Morgunblaðið - 04.11.2007, Page 62
62 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
É
g fæ mikið af tölvu-
pósti hvern einasta
dag. Mestur part-
urinn er þar lítils
eða einskis virði,
rusl utan úr heimi, auglýs-
ingapésar og þvíumlíkt, um að ég
hafi unnið milljónir í einhverju
happdrættinu, sem ég á ekki einu
sinni miða í, eða þá reynt er að
sannfæra mig um, að ég verði að
fá mér cialis eða viagra eða hvað
þetta heitir nú allt, karl-
mennskuduft nútímans, annars
muni illa fara.
Innan um leynast þó bjartari
hlutir og gáfulegri, eins og t.a.m.
rafbréfið sem ég fékk upp úr
miðjum októbermánuði síðast
liðnum og hafði að geyma áhuga-
verðar upplýsingar í formi gríp-
andi ljósmyndasýningar, þar sem
öllu var haganlega fyrir komið til
að gleðja augað, og svo auðvitað
hjartað í kjölfarið.
Textinn sem fylgdi var á þessa
leið:
Það er mjög einkennilegt
hvernig þetta kom til. Jafnvel þó
að þú sért ekki trúuð manneskja,
þá ættirðu að lesa þetta.
Spurning: Hver er stysti kafl-
inn í Biblíunni?
Svar: Sálmur 117.
Spurning: Hver er lengsti kafl-
inn í Biblíunni?
Svar: Sálmur 119.
Spurning: Hvaða kafli er í miðj-
unni á Biblíunni?
Svar: Sálmur 118.
Staðreyndir: Það eru 594 kaflar
á undan 118. Davíðssálmi. Það eru
594 kafla á eftir 118. Davíðssálmi.
Leggðu þessar tölu saman og þá
færðu út 1188.
Spurning: Hvaða vers er í miðj-
unni á Biblíunni?
Svar: Sálmur 118:8.
Segir þetta vers eitthvað um
merkingu þess, að Guð vill full-
komna vilja sinn í lífi okkar?
Næst þegar einhverjir tala um
að þeir vilji sjá hinn fullkomna
vilja Drottins með líf sitt og að
þeir vilji vera hluti af Hans vilja,
einfaldlega sendu viðkomandi að
miðjunni í orði Hans.
Sálmur 118:8 er svona: „Betra
er að leita hælis hjá Drottni en að
treysta mönnum.“
Er ekki furðulegt hvernig þetta
kemur út eða stendur Drottinn á
bak við þetta?
Áður en ég sendi þetta til þín
fór ég með stutta bæn fyrir þig.
Hefur þú mínútu? 60 sekúndur
fyrir Guð? Það eina sem þú þarft
að gera er að fara með stutta bæn
fyrir þeim sem sendi þér þetta:
„Kæri faðir, viltu blessa og varð-
veita vin minn í því sem hann tek-
ur sér fyrir hendur á hverjum
degi. Viltu fylla líf hans með friði,
velsæld og krafti til að eiga nán-
ara samfélag við þig. Amen.“
Sendu þetta síðan til 10 ein-
staklinga. Innan klukkustundar
hafa þeir beðið fyrir þér og þú
hefur haft áhrif á fólk til þess að
það biðji fyrir öðrum. Slakaðu síð-
an á og vertu vitni að krafti Drott-
ins að störfum í lífi þínu fyrir það
eitt að gjöra Hans vilja.
„Þegar erfiðleikar steðja að,
mundu það eitt að trúin kemur
þér ekki framhjá vandanum, trúin
leiðir þig í gegnum vandann.“
„Þegar þú losar um löngunina
til að stjórna þinni eigin framtíð,
muntu öðlast hamingju.“
Megi Drottinn blessa þig.
Hér skal áréttað, að umrædd
Biblía hefur ekki verið með apók-
rýfu ritununum, eins og sú nýj-
asta íslenska. Með innkomu
þeirra raskast framannefnt, en ef-
laust kemur bara einhver annar
gullmoli í ljós í staðinn.
En áþekka speki og hér á und-
an var tilfærð rakst ég á í æva-
gömlu blaði fyrir nokkrum árum.
Hún bar yfirskriftina „Ein-
kennilegt“ og var ekki síðri. En
þar sagði orðrétt:
Fyrsta spurningin í Gamla
testamentinu er þessi: „Hvar ert
þú?“ (1. Mósebók 3:9). Það er
spurningin eftir hinum syndaseka
manni, og það er Guð sem spyr.
