Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 12
að OR tæki þátt í stofnun þess, en
viðræður stóðu líka yfir við Lands-
bankann. Það var búið að ákveða að
við færum inn í GGE, en síðan gerði
eitthvað það að verkum að ekkert
varð úr því. Það var búið að ræða við
mig um það af hálfu forstjóra OR og
stjórnarformanns og ég vissi af mál-
inu.“
Því er haldið fram að viðræðurnar
hafi komist í uppnám af því að Guð-
laugur Þór lenti um þetta leyti á
sjúkrahúsi. „Þá gerðist eitthvað,“
segir Björn Ingi. „Fyrir því geta ver-
ið fullkomlega eðlilegar ástæður. Svo
var þetta áfram til skoðunar eða þar
til kastaðist í kekki á milli félaganna
út af einkavæðingunni á Hitaveitu
Suðurnesja.“
Alvaran af hálfu OR var svo mikil
að Ásgeir Margeirsson, þáverandi
aðstoðarforstjóri OR, fór með glæru-
kynningu á spítalann til Guðlaugs
Þórs á milli jóla og nýárs, þar sem
hann beitti sér fyrir því að OR yrði
stofnaðili. En Guðlaugi Þór fannst
flýtirinn of mikill. „Það næsta sem ég
veit er að þeir stela Ásgeiri,“ segir
hann þungur á brún.
Skýringin sem gefin er á flýtinum
er sú að stofnaðilar GGE hafi fengið
veður af því að Landsbankinn vissi af
fyrirætlununum og hygðist verða
fyrri til að setja á fót orkuteymi.
Glitnir hafði fjárfest mikið í upp-
byggingu orkuteymis, sem var ein af
þremur helstu uppbyggingar-
áherslum bankans, og gat ekki hætt
á að missa frumkvæðið í þessum efn-
um. Bjarni var þegar þetta gerðist
forstjóri Glitnis, en átti eftir að koma
aftur við sögu á viðburðaríku ári í
orkuútrásinni.
GGE tilkynnir síðan 5. febrúar að
höfuðstöðvar verði í Reykjanesbæ,
sem kaupir 2,5% í fyrirtækinu á um
175 milljónir. Ásgeir Margeirsson
forstjóri Geysis segir af því tilefni að
fyrirtækið geti vonandi tengst þeirri
sérfræðiþekkingu sem fyrir er á
svæðinu, aðallega hjá Hitaveitu Suð-
urnesja. Og Hannes Smárason segir
FL Group vera tilbúið að fjárfesta
mikið í þessum geira á næstu árum
og nefnir 50 til 80 milljarða í eigin fé.
REI á teikniborðinu
Leikinn er ákveðinn varnarleikur
25. janúar þegar stjórn OR sam-
þykkir að tillögu stjórnarformanns-
ins, Guðlaugs Þórs, að eignarhluti
OR í Enex verði settur í sérstakt
hlutafélag, eignarhaldsfélag, sem OR
eigi ásamt Landsvirkjun, Nýsköp-
unarsjóði og Íslenskum orkurann-
sóknum. Þá hafði GGE verið að
styrkja stöðu sína í Enex. „Þetta var
til þess að halda meirihluta í Enex,
þannig að við yrðum ekki étnir,“ seg-
ir Guðlaugur Þór.
GGE var orðinn stærsti einstaki
hluthafinn í Enex með 27% hlut, OR
og Landsvirkjun voru með 24% og
Jarðboranir 16%. „OR hefði orðið
áhrifalaus ef GGE hefði keypt hlut
Landsvirkjunar,“ segir Guðlaugur
Þór. Einnig er ákveðið að fá skýrslu
frá yfirstjórn félagsins um hvernig
best sé að standa að útrásarverk-
efnum í framtíðinni.
Samkvæmt því er á stjórnarfundi
7. mars lögð fram tillaga forstjóra og
aðstoðarforstjóra OR um að OR
stofni Reykjavík Energy Invest
(REI) um útrásarstarfsemi félagsins.
