Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 64
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Synjað um landgöngu  Átta meðlimum bifhjólasamtak- anna Vítisengla var í gær synjað um leyfi til landgöngu við komuna til landsins. Fólkið dvaldi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. » Forsíða Ótti við miltisbrand  Mikill viðbúnaður var settur af stað í gær vegna hugsanlegrar hættu á miltisbrandi á byggingarsvæði í Garðabæ. » 4 Lækka þarf skattbyrði  Landssamband íslenskra versl- unarmanna (LÍV) leggur í komandi kjarasamningaviðræðum áherslu á að skattkerfið verði nýtt til að minnka skattbyrði lágtekjufólks og efla velferðarkerfið. » 2 Áfall fyrir tamíl-tígra  Óttast er að vopnahléið á Sri Lanka fari endanlega út um þúfur eftir að S.P. Thamilselvan, leiðtogi stjórnmálaarms tamíl-tígranna, lét lífið í árás stjórnarhersins í gær. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Tapið á áætlun? Forystugreinar: Óvissuástand á fjármálamörkuðum | Brýn þörf á framtíðarsýn UMRÆÐAN» Jafnaðarm., vínhn. og miskunnsemi Af ýmsum málum á Akranesi Ný tegund gagnrýni: Farið að lögum Sala bjórs og léttra vína Þýðandi þjóðarinnar Hvít hallarbylting Kristjáns Dalamaður frá Amsterdam Fyrir utan jábræðralag LESBÓK» 3  3  3 3    4(## 5$%( . !#$+ ! 6(!*# "!#!*$$2$!&(.("$ 3 3 3 3 3 3  3  -# 7 0 %   3  3 3     89::;<= %>?<:=@6%AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@%7$7<D@; @9<%7$7<D@; %E@%7$7<D@; %1=%%@2$F<;@7= G;A;@%7>$G?@ %8< ?1<; 6?@6=%1+%=>;:; Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C Vaxandi suðvesta- nátt, 15–20 m/s norð- vestantil síðdegis, víða 8–15 m/s annars stað- ar. Rigning SV-lands. » 10 Artímariti er ætlað að fylla upp í tóma- rúm í íslenskri myndlistarumræðu og gera myndlistina aðgengilegri. »54 MYNDLIST» Nýtt tímarit um myndlist FÓLK» Stjörnurnar voru skæl- brosandi á BAFTA. » 56 Tónlistarþróun- armiðstöð verður starfrækt næstu þrjú ár, þökk sé Reykjavíkurborg og Landsbanka. » 60 TÓNLIST» Reksturinn tryggður FÓLK» Paris Hilton ætlar að láta frysta sig. » 60 TÓNLEIKAR» Fimmtu íslensku Frost- rósatónleikarnir. » 58 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Viðbúnaður vegna miltisbrands 2. 15 ára morðingi myndaði fórnarl. 3. Stórtapaði á að þiggja bætur 4. Alvarl. umferðarsl. á Selfossi ÓLAFUR Elías- son myndlist- armaður og Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóri hjá Serpentine- galleríinu í Lundúnum, munu leiða sam- an hesta sína í miklu sýning- arverkefni á næstu Listahátíð sem hefst á vormánuðum. Sýningin mun fylla allt Hafn- arhúsið og verður þema hennar listir og vísindi, en þeir félagar unnu út frá svipuðu þema í sumar í Serpentine. Þar hannaði Ólafur sumarskála með arkitektinum Kjet- il Thorsen. Sérstök áhersla verður á myndlist á Listahátíð í vor. 20 Listir og vísindi á Listahátíð Hans Ulrich Obrist HANN hefur fært okkur öll leikrit Shakespeares, mörg ljóða hans, grísku harmleikina, fjölda ljóða eft- ir Hóras, helstu skáld Vesturlanda, kynnt fyrir okkur ljóðlist Kínverja og Japana, sígilda ljóðleiki og Kór- aninn sjálfan; bókmenntakanon sem er svo mikill að vöxtum og gæðum að sá sem læsi hann einan og ekkert annað teldist afbragðsvel lesinn maður víðast hvar í heim- inum,“ segir Gauti Kristmannsson um Helga Hálfdanarson þýðanda en í vikunni var opnuð sýning á verkum Helga í Þjóðmenning- arsafninu. Gauti segir Helga sannarlega standa undir því að vera kallaður þýðandi þjóðarinnar.| Lesbók Þýðandi þjóðarinnar Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÓMASI Helgasyni, flugmanni hjá Landhelgisgæslu Íslands, var fagn- að mjög þegar hann lenti fokkervél Gæslunnar TF-SYN á Reykjavík- urflugvelli síðdegis í gær. Var þetta í síðasta skipti sem Tómas lendir vélinni sem starfsmaður Landhelg- isgæslunnar en hann lét af störfum í gær – á 65 ára afmælisdegi sínum. Á flugvellinum biðu vinir, vanda- menn og starfsfélagar en Tómas hefur átt afar farsælum ferli að fagna hjá Gæslunni og starfað þar síðan árið 1973. Fyrstu fimmtán ár- in starfaði hann á TF-SYR en hin síðari á TF-SYN. Hann ber Sýn söguna vel. „Hún hefur reynst okkur alveg svakalega vel og á enn mikið eftir,“ sagði Tómas í samtali við Morgunblaðið. Hann reiknar ekki með að láta af flugi um leið og starfi hjá Gæslunni. „Nei ætli það, maður er jú enn með flugdell- una og vonast til að geta flogið áfram. Þetta er jú bara einn áfang- inn.“ Spurður út í eftirminnileg atvik á löngum ferli segir Tómas af- skaplega margt koma upp í hug- ann. „Það er til dæmis sjúkraflug til Englands og Danmerkur. Ferð- irnar til Skopje til að ná í flótta- fólk eru einnig mjög eftirminnileg- ar og svo fórum við fyrr á árinu á Sýn til Beirút með sprengjusveit Gæslunnar.“ Hann segir jafnframt standa upp úr að aldrei hafi neitt komið upp á í hinum fjölmörgu ferðum á ferlinum. Áður en Tómas stýrði TF-SYN til lendingar í síðasta skipti flaug hann henni í lágflugi framhjá flug- skýli Gæslunnar, og þaðan fylgd- ust yfirmenn hennar með. Eftir að vélin var lent sprautaði Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar síðan vatni í boga yfir hana í heiðursskyni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við TF-SYN Guðjón Jónsson, fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Gæslunni, var einn þeirra sem tóku á móti Tómasi. Kvaddur að loknu flugi Tómas Helgason, flugstjóri Gæslunnar, lætur af störfum Flogið hægt og lágt. VEFVARP mbl.is unum, m.a. dóttir hans Svala, Stef- án Hilmarsson og Ragnar Bjarna- son. Stór hljómsveit leikur undir, barnakór syngur, karlakór og gospelkór. Mikið í lagt, sem sé. „Ég er svolítið slappur í löpp- inni,“ svaraði Björgvin í gær, þegar blaðamaður spurði hvernig hann hefði það, nýbúinn að ljúka við plöt- una Jólagestir 4. En hvað hefur Bo sem aðrir hafa ekki? „Ætli ég sé ekki bara búinn að vera svolítið lengi í bransanum. Eins og Mick Jagger sagði: „Ef þú ert nógu lengi í bransanum þá venst fólk þér.““ Bo er búinn að vera í bransanum í 40 ár. MIÐAR á jólatónleika Björgvins Halldórssonar, sem haldnir verða laugardaginn 8. desember í Laug- ardalshöll, seldust upp á innan við klukkustund í gær. Nokkur hundr- uð miðar voru einnig seldir í fyrra- dag, í forsölu Mastercard. Skipuleggjandi tónleikanna, Ís- leifur Þórhallsson, segist ekki vita til þess að miðar á íslenska tónleika hafi selst jafnhratt áður. „Það voru eiginlega allir miðarnir farnir eftir hálftíma og svo tók álíka langan tíma að selja restina,“ sagði Ísleifur í gær, en 2.500 miðar voru í boði. Fjöldi þjóðþekktra listamanna mun koma fram með Björgvini á tónleik- Ljósmynd/Gassi Jólabarn Björgvin snyrtilegur til fara með hundinum Tuma. Uppselt á Bo Miðar á jólatónleika Björgvins seldust upp á innan við klukkustund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.