Fyrsta spurningin í Nýja testa-
mentinu er þessi: „Hvar er
hann?“ (Matteusarguðspjall 2:2).
Það er spurning eftir hinum ný-
fædda konungi, frelsara synd-
aranna, Jesú Kristi, og það er
maðurinn sem spyr.
Óneitanlega er þetta æði
merkilegt, hvort tveggja.
Mínúta
fyrir Guð
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Þótt mannkynið hafi getað lesið Biblíuna öld-
um saman er vafalaust margt þar enn, sem
enginn hefur uppgötvað. Sigurður Ægisson
veit þó um tvennt, sem ekki blasir við en glögg-
ir lesendur hafa fundið við nákvæma rannsókn
og sagt öðrum frá til uppbyggingar.
HUGVEKJAMINNINGAR
Við höfum í nærri
hálfa öld haft kynni af
málefnum loftskeyta-
manna. Á þeim tíma höfum við ætíð
litið upp til Ólafs K. Björnssonar loft-
skeytamanns og borið mikla virðingu
fyrir hans dugmikla persónuleika.
Hann bar það alla tíð með sér að þar
fór reynslumikill foringi og að gott
væri að láta hann leiðbeina sér. Ólaf-
ur hefur í áratugi, að öðrum ólöstuð-
um, lagt allt sitt af mörkum til að
styðja við framgang Félags íslenskra
loftskeytamanna (FÍL) og á sínum
tíma, þegar hann var formaður fé-
lagsins, vann hann ötullega að end-
urreisn og eflingu starfsins, þ.e. loft-
skeytamannsstarfsins og
stéttarinnar í heild. Um þetta vitnar
bókin „Loftskeytamenn og fjarskipt-
in“, sem hann ritstýrði og tók saman
fyrir okkur félaga sína og ber vott um
mikla iðjusemi og vandvirkni, enda
gekk Ólafur þannig að hverju því
verki sem hann tók að sér.
Það er tæpast rúm hér með þess-
um fátæklegu orðum okkar að telja
upp öll þau félagslegu verkefni sem
hann tók að sér fyrir okkur, fyrir FÍL
og fyrir aðra sem störfuðu í öðrum fé-
lögum. Þess í stað má vísa á nokkuð
gott yfirlit um þau fjölmörgu ráð og
nefndir á vegum sjómannasamtak-
anna sem hann starfaði við á liðnum
árum og áratugum. En þetta kemur
fram í bókinni „Loftskeytamenn og
fjarskiptin“ nánar http://www.fjar-
skipti.is.
Ólafur var alger snillingur við að
senda og taka á móti morsi. Þetta
fórst honum einkar vel úr hendi.
Hann vandist fljótlega á þá tækni
eins og margir að nýta sér það sem
við kölluðum milli okkar hnífsend-
ingu, oftast var það heimatilbúinn
sagarblaðsbútur sem hreyfður var
milli tveggja snertra. Þeir voru marg-
ir sem reyndu að ná tökum á þessari
sendiaðferð en tókst aldrei nægilega
vel. Ólafur spilaði á þessi tól eins og
✝ Ólafur KolbeinsBjörnsson fædd-
ist á Ísafirði 22.
mars 1925. Hann
lést á hjúkrunar-
deild Hrafnistu í
Hafnarfirði 19.
október síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 26. október.
hljóðfæraleikari á erf-
itt hljóðfæri. Það var
unun að hlusta á hann
koma í loftið, hvort
sem það var á 6 MHz í
kódanum (milli togar-
anna) eða á 500 kHz
með veðurskeyti, hann
kom alls staðar fram
með sinn skemmtilega
og auðþekkjanlega
sendingareiginleika
sem var svo skýr og
auðlesinn að af bar.
Ólafur var mjög vel
lesinn í tæknimálum og
kunni allar leiðsögubækur með tækj-
unum um borð nærri utan að. Ef ein-
hverjar bilanir komu upp úti í sjó, þá
var hann tilbúinn í að lagfæra bil-
unina, ef hann átti varahlutinn til um
borð.
Hann var líka óragur við að hag-
ræða hlutunum um borð eins og hon-
um líkaði best og þess vegna fóru
sjálfsagt margar inniverur í einhverj-
ar lagfæringar ef á þurfti að halda.
Það skip sem hann var lengst af á hét
í þá daga Narfi/TFQL. Skipinu var á
sínum tíma breytt í frystiskip og var
því einn af okkar fyrstu frystitogur-
um. En síðan var skipinu breytt í
nótaskip og flottrollsveiðiskip, skipið
heitir í dag Lundey/TFQL.
