Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 33

Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 33
ið entist í tíu ár, þau áttu ekki börn saman, en Clapton eignaðist á þessu tímabili börn með tveimur, öðrum konum; dótturina Ruth 1985 og son- inn Conor 1986, sem lést í hörmu- legu slysi tæplega fimm ára. Hliðarspor í Ítalíu Dauði Conors varð Clapton gríð- arlegt áfall eins og hann lýsir í bók- inni sem og sambandi sínu við móð- ur hans, þokkadísina Lori del Santo, sápuóperuleikkonu, sem hann kynntist á tónleikaferðalagi um Ítal- íu 1985. Eftir ferðina sneri hann þó aftur til Pattie, en ekki liðu nema nokkrir dagar þar til hann tilkynnti að hann ætlaði að yfirgefa hana. Hann kærði sig kollóttan um tilfinn- ingar annarra og afleiðingar gerða sinna, sem hann taldi sjálfum sér trú um að ætti rætur að rekja til miðaldrakreppu. Maðurinn var fer- tugur. Hann fluttist inn til del Santo í Mílanó og þau komu sér saman um að reyna að eignast barn. Honum varð samt ekki um sel þegar hann eitt sinn var að snuðra heimavið og fann myndir af tilgerðarlega bros- andi sambýliskonu sinni með ýms- um frægum körlum. Raunar var honum kunnugt um að hún hefði, sjö árum áður, verið vinkona Adnans Khashoggis, forríks alþjóðavopna- sala, sem þekktur var fyrir óhóf og villt líferni. Parið fluttist engu að síður til London þar sem þau bjuggu saman í tvær eða þrjár vikur. Þá tilkynnti Clapton að hann hygðist fara aftur til eiginkonu sinnar. „Ekki góðar fréttir,“ sagði del Santo, „af því ég er ólétt.“ Clapton var örvinglaður, knúði dyra hjá Pattie, sem þá bjó í Hurtwood með öðrum manni og vildi ekkert með eiginmann sinn hafa. Eftir misheppnað sjálfsvíg náði hann með einhverjum hætti að telja Pattie á að taka aftur upp þráð- inn. Del Santo var farin til Mílanó, en sannleikurinn varð ekki umflú- inn, barn var í vændum. Pattie var djúpt særð og sambúðin varð að hálfgerðri martröð, sem endaði með að Clapton henti henni út. „Það var ljótt og grimmilegt af mér og eftir nokkra daga dauðsá ég eftir því,“ segir hann. Conor Clapton sætti sig smám saman við væntanlegt föðurhlutverk og heim- sótti barnsmóður sína á síðustu mánuðum meðgöngunnar í Mílanó. Þegar leið að fæðingu leigði hann hús fyrir hana í Chelsea og varð himinlifandi og stoltur í senn þegar þeim fæddist sonur 21. ágúst 1986. Þar sem Clapton virðist hvergi fegra sinn hlut á lífsins leið, jafnvel þvert á móti, er ekki hægt annað en trúa því að ást hans á Conor hafi verið jafn fölskvalaus eins og hann lýsir í bókinni. Hann heimsótti þau mæðginin oftsinnis í Mílanó þar sem þau bjuggu og gaf sig allan að drengnum. Sama var uppi á ten- ingnum í New York eftir að del Santo fluttist þangað ásamt kærasta sínum og Conor. Reiðarslagið kom rétt áður en Clapton kom að háhýs- inu þar sem þau bjuggu á 53. hæð til að sækja son sinn. Drengurinn hafði fallið út um glugga og látist sam- stundis. Slysið varð með þeim hætti að húsvörður hafði eitt augnablik litið af glugga í stofunni til að vara del Santo við að hann væri opinn, en hann náði frá gólfi til lofts og opn- aðist í heilu lagi. Í sömu andrá hljóp Conor, sem var í feluleik með barn- fóstru sinni, hreinlega út um gluggann. Eitt af þekktari lögum Claptons er Tears in Heaven, sem hann samdi í minningu Conors. Sorgin var yfirþyrmandi og hann við- urkennir að stundum hafi hann misst trúna, sem hann öðlaðist eftir seinni áfengismeðferðina. Hann seg- ir að skilyrðislaus ást og skilningur vina sinna og félaga í AA og tólf spora kerfið hafi hjálpað sér að komast yfir mestu sorgina. „Ef ég get komist í gegnum þetta og verið edrú, geta það allir,“ segir hann á einum stað í bókinni og gerði sér þá grein fyrir að edrúmennskan væri besta leiðin til að heiðra minningu sonar síns. Uppfrá þessu lá leið Clapton að flestu leyti uppávið. Hann kvæntist sér mun yngri konu, Melia McE- nery, 1. janúar 2002 og á með henni þrjár dætur, fæddar 2001 til 2005. Fjölskyldan á hús á Englandi, í Frakklandi, Columbus og Antigua og ekki væsir um hana fjárhagslega, t.d. mun hann hafa fengið 3,5 millj- ónir punda, eða tæpan hálfan millj- arð íslenskra króna fyrir ævisöguna. Eftir að hún kom út hefur Clap- ton komið víða fram í útvarpi og sjónvarpi, m.a. hjá Larry King, þar sem hann bauð af sér einkar góðan þokka og svaraði öllum spurningum vífilengjulaust. Líkast til hefur hann með framkomu sinni sannfært marga um að öl sé ekki innri maður, öfugt við hið fornkveðna. vjon@mbl.is Reuters Cream Hljómsveitin Cream kom saman 2005, 37 árum eftir að hún leystist upp . F.v. Jack Bruce með bassa, Ginger Baker á trommum og Eric Clapton með gítarinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 33 Ferðaskrifstofa Á besta stað í Kitzbhühel - gegnt Hahnenkamm skíðakláfnum. Hótelið er allt nýlega endurnýjað og aðstaða til fyrirmyndar. Arinstofa, heilsurækt og einstaklega falleg herbergi. 5 mín. gangur í bæinn. Verðdæmi: 119.900,-Verðdæmi: 108.874,- Nýlegt fyrsta flokks og vel staðsett hótel sem var opnað í desember 2005. Hinn finnski hótelstjóri Kari hugsar vel um gesti sína og rík áhersla er lögð á góðan mat og glæsilega heilsurækt. Ítalía og Austurríki hafa verið vinsælustu áfangastaðir skíðaunnenda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Madonna di Campiglio, fallegt fjallaþorp á Ítalíu, er með þægilegustu brekkurnar og frábæra aðstöðu fyrir snjóbrettafólk. Selva del Gardena er einn þekktasti skíðabær Ítalíu og er jafnframt eitt besta skíðasvæði í heimi. Salzburger Sportwelt og Kitzbühel/ Kirchberg eru með bestu skíðasvæðum Austurríkis. Skelltu þér á skíði í vetur! Madonna - Hótel All' Imperatore Kitzbuhel - Hótel Schweitzerhof Skíðaveisla Austurríki og Ítalía Með hálfu fæði. Á mann í tvíbýli m.v. brottför 12. janúar 2008 Með hálfu fæði. Á mann í tvíbýli m.v. brottför 23. febrúar 2008 Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.