Ákveðið er að OR leggi í félagið eign-
ir upp á tæpa 2,6 milljarða í Enex hf.,
Enex Kína ehf. og öðrum þeim verk-
efnum sem OR stendur að á erlendri
grund.
Í tillögunni, sem Guðmundur Þór-
oddsson forstjóri OR skrifar undir,
segir: „Til félagsins leggi OR auk
þess hlutafé, allt að 2 milljörðum
króna, sem notað verði til þátttöku í
félögum og verkefnum með öðrum
aðilum sem stunda útflutning á ís-
lenskri tækniþekkingu og fjárfest-
ingar í vistvænum orkutækifærum á
erlendri grund.“
Fram kemur í greinargerð með til-
lögunni að hlutafé verði greitt inn til
félagsins „á næstu misserum eftir því
sem starfsemin og verkefni þróast.“
Asinn er ekki meiri en svo. Guð-
laugur Þór leggur á áherslu á að til-
gangurinn með stofnun REI hafi
fyrst og fremst verið að draga úr
áhættu OR af útrásarstarfseminni,
sem hafi orðið æ umfangsmeiri, með
því að hafa hana í sjálfstæðu hluta-
félagi þar sem ábyrgð er takmörkuð
og eigendur OR því ekki í ábyrgð fyr-
ir félagið. Það sjónarmið kemur
raunar fram í greinargerðinni.
En fleira býr undir, enda segir í
greinargerðinni: „Þá er hugsanlegt
að taka samstarfsaðila beint inn í fé-
lagið.“ Og fram kemur að mikill
áhugi sé meðal íslenskra aðila á fjár-
festingum í vistvænni orku erlendis,
t.d. Geysir Green Energy hf., Atorka
hf. og Enex hf. „Tvö fyrstnefndu fé-
lögin hafa óskað eftir samstarfi við
OR um útrás.“
Samstarf við einkaaðila
Hjörleifur B. Kvaran forstjóri
Orkuveitunnar segir að gert hafi ver-
ið ráð fyrir því alla tíð að fá til félags-
ins með einhverjum hætti öfluga
fjárfesta og rætt um að til framtíðar
myndi Orkuveitan eiga 40% í félag-
inu. Viðræður áttu sér stað milli Guð-
laugs Þórs og Hjörleifs og Sigurjóns
Árnasonar, forstjóra Landsbankans,
og Atorku, um að standa saman í út-
rásarfyrirtæki. „Það var ekkert nýtt
að REI væri hugsað fyrir einka-
aðila,“ segir Hjörleifur.
Þessar hugmyndir virðast hins-
vegar fyrst og fremst hafa strandað á
Guðlaugi Þór, sem vildi ekki að rasað
yrði um ráð fram. „Hannesi Smára-
syni fannst ekkert gaman að tala við
mig,“ segir hann íbygginn. „Ég vildi
fara varlega með opinbert fyrirtæki
og starfa með öllum.“ Ef til vill hefur
spilað inn í að hann var upptekinn í
baráttu fyrir þingkosningar í maí. Og
þá vilja menn ekki rugga bátnum.
Í tíð Guðlaugs Þórs voru öll mál
samþykkt samhljóða í stjórn „nema í
álversslagnum“. En ljóst er að
óánægja kraumaði í hópi borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins með að
upplýsingar skiluðu sér ekki þangað,
t.d. af stofnun REI, enda má segja að
hann hafi kannski haft sinn eigin
pólitíska metnað. Sjálfur undir-
strikar hann að hann hafi viljað að
þekking og orðspor OR nýttist í út-
rásarverkefnum og aðkoma félagsins
yrði á þeim grunni. Og án þess að það
kæmi fram í störfum hans innan OR,
þá herma heimildir að fyrir honum
hafi vakað með hlutafélagavæðingu
REI að auðveldara yrði að einka-
væða það síðar.
REI kemur í heiminn
Það var farið að þykkna upp þegar
ný stjórn stillti sér upp til mynda-
töku á svölum Orkuveituhússins 8.
júní sl. Haukur Leósson tók við af
Guðlaugi Þór sem stjórnarformaður
og í fyrsta sinn frá stofnun OR árið
1999 tók borgarstjóri sæti í stjórn,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðrir í
stjórn fyrir hönd Reykjavíkur voru
borgarfulltrúarnir Dagur B. Egg-
ertsson og Svandís Svavarsdóttir.
