Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 10
Þ egar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarfor- mennsku í Orku- veitu Reykjavíkur (OR) eftir borg- arstjórnarkosn- ingarnar í maí í fyrra bjuggust margir við uppgjöri. Hann hafði verið harðasti gagnrýn- andi stjórnarhátta OR og eldað grátt silfur við Alfreð Þorsteinsson stjórn- arformann. Að sögn heimildarmanns fór upp- gjörið fram bakvið tjöldin. Eitt hans fyrsta verk var að kalla Guðmund Þóroddsson forstjóra sem hafði lengi átt afar gott samstarf við Alfreð, á fund til sín og segja við hann skýrt og skorinort að ef hann sýndi sér ekki heilindi í samstarfi yrði það ekki liðið. Útrásin OR hafði sett útrásarverkefni sín undir hatt Enex hf. árið 2001 og út- fært það með stofnun Enex Kína hf. ári síðar, sem stofnað var um upp- byggingu hitaveitu í borginni Zia- nyang í Kína. Ástæðan fyrir því að stofnað var sérstakt félag mun hafa verið sú að innan Enex voru menn hikandi. OR kom því einnig að verk- efninu með því að fjárfesta beint í því. Ákvörðunin um stofnun Enex Kína var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í stjórn OR. „Og þá var Björn Bjarnason í stjórn- inni,“ bendir Björn Ingi Hrafnsson á. En það verður að fylgja sögunni að Björn Bjarnason lét bóka fyr- irvara um samþykki sitt með öðrum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórninni, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem fólst í því að stjórn væri óheim- ilt að skuldbinda eigendur OR um- fram 5% af eigin fé fyrirtækisins. Og útrásarmálin komu snemma á borð nýrrar stjórnar, sem tók við vorið 2006 undir formennsku Guð- laugs Þórs, þar sem Björn Ingi Hrafnsson var varaformaður. „Við vorum aftur og aftur beðin um að auka hlutafé OR í Enex og Enex Kína,“ segir Björn Ingi. „Tilhneig- ingin var í þá átt.“ Innreið einkaframtaksins Það hleypti lífi í orkumálin þegar Geysir Green Energy (GGE) var stofnað í byrjun janúar 2007 af FL Group, sem leiðandi hluthafa, Glitni og verkfræðistofunni VGK-Hönnun. Einkaframtakið var komið til skjal- anna með það markmið að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðsvegar um heim- inn, einkum með nýtingu jarðvarma og þátttöku í einkavæðingu orkufyr- irtækja. Stofnaðilar lögðu fram 7 milljarða með peningum og eignum og var miðað við að félagið gæti ráðist í fjárfestingar sem næmu yfir 70 milljörðum. Af hálfu GGE var óskað eftir því að Orkuveitan yrði einn eig- enda, því talið var að það myndi styrkja félagið mikið. „Þær umræð- ur kláruðust aldrei,“ segir Hjörleif- ur B. Kvaran, forstjóri OR. Undir það tekur Björn Ingi. „Þá- verandi stjórnarformaður átti í við- ræðum um aðkomu að því félagi, Sagan rakin af orkuútrás, stofnun REI og samruna við Geysi Green Energy. Talað við marga sem fóru með burðar- hlutverk í atburðarás sem sprengdi meirihluta og útrásarfyrirtæki. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Fréttaskýring Persónur, leikendur og risarækjur Fjölmargar kanónur úr stjórnmálum og viðskiptalífi hafa komið við sögu íslensku orkuútrásarinnar. Viðskipti, útrás, pólitík, svik og faðmlag 10 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ er þriðja ljóðabók Gerðar Kristnýjar sem skipaði sér í hóp áhugaverðustu ljóðskálda landsins strax með fyrstu ljóðabók sinni. Sem fyrr eru yrkisefnin af ýmsum toga og spanna allt frá dýpstu tilfinningum til glettinna athugasemda um lífið og tilveruna. Rödd ljóðmælanda er oft og tíðum hárbeitt og myndmálið beinskeytt. Höggstaður 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.