Morgunblaðið - 04.11.2007, Side 65
RES Orkuskóli á Akureyri er framsækinn
alþjóðlegur skóli sem býður nú, fyrstur
íslenskra skóla, upp á eins árs M.Sc. nám
í endurnýjanlegum orkufræðum.
Fyrsta námsárið geta nemendur
valið á milli þriggja námsbrauta:
KENNSLA HEFST 11. febrúar 2008
Umsóknarfrestur er til 3. desember nk.
- Jarðhitaorku
- Vistvæns eldsneytis og lífmassaorku
- Efnarafala og vetnis
RENEWABLE ENERGY SCIENCE
ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.RES.IS OG Í SÍMA 460 8942
RES Orkuskóli er sjálfstæð vísinda- og menntastofnun sem starfar með
Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Skólinn býður upp á spennandi
alþjóðlegt nám, kennara sem eru leiðandi á sínu sviði og frábært námsumhverfi.
taktu þátt í
næstu útrás
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 65
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
101 gallery | Pútt í Sporthúsinu á
mánu- og miðvikud. kl. 9.30-11.30.
Hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20. Ringó í Smáranum
á miðvikud. kl. 12.00 og í Snælands-
skóla á laugard. kl. 9.30, línudans í
Húnabúð á miðvikud. kl. 17. Uppl. í
síma 564-1490.
Bólstaðarhlíð 43 | Haust- og afmæl-
isfagnaður verður í félagsmiðstöðinni
12. nóv. Fagnað verður 20 ára starfs-
afmæli sem hefst með veislukaffi kl.
14.30, skemmtiatriði og happdrætti.
Verð kr. 1.000, skráning og greiðsla á
skrifstofunni s. 535-2760.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur
fyrir dansi.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Sigurður G. Tómasson byrj-
ar að lesa upp úr nýjum bókum og
verður einnig með bókaspjall á Hlað-
hömrum kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er dagskrá kl. 9-16.30, m.a. opn-
ar vinnustofur og spilasalur, kórstarf,
dans o.fl. Þriðjud. og föstud. er létt
ganga um nágrennið. Alla föstud. kl.
10.30 er fjölbreytt leikfimi (frítt), í
íþróttahúsi ÍR v/Skógarsel, umsj. Júl-
íus Arnarsson íþróttakennari.
Hraunbær 105 | Sölukynning Volare
vörum, 8. nóv. kl. 12.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin
alla daga. Ókeypis leiðbