Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 39
Kröfufjármögnun
Skilvirk leið til að
fjármagna vöxt fyrirtækisins
Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með Kröfufjármögnun Landsbankans
gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum með einfaldari hætti en áður.
Ávinningurinn er margþættur. Auðveldara er að fjármagna vöxt fyrirtækisins þar sem
rekstrarfé eykst í hlutfalli við aukna sölu. Með bættu fjárstreymi er m.a. hægt að greiða
birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum.
Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi eða Þjónustuborð fyrirtækja
í síma 410 9191ÍSLE
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
39
73
0
11
/0
7
HAFURBJARNARSTAÐIR
VIÐ GARÐSKAGAVITA REYKJANESI
Einstök nýupptekin glæsivilla. Húsið er ca 190 fm og 300 fm atvinnuhús-
næði ásamt hektara landi. Húsið hefur verið tekið í gegn frá a-ö, allt nýtt
þ.m.t. rafmagn og pípulagnir, glæsilegt hnotu parket er á gólfum frá Agli
Árnasyni og flísar á sólstofu og baðherbergjum. Halogenljós eru í öllu hús-
inu með ljósdeyfurum út um allt, einnig næturljós á göngum. Tvö baðhergi
eru í húsinu og bæði flísalögð hátt og lágt, nýjar baðherbergisinnréttingar í
þeim báðum og er í neðra baðhergi einnig þvotta- og þurrkara innrétting,
nuddbað er í neðra herbergi og gufusturta í því efra. 2 svefnherbergi eru í
húsinu í dag en má hæglega breyta því í 4-5 svefnherbergi. Heitur pottur af
flottustu gerð er á svölum, óborganlegt útsýni er frá svölunum í átt að sjó
og blasir einnig Snæfellsjökull við, golfvöllur er í göngufæri frá húsinu 9
holu völlur sem á að fara að breyta í 18 holu völl, mikið fuglalíf er á staðn-
um og vinsælt af fuglaskoðurum. Nýji hluti hússins er stofa, ca 40 fm með
innbyggðu 50" sjónvarpi. Eldhús er nýtt og með eyju fyrir miðju, Gorenja
pinini eldhústæki af flottustu gerð og span helluborð, Hiti er í gólfum í öllu
húsinu nema eldhúsi þar eru danfoss ofnar. Svefnherbergi eru stór í hús-
inu og er eitt á sitthvorri hæð, sólpallur er við aðalinngang húsins ásamt
litlum trésvölum. Húsið er allt hið vandaðasta. Á lóðinni er gamall burst-
abær sem þarfnast uppgerðar og einnig púði fyrir 80 fm bílskúr.
Atvinnuhúsnæði ca 300 fm, skiptist þannig: Gott rúmlega 110 fm rými
með mikilli lofthæð, einn stór salur, gólf nýsteypt með stórri hárri bílskúrs
hurð með rafmagnsopnum, innangegnt þaðan upp á ca 45 fm rými sem
búið er að parketleggja (plast) möguleiki að hafa þar skrifstofu eða útbúa
íbúð. Flott útsýni á hæðinni, sérhannað hundahús. Gestamóttaka fyrir dýra-
vini með leðursófasetti og lítilli skrifstofuaðstöðu, þaðan beint inn í sérút-
búið hundahús, hér er hægt að vera með hundaræktun eða hundahótel.
Þessi eign er skammt frá Helguvík, þar sem stóriðja verður byggð upp í
nánustu framtíð og mun stórhækka eignina í verði. Góð fjárfesting til
framtíðar.
Sjá fleiri myndir undir Fyrirtaeki.is, sjá þjónustufyrirtæki og þar
Hafurbjarnarstaðir.
Uppl. Fyrirtækjasalan Suðurveri s. 896-1810
ömmu minnar, Guðrúnar Runólfs-
dóttur, sem fædd var hinn 26. nóv-
ember 1860 í Krýsuvík og dó í
Vestmannaeyjum hinn 20. október
1949. Hún var þá einbúi og bjó á
Brekastíg 35 sumarið 1943, en síð-
ari heimsóknin var til föðursystur
minnar Sigurveigar Sveinsdóttur
(1887-1972) í Strembu.
Afi minn Sveinn Jónsson (1862-
1947) og amma mín skildu árið
1898 og flutti afi þá til Reykjavík-
ur, en amma bjó áfram í Eyjum
með fimm börn, það yngsta 40
vikna (Sigurður). Ársmeðlag með
hverju barni var þá kr. 50.-, þannig
að samtals átti amma að lifa af 250
krónum yfir árið. En hún kom
börnum sínum öllum til manns og
ól auk þess upp dótturson sinn,
Baldur Johnsen (1910-2006), son
Sigurveigar Sveinsdóttur og Sig-
fúsar Johnsen (1886-1974), bæj-
arfógeta í Vestmannaeyjum. Bald-
ur lauk læknanámi og var m.a.
héraðslæknir í Vestmannaeyjum
árin 1951-1960. Amma mín var orð-
in 82 ára sumarið 1943. Elli kerling
farin að setja svip sinn á hana, hár-
ið grátt og þunnt, en kjarkurinn
óbilaður og er ég hafði þegið veit-
ingar hjá henni bað hún mig fyrir
skilaboð til föður míns: „Segðu
honum pabba þínum, að þótt ég sé
orðin algert skar, þá muni mig ekki
um að heyja fyrir tveim kúm í sum-
ar.“ Einnig tók hún fram, að þótt
Sveinn afi hefði styrkt föður minn
til náms við Købmandsskolen í
Kaupmannahöfn, þá væri hún þess
fullviss, að faðir minn væri fyrir
löngu búinn að endurgreiða þann
styrk.
V.
Hinn 29. janúar 2006 reit ég
grein í Mbl.: „Saga hússins Lukku í
Vestmannaeyjum“. Var það í sam-
bandi við framhaldsmyndaþáttinn
„Ørnen“, sem Danir framleiddu
fyrir sjónvarp, og var æskuheimili
aðalsöguhetjunnar valið Stremba,
sem við bræður kölluðum, en Sig-
urveig nefndi „Lukku“ af því að
hún varð svo hamingjusöm, þegar
hún flutti í þetta hús, sem faðir
minn hafði reist yfir hana, þegar
hún kom vegalaus frá Skálum á
Langanesi, þar sem eiginmaður
hennar Björn Sæmundsson Brimar
(1898-1979) hafði hlaupist á brott
frá henni og fimm börnum þeirra
(þau skildu 1930). Það var á fögr-
um sumardegi að ég þáði boð
Veigu frænku um að koma í hádeg-
ismat í Strembu. Þar töfraði hún
fram hina ágætustu hænsnamáltíð
og sannaði fyrir mér, að mikið
hafði hún lært í eldhúsinu á Hotel
Kongen av Danmark og síðar sem
aðalkokkur á Hótel Íslandi í
Reykjavík.
VI.
Þetta voru skylduheimsóknirnar
til ömmu og Sigurveigar, en á eitt
heimili kom ég oftast á þessum sjö
vikum, en það var til frænku minn-
ar Petrónellu Ársælsdóttur (1921-
2006) og manns hennar Kristjáns
Björnssonar slippstjóra á Helga-
fellsbraut 1. Þau áttu þá tvær dæt-
ur, Laufeyju fædda 11. nóvember
1939 og Birnu Kristínu fædda 6.
febrúar 1942. Þótt þær systur
væru þá ungar að árum urðu þær
strax miklar vinkonur mínar og
hafa verið það síðan. Kristján fór
með mig á trillu hringinn í kringum
Heimaey og átti að renna fyrir fisk
í leiðinni, en aflinn varð aðeins einn
þorskur, því færið festist í botni og
slitnaði. Ella frænka bjó samt til
eina dásemdarmáltíð úr þorskinum
um kvöldið, enda afbragðskokkur.
Hún var skírð Petrónella, en ávallt
kölluð Ella.
Nú lauk þessari fyrstu heimsókn
minni til Vestmannaeyja en þær
urðu margar á næstu áratugum og
tengdist ég Fögrubrekkufólkinu
miklu nánar en systkini mín, þau
Sveinn Kjartan, Haraldur og Berg-
ljót. Mér hefur ávallt síðan þótt
vænt um Vestmannaeyjar og
frændfólk mitt þar og vona ég að
það hafi komið fram í Vest-
mannaeyjabréfi, er ég reit í Mbl.
17. júní 1995.
Höfundur er lögfræðingur
í Reykjavík.