Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 03.11.2007, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF       !   "# $%&   ' ( ) *)                                                                          ! " #$  %&'&'  ''%&% % &'&'  '& '  ' '&&' ' ' &'% ' ' ' %& & ' '& '  ' '' &'  ' '% ' '% ' '' %%' ' ''&  '&%' '% ' %'%' ' &'%&  ' ' %'' % % %& &     & &     %%    &     & % %& %  &%   %     % %   % &  %& & % &  & ()*    % % %  %&      +   '  ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' '  ' ' ' ' ' '  ' ' ' ' ' ' ' '     ,  - #./' 0  * - #./' 12 ./' (3- #./' -  ./' /'14 /5 6  78    - #./' " #9 ./' 3  6 ./' $ #4# 0#  :(): /''./'  ;4./' <# ./'  !"#$   % ./' ,/ 8 ./' , 8=   #4=>( 10  (  - #./' (? ; 0  78  8- #./' @ ./' AB. )./' $=CDA  ; 4*./' E#*./'   %&'#(  ) F # ;,#4#4F' 0- ./' 4) ./' ÁVÖXTUNARKRAFA bæði verð- tryggðra bréfa og óverðtryggðra hækkaði mikið í kjölfar vaxtahækk- unar Seðlabankans um 0,45 pró- sentustig á fimmtudaginn. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að sama dag hafi krafan á íbúðabréfum hækkað um 0,13-0,14% og krafa rík- isbréfa um 0,11%-0,45%. Viðskipti með skuldabréf hafi verið mjög mikil á fimmtudaginn og dagurinn annar mesti veltudagur á skuldabréfa- markaði frá upphafi. Í gærmorgun héldu hræringar áfram í töluverðum viðskiptum og krafa bæði verðtryggðra og óverð- tryggðra bréfa hélt áfram að hækka. „Sá stýrivaxtaferill sem Seðla- bankinn telur nauðsynlegan til að verðbólgumarkmið megi nást á ásættanlegum tíma liggur nú bæði hærra og helst hár lengur en mark- aðurinn var með væntingar um. Rekja má kröfuhækkunina í gær [fimmtudag] og í dag [föstudag] til þessa. Jafnframt má búast við að krafan muni haldast há lengur en áð- ur var reiknað með. Kröfulækkun sem spáð var á næsta ári er því líkleg til að vera síðar í tíma en áður var talið,“ segir í Morgunkorni greining- ardeildar Glitnis. Ávöxtunarkrafa hækkar mikið D@G* D@G+         D@G, -0G        +HI  A  J      ($1 +,G      D@G.  D@G%        ● DÓTTURFÉLAG Samherja, Kald- bakur, hefur keypt 2,4 milljónir hluta Rem Offshore ASA í Noregi á geng- inu 53,50 eða á tæplega 1,4 millj- arða íslenskra króna og á eftir kaup- in 6,24 % í félaginu. Rem Offshore er útgerðarfyrirtæki sem þjónar olíu-, byggingar- og rannsóknariðnaði á sjó. Félagið gerir út sjö stór skip en 12 skip til viðbótar eru í smíðum, til afhendingar á næstu þremur árum en þjónustusvæði skipanna er að- allega á Norðursjó en einnig undan ströndum Mexíkó, Indlandi og Bras- ilíu. Velta Rem hefur vaxið ört og er áætluð velta félagsins ár um 4,5 milljarðar íslenskra króna. Samherji fjárfestir í Noregi ♦♦♦ FL GROUP var rekið með nær 32 milljarða króna tapi fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins en tapið nam 27,2 milljörðum króna eftir skatta á móti 5,3 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra og mun þetta vera mest tap íslensks félags á einum fjórðungi en það var nokkuð í takt við spár greiningardeilda bankanna. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis, sem spáði félaginu 29,6 millj- arða tapi, kemur fram að helsta frá- vikið felist í uppfærslu á bókfærðu virði óskráðra eigna, samtals um þrjá milljarða króna nettó, en í til- kynningu FL Group segir að óskráðar eignir hafi verið „varfærn- islega endur- metnar“. Tap FL Group af fjárfestingum og afleiðum nam 30,8 milljörðum á móti 1,2 milljarða hagnaði á þriðja fjórð- ungi í fyrra enda varð veruleg lækk- un á helstu eignum þess en allar skráðar eignir FL Group eru færðar á markaðsvirði á hverjum tíma og af- koma félagsins ræðst því að lang- mestu leyti af þróun á hlutabréfa- mörkuðum. Stærstu eignir Fl Group eru í Glitni, Commerzbank, TM, AMR og Finnair sem til samans standa fyrir rúmum 70% af heildar- eignasafni FL Group eða rúmum 301 milljarði. Þegar horft er til fyrstu níu mán- aða ársins nam tap FL Group fyrir skatta 9,2 milljörðum á móti 8,6 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til jákvæðrar skattafærslu upp á 5,2 milljarða nam tapið fjórum milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár neikvæð um 3,7%. Heildareignir FL Group í lok september námu tæpum 370 millj- örðum og eiginfjárhlutfall var 40,4%. Tap FL 27 milljarðar Uppgjör FL Group arnorg@mbl.is TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) var rekin með 650 milljóna tapi fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins á móti um 1,6 milljarða hagnaði á öðrum fjórðungi ársins og skýrist munurinn af því að fjárfestingartekjur TM fóru úr tæpum 2,2 milljörðum á öðrum fjórðungi í 230 milljónir króna á þeim þriðja. Hagnaður TM fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna á móti 530 milljónum á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta fyrstu níu mánuðina var aðeins lítill hluti heildarhagnaðar eða 358 milljónir sem þó er breyting til batnaðar frá í fyrra en þá var 175 milljóna króna tap af vátryggingastarfsemi fé- lagsins. Í tilkynningu TM er þó tekið fram að afkoman af vá- tryggingarekstri sé enn undir markmiðum en verst sé hún í ökutækjatryggingum og slysatryggingum sjó- manna. Fjárfestingartekjur snarfalla ● LIÐLEGA 300 milljóna tap varð af rekstri Mile- stone á þriðja fjórðungi ársins; hagnaður félags- ins fyrir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 33,1 milljarði króna en var 32,8 eftir fyrstu sex mánuðina. Hagnaður- inn er engu að síður hátt í tvöfalt meiri en á sama tímabili í fyrra og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var afar há eða 88,5%. Fjárfesting- artekjur Milestone námu 33,4 millj- örðum á móti 19,4 milljörðum fyrstu níu mánuðina í fyrra. Heildareignir hafa meira tvöfaldast frá áramótum og námu rúmum 380 milljörðum í lok september og eiginfjárhlutfall samstæðu Milestone var þá 19,2% en eiginfjárhlutfall móðurfélags var 41,5%. Meira en 76% af eignum Milestone eru í fjármálafyrirtækjum á Norðurlöndum og 68% af eignum Milestone eru nú utan Íslands. Arðsemi eigin fjár Milestone 88,5% Karl Wernersson ELÍN Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans en Elín Þór- unn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni nú um mánaðamótin. El- ín Þórunn hefur undanfarin tvö ár gengt starfi forstöðumanns sölu á fyrirtækjasviði Símans. Elín Þór- unn útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands árið 1993. Á sama tíma hefur Elín Rós Sveinsdóttir tekið við starfi for- stöðumanns sölu á fyrirtækjamark- aði af Elínu Þórunni. Elín Rós er 33 ára og hefur starfað hjá Símanum síðan 2002. Hún er með Diplóm- anám í stjórnun og starfsmanna- málum frá Háskólanum í Reykja- vík. Elín Þórunn Eiríksdóttir Elín Rós Sveinsdóttir Elín Þórunn tekur við af Sævari ● HAGNAÐUR British Airways fyrir skatta tók stökk á fyrri helm- ingi rekstrarárs félagsins, sem lauk 30. sept- ember. Hagnaður- inn nam tæpum 73 milljörðum ís- lenskra króna sem er liðlega fjórð- ungi meiri hagnaður en á sama tíma- bili í fyrra. Þrátt fyrir hækkandi eldsneyt- isverð