Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Drífðu þig í garmana kerling, þú verður víst að koma með. Það er forvitnilegt að skoða af-komutilkynningu frá FL Gro- up, sem félagið sendi frá sér í gær, í tilefni af níu mánaða upp- gjöri og kynningu á afkomu fé- lagsins á þriðja ársfjórðungi.     Fyrsta setning tilkynning-arinnar er svohljóðandi: „Af- koma var neikvæð um 4 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins og nei- kvæð um 27,1 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi, sem end- urspeglar þá leið félagsins að færa allar skráðar eignir á mark- aðsvirði.“ Hvað þýðir þessi setning?     Þýðir hún ekki að félagið tapaði27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi? Hefur ekki alltaf legið fyrir, að félagið færði skráðar eignir á markaðsvirði?     Einn af viðskiptafrömuðum fyrriára lét eftir sér hafa þá frægu setningu „Tapið er samkvæmt áætlun“?! Er 27 milljarða tap FL Group samkvæmt áætlun?     Önnur athyglisverð setning úrtilkynningu FL Group er þessi: „Samhliða öflugum vexti fé- lagsins var skipulag þess straum- línulagað...“ Hvað þýðir þessi setning?     Í tilkynningunni kemur fram aðrekstrarkostnaður FL Group fyrstu níu mánuði þessa árs var 3,1 milljarður króna, en 1,7 millj- arðar króna fyrstu níu mánuði ársins 2006. Rekstrarkostnaður hefur aukist um 81,9% á milli tímabila og er þessi kostnaðar- auki m.a. skýrður með miklum vexti félagsins. STAKSTEINAR Tapið á áætlun?                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                ! "#" "#"   :  *$;< $$                  !   " #$      %&   '(   !  ( (  *! $$ ; *! %& " ' $# $&# $( " "  )" =2 =! =2 =! =2 %' #!* "$+ ! ,$-"*!. # >! -         6 2     )  "   %   ;  * + +( (   ,-     *      .  )   +  )  *   !/   %   / ** $$00  #!*$"$1( " $+ ! 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 3 2  2      2   2   2        3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3            VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Þór Guðjónsson | 2. nóvember Samsærismennirnir eftir Schubert ... Þegar Tónlistar- félagið í Stýríu ákvað að gera Schubert að heiðursfélaga árið 1823 var hann önnum kafinn við að semja enn einn söngleikinn, Die Verschworenen (Samsærismennirnir), D 787, sem hann hafði byrjað að semja í mars og lauk við í næsta mánuði. Textinn er eftir Ignaz Castelli og hafði verið prentaður í febrúar 1823 í tímaritinu „Dramatisches Straußchens“ ... Meira: nimbus.blog.is SkúliS | 2. nóvember Stormur í bjórglasi?... Eru íslensk stjórnvöld í rétti að meina fólki aðgangi að landinu vegna meintrar aðildar að samtökum þar sem nokkrir aðilar hafa fengið dóm? Sagan segir að Hells Angels (hels eingles – eins og stóð aftan á galla- vestinu hans Hrings í gamla daga) séu glæpasamtök af verstu sort. Er þar með sagt að allir sem eiga aðild að þessum samtökum séu glæpa- menn sem eru hættulegir þjóðinni? Hver er munurinn á meintum glæpamönnum sem fara hugsanlega um ruplandi og myrðandi og aðilum sem framleiða vopn og önnur... Meira: ss.blog.is Marinó G. Njálsson | 2. nóvember Af hverju fær þetta ekki umfjöllun? Ein og hálf milljón manna hefur þurft að flýja heimilin sín. Talið er að 300.000 manns hírist á húsþökum og annars staðar sem fólk hefur getað flúið undan vatnavöxt- um. Og hvaða umfjöllun fær þetta í íslenskum fjölmiðlum. 10–15 línur af texta. Fyrir ári urðu minni flóð í borg við aðra strönd Mexikóflóa. Þaðan voru beinar útsendingar í fréttatímum, endalausar... Meira: marinogn.blog.is Stefán Einar Stefánsson | 2. nóvember Mistúlkun á skrifum Páls Skúlasonar Í inngangi að bók sinni Siðfræði ræðir Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, m.a. um þá hugmynd sem tröllríður hugs- unarhætti samtímans að manni beri að virða skoðanir ann- arra. Líkt og víðar í skrifum sínum nær Páll að vekja lesendur sína til umhugsunar er hann andmælir þessari viðteknu hugmynd og heldur því raunar fram að það sé „ámæl- isvert að virða skoðanir annarra, ef maður veit að þær eru ekki rétt- ar.