Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 20

Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 20
20 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Rósu Lárusdóttur rosalarusdottir@gmail.com M iklar umræður um stofnfrumur og ein- ræktun um þessar mundir eru einkum vegna læknisfræði- legra væntinga vísindamanna og al- mennings. Um leið hafa komið upp mörg siðfræðileg og pólitísk álitamála í tengslum við stofnfrumurannsóknir, ekki síst vegna einræktunar. Um ræðan á Íslandi hefur hins vegar ekki verið áberandi og er talsvert á eftir miðað við flest vestræn lönd. Á Ís- landi er bannað að nýta fósturvísa til rannsókna en hvergi er tekið fram í lögum að óheimilt sé að flytja inn stofnfrumur úr fósturvísum frá út- löndum. Það gefur auga leið að mik- ilvægt er að stjórnvöld fylgi þróun vísinda vel eftir svo ekki verði mis- ræmi á löggjöf og framþróun í vís- indum. Hvað eru stofnfrumur? Stofnfrumur eru grunnurinn að öll- um vefjum líkamans. Helsti eiginleiki stofnfrumna er að þær geta endur- nýjað sjálfar sig en jafnframt myndað sérhæfar frumur með frumuskipt- ingu. Stofnfrumum má skipta í tvo meginflokka: 1. Stofnfrumur úr fóst- urvísum (e. embryonic stem cells), hér eftir kallaðar ES frumur. 2. Stofnfrumur úr vefjastofnfrumum (e. adult or tissue stem cells). ES frumur eru komnar frá innri frumumassa kímblaðra og geta þess ar frumur sérhæft sig í allar frumu- gerðir líkamans (sjá mynd 1). Það má því segja að ES frumur séu í raun for- verar vefjastofnfrumna. Vefjastofn- VÍSINDI » Vísindi | Mun Ísland dragast aftur úr í vísindasamfélaginu verði stofnfrumurannsóknir áfram óheimilar? Föst í fréttaneti | Flottir rassar og danskur milljónaskröggur. Umhverfismál | Hið vestræna neyslusamfélag er að verða módelið að ríkjandi hagkerfi í heiminum. Knattspyrna | Enska knattspyrnuliðið Leeds United virðist vera að rétta úr kútnum. VIKUSPEGILL» Miklar vonir eru bundnar við stofnfrumurannsóknir og einræktun í þágu læknavísindanna en ýmis siðfræðileg og pólitísk álitamál hafa vaknað frumur eru ósérhæfðar frumur vefja og er þeim ætlað að viðhalda starfsemi viðkomandi vefja með því að sérhæfast í þær frumugerðir sem þar finnast. Stofnfrumur úr fósturvísum (ES frumur) Okfruman verður til við samruna sæðis og eggs. Hún er hin eiginlega stofnfruma þar sem hún býr yfir upplýsingum sem nauðsynlegar eru til myndunar allra annarra frumugerða einstaklingsins. Okfruman skiptir sér og á fjórða til fimmta degi myndast svokölluð kímblaðra. Inn í kímblöðrunni myndast innri frumu- massi sem geymir frumurnar sem eru fjarlægðar úr kímblöðrunni og rækt- aðar upp í tilraunaglasi til að mynda frumur með stofnfrumueiginleika. Þetta eru stofnfrumur úr fósturvísi (ES frumur). Við glasafrjóvgunaraðgerðir eru oftast fleiri egg frjóvguð en nýtast til æxlunar og þeim er fargað að hámarksgeymslutíma liðnum. Víða um heim er hægt að nýta slíka fósturvísa til rannsókna með upplýstu samþykki kynfrumugjafa. Þetta er þó háð því að lög í hverju og einu landi leyfi nýtingu umframfóstur- vísa, en í flestum nágrannalöndum okkar er heimilt að nýta umfram fósturvísa til stofnfrumurannsókna. Einræktun Í umræðunni um stofnfrumurann- sóknir hefur umræðan um einræktun orðið meira áberandi án þess þó að bein tenging sé þar á milli. Hér verður einungis minnst á einræktun með kjarnaflutningi en í því felst að kjarni með erfðaefni er fjarlægður úr gjafaeggi og kjarna úr líkamsfrumu einstaklings er komið fyrir í egginu. Með þessari aðferð eru tvær mögu- legar leiðir: 1. Einræktun í æxlunar- legum tilgangi (e. reproductive clon- ing). 2. Einræktun í læknisfræðilegum tilgangi (e. therapeutic clon- ing). Sjá mynd 2. Hin fræga ær Dolly var afurð einræktunar í æxlunarleg- um tilgangi, en þá var kjarna úr júgri ær komið fyrir í kjarnalausu eggi sem síðar var komið fyrir í legi stað- gengismóður. Fyrir utan siðferðisleg álitamál, er megingalli einræktunar í æxlunarlegum tilgangi lágt árang- urshlutfall úr dýratilraunum (1-3%). Einræktun í læknisfræðilegum til- gangi er framkvæmd á sama hátt og einræktun í æxlunarlegum tilgangi. Hins vegar er mikilvægur eðlismunur á þessum tveimur formum einrækt- unar. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að kímblaðran, sem verður til við einræktun í læknisfræðilegum til- gangi, er aldrei sett upp í leg stað- gengismóður heldur er innri frumu- massinn fjarlægður á sama hátt og áður var lýst. Með þessari aðferð er hægt að taka kjarna úr líkamsfrumu sjúklings og setja inn í kjarnalaust egg og koma upp stofnfrumulínu sem inniheldur nákvæmlega sama erfða- efni og sjúklingurinn hefur. Það væri svo mögulegt að nota þessar frumur annaðhvort til áframhaldandi rann- sókna eða vefjalækninga. Hagnýting stofnfrumna Miklar vonir eru bundnar við að hægt verði að nýta stofnfrumur til lækninga á alvarlegum og ólæknandi sjúkdómum. Talið er líklegt að við sjúkdómum þar sem vefjaskemmdir eru vel skilgreindar, eins og til dæmis í sykursýki, Parkinson, hjartadrepi, MND (Motor neurone disease) og MS (Multiple sclerosis), muni stofnfrumur nýtast sem meðferðarúrræði. Óneit- Þroskunarferli okfrumunnar A) Ferli eðlilegrar fósturþroskunar. B) Einræktun í æxlunarlegum tilgangi. C) Einræktun í læknisfræðilegum tilgangi borin saman. ES frumur hafa getu til að mynda alla vefi líkamans. Eftir nokkurra daga skiptingu er hægt að einangra ES frumur úr kímblöðrunni en þær hafa getu til að mynda alla vefi líkamans. (Terese Winslow, 2001) Stofnfrumurann- sóknir á Íslandi? Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com Þessi helgi er í lengri kantinum, sagðiÞórarinn og starði út um gluggann ásælar, spænskar fjölskyldur valsaum göturnar. Fyrst var hrekkjavaka, síðan allra heilagra dagur og loks dagur hinna dauðu, ættaður frá Mexíkó. Löööööng brú eins og Spánverjar nefna það þegar einn frídagur lendir á milli tveggja helgidaga. Öll þessi frí fara í taugarnar á mér. Þau eru fundin upp fyr- ir aðra en frílansrottur eins og okkur. Ég vildi að við hefðum getað verið í fríi og farið til Bæjaralands, geispaði Auður yfir tölvunni. Langar þig á bjórhátíðina í München? spurði Þórarinn önugur. Auður leit upp úr tölvunni og svaraði að bjórhátíðin væri haldin í október. Aftur á móti hefði keppninni um flottasta rass í heimi verið að ljúka. Á spiegel.de/international mætti lesa um hana og líka í spænsku fjölmiðlunum sem höfðu sýnt henni verulega