Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í slendingar þurfa að hugsa lengra fram en aðrir. Aðstæð- urnar eru þannig. Þessi orð féllu í spjalli vinar míns á dög- unum. Sífrandinn um að taka upp evru og skipta um kúakyn ofan í vantrúna á íslenska tungu olli honum áhyggjum og hann spurði, hvort menn meintu þetta virkilega. Kannski af því að menn þykjast græða eitthvað í svip- inn, eða hvað? Það er ekki sjálfsagt að lítil þjóð eins og Íslendingar haldi velli. Við höfum staðið okkur vel af því að við höfum haldið við sérstöðu okkar. En við þurfum að sjá langt fram. Aðstæður eru þannig. Á sunnudaginn hlustaði ég á Silfur Egils. Það var krata-slagsíða á þætt- inum eins og hann var lagður upp, þar voru þrír vinstri þingmenn, við- skiptaráðherra og Þorvaldur Gylfason prófessor. Og ræddust þeir tveir síð- astnefndu einir við í lokin. Síðan hefur komið í ljós, að ekki var allt sem sýnd- ist í málflutningi þeirra. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur mikla sannfær- ingu fyrir því, að við eigum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í stað krónunnar. Allt gott um það. En hann sést ekki fyrir í málflutningi sín- um. Þannig sagði hann í Silfri Egils: „Skýrslan fræga sem Björn Bjarnason og Össur Skarphéðinsson og fleiri voru með um Evrópumálin fyrir ári, – þar voru menn ekki sammála um margt en menn voru sammála um eitt: Það er engin hætta á því að við missum yf- irráðin yfir fiskveiðiauðlindinni okkar.“ Ráðherrann kveður fast að, en því mið- ur er ekki rétt með farið. Það er auð- velt að ganga úr skugga um það með því að lesa sameiginlegt álit Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Arnalds, full- trúa vinstri græna, og sjálfstæð- ismannanna Björns Bjarnasonar og Einars K. Guðfinnssonar í umræddri skýrslu. Nú situr Björgvin í ríkisstjórn með Birni og Einari. Hinn almenni borgari á að geta treyst því, að þeir fari rétt með afstöðu hver annars í svo við- urhlutamiklu máli. Fleira var hæpið hjá viðskiptaráð- herra eða þarfnaðist skýringa. Hann segist hafa fundið ráð til þess að fækka þeim um helming, sem verða gjald- þrota, og eru það góðar fréttir. Ég skil satt að segja ekki, hvers vegna hann var ekki spurður nánar út í það. Ekki get ég fallist á þá skoðun hans að hags- munum landbúnaðarins sé „eflaust best fyrir komið innan ESB“. Sannfær- ing mín er sú, að því sé öfugt farið. Mjólkurframleiðsla drægist saman og það þrengdi að lamba- og nautakjöts- framleiðslu vegna mikils framboðs af ódýru svína- og kjúklingakjöti. Og ekki get ég fellt mig við að skipt sé um kúa- kyn fyrir sýndarhagnað, að sænskar láglendiskýr séu fengnar í staðinn fyrir þær íslensku. Veifað er milljarðs ávinn- ingi á hverju ári, en dæmið hefur ekki verið fullreiknað, eins og Sigurður Sig- urðarson hefur bent á. Þjóðhagslegur ávinningur hefur ekki verið metinn, áhættan né það, að sjúkdómar eru aðr- ir og erfiðari í þyngra kyni. Blómlegur landbúnaður er hluti af sjálfsímynd okkar Íslendinga og falleg býli um sveitir landsins gleðja augað. Núna gerast góð ráð dýr. Glögg er sú mynd sem að oss snýr: Evran kemur einn, tveir þrír, enskan brátt og sænskar kýr. Ekki verður meira kveðið að sinni. Allt er þegar þrennt er PISTILL » Það er ekki sjálfsagt að lítil þjóð eins og Íslend- ingar haldi velli. Við höf- um staðið okkur vel af því að við höfum haldið við sérstöðu okkar. En við þurfum að sjá langt fram. Aðstæður eru þannig. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is GÓÐ MÆTING var á bibl- íumaraþon æskulýðsfélags Digra- neskirkju sem lauk klukkan fimm síðdegis í gær. Krakkarnir höfðu þá lesið upp úr nýrri þýðingu bibl- íunnar í sólarhring í því skyni að safna áheitum fyrir ferð til Prag. Félagið færði sér tæknina í nyt og var upplesturinn sýndur beint á netinu. Að sögn Gunnars Sigurjóns- sonar, sóknarprests í Digra- neskirkju, eru krakkarnir hug- myndaríkir og félagið öflugt. Þeir eru á ýmsum aldri, allt upp í 10. bekk grunnskóla. Hann blæs aðspurður á gagnrýni á nýju þýðinguna, segir hana „tæra snilld“. Gagnrýnin sé ekki fagleg, til dæmis sé bókstafleg þýðing á orðinu bræður í upphafi þriðja kafla Kórintubréfs systkin. Við upphaf kristindómsins hafi aðeins karlar verið ávarpaðir í kirkjum en það síðan breyst. Því sé réttara