Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 43 Biblían var sem bögglað roð fyrir brjósti mínu gleypti ég hana alla í einu ekki kom að gagni neinu. Þennan húsgang hefur verið gott að kveða fyrir sjálfan sig í lágum hljóðum undanfarna daga. Í honum felst afstaða þjóðar til bókar. Þjóðin kallar sig bókaþjóð og bókin er köll- uð bók bókanna, Biblían sjálf og skyldi maður því ætla að ættu vel saman bók og þjóð. Bókaþjóðinni er að sönnu um- hugað um bækur og það sem í þeim stendur og alveg sérstaklega á þessum árstíma þegar um það bil 700 bækur eru hannaðar, prent- aðar, bundnar inn, pakkaðar og brunað með þær í búðir í einum djöfulsins logandi hvelli rétt eins og hið ritaða orð væri ósöltuð síld á sumardegi. Tveimur bókum hefur skolað upp á vitundarfjörur bókaþjóðarinnar á undan öðrum. Annars vegar er það illræmd myndasaga um tíu litla pilta af afrískum uppruna – altso negra en um hana fjalla bloggarar og álitsgjafar á vöktum með hneykslunartakkann skrúfaðan í botn en brosmildir stjórnmálamenn segjast lesa hana fyrir börnin sín. Sennilega á það að sýna í senn hve umburðarlyndir þeir eru og hvað þeir eiga vel gefin börn sem fá vandað og fordómalaust uppeldi. Bókaþjóðin hefur brugðist við og keypt þessa hættulegu bók í bílfarmavís sem sannar enn einu sinni að betra er illt umtal en ekkert. Og þá komum við aftur að Biblíunni. Biblían er sosum bara bók þegar allt kemur til alls og sem slík ekki hótinu merkilegri en Tíu litlir negrastrákar en bókaþjóðinni er alls ekki sama hvað stendur í þessum bókum þótt biblíuþrasið snúist ekki síður um það sem stendur ekki í Biblíunni en það sem þó stendur þar. Vandlætingarsöngurinn um Biblíuna er í mörgum tóntegundum. Á öðrum söngpallinum er því haldið fram að Guð sé höfundur bókarinnar og því megi ekki hrófla við neinum stafkrók þar. Á hinum pallinum er sagt að þetta sé lifandi orð og það megi því laga að hugsunarhætti nútímans til þess að ná til sem flestra. Biblían – eða öllu heldur útgefendur Biblíunnar hafa notið góðs af öllu saman rétt eins og þeir sem gáfu út negrastrákana því Biblían selst eins og mjólk. Illt umtal er betra en ekkert – en ég var kannski búinn að segja það. Ef Guð hefur skrifað Biblíuna þá hefur hann ekki haft góðan ritstjóra. Biblían er eins og safnhaugur af ótrúlegasta samtíningi sem enginn trúir í alvöru að sé höfundarverk eins manns. Í haugnum er að finna marga gríðarlega fallega og hugvekjandi texta sem standa nærri hjarta hvers kristins manns og engri þýðingarnefnd dettur í hug að hrófla við. Faðir vor, þú sem ert á himnum … þegar betur er að gáð er þetta sennilega bæði karllægur, meðvirkur og flaðrandi texti sem er vafasamt að sé að finna í núverandi mynd í elstu handritum Biblíunnar. Eins og mér sé ekki sama. Biblían er uppskriftabók kristinnar siðfræði, leiðarvísir hins góða, handbók heilagleikans. En Biblían er líka stappfull af endalausum ættartölum sem enginn maður getur lesið sér til skemmtunar. Hún er sundurlaus saga af ferðalagi einhverrar þjóðar til fyrirheitins lands, hún geymir einhver fegurstu og lostafyllstu ástarljóð sem skrifuð hafa verið og í henni er að finna leiðbeiningar um mat sem bannað er að borða. Síðast en ekki síst er Biblían löðrandi í reglum, boðum og bönnum, geðveikislegum heimsendaspám og ekki má gleyma stórundarlegum en greinargóðum lýsingum spámanna sem virðast hafa séð fljúgandi furðuhluti og ferðast með þeim. Í sjálfu sér er það ágætt sjónvarpsefni að sjá virðulega presta missa stjórn á skapi sínu í beinni útsendingu af því að þeir sakna skýlausrar fordæmingar á kynvillu í Biblíunni og fágaðar deilur um réttar túlkanir á forngrískum orðum og ólíkum fleirtölumyndum geta verið harla fróðlegar. En venjulegu fólki er nákvæmlega sama því það kannast aðeins við örfáar málsgreinar í bók bókanna og hefur ekki hugsað sér að breyta þeim. Í safnhaugnum sem Biblían er rotna hlutir misjafnlega hratt. Sumt virðist alltaf vera grænt og ferskt og girnilegt eins og það hafi verið lagt á hauginn í gær en fáir vilja kafa djúpt í hauginn því þá er hætta á að rekast á eitthvað sem er virkilega farið að úldna. En allir safnhaugar verða að lokum að moldu á ný. Úr safnhaugi Biblíunnar Páll Ásgeir Ásgeirsson um sem tengjast listsköpun, nokk- urs konar atkvæðaveitu, og nota óspart til að rakka öll svonefnd borgaraleg gildi niður. Skapa ný viðmið og séu menn þeim ekki hlið- holl skal hinum sömu haldið ut- angarðs, helst útrýmt, og þetta allt í nafni friðardúfunnar margfrægu. Austantjalds voru menn um- svifalaust dæmdir til betrunarvistar fyrir það eitt að hafa sjálfstæðar skoðanir, einkum í listum, og hlakk- ar víst í einhverjum að endurtaka ferlið og hlekkja milljónir í andlega fjötra í nafni friðar og frelsis. Fáum hugtökum hefur í viðlíka mæli verið misþyrmt og þótt yngri kynslóðir hafi kannski gleymt því, var það Al- bert Speer, hinn nafntogaði arkitekt Hitlers sem fyrstur kom fram með súlulaga ljósagjörninga sem lýstu upp himininn, tákn 1.000 ára frið- arferlis og framtíðarútópíu, gott ef ekki á frægu flokksþingi nasista í Nürnberg, hvar Foringinn þrumaði yfir fjöldanum. Síðan hafa sumir fengið hrollkalda gæsahúð þegar fólk er að kasta friðarboltanum á milli sín, eigna sér og stofna hluta- félög kringum hann, gefa jafnvel öðrum þjóðum kennileiti honum til vegsemdar, þótt helst sé hrópandi þörf fyrir tiltektirnar á hlaðvarp- anum heima. Friður er ákaflega teygjanlegt og brothætt hugtak, sem hefur verið misnotað, trampað á og valtað yfir í aldanna rás, og margir vilja eigna sér án þess að takast að festa hendur á hinu sleipa og afstæða fyrirbæri. Vísa til og minni á að ófriður og hamfarir í náttúrunni eru mergur og und- irstaða lífs, og ef dýr og plöntur jarðar semdu frið væri lífið sam- stundis fyrir bí. Svo hér er nokkuð til umhugsunar um vitræna umræðu og djúphugsaða yfirsýn. Mál að koma aftur að upphaf-inu, þar sem meðal annarssegir; „ef hlutir breytast ekki varðandi Safn, er hætta á að það verði að pakka því öllu inn og koma í geymslu“, sem auðvitað væri afleit þróun. En þá kemur ósjálfrátt upp sú spurning hvar íslenskri myndlist sér stað, ef ekki í geymslum og kössum víða um borg- ina, í láni hjá æðstu embætt- ismönnum þjóðarinnar, sem og sendiráðum víða um heim. Og með- an þjóðin fær ekki aðgang að þess- um falda fjársjóði sínum og lands- mönnum sem útlendingum meinað að skoða og njóta fjölda lykilverka íslenskra listamanna nema stöku sinnum upp á punt, sömuleiðis lokað á myndverk heimsþekktra útlend- inga, er tómt mál að barma sér. Nema að meiningin sé að biðja um fleiri geymslur, dýflissur undir ís- lensk (og erlend) listaverk, þessa dýrmætu en misvirtu arfleifð og sameign okkar allra. hugsað upphátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.