mikinn áhuga. Sigurrassana væri bæði að sjá á spiegel.de og elperiodico.com: Tvo stælta austur-evrópska rassa sem höfðu toppað fimmtán þúsund úrvalsrassa úr öllum heiminum. Þeir tilheyrðu Búlgara og Rússa. Gott að Þjóðverjar gátu stytt sér stundir við að glápa á rassa, sagði Þórarinn. Vonandi hugkvæmist þeim í kjölfarið að sparka í rassana á ný-nasistum. Á spiegel.de/international var líka sagt frá smáþorpinu Gräfenberg í Bæjaralandi þar sem íbúarnir hafa fengið sig fullsadda af ný-nasistum sem koma þangað mánaðarlega til að mótmæla því að hafa ekki aðgang að minnismerki um fallna hermenn. Íbúarnir hafa brugðið á það ráð að spila samba og láta drynja í vélsögum til að yfirgnæfa nasistaskrílinn. Hugsi muldraði Auður að þetta minnti á Strauss-valsana sem væru stundum spilaðir til að fæla burt heimilislaust fólk frá innganginum sem vísaði að Vesturbrú á Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Reyndar hafi pyntingaraðferðin sú fyrst verið notuð í Þýskalandi fyrir rúmum sextíu árum eða svo. Þórarinn hnussaði. Herra Mærsk ætti að prófa hana, sagði hann. Sá gamli, danski milljónaskröggur er eins og Jóakim aðalönd. Nú er komið í ljós að hann valdi sérkennilegt granít til að skreyta hina umdeildu óperu sem hann gaf þjóðinni. Með valinu á þessu graníti sparaði hann fimm milljónir danskra króna en hins vegar fór það verulega illa með kínversku verkamennina sem unnu það. Satt að segja var það banvænt. Danir eru alveg æfir og tala nú um ,,Hina svonefndu gjöf til þjóðarinnar“. Að auki gerði kvikmyndafélagið Bastard-Film merkilega heimildarmynd sem heitir Óperan – dauðinn baksviðs. Þar er allt svínaríið afhjúpað með aðstoð falinna myndavéla. Mærsk gamla tókst að hindra að myndin yrði sýnd á sjónvarpstöðinni TV2 með óbeinum hótunum – eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum. En ekstrabladet.dk komst yfir eintak af téðri heimildarmynd og núna má horfa á öll herlegheitin á vef þeirra. Þetta er sannkölluð skúbbveisla sagði Þórarinn og neri saman höndum eins og íslenskur blaðamaður í ölæði. Hvað dóu margir Kínverjar? spurði Auður. Það er ekki vitað – en þó búið að sanna að þetta granít veldur steinlungum. Það er hættulegt en kannski ekki jafnhættulegt og gölluð kjarnorkusprengja. Auður lyfti brúnum þegar hún sagði: Á news.bbc.co.uk las ég að Gen Paul Tibbets væri nýdáinn; þessi sem kastaði atómsprengjunni á Japan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann varð 92 ára gamall en sagðist aldrei hafa iðrast þess að láta ,,Litla dreng“ (gælunafn sprengjunnar) falla á Hiroshima úr B-52 vélinni sem hann flaug. Óhugnanlegt að hann skyldi nefna flugvélina eftir mömmu sinni. Hún hét Enola Gay. Þórarinn dæsti: Gleymum heimsósómanum, stingum af í frí eins og almennilegt fólk og tjúttum við tónlist! Síðan flýtti hann sér að hlaða niður lagi af Netinu sem hann mundi óljóst eftir síðan á níunda áratugnum. Þetta var lagið Enola Gay með hljómsveitinni OMD. Tónlistarvopn gegn nasistaskríl Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona FÖST Í FRÉTTANETI» Óhugnanlegt að hann skyldi nefna flugvélina eftir mömmu sinni. Hún hét Enola Gay.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.