Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sölusýning Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890 SMIÐJAN Listhús - Innrömmun Sýning á verkum Einars G. Baldvinssonar verður opnuð í Smiðjunni-Listhúsi Ármúla 36, í dag sunnudag 4. nóv. kl. 15. Á sýningunni verða olíuverk og vatnslitaverk frá ferli Einars. Sýningin stendur til 18. nóv. Allir Velkomnir. Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Leitum eftir myndumgömlu meistaranna ájólasýningu okkar ALRÆMD viðbrögð Parísarbúa með tilheyrandi skrílslátum við frumflutn- ingi Le sacre du printemps 1913 eftir hinn þá þrítuga Rússa Ígor Stravins- kij eru vel kunn og mörkuðu innreið módernismans í helgustu tónlistarvé Vesturlanda svo eftir sat. Atvikið kemur manni stundum til að hugleiða hversu mikið er að marka síkurteist klapp Norðurevrópubúa við öllu sem á borð er borið, meðan sunnar í álfu er hiklaust púað og þaðan af verra ef hlustendum mislíkar. Hitt má til sanns færa að téðar „Myndir frá rússneskri heiðni“ þeirra Stravinskíjs og þjóðháttafrumkvöð- ulsins Nicolasar Roerichs undir ball- ett Nijinskijs hlutu að verða áheyr- endum La belle époque byltingarkennd upplifun. Það kom reyndar vel fram í kynningum hljóm- sveitarstjórans á þessum fyrstu tón- leikum SÍ í nýju röðinni Heyrðu mig nú!, einkum ætlaðri ungu fólki og/eða óvönu sígildri tónlist. Aðalstjórnandi hljómsveitar allra landsmanna lenti þar sumsé í minnistæðu (en núorðið bráðnauðsynlegu) æskulýðsfræðslu- hlutverki Leonards Bernstein, og minnti á að löngu er orðið tímabært að endursýna Young Peoples Con- certs fyrir sjónvarp. Fórst vanda- samt miðlunarstarfið Rumoni Gamba ágætlega úr hendi. Minnzt var á flest sem máli skipti með lifandi hljóð- dæmum undir örvandi fagmannlegu yfirbragði – þó svo að 40 mín. sam- felld kynning á undan heildarflutn- ingi væri kannski í lengsta lagi og spurning hvort ekki hefði frekar mátt skipta henni í tvær styttri lotur með þeirri seinni fyrir II. þátt verksins, Fórnina. En það er að vísu einnig list- rænt álitamál. Allt um það tókst flutningurinn yf- irleitt ljómandi vel. SÍ lék af snörpu kappi og færðu leikur og kynning heim sanninn um hvað þetta fyrsta stórverk prímítívisma-forskeiðsins á undan nýklassísima millistríðsára er í raun fágað í orkestrun og einfalt und- ir niðri þrátt fyrir risavaxna hljóm- sveit. Gamba minntist m.a. á stóran þátt litháískra og úkraínskra þjóð- laga í stefjagerð Stravinskíjs (jafnvel þótt höfundur hafi sjálfur aðeins gen- gizt við því í háttlægu fagottlínum upphafsins), enda hefur síðar verið sýnt fram á fjölda annarra „lána“ hans úr söngarfi vestustu þjóð- arbrota þáverandi Rússaveldis. Burt- séð frá óumdeildri snilld Stravinskíjs kviknaði því óneitanlega sú áleitna spurning hvort nafnlausar raddir þjóðanna hafi ekki átt talsverðan þátt í síðari vinsældum verksins. Þessi kraft- og æskuþrungna glæsismíð virtist vel valin til að glæða áhuga ungs fólks á „síðhærðri músík“ eins og fyrrum hét í dönsku slangri, enda hefur maður áður haft nokkurn pata af hylli hennar meðal ungmenna sem annars aðhyllast mest rokk. Von- andi hefur þetta nýja framtak SÍ þannig náð megintilgangi sínum. Krassandi klassískt adrenalín Tónlist Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi og kynnir: Rumon Gamba. Föstudaginn 2. nóvember kl. 21. Sinfóníutónleikar Stravinskíj: Vorblótið.  Ríkarður Ö. Pálsson Í mínum huga er Erna lifandi dæmi um það sem koma skal í dansheiminum. Hún er frumlegasti danshöf- undur sem ég hef kynnst og hreint ótrúlegur dansari.“ Þannig lýsir Eric Bernard Ernu Ómars- dóttur, en hann er einn af stofn- endum og aðalskipuleggjendum virtu danslistahátíðarinnar Les Grandes Traversees. Hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn og búist er við allt að 9.000 gestum. Erna hefur áð- ur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín en með þessu hefur hún fest sig í sessi sem einn af virtustu samtímadönsurum og danshöfundum í Evrópu. Að sögn Erics er markmið hátíð- arinnar ekki einungis að sýna verk heiðurslistamannsins heldur einnig að varpa ljósi á listrænt umhverfi hans og innsæi. „Það gerum við með því að gefa honum eða henni frjálsar hendur um val á öðru listafólki, um- gjörð hátíðarinnar og heiti yfir há- tíðina.“ Það íslenska listafólk sem Erna valdi með sér eru Gabríela Friðriksdóttir, Ólöf Arnalds, Kristín Geirsdóttir, Margrét Sara Guðjóns- dóttir, Jóhann Jóhannsson, hljóm- sveitin Reykjavík og Íslenski dans- flokkurinn. Erlendir listamenn eru til dæmis dansflokkurinn Rosas, fjöllistahópurinn Poni collective (þar sem Erna er einn stofnenda), Matt- hew Barney, dansararnir og dans- höfundarnir Mette Ingvarsten, Sidi Larbi Cherkaoui og Kate McIntosh, leikstjórarnir Arthur Nauzyciel, Anaïs, Olivier Spiro og Pierre Couli- beuf, hljómsveitirnar Tape Tum og KTL. Verkin eru því alls ekki tak- mörkuð við dans, eða hvað? Svar Ernu er lýsandi fyrir afstöðu hennar til listarinnar. „Í rauninni er þetta allt saman dans – og ekki.“ Hún leggur áherslu á tvö síðustu orðin. „Flest atriðin myndi fólk ekki flokka sem dans, jafnvel þótt sum séu sprottin úr dansheiminum. Allt listafólkið sem ég hef valið með mér á hátíðina er fólk sem ég tengist náið eða hefur hreyft við mér með list sinni. Eins og mamma (Kristín Geirsdóttir myndlistarkona) og Gabríela vin- Að dansa með orðum og öskra með líkamanum Erna Ómarsdóttir verður heiðurslista- maður á Les Grandes Traversees dans- listahátíðinni í Bor- deaux 11.–18. nóv- ember. Erna er smástelpulegur þunga- rokkari eða harðsvír- aður dansari, eftir því hvernig litið er á það. Svo er hún líka rithöf- undur, leikkona og danshöfundur. – En samt ekki. Hrund Gunnsteinsdóttir komst að því að hún er það sem hún gerir enda fjalla verk hennar um lífsins öfga í listrænum bræðingi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listrænn bræðingur „Það er verið að blanda saman, sulla og hræra,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur með meiru. SÝNING á verkum Hreins Friðfinns- sonar var opnuð í gær í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin er hin sama og var í Serpentine list- húsinu í Lundúnum og hlaut mikið lof breskra gagnrýnenda. Nokkrir gesta sem sóttu opnunina í gær sjást hér speglast í verkinu „Án titils (swimmer)“. Í spegli myndlistarinnar Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.