Síðustu árin gaf Ólafur ómælda
starfskrafta sína í málefni stjórnar
Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Hann var ætíð haukur
í horni og hikaði ekki við að taka að
sér hin ýmsu störf, m.a. ritstörf fyrir
stjórnina samhliða stjórnarstörfun-
um. Hann tók einnig að sér og hafði
mikla ánægju af að koma upp fjar-
skiptasafni innan Sjóminjasafnsins á
Ísafirði.
Við viljum með þessum fátæklegu
orðum minnast Ólafs eins og okkur
kom hann fyrir sjónir og votta fjöl-
skyldu hans og ættmennum dýpstu
samúð. Ólafur fer nú á nýtt skip og
siglir nýja stefnu til nýrra heima með
sína ötulu framtakssemi sem við
þekktum svo vel sem vorum honum
samferða í lífinu.
Reynir Björnsson, form. FÍL,
Harald S. Holsvik, varaform. FÍL.
Fyrir allmörgum árum lágu leiðir
okkar Ólafs K. Björnssonar loft-
skeytamanns saman er við vorum
kosnir af sjómannadagsráði Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar til að ritstýra
Sjómannadagsblaðinu sem gefið er út
á sjómannadaginn í byrjun júní ár
hvert. Ég eins og flestir aðrir sjó-
menn vissi deili á Óla og þekkti rödd
hans í Reykjavíkur Radíói þegar
hann kallaði til skipa. Vissi að hann
hafði í áratugi verið loftskeytamaður
á togurum og síðast á togaranum
Narfa sem var um margt á undan
sinni samtíð í tæknibúnaði og með-
ferð fiskjar. Með þessu samstarfi
okkar við blaðið eignaðist ég vin sem
varð mér kærari en margir aðrir sam-
ferðamenn. Hann varð bæði kennari
og leiðbeinandi og eftir að hann hætti
störfum í ritnefnd blaðsins hélt hann
áfram leiðbeinendastörfum sínum og
lét vita á sinn hátt hvort honum mis-
líkaði efnið eða ekki. Mislíkaði honum
var mér vinsamlega bent á að faðir
minn hefði verið loftskeytamaður á
togurum og ég ætti ættir að rekja til
Ísafjarðar og mér leyfðist ekki annað
en vandvirkni. Óli hafði mikinn áhuga
á öllu sem varðaði sögulegt efni og
vildi að slíku efni væru gerð góð skil
og haldið til haga í blaðinu. Hann var
á þessum árum að skrifa bók um fjar-
skipti og loftskeytamannatal, vandað
rit og merkt sem ber honum sögu um
hversu vel hann vandaði til verka. Á
togaraárunum hóf hann gerð minn-
isbókar sem innihélt teikningar með
miðum og dýpistölum flestra fiski-
miða við Ísland og Grænland. Litlir
möguleikar voru á nákvæmri stað-
setningu skipa nema sæist til lands
eða sólar. Voru því ýmis mið og
kennileiti í landi notuð til staðsetn-
inga. Minnisbók Óla innihélt teikn-
ingar af fjöllum og fjallstindum, ljós-
vitum og öðrum kennileitum ásamt
dýpistölum. Þegar um gjöful fiskimið
og önnur var að ræða gat skipstjóri
því nýtt sér bók Óla og fundið ná-
kvæma togslóð á jafnvel þrengstu
veiðislóðum. Minnisbók þessi er mik-
ið listaverk og sýnir vel vandvirkni og
listfengni höfundarins. Óli var sögu-
maður góður og tíminn var fljótur að
líða þegar honum tókst vel til. Marg-
ar sögur voru sagðar frá Borðeyri þar
sem hann var símritari og sinnti oft
störfum sem túlkur og símritari fyrir
breska setuliðið sem þar var staðsett.
Í sjómannadagsráði Reykjavíkur og
Hafnarfirði átti hann sæti um árabil
og sat í stjórn þess og Hrafnistuheim-
ilanna um tíma. Þar sinnti hann störf-
um af sömu vandvirkni og honum
voru lagin og bar hag heimilisfólks og
starfsfólks á Hrafnistu mjög fyrir
brjósti. Með honum er genginn vand-
aður og góður maður.
Við þökkum fyrir margar ánægju-
stundir með þeim hjónum Ólafi og
Gróu og færum fjölskyldu hans ein-
lægar samúðarkveðjur.
Edda Þorvarðardóttir,
Hálfdan Henrysson.
Ólafur Kolbeins
Björnsson
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Það mættu 26 pör til leiks sunnu-
daginn 28.10. en þá lauk þriggja
kvölda keppni í tvímenningi.