að tala um systkin. Morgunblaðið/G.Rúnar Ný biblía í maraþoni STJÓRN Citigroup, stærsta banka heims, kom saman til neyðarfundar um helgina til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna skuldunauta sem ekki geta staðið í skilum. Nokkrir fjölmiðar, þar á meðal The Wall Street Journal, hafa fullyrt að Charles Prince, forstjóri bankans, undirbúi afsögn um helgina, en það hafði ekki fengist staðfest þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Eins og hjá ýmsum keppinautum bankans hefur niðursveiflan á bandaríska húsnæðismarkaðnum haft neikvæð áhrif á afkomu hans. Vandinn á fasteignamarkaði er sagð- ur djúpstæðari en talið var. Hlutabréf Citigroup hafa hrapað í verði, gengið var 37,73 Bandaríkja- dalir á föstudag, eða 21% lægra en 1. október, var þá 47,72 dalir. Ef miðað er við markaðsvirði er Citigroup næst stærsta fjármálafyr- irtæki Bandaríkjanna á eftir Bank of America og hafa fregnirnar því vald- ið skjálfta í fjármálaheiminum. Órói hjá Citigroup vegna gruns um, að þeir væru ölv- aðir við akstur, tvö smávægileg fíkniefnamál komu upp og sjö manns brutu gegn lögreglu- samþykkt Reykjavíkur. MIKIÐ var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu framan af aðfaranótt laugardags. Sökum þess gistu ellefu manns fangageymslur lögreglunnar vegna ýmissa mála. Þrír ökumenn voru stöðvaðir Hefðbundinn erill í höfuðborginni Eftir Einar Ben Thorsteinsson HRÓAR Björns- son, fyrrverandi rekstrarstjóri Krónunnar, seg- ir stjórnendur Krónunnar vís- vitandi hafa áhrif á útkomu verðkannana sem gerðar eru í verslunum henn- ar með kerfis- bundnum hætti. Hann hafi sjálfur tekið þátt í því meðan hann starf- aði þar. Hróar starfaði sem rekstr- arstjóri hjá Krónunni árið 2005, þegar verðstríð geisaði milli Krón- unnar og Bónuss. Áður hafði hann starfað hjá 10-11 í níu ár. „Árið 2005 var brugðið á það ráð að fara í verðstríð við Bónus til að auka fjölda viðskiptavina og fá um- fjöllun í fjölmiðlum, svo gengu lækkanir hægt og rólega til baka. Þetta er gert annað slagið til að fjölga viðskiptavinum,“ segir Hró- ar Björnsson, fyrrverandi rekstr- arstjóri Krónunnar. „Þegar verðkannanir voru í gangi fór af stað full vinna við að breyta verðum meðan verðkann- analiðið var inni í búðinni. Svo voru þau látin ganga tilbaka eftir ákveðinn tíma,“ segir Hróar sem segir frá því að hægt sé að láta tölvukerfi breyta verðinu sjálfvirkt á ákveðnum tímum og með tilkomu rafrænna hillumiða sé það auðvelt í framkvæmd. Verð hækkað sjálfkrafa fram eftir degi „Ég get nefnt að tiltekinn ostur sem kostaði 149 krónur klukkan tvö á föstudegi hækkaði sjálfkrafa í 169 krónur klukkan fjögur og hækkaði svo enn frekar eftir því sem nær dró lokunartíma. Þannig hélst verðið yfir helgina og lækk- aði aftur á mánudegi. Við vorum öryggir um að verðkannanaliðið væri ekki á ferðinni á þessum tím- um,“ segir Hróar, sem segir verð- vitund viðskiptavina heldur ekki vera mikla seinni partinn á föstu- dögum. „Á tímabili var veittur 5% við- bótarafsláttur á ost- og mjólkur- vörum við kassa í Krónunni sem var auglýstur sérstaklega. Bónus auglýsti sama afslátt en kom samt alltaf betur út úr verðkönnunum á þessum vörum. Þegar við fórum að athuga þetta betur, þá voru þeir að veita 2,5% meiri afslátt leynilega á kassa á ákveðnum tímum. Þannig komu þeir alltaf betur út úr verð- könnunum en Krónan. Að þessu komumst við ekki fyrr en við fór- um og keyptum þarna sjálfir ost- stykki.“ Þannig segir hann Bónus hafa blekkt stjórnendur Krónunn- ar og þá sem gerðu verðkannanir. Telur beint verðsamráð ekki til staðar Hróar telur hins vegar að beint verðsamráð milli Krónunnar og Bónuss sé ekki til staðar. „Ég tel að það sé ekki samráð milli Bónuss og Krónunnar. Verðið hjá þeim helst samt í hendur. Bónus er til dæmis með ákveðið verð á vöru. Svo svarar Krónan því og Bónus lækkar sig krónu neðar og heldur sig þar. Verðið helst bara þannig óbreytt í langan tíma. Það verður eins konar þegjandi samkomulag um verð,“ segir hann og leggur áherslu á að engin bein eða óbein samskipti milli starfsmanna Bón- uss og Krónunnar hafi verið til staðar. Eins telur hann ólíklegt að svo sé í dag. Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir Hróar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.