Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 25
ið yfir sér, er lítið stykki tengt við tímarofa og rafmagn sem hitar vélina áður en bíllinn er ræstur. Áhrifin eru þeim mun meiri. „Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2000 sparar hreyfilhit- arinn um 30% eldsneytisnotkun og mengun í frosti,“ segir Heiða. Fyrir kuldaskræfur má bæta því við að við hitarann má tengja stykki sem tengist miðstöð bíls- ins sem hitar bílinn sjálfan. Þannig er hægt að setjast út í heitan og notalegan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þegar þetta berst í tal dimmir yfir Heiðu og hún lækkar róminn: „Það er enn talsvert um að fólk fari út á morgnana og setji bílinn í gang áður en það fer aftur inn til að borða morgunmatinn. Svo er hann bara í gangi fyrir utan og blæs út koltvísýringi, jafnvel inn í íbúðina hjá nágrannanum.“ Engin tengdamömmubox Talandi um lausagang. Nemi bíllinn staðar í meira en eina mínútu borgar sig að slökkva á bílvélinni. Bílstjóralausir bílar í gangi við sjoppur, skóla og leik- skóla eru lygilega algeng sjón hérlendis en slíkt er ekki bara mengandi heldur beinlínis lífs- hættulegt, ef marka má heima- síðu Landverndar. Þetta á sérstaklega við þar sem gangandi vegfarendur eru svo stuttir í annan endann að andlit þeirra og vit eru í pústurrörshæð. „Svo kostar mikinn tíma og mengun að leita að bílastæðum,“ heldur Heiða áfram. „Hversu oft sér maður ekki fólk hringsóla í kringum verslanir, skóla og dagheimili til að leita að stað til að leggja?“ Ofureinfaldar aðgerðir á borð við að huga að loftþrýstingi í dekkjum og aukabúnaði ut- an á bílnum hafa sitt að segja. Of lítið loft í dekkjum eykur þannig eldsneytiseyðslu stórlega sem og hlutir sem veita loftmót- stöðu, s.s. svokölluð tengdamömmubox og skíðabogar. Samgöngur eru þó víðar en á láði. Ís- lendingar fljúga nú sem aldrei fyrr og að sögn Sigurðar Inga Friðleifssonar, fram- kvæmdastjóra Orkuseturs, eru engar sam- göngur eins orkufrekar og flugið. „Það krefst einfaldlega gríðarlegrar orku að drösla svona járnflikki upp í háloftin og milli landa,“ segir hann. „Flugvélarnar drekka ógrynnin öll af eldsneyti í einni slíkri ferð.“ Sé miðað við meðalnýtingu sæta í flugferðum hefur Sigurður reiknað út að hver farþegi í ferð til og frá London ber ábyrgð á losun 420 kílóa af koltvísýr- ingi. Tvær slíkar ferðir hjóna eru því á við ársrekstur á litlum Toyota Yaris sé miðað við 12.000 kílómetra akstur. Sigurður bætir því við að enginn beri formlega ábyrgð á þeirri koltvísýringslosun sem verður í millilandaflugi, hvorki brottfar- arland né áfangastaðurinn. „Í rauninni er ekkert opinbert reglukerfi sem stýrir þessu. Það litla sem er gert til að draga úr þessari losun er í gegnum neytandann sjálfan, í formi hvatningar til hans um að draga úr flugferðum. Flugfélögin sjálf reyna svo sem líka að draga úr eldsneytisnotkun enda spara þau þá fjármuni um leið. Losunin sem slík stendur hins vegar fyrir utan Kyoto- bókunina þannig að hún reiknast ekki á kvóta neinnar þjóðar eða lands.“ Hann bætir því við að víða hafi menn þó meiri möguleika en Íslendingar til að ferðast á um- hverfisvænni hátt milli landa. Þannig séu vin- sældir lestarferða að aukast, ekki bara vegna þess að þær séu umhverfisvænni en flestar aðrar samgöngur heldur séu þægindin við slík- an ferðamáta oft á tíðum meiri en í flugi. „Þarna erum við komin að velmeguninni hér á Vesturlöndum,“ segir Heiða. „Meirihluti Íslend- inga fer í eina ef ekki fleiri utanlandsferðir á ári. Og hafi maður lagt sig í líma við að draga úr bensínnotkun getur ein flugferð í hendingu jafn- að út það sem sparaðist í koltvísýringslosun það árið.“ Heiða hlær þegar hún sér uppgjaf- arsvipinn á blaðamanni. „Auðvitað er óraun- hæft að segja fólki að sleppa því að fara í flug- ferðir. Við búum á eyju og það er ekki hægt að fara á kajak yfir Atlantshafið. Það má samt ekki gefast upp og hugsa að það taki ekki að skipta út bíl sem eyðir 15 lítrum á hundraði fyrir spar- neytinn bíl af því að viðkomandi fer tvisvar til út- landa á ári. Þvert á móti – allt telur. Það er ekki hægt að fara fram á að fólk hætti að kynna sér heiminn en allir geta þá lagt eitthvað annað af mörkum í staðinn.“   0    6    7    +7    8  967  ) ' !  :  ; 57   # Í lok árs 2006 voru 272.905 ökutæki á íslenskum götum. Þar af voru fólksbílar 197.201. Íslendingar voru 312.851 talsins 1. október. vernd.is, er mjög góð. Þar er marg- víslegan fróðleik um loftslagsmál að finna. Ég skora á ykkur að kíkja á hana ef þið hafið ekki gert það nú þegar.“ Svo spyr hann: „Hvers vegna eigum við að bæta samgöngu- venjur okkar?“ Og svarar sér sjálf- ur: „Af því að þannig:  drögum við úr mengun frá umferð,  drögum við úr gróðurhúsa- áhrifum,  spörum við olíu, sem er mikilvægt hráefni,  bætum við heilsuna,  fækkum við slysum,  spörum við peninga.“ Aftur spyr Geir: „Hvernig getum við bætt samgönguvenjur okkar?“ Og svarar sem fyrr sjálfur: „Með því að:  drepa á bílnum þegar hann stendur kyrr,  hjóla og ganga stuttar vegalengdir,  læra og stunda vistakstur,  vanda valið á nýjum bíl,  nota vélarhitara,  vera samferða.“ Þar með er inngangserindi þeirra hjóna lokið og orðið er laust. „Vill einhver meira kaffi eða te?“ gellur umsvifalaust í Þuríði. Lofti, sem situr við hlið hennar í stofunni, líður skyndilega eins og Jónasi í hvalnum. „Hún gæti gleypt heilt fót- boltalið, þessi kona,“ hugsar hann. Ísafold gefur honum illt auga. Geir ákveður að brjóta ísinn sjálf- ur í umræðunum. „Ég var að bíða eftir strætó um daginn og lék mér að því á meðan að telja hversu margir voru í hverjum bíl sem keyrði framhjá. Í um 90% bílanna var að- eins einn maður. Segir það ekki sína sögu? Getur verið að bíllinn sé úlpa Íslendingsins?“ Er einn bíll nóg? „Gerum smá könnun hér inni,“ heldur Lovísa áfram. „Hversu marga bíla á fólk?“ „Við eigum tvo,“ segir Danni. „Gætuð þið selt ann- an?“ spyr Geir. „Varla,“ segir Sævar. „Ég er í þannig vinnu að ég verð að hafa bíl. Ég er á ferðinni hingað og þangað allan daginn. Svo búum við frekar langt frá bakaríinu þar sem Danni vinnur.“ „Gætir þú tekið strætó í vinnuna eða hjólað, Danni?“ spyr Lovísa. „Það er of langt til að hjóla. Ég yrði bara sveittur og ógeðslegur,“ segir Danni og hlær. „Strætó er hins vegar alveg möguleiki. Ég hef svolít- ið verið að velta því fyrir mér síðan við byrjuðum í þessu átaki. Verst að ég myndi sakna bílsins míns svo mikið. Það er Yaris, svona lítill og sætur frúarbíll,“ segir hann sposkur á svip. Sváfnir hefur greinilega ekki ver- ið búinn undir þetta innlegg í um- ræðuna því hann springur skyndi- lega úr hlátri svo kaffið gengur yfir kengúruskinnið á gólfinu. „Sváfnir!“ gólar Gyða, betri helm- ingur hans, og grípur um andlitið. Hann biðst auðmjúklega afsök- unar. Þuríður ber sig vel hið ytra en hvítnar upp á sálinni. Hún fer fram að sækja tusku. Þá lifnar skyndilega yfir Jónatan húsráðanda. „Blessaður, gerðu meira af þessu, Sváfnir, þessi helvít- is kengúra hefur alltaf farið í taug- arnar á mér,“ segir hann. Dátt er hlegið í stofunni. „Hvað er svona fyndið?“ spyr Þur- íður þegar hún snarast inn með tuskuna á lofti. „Ekkert, elskan mín,“ segir Jón- atan. „Ekkert.“ Samnýting ferða Eftir þennan útúrdúr halda um- ræðurnar áfram. Geir og Lovísa eiga einn bíl, eins Þuríður og Jón- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 25 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.