Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 5.des. frá kr. 69.990 Kúbuveisla Havanaborg og/eða Varaderoströndin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 13 nátta ferð til Kúbu 5. desember þar sem dvalið er á hinni vinsælu Varaderoströnd og/eða í hinni einstöku Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist þú stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig einstakri þjóð. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á Varaderoströndinni á frábærum kjörum. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði! Frábært tilboð! - 13 nátta ferð Verð kr. 84.990 – Havana Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 13 nætur á Hotel Occidental Miramar **** með morgunverði, 5. des. Verð kr. 69.990 – Arenas Doradas *** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 13 nætur á Hotel Arenas Doradas *** með morgunverði, 5. des.. Aukalega fyrir allt innifalið í 13 nætur kr. 19.800 (valkvætt). Verð kr. 79.990 – Havana & Varadero Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 6 nætur á Hotel Occidental Miramar **** í Havana og 7 nætur á Hotel Arenas Doradas *** á Varadero með morgunverði, 5. des.. Aukalega fyrir allt innifalið í 6 nætur á Varadero nætur kr. 12.400 (valkvætt). Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is MasterCard Mundu ferðaávísunina! Samtök fjármálafyrirtækja efna til fræðslufundar um vaxtamun á Grand Hótel (Hvammi) kl.12.00 -13.15 mánudaginn 5. nóvember Hvað er vaxtamunur? Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ávarpar fundinn Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands Samkeppni, bankar og hagkvæmni Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og frkvstj. verðbréfasviðs Landsbankans Rétt og rangt um vaxtamun D A G S K R Á Fundurinn er öllum opinn, enginn aðgangseyrir. Léttar veitingar í boði. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið sff@sff.is Pallborðsumræður: Þorvaldur Gylfason, Yngvi Örn Kristinsson og Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabanka Íslands Fundarstjóri er Haraldur Johannessen ritstjóri Viðskiptablaðsins          Undanfarið hefur verið tilumræðu að um næstuáramót muni listhúsiðSafn á Laugavegi loka dyrum sínum, jafnvel sagt að það hafi verið selt og mun mörgum þykja hvort tveggja afleitar fréttir. Auðvitað alltaf dapurlegt þegar loka á framsæknum sýningarsölum sem fest hafa sig í sessi, en um leið segir það okkur enn einu sinni, að ekki er mögulegt að reka sýningarsali hér í borg nema gerendur hafi aðgang að mörkuðum fjárhagsgrunni undir starfsemina. Safn fékk einmitt á sín- um tíma 80 milljónir frá borgaryf- irvöldum, aurinn skyldi duga um ákveðinn tíma sem nú er útrunninn, aðrir styrktaraðilar virðast engir, nema kannski varðandi einstakar sýningar. Allnokkur framsækin listhúshafa verið opnuð á höf-uðborgarsvæðinu und- anfarna áratugi og flest rekin meir fyrir metnað og kynningarstarfsemi en hagnaðarvon og næstum jafn- mörg lögð niður eftir fá en mismörg ár. Minnir á listrýni fjölmiðla sem koma, en hraða sér burt er þeir rek- ast á hinn miskunnarlausa veruleika í fámenninu. Þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar af hugsjónalitlum stjórnmálamönnum sem ekki hafa áhuga hvað þá að vera dómbærir á hlutina, og hefur svo einnig verið í útlandinu, gangverkið yfirleitt sam- herjar ásamt tunguliprum og dug- miklum hvíslurum. Þannig hafa auð- ugir áhugamenn og ættjarðarvinir yfirleitt staðið að baki mikilsverðum framkvæmdum og einna þekktustu dæmin munu; Metropolitan-safnið, MoMA og Guggenheim, öll í New York, Ghetty í Malibu, Ludwig í Köln og Gulbekian í Lissabon, að ógleymdu