Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 50

Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „BÁKNIÐ burt“ var slagorð hægrimanna fyrir um tveimur ára- tugum. Nú skyldi slátra ríkisfyrirtækjum og einkavæða allt sem hönd á festi í almanna- eigu, það yrði svo miklu hagstæðara. Á síðustu árum hefur „einkavinavæðingin“ sannarlega náð sér á strik. Í raun er búið að gefa örfáum fjölskyldum lífs- björgina í sjónum, bankana og sím- ann og allt er þar nú til muna dýrara fyrir almenning. Orkuveiturnar eiga að hafa það eina hlutverk að selja al- menningi orku, heitt og kalt vatn eins ódýrt og unnt er. Þau eiga nú í vök að verjast gegn gróðafíklum. Ekkert má í almanna- eigu vera sem þjónar hagsmunum heildar- innar án þess að í það sé seilst af þeim sem hugsa allt í eigin hags- munum. Sá sem fór fyrir bar- áttunni „Báknið burt“ á sínum tíma hefur lengst af verið hátt launaður, vel tryggður forstjóri í hægu sæti Landsvirkjunar en er í al- mannaeigu enn (hinn 1. janúar 2007 yfirtók íslenska ríkið eignarhlut Reykjavíkur og Akureyrar. Lands- virkjun á því fyrst og síðast að gæta hagsmuna almennings og ráða ráð- um sínum með fulltrúum fólksins í stjórn). Landsvirkjun er sameign- arfélag í eigu ríkisins og ber að þjóna almenningi. Samskipti við Landsvirkjun eru erfið fyrir einyrkja. Ég veit af angist og kvíða þeirra sem nú eiga í vök að verjast með jarðir sínar gagnvart ris- anum, Landsvirkjun svífst einskis til að fá vilja sínum framgengt. Fólk ber sorgir sínar ekki á torg en það mun aftur á móti berjast fyrir lífi sínu og tilverurétti til hinsta manns – ekkert minna! Almannahagsmunir? Mér er fyrirmunað að sjá þá al- mannahagsmuni sem felast í að grafa í sundur, rífa, tæta og velta öllu um koll í blómlegum sveitum í byggð, steypa risastór uppistöðulón í túnj- aðri bæja og sökkva heilum sveit- arfélögum undir vatn til að virkja landsvæði sem sum hver hafa verið í sátt við umhverfi sitt frá landnámi, friðsæl og falleg í blómlegri byggð sem skilar bæði andlegum og verald- legum verðmætum til þjóðfélagsins. Þau verðmæti eru óbætanleg ef eyði- lögð verða. Gætum okkar, gleymum okkur ekki í græðgihugsun Landsvirkjunar og annarra þvílíkra. Virkjunarsinnar mega ekki fá frið til að vinna myrkra- verk sín við Þjórsá í skjóli andvara- leysis. Svo er nú gróðinn af virkj- unum þessum síður en svo í hendi – það er langt í frá. Ég fagna aukinni vitund, umræðu og andófi gegn virkjun neðri hluta Þjórsár sem meðal annars birtist í fjölgun þeirra sem taka upp vörnina með heimamönnum. Ég fagna öllum stuðningi frá stjórnmálafólki en ég leita þó á vit ríkisstjórnarinnar og bið um liðsinni hennar við að stöðva þessa ósvinnu – stöðva það óbæt- anlega tjón sem af þessari gjörð hlyt- ist fyrir alla þjóðina. Að berjast fyrir lífi sínu við Þjórsá Elín G. Ólafsdóttir skrifar um virkjun Þjórsár » Augljós er angistþeirra sem róa líf- róður gegn Lands- virkjun, sem einskis svífst. Fólk mun berjast til hinsta manns verið þið viss – ekkert minna! Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er fyrrv. kennari og borg- arfulltrúi Kvennalistans í borg- arstjórn. Um er að ræða 2.500 fm skrifstofuhúsnæði með skrifstofu- húsgögnum. Húsnæðið skiptist í 140 vinnustöðvar, 9 fundarherbergi, fullbúið mötuneyti, skjalageymslur og fl. Hægt er að skipta húsnæðinu í tvær til þrjár einingar. Afhending er í mars 2008. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 824 9093. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Stórhöfði - Fullbúið skrifstofuhúsnæði til leigu Skipasund 51 – Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG Sunnudag 4. nóv 2007 kl. 16 - 16.30 Falleg 3ja til 4ra herbergja risíbúð. Verulega spennandi eign. Gengið inn garð meginn. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898 1177 Glæsileg 118 fm íbúð á frábærum stað við Strandveg í Garðabæ. Bíla- stæði í bílageymslu. Óhindrað sjávarútsýni. Um er að ræða lyftu- hús. Eignin skiptist m.a. í rúmgott hol, stofu, borðstofu og 2-3 her- bergi. Þvottahús í íbúð. Íbúðin er öll hin vandaðasta með fallegum gólf- efnum, stórum gluggum og vönd- uðum innréttingum. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 43,5 millj. (6784) ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG. Hafið samband við Magneu Sverrisd. fasteignasala í síma 861 8511. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Strandvegur – laus strax – til sýnis í dag M bl 9 31 86 9 Til sölu glæsileg tveggja herbergja kjallaraíbúð, Snorrabraut 36, frábær staðsetning v/miðbæinn, nýjar skolpleiðslur, nýjir ofnar, ný gólfefni, nýjar innréttingar, nýjar hurðir og fl. Íbúðin er ósamþykkt. Verð 18,9 millj. - veðbandalaus. Tek jafnvel bíl sem innborgun. Jón Egilsson Hdl. sími 568 3737/896 3677. Til sölu glæsileg 2ja herbergja kjallaraíbúð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.