“[1] Bendir hann í því sambandi m.a. á það að skoðanir fólks (þær er fólk lætur í ljós) eru ekki einkamál, það sé í raun mjög mikilvægt að gagnrýna skoðanir annarra til þess einmitt að sýna viðkomandi virðingu og tillitssemi. Ákveðinn hópur manna hérlendis hefur notast við skrif Páls og einatt vísað í þau þegar fólk kveinkar sér undan árásum þessa hóps á skoðanir þess og lífsviðhorf. Telur þessi hóp- ur sig hafa fundið traustan grunn að standa á í viðleitni sinni að útrýma hindurvitnum og trúarbrögðum. Telja þeir sem til þessa hóps heyra að í Páli sé að finna ákveðna stað- festingu á réttmæti gjörða þeirra, enda nýtur Páll viðurkenningar fyrir visku sína og hugmyndir. Hið vand- ræðalega er að þegar nánar er litið á kenningu Páls kemur hún að engu gagni þegar réttlæta á skrif þessa hóps. Ekki er það vegna þess að kenningin sé ekki góð í sjálfu sér og vandlega fram sett, heldur einvörð- ungu vegna þess að hún fjallar í engu um, eða vísar til þess fram- ferðis sem þessi hópur viðhefur í skrifum sínum á alnetinu. Af hverju held ég þessu fram? Í fyrsta lagi brestur þennan hóp í meginatriðum getuna til þess að bera virðingu fyrir þeim ein- staklingum sem hann gagnrýnir en Páll setur kenningu sína einmitt fram í þeim tilgangi að gera okkur kleift að bera virðingu fyrir öðru fólki þó öðru máli gegni um skoðanir þess. Dæmi um þennan brest má finna m.a. þegar prestar landsins eru rakalaust kallaðir „kónar“[2] þegar biskup er sakaður um að ljúga vísvitandi [3], biskup er … Meira: stefani.blog.is BLOG.IS SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerir ekki athugasemdir við samstarfs- samning Ríkisútvarpsins og Árvak- urs við Capacent Gallup um gerð og birtingu skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga sl. vor. Að mati eftirlitsins fellur gerð umræddra fylgiskannana innan hins rúma al- mannaþjónustuhlutverks RÚV og þátttaka Árvakurs raski ekki sam- keppni með þeim hætti að tilefni sé til aðgerða. Samkeppniseftirlitinu barst er- indi 365 hf. hinn 20. apríl sl. þar sem kvartað var yfir samningi RÚV og Árvakurs við Capacent Gallup. Taldi 365 að samningurinn stæðist ekki ákvæði samkeppnislaga né ákvæði laga um Ríkisútvarpið ofh. Var gerð sú krafa að Samkeppniseftirlitið gripi til aðgerða, enda væri samn- ingurinn til þess fallinn að skekkja samkeppni á dagblaðamarkaði, á þann hátt sem ekki yrði við unað. Að mati 365 samræmdist það ekki sam- keppnislögum að RÚV notaði rík- isstyrk sinn í samstarfi við Árvakur og niðurgreiddi þar með kaup fyr- irtækisins á nefndum könnunum. Að mati RÚV er umræddur samningur, að teknu tilliti til um- fangs og verðmætis samningsins annars vegar og stærðar 365 á dag- blaðamarkaði hins vegar, ekki til þess fallinn að hafa skaðleg áhrif á dagblaðamarkað. Féllst Samkeppn- iseftirlitið á rök RÚV. Gerir ekki athuga- semdir við samstarf Samkeppniseftirlitið segir samning RÚV og Árvakurs við Capacent ekki raska samkeppni ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Selfossi um klukk- an ellefu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn þó talinn alvarlega slasaður. Slysið varð með þeim hætti að vörubíl var ekið aftan á kyrrstæðan fólksbíl á Suðurlandsvegi þegar bíl- stjóri fólksbílsins beið eftir því að geta beygt til vinstri yfir á bílaplan. Við áreksturinn kastaðist fólksbíll- inn í veg fyrir sendiferðabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Einn var í hverjum bíl og var öku- maður fólksbílsins fluttur á slysa- deild Landspítala. Bílstjórar hinna bílanna voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi. Þrír fluttir á sjúkrahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.