Þremur dögum síðar, 11. júní, er
REI stofnað formlega. Björn Ársæll
Pétursson verður stjórnarformaður
og aðrir í stjórn Haukur Leósson og
Björn Ingi Hrafnsson. Það er áber-
andi að enginn borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins situr í stjórn og kem-
ur á daginn að upplýsingar berast illa
til hópsins. Haukur, náinn vinur og
samstarfsmaður Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, virðist fyrst og fremst
vera í sambandi við hann. Og Vil-
hjálmur heldur spilunum að sér. Að
sögn kunnugra er það hans stíll, auk
þess sem hann hafði í nógu að snúast
sem borgarstjóri, veitti t.d. tvö þús-
und manns viðtal á 500 dögum.
Og Björn Ingi leit ekki á það sem
sitt hlutverk að upplýsa borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins, þó að hann
sæti með þeim meirihlutafundi tvisv-
ar í viku.
Framan af ganga hlutirnir mun
hægar hjá REI en GGE. Og hraðinn
er kannski er skýrasta dæmið um
ólík vinnubrögð og áherslur op-
inberra fyrirtækja og einkafyr-
irtækja. „Ákvörðun var tekin í janúar
um setja ramma um útrásar-
verkefnin, í mars var ákveðið að
stofna REI og félagið var stofnað í
júní. Búin var til lýsing á starfsem-
inni frá júní til ágúst. Það var ekki
mikið búið að gerast,“ segir Bjarni
Ármannsson og brosir. „Ég gat því
spurt mig um mánaðamótin ágúst –
september: Hvað er ég að borga yf-
irverð fyrir?“
Hugmyndir að samningi
Skriður kemst þó á starfsemina í
tíð Björns Ársæls og felst það eink-
um í grunnvinnu að stefnumörkun
fyrirtækisins. Settur er í gang verk-
efnahópur sem hann situr í ásamt
starfsmönnum OR, þeim Eiríki
Hjálmarssyni, Þorleifi Einarssyni,
Vilhjálmi Skúlasyni og Guðmundi F.
Sigurjónssyni. Þrír síðastnefndu eru
núna í yfirstjórn REI.
Þeirri vinnu lauk með því að hóp-
urinn lagði fram minnisblöð á stjórn-
arfundi REI 23. ágúst sl., annars
vegar hugmyndir að samningi milli
REI og OR, sem talinn var nauðsyn-
legur til að laða að fjárfesta, og hins
vegar aðgerðaplani, þar sem stefnt
var að því að hækka virði félagsins
með því að þróa verkefni sem væru í
pípunum.
Í hugmyndum að samningnum
fólst að REI hefði aðgang að vöru-
merki, þekkingu og þjónustu OR. Þó
að ekki væri talað um einkarétt-
arsamning, þá kom fram að OR bæri
að vísa öllum viðskiptatækifærum ut-
an Íslands til REI. Fram kemur að
áhættan fyrir OR felist í því að slíkur
samningur setji félaginu skorður ut-
an landsteinanna og það „missi
stjórn“ á REI, þar sem það ráði að-
eins 40% hlut. Til þess að bæta það
upp er talað um að REI greiði 5%
veltugjald og ef greiðslur nái ekki til-
teknu lágmarki öðlist OR aftur rétt
til að vinna að verkefnum utan Ís-
lands.
Í aðgerðaplaninu er talað um að fá
ekki inn fjárfesta fyrr en að þremur
mánuðum liðnum, þ.e. í fyrsta lagi
seint í nóvember. Það er rökstutt
með því að fjölmörg verkefni séu í
pípunum sem verðmæti felist í, en til
þess að hægt sé að rökstyðja það í
verðmati, þá þurfi að innsigla þau
með samningum, gera arðsemismat
og fleira. Reiknað er með töluverðum
ávinningi af þessari vinnu.
