Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ann bíður dag hvern tryggur og trúr fyrir utan heimili okkar, veitir okkur skjól fyrir veðrum og vindum og er tákn um sjálf- stæði og frelsi. Flestum finnst óhugs- andi að vera án hans enda er einkabíllinn löngu orðinn órjúfanlegur hluti af menningu Íslendinga – svo órjúfanlegur raunar að sumir vilja meina að hann sé nokkurs konar framlenging á sjálf- inu: „Ef ég væri bíll þá væri ég Land Rover … Þetta endurspeglast í bílaeigninni. Í lok árs 2006 voru 272.905 ökutæki á íslenskum göt- um. Þar af voru fólksbílar 197.201. Það lætur því nærri að tveir þriðju íslenskra mannsbarna aki um á eigin bíl og þá eru hvítvoðungar, skóla- börn og unglingar meðtaldir. Það er því hægara sagt en gert að breyta hátt- um okkar þegar kemur að bílnum. Við megum þó til. Samkvæmt nýrri stefnumörkun íslensku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum stóðu sam- göngur fyrir 19 prósent af allri losun gróðurhúsa- lofttegunda frá íslensku þjóðinni árið 2004. Öll losun vegna húshitunar, vatnsnotkunar, sorps eða lifnaðarhátta okkar annarra er ekki nema brot af því sem bíllinn okkar gæti haft á sam- viskunni, hefði hann einhverja. Hið jákvæða er þó að hvergi eru meiri mögu- leikar til að draga úr losun og hvergi getur ein- staklingurinn haft jafnmikil áhrif og einmitt þar. „Það gerum við einfaldlega með því að minnka notkun á bílunum okkar,“ segir Heiða Björk Sturludóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Vistverndar í verki. „Til dæmis með því að ganga eða hjóla í vinn- una eða nota almenningssamgöngur meira. Eins geta þeir sem búa á svipuðum slóðum og eru að fara í sömu átt sameinast um ferðir, t.d. til og frá vinnu.“ Hmmmm. Einhvern veginn er nú samt eins og samfélagið sé sniðið í kringum það að vera á bíl og að komast milli staða á engum tíma. Og jafn- vel þótt vilji og tími sé fyrir hendi er ekki alltaf að- laðandi að hjóla eða ganga í mengunarkófinu með fram stóru umferðaræðunum. „Yfir helm- ingur borgarlandsins fer undir umferðarmann- virki,“ segir Heiða. „Höfuðáherslan er á að bíl- arnir hafi forgang í samgöngukerfinu svo þeir sem eru gangandi og hjólandi þurfa að fara yfir endalausar slaufur sem tefja þá á leiðinni. Þarna erum við komin að hlut stjórnvalda við að skipuleggja borgina þannig að hún sé mann- vænleg og ekki bara byggð utan um bíla. Þar sé líka gert ráð fyrir að gangandi og hjólandi vegfar- endur komist á sem skemmstan hátt milli staða.“ Í lausagangi við glugga nágrannans Á hinn bóginn segir hún flýti bílsins ofmetinn. „Við Íslendingar erum ennþá svo lítil og sæt að við höldum að maður skjótist bara í vinnuna á tíu mínútum af því að hún sé svo nálægt. Stað- reyndin er hins vegar að við þurfum yfirleitt að áætla okkur mun lengri tíma til að komast á milli staða í borginni. Oft er maður hreinlega fljótari að fara á hjólinu sínu en á bíl, t.d. á há- annatímum eða í snjó þegar bílarnir sitja fastir í sköflum út um allan bæ.“ Og það er ýmis annar ávinningur að því að nota tvo jafnfljóta til ferða ef marka má Heiðu. Það sé ekki bara ódýrt og umhverfisvænt heldur líka gott fyrir heilsuna. „Þannig fæst dag- skammturinn af hreyfingu fyrir líkama og geð auk þess sem maður losnar við stressið í um- ferðinni sem hefur verið sýnt fram á að er mjög heilsuspillandi. Maður sleppur líka við að skafa bílinn, finna stæði, taka bensín, fara með bílinn í smurningu, skipta um dekk og allt annað sem fylgir því að reka bíl.“ Gott og blessað. En hvað með alla þá sem geta einfaldlega ekki verið án bílsins? „Þeir geta fengið sér bíl sem nýtir orkuna betur,“ segir Heiða. „Það getur t.d. verið tvinnbíll, metanbíll eða venjulegur bensín- eða dísilbíll sem er spar- neytinn og eyðir litlu eldsneyti og mengar þ.a.l. minna. Í því sambandi skiptir hvatningin miklu máli. Það var t.d. snilldarlega gert af borginni að bjóða ókeypis bílastæði fyrir bíla sem eru innan ákveðinna marka í útblæstri en kannski stendur svolítið upp á yfirvöld að greiða niður þessa bíla sem um ræðir svo fólk kaupi þá frekar.“ Yfir tuttugu bíltegundir eru nú fáanlegar sem uppfylla skilyrði Reykjavíkurborgar um ókeypis bílastæði en lista yfir þær má finna á heimasíðu Bílgreinasambandsins, www.bgs.is. En jafnvel þótt menn fari ekki út í að skipta út heimilisbílnum er eitt og annað sem þeir geta gert til að standa sig betur í samgöngumálum. „Menn geta lært vistakstur í ökuskólum og hjá ökukennurum. Búið er að sýna fram á að hægt er að spara eldsneytisnotkun um 20 prósent með vistakstri sem stundum er kallaður mjúkur akstur. Þannig getur fólk minnkað eyðslu bíls, sem eyðir 10 lítrum á hundraði í 8 lítra með því einu að breyta aksturslagi sínu.“ Hreyfilhitari er annað tromp á hendi hins um- hverfishæfa ökumanns. Hitarinn lætur ekki mik- Úlpa Íslendingsins Ætli nokkurt fyrirbæri sé samofnara sögu okkar mannanna undanfarna öld en bíllinn? Með gildum rökum má halda því fram að hann sé framlenging á manninum, a.m.k. hér á Vesturlöndum, en á Íslandi eru nú um 750 bifreiðir á hverja þúsund íbúa. Eins og álklárinn getur verið þægilegur hefur hann líka sína ókosti. Þannig eru samgöngur ábyrgar fyrir 19% útstreymis gróðurhúsalofttegunda á ári hverju. Er því ekki löngu tímabært að staldra við – vega valkostina og meta? Getum við gengið meira, hjólað eða jafnvel notað almenn- ingssamgöngur? Frammi fyrir þessum spurningum standa söguhetjur okkar, Loftur og Ísafold, í dag á fundi með hópnum sínum í Vistvernd í verki. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Teikningar: Andrés Andrésson Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson og fleiri Umbrot: Harpa Grímsdóttir Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson Hreinn Loftsson Snæfríður Sól Loftsdóttir Ísafold Jökulsdóttir Loftur Hreinsson Fjölskyldan Úti að aka H austið dregur mæðulega andann og norðurljósin dansa við sjón- arrönd þegar heið- urshjónin Loftur Hreinsson og Ísa- fold Jökulsdóttir snara sér inn fyrir dyrnar á smekk- legu einbýlishúsi í Vogunum. Í garð- inum drúpir sýprusviðurinn höfði í þögulli angist … Nei, bíðum nú að- eins við. Þetta er blaðagrein, ekki epísk skáldsaga. Áfram með smjer- ið. Jæja, hjónin eru alltént á leið á fræðslufund með hópnum sínum í verkefninu „Vistvernd í verki“. „Nei, velkomin,“ segir Þuríður húsfreyja og brosir hringinn. Hún er þessi glaðværa gerð af konu sem ætlar allt lifandi að éta sem á vegi hennar verður. Að baki henni stend- ur Jónatan, bóndi hennar, og gefur þeim merki um að taka af sér. Hann er alvörugefinn maður, bersýnilega vanur að standa í skugganum af spúsu sinni. Húsráðendur eru á að giska fimmtugir, hann er verkfræð- ingur en hún gjaldkeri í banka. Fyrir í stofunni eru þrjú pör til viðbótar. Geir og Lovísa eru þessar samrýmdu, jákvæðu týpur sem fara út að ganga á kvöldin í eins íþrótta- göllum. Þau eru rúmlega þrítug. Hún kennir í framhaldsskóla en hann er endurskoðandi. Þau vinka Lofti og Ísafold með samstilltu átaki. Sváfnir og Gyða eru gagnrýnni að eðlisfari. „Þau sjá samsæri í hverju horni,“ tjáði Loftur Ísafold eftir fyrsta fundinn. Hann er flugstjóri en hún vinnur á auglýsingastofu. Þau eru á að giska 45 ára. Loks eru það Danni og Sævar. Þeir eru samkynhneigðir. Danni er kökuskreytingamaður en Sævar raf- virki. „Samkynhneigður rafvirki. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt,“ hvíslaði Loftur glettnislega að Ísa- fold á fyrsta fundinum. Hún rak honum ímyndaðan kinnhest. Danni og Sævar eru hálffertugir. „Kaffi eða te?“ spyr Þuríður hús- freyja og lýsir stofuna upp með brosi sínu. Þegar allir hafa komið sér vel fyrir er Geir og Lovísu gefið orðið en þau munu stýra fundinum. Það er ágæt vinnuregla að parið sem hýsir fundinn stjórni honum ekki líka. Það er víst nóg að hugsa um að allir hafi það gott og séu með kaffi í bollanum – eða te. Mikil mengun á Íslandi Þema fundarins er samgöngur og Lovísa dregur skjalabunka úr pússi sínu. Hún ræskir sig. Geir horfir aðdáunaraugum á hana á meðan. Loftur hristir höfuðið. „Í hvaða leik- riti er ég eiginlega staddur?“ spyr hann sig í hljóði. „Miðað við íbúafjölda er mengun af völdum samgangna afar mikil á Íslandi,“ les Lovísa. „Í þéttbýli er einkabíllinn helsti loftmeng- unarvaldurinn og á heimsvísu eiga einkabílar stóran þátt í þeim lofts- lagsbreytingum sem nú eiga sér stað. Bílaeign hefur aukist mjög hratt á Íslandi að undanförnu og eru nú um 750 bifreiðir á hverja 1.000 íbúa.“ „Vá,“ grípur Danni fram í. Sváfnir flugstjóri horfir rannsakandi á hann. Lovísa brosir góðlátlega. „Gvöð, afsakið,“ stamar Danni vandræðalegur. „Ég ætlaði ekki að trufla. Mér finnst þetta bara svo mikið.“ „Ekki málið,“ segir Geir og Lovísa heldur áfram að lesa. „Hugsum okk- ur að allir íbúar jarðar keyrðu bíla eins og við. Hvernig væri þá um- horfs í heiminum? Eftir því sem fleiri jarðarbúar eignast bíla eykst þörfin á því að nýta þá á skyn- samlegan hátt. Það er umhugs- unarvert að samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg er meðallengd bíl- ferða í borginni 3,3 km og þriðj- ungur þeirra er styttri en einn km. Getur verið að við keyrum 2 km til að fara á göngubrettið í ræktinni? Ökum við stundum hring eftir hring til að leita að bílastæði sem allra næst inngangi þegar við getum spar- að tíma og útblástur og bætt heils- una með því að finna stæði lengra frá og ganga nokkra tugi metra?“ Hvers vegna eigum við að bæta samgönguvenjur okkar? Lovísa gefur Geir brosandi orðið. Hann tekur fram að þessar upplýs- ingar hafi þau fengið hjá Landvernd. „Heimasíða Landverndar, land- Út í loftið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.