Lokastaðan:
Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 1124
Unnar A. Guðmss. – Sigrún Pétursd. 1118
Sveinn Sveinss. – Gunnar Guðmundss. 1066
Garðar V. Jónss. – Þorgeir Ingólfss. 1062
Friðrík Jónss. – Jóhannes Guðmannss.
1046
Óskar Sigursson – Hlynur Vigfússon 1034
Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Óskar Sigursson – Hlynur Vigfússon 367
Sveinn Sveinsson – Gunnar Guðmundss.355
Garðar V. Jónsson – Þorgeir Ingólfss. 348
Austur-Vestur
Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 373
Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmannss.
355
Magnús Oddsson – Haukur Guðbjartss. 354
Spilað er í Breiðfirðingabúð
Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19.
Bridsfélag Reykjavíkur
Sveit Eyktar vann öruggan sigur
í swiss-sveitakeppni BR þrátt fyrir
að hafa fengið skell í næstsíðustu
umferð. Í raun máttu þeir einnig fá
0 stig í síðustu umferðinni og hefðu
samt unnið, þvílíkir voru yfirburð-
irnir. Í 2. sæti var sveit Norge og
sveit Vina úr Kópavogi í 3.sæti
Næsta mót félagsins er þriggja
kvölda hraðsveitakeppni sem hefst
þriðjudaginn 6. nóvember. Að
vanda er spilað í Síðumúla 37, kl.
19. Aðstoðað verður við myndun
sveita og er vissara að mæta tím-
anlega að skrá sig til að auðvelda
skipulagningu. Nánar bridge.is/br
Miðvikudagsklúbburinn
22 pör mættu til leiks í Miðviku-
dagsklúbbinn 31. október.
Soffía Daníelsdóttir og Magnús
Sverrisson unnu öruggan sigur. Þau
fengu konfektkassa og fleira frá
O.Johnson og Kaaber. 2. sætið kom
í hlut Ingólfs Hlynssonar og Her-
manns Friðrikssonar og fengu þeir
bókina Nútímabridge eftir Guð-
mund Pál Arnarson. Óskar Sigurðs-
son og Sigurður Steingrímsson voru
dregnir út og fengu þeir súpur og
sitthvað fleira. Nánar bridge.is/mid
Sveitakeppni í Gullsmára
Hafin er sveitakeppni FEBK
Gullsmára með þátttöku aðeins 8
sveita. Eftir tvær fyrstu umferð-
irnar er staða efstu sveita:
Sveit Þorsteins Laufdal 47
Sveit Eysteins Einarssonar 43
Sveit Viðars Jónssonar 38
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 2. nóvember var
spilað á 14 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Alfreð Kristjánss. – Valdimar Elíass. 351
Sverrir Jónsson – Oddur Jónsson 349
Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 345
Sverrir Gunnarss. – Einar Markúss. 333
A/V
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldss. 439
Oddur Halldórsson – Gísli Friðfinnss. 353
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 349
Ingólfur Þórarinss. – Sigfús Jóhannss. 345
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag mættu 13 pör og
spiluðu tvímenning. Hæstu skor
fengu í NS
Jens Jensson - Jón St Ingólfsson 205
Eðvarð Hallgrímss. - Valdimar Sveinss. 177
Gabriel Gíslason - Sveinn Ragnarss. 176
AV
Björn Halldórss. - Stefán R Jónsson 189
Ragnar Björnss.- Sigurður Sigurjónss. 183
Björn Jónsson - Þórður Jónss. 180
Næsta fimmtudag verður svokall-
að „Gestabrids“, en þá er hugmynd-
in að vanur og óvanur spilari myndi
par. Það er upplagt tækifæri fyrir
þá sem hefur langað til að prófa, að
koma og gera það í fyrsta sinn.
Spilað er í Hamraborg 14, 3 hæð
og hefst spilamennska kl. 19.30.
Bridsfélag Hreyfils 40 ára
Spilaður var eins kvölds tvímenn-
ingur sl. mánudagskvöld og urðu
úrslitin þessi:
Rúnar Gunnarsson - Ísak Örn 111
Birgir Sigurðars. - Sigurður Ólafss. 100
Björn Stefánss. - Árni Kristjánss. 90
Daníel Halldórss. - Árni Benediktss. 84
Nk. mánudagskvöld verður hald-
ið upp á 40 ára afmæli deildarinnar.
Spilamennskan hefst kl. 18,30 í
Hreyfilshúsinu.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is