Björn Ársæll leggur til á stjórn-
arfundinum að ekki verði rætt við
fjárfesta fyrr en í fyrsta lagi í desem-
ber og rökstyður það með því að fé-
lagið sé ekki tilbúið undir aðkomu
fjárfesta, en þá eru aðeins tveir mán-
uðir liðnir frá stofnun þess. Þá kem-
ur, að sögn heimildarmanns, fram
hjá Birni Inga Hrafnssyni að hann sé
þegar byrjaður að ræða við fjárfesta.
Þeir aðilar sem sýndu áhuga á að
koma inn í REI á þessum tíma voru
meðal annars Kaupþing, Landsbank-
inn og Century Aluminium. Tillaga
Björns Ársæls er því felld og á sama
fundi segir hann sig úr stjórn REI,
enda á förum til Hong Kong sem
starfsmaður Landsbankans.
Loks er samþykkt á stjórnarfund-
inum að unnin verði drög að samn-
ingi milli OR og REI byggð á þeim
hugmyndum sem lagðar hafi verið
fram, „þó með „first right of refusal“
í stað einkaréttar REI á hugverkum
og þjónustu OR.“
Bjarna boðið til leiks
„Síðla í ágúst“ hringir Haukur
Leósson í Bjarna Ármannsson, en
þeir höfðu hist í fyrsta og eina skipti í
Kína þegar hitaveita var tekin í notk-
un í Xian Yang í byrjun desember ár-
ið áður. Hann biður Bjarna um að
hitta sig og borgarstjóra og hittast
þeir á skrifstofu Vilhjálms í Ráðhús-
inu. Á leið þaðan mæta þeir einum
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
sem sendir SMS-skilaboð til vina
sinna í bankageiranum: „Hvað er
Bjarni Ármannsson að gera með
Hauki Leóssyni í Ráðhúsinu?“ Eng-
inn gat upplýst borgarfulltrúann um
það og frétti hann fyrst af því í fjöl-
miðlum, eins og aðrir borgarfulltrúar
og ráðamenn flokksins sem talað var
við. Enn er það til marks um sam-
bandsleysi innan raða sjálfstæð-
ismanna.
Á fundinum er Bjarna boðið að
gerast stjórnarformaður, farið er yfir
ráðagerðir um að stórefla REI og
greint frá áhuga einkaaðila á að
koma inn í það. Bjarni hugsar sig um
í nokkra daga, ræðir m.a. við Hjörleif
B. Kvaran og Guðmund Þóroddsson,
og kveðst síðan hafa áhuga á að leiða
stjórn félagsins og koma að því sem
fjárfestir. Enda farinn að beina
kröftum sínum að eigin fjárfest-
ingum eftir að hann hætti störfum
hjá Glitni í apríllok. „Ég hafði engan
áhuga á því að verða launamaður.“
Á stjórnarfundi 11. september var
Bjarni kjörinn stjórnarformaður
REI og var það hugsað til þriggja
ára. Ástæðan er sögð sú að litið hafi
verið svo á innan OR að ekki væri
hægt að tryggja honum stjórnarfor-
mennsku nema fram að næstu kosn-
ingum. Hann er í 50 til 60% starfi hjá
REI og fær greiddar fyrir það 750
þúsund krónur á mánuði.
OR jók hlut sinn í félaginu um 2,6
milljarða á genginu 1 og Bjarni lagði
fram viðbótarhlutafé upp á 500
Efst Orrustan um íslensku orkuútrásina hefur ekki síður farið fram í sal
borgarstjórnar en á erlendri grundu. Í miðju Hvað sem líður deilum um
faðmlag og handsal gáfu Björn Ingi og Dagur sér tíma til handsals á borg-
arstjórnarfundum. Neðst Bekkirnir voru þétt setnir á aukafundi borg-
arstjórnar um málefni OR og REI og ýmislegt kraumaði í pottunum.
Þegar ég kom til baka
var mikil harka hlaupin
í fundinn,“ segir hann.
„Umræðan var í raun farin
að snúast um miklu meira
en samruna, mun frekar
upplýsingagjöf borgarstjóra
gagnvart sínu fólki,
risarækjur og fleira.“
»
12 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