögreglumennina. Þennan sunnudag er bangsadagur í sunnudagskólanum og mega börn- in bjóða uppáhaldsbangsanum sín- um með sér í kirkjuna. Látinna minnst í Kópavogskirkja Á ALLRA heilagra messu, 4. nóv- ember kl. 20, verður samvera í Kópavogskirkju sem helguð verður minningu látinna. Þá gefst tæki- færi til að koma saman til að minn- ast, þakka og hugsa til ástvina, ætt- ingja og vina sem látnir eru. Efnisskráin samanstendur einkum af tónlist, söng, íhugun og bæn sem sr. Auður Inga Einarsdóttir annast. Kór Kópavogskirkju syngur, org- anisti og stjórnandi Lenka Má- téová. Einsöng syngja Sólveig Sam- úelsdóttir altsöngkona og Margrét Grétarsdóttir sópran. Flutt verður tónlist eftir F. Mendelssohn, J. Rut- ter, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og G.F. Handel. Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Vídalínskirkju 4. nóvem- ber kl. 11 og er sunnudagaskólinn inni allan tímann, en athöfnin er að hluta til sniðin að þörfum barn- anna. Í guðsþjónustunni verður helguð altarismynd sem sett hefur verið upp í kór kirkjunnar. Þetta er fyrsta myndin af fjórum sem settar verða upp í kirkjunni á næstu miss- erum, mynd eftir meistara Kjarval sem ber heitið „Bænin má aldrei bresta þig“. Börnin fá að aðstoða við þessa athöfn. Verkefni er unnið í samvinnu við Landsbanka Íslands sem lánar kirkjunni listaverkin. Ný rokkhljómsveit æskulýðsfélagsins mun stíga á svið í fyrsta sinn, en hún er skipuð fermingarbörnum næsta árs og halda Ármann og Andri utan um störf og þjálfun hljómsveitarinnar. Börnin í sunnu- dagaskólanum hafa nýlokið þátt- töku í verkefninu „Jól í skókassa“. Leiðtogar sunnudagaskólans, þau Ármann, Hjördís Rós og Jóhanna Guðrún leiða starf með börnunum. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín í barnstarf Vídalíns- kirkju sem er hvern sunnudag kl. 11. Prestur er sr. Friðrik J. Hjartar, en kórfélagar styrkja sönginn, org- anisti er Jóhann Baldvinsson. Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju FLUTT verður ný og eldri tónlist með léttum útsetningum í messu 4. nóvember kl. 14. Gospel tónlist í bland við eldri sálma sem hafa ver- ið útsettir á ný. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Renötu Ivan, organista og kórstjóra Bústaða- kirkju. Jón Rafnsson leikur á bassa, Björn Thoroddsen á gítar og Ást- valdur Traustason á píanó. Eftir messuna er kaffi á könnunni. Fyrir hádegi er barnamessa kl. 11 en þar er boðið upp á samveru fyrir alla fjölskylduna. Næsti sunnudagur er einnig allra heilagra messa, þar sem látinna er minnst. Höklahátíð í Digraneskirkju GUÐRÚN Vigfúsdóttir veflistakona hefur ofið og gefið Digraneskirkju marga fagra hökla sem verða til sýnis í messunni 4. nóvember kl. 11. Einnig naut söfnuðurinn starfs- krafta og reynslu Sigríðar G. Jó- hannsdóttur vefnaðarkennara og Margrétar Gísladóttur forvarðar. Í messunni verða höklarnir formlega teknir í notkun. Kirkjukaffi að lok- inni messu. Yrsa Þórðardóttir prestur. Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju FYRSTA sunnudag í nóvember er allra heilagra messa haldin hátíð- leg. Prófastsdæmin í Reykjavík og kirkjugarðar prófastsdæmanna hafa um árabil staðið fyrir tónlist- ardagskrá í Fossvogskirkju þann dag undir yfirskriftinni: „Þau voru ljós á leiðum okkar“. Dagskráin 4. nóvember, stendur yfir frá kl. 14 til kl. 16. Fram koma Drengjakór Reykjavíkur, Friðrik S. Kristinsson, Lenka Mátéová, Kór Hjallakirkju, Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Gröndal, Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir. Sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina. Að- gangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Starfsfólk kirkjugarðanna er til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði og Gufu- neskirkjugarði og friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar til sölu. Bæna og minningaljós tendruð í Fríkirkjunni í Reykjavík ALLIR, sama hvort þeir hafi skarað fram úr í siðferði hefðbundinna trúarstofnana eða bara elskað náungann, eru velkomnir í Fríkirkj- una við Tjörnina, á þessum degi. Meðal hefðbundinna trúarstofnana er dagurinn helgaður minningu þeirra sem skarað hafa fram úr í miðlun kærleika og réttlætis sbr. allra heilagra messa. Einnig og ekki síður er dagurinn á hverjum stað fyrir sig og í huga hvers og eins sem kemur í kirkju, helgaður minningu látinna ástvina, sbr. „allra sálna messa“. Tendruð verða bæna- og minningaljós. Stund við hæfi barna verður haldin samtímis messu undir leiðsögn Nöndu guð- fræðinema. Léttmessa í Árbæjarkirkju LÉTTMESSA verður 4. nóvember í Árbæjarkirkju kl. 20. Hana ber upp á allra heilagra messu en þá er lát- inna minnst. Messan tekur mið af því og verður tendrað kertaljós og beðið fyrir syrgjendum. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni við Ár- bæjarkirkju, mun flytja hugvekju og Kristján Kristjánsson, KK, mun flytja og leiða tónlistina. Morgunblaðið/ÓmarSauðárkrókskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.