tókst stjórnendum félagsins að lækka kostnað um 4% en engu að síður er gert ráð fyrir að eldsneyt- iskaup félagsins muni á þessu ári í fyrsta sinn fara yfir tvo milljarða punda, jafngildi um 245 miljarða ís- lenskra króna. Aukinn hagnaður hjá British Airways ÞETTA HELST ... ● KRÓNAN styrktist um 0,4% í gær og lækkaði gengisvísitalan í 113,6 stig við lok dags. Gengi á Bandaríkja- dollar er nú komið niður undir 59 krónur. Verð hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% og var í lok dags 7.907 stig. Mest lækkun var á verði hlutabréfa í FL Group um 3,5% og Össuri um 1,9%. Mest hækkun var á verði bréfa í Teymi og 365 hf. Alls námu hluta- bréfaviðskipti gærdagsins rúmum 12,6 milljörðum króna. Krónan styrkist enn SEÐLABANKINN segir í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá sinni að hagvöxtur verði tæpt 1% á þessu ári og 0,4% á því næsta en árið 2009 er gert ráð fyrir 2% samdrætti. Greiningardeild Glitnis segir þessa spá Seðlabankans þá svart- sýnustu sem birt hafi verið op- inberlega undanfarna mánuði. Glitnir reiknar með 2,6% hagvexti í ár og um 2% vexti næstu tvö ár. Rætur þessa mismunar eru raktar til mismunandi sýnar á innflutning, einkaneyslu og stóriðju. Mestur munurinn liggur í spám fyrir árið 2009 en þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir snörpum samdrætti einka- neyslu en Glitnir telur að einka- neysla aukist lítillega á því ári. „Markast þessi munur af ólíkum forsendum um þróun kaupmáttar og eignaverðs, þar sem við erum bjartsýnni á þróun þessara stærða en Seðlabankinn,“ segir í Morg- unkorni Glitnis. Bent er á að samn- ingar séu nú lausir hjá stórum hluta launafólks og gera megi ráð fyrir að samið verði um talsverðar launa- hækkanir. Auk þess hafi rík- isstjórnin áform um að lækka tekju- skatt einstaklinga á kjörtímabilinu. Seðlabankinn fullsvartsýnn TILFÆRINGAR voru á hluta- bréfamarkaði í gær þar sem hlutir í tveimur skráðum félögum, 365 hf. og Teymi hf., skiptu um hendur. Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson keyptu 15% eignarhlut í 365 hf. af Karli og Steingrími Wernerssonum fyrir 1,2 milljarða. Á sama tíma keypti þeir Karl og Steingrímur 5% eignarhlut af FL Group á sama verði. Pálmi, Magnús og Þorsteinn sitja allir í stjórn 365 hf. Samanlagður hlutur þeirra í félaginu er nú 41,4%. Seldu allan hlutinn í 365 Fjárfestingafélagið Milestone, sem er í eigu Wernersbræðra, seldi með þessu allan 15,01% hlut sinn í 365 hf. á genginu 2,35, sem þýðir að þeir hafa fengið rösklega 1,2 millj- arða króna fyrir hlutinn. Kaupend- urnir eru til helminga Fons eign- arhaldsfélag, sem er í meirihlutaeigu Pálma Haraldsson- ar, og Sólmon ehf., sem er í eigu Magnúsar Ármann og Þorsteins M. Jónssonar. Fons hefur þar með bætt við sig 7,5% hluti og nú eiga Fons og dótturfélög 23,5% hlut í 365, eða rösklega 806 milljónir hluta. Þar af á Fons eignarhalds- félag 11,7%, Fons Capital á 8,8%, Melkot á 0,8% og Grjóti á 2,2%. Síð- asttöldu félögin þrjú eru öll í eigu Fons eignarhaldsfélags. Sólmon bætti einnig við sig 7,5% hlut og er eignarhlutur þess í 365 hf. nú samtals orðinn 17,9%, eða rúmir 613 milljónir hluta. Milestone eykur við sig í Teymi Milestone keypti 5,02% hlut í Teymi og var seljandinn FL Group. Viðskiptin fóru fram á genginu 6,75 og námu því rúmum 1,2 milljörðum. Eftir viðskiptin á FL Group 1,81% hlut í Teymi en Milestone á 16,98%. Pálmi, Þorsteinn og Magnús með 41% í 365 Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.