Saatchi-listhúsi og safni í London, sem gerir þó út á harða markaðssetningu kjörlistamanna og hreinan ágóða, þýðing þeirra allra óumdeild. Svo eru það bankarnir og þar munu þeir þýsku fremstir meðal jafningja einkum Deutsche bank, Þýski þjóðarbankinn, sem mun hafa gefið litinn varðandi stuðning við framsækna list í landinu og stendur að auk undir umfangsmikilli útgáfu listaverkabóka sem skara safneign- ina. Hérlendir stjórnmálamenn utan einn og einn hafa lengstum og upp til hópa verið gersamlega áhuga- lausir um að hlúa að ímynd íslenskr- ar myndlistar og öðrum þjóðlegum geymdum þá slaknar á titringi radd- bandanna á hátíðarstundum. Listir og menningarmál feimnismál í stefnuskrám flokkanna og áramóta- ræðum formanna þeirra, nema það sé uppsláttur fyrir þá sjálfa. Þetta er þó sem fyrr segir ekki íslenskt fyrirbæri, en afleiðingar þeirra sýni- legri hjá fámennri eyþjóð við Dumbshaf en meðal fjölmennari þjóða, stórþjóða og meginlanda. Þar af leiðandi hefur það ótæpa þýðingu að almenningur sé betur upplýstur en gerist meðal múgþjóða, mennta- kerfið og fjölmiðlarnir miðli grein- argóðum hlutlægum upplýsingum um allar tegundir sjónlista, allar hliðar þeirra, sem er besta ráðið til að vekja athygli og um leið áhuga ungra sem aldinna. En svo er illu heilli ekki farið, og sem betur fer gera einstakir sér ljósa grein fyrir því, einkum eftir að Myndlista- og handíðaskólinn var lagður niður og stofnað til sambræðslulistgeira und- ir heitinu Listaháskóli Íslands, sem sjálfsagt mun spara ríkinu einhverja aura, jafnvel marga. Væntanlegur sjónmenntaskóli, hugmynd metn- aðarfullra einstaklinga, stórkostleg framför ef vel verður staðið að mál- um, og vonandi heldur hann sér á jörðinni, íslenskri jörð. Til frásagnar að þetta geristmeðal lýðræðislegra og borg-arlegra afla, sem upp- runalega lögðu grunninn að listfög- unum, aðallinn skyldi ekki lengur hafa forrétttindi um þær dásemdir sem metnaður og háleitar iðkanir frambera. Og skondið að meðal stjórnunarkerfa kenndra við alþýð- una, að ég nefni ekki einræði um leið, var stefnan að hverfa aftur til stjórnsemi og einkaréttar fyrri alda yfirstétta en undir öðrum formerkj- um. En andstætt fyrri herrum var litið á fortíðina sem óvininn, jafnvel stórvirki fornaldar skyldu helst máð út og allt hugmyndaríkt skreyti á húsum bannfært, jafnvel segir sag- an að fyrir austan tjald hafi fólki verið útdeilt höggfærum til að afmá slíkar „krúsidúllur“ af húsum sín- um. Með eldi og brennisteini skyldi valtað yfir fortíðina og voru menn stórtækastir í Menningarbylting- unni í Kína. Þar naga menn svo komið á sér handarbökin og vilja fá aftur þá mergð fornminja sem Chi- ang kai-shek sópaði með sér til Formósu á undanhaldinu, en engan veginn var um gripdeildir að ræða heldur að forða ómetanlegum verð- mætum aldanna frá eyðileggingu. Hér tilefni að geta þess að í Austur- þýska alþýðuveldinu var aðeins ein listhöll byggð yfir myndlist meðan það var og hét, skaraði Tvíæringinn í Rostock, og þar komum við nor- rænu listamennirnir Nú hafa þær furður gerst að stjórnmálamenn borgarlegu aflanna eru hvarvetna fremstir í flokki um að rífa þau há- leitu gildi niður sem þau sjálf stofn- uðu til í upphafi. Koma frumkvæð- inu frá sér í hendur þeirra sem einungis sjá áróðursgildið í athöfn- Safn - Friður - Safneign Sjálfsmynd í grafík Meðal þess sem er í geymslu og sjaldan sést eru all- nokkrar grafíkmyndir eftir frægasta myndlistarmann Norðurlanda; Edv- ard Munch (1865-1944). Áhrif hans meira en sýnileg alla 20. öld og enn þann dag í dag, einkum meðal núlistamanna. Bragi Ásgeirsson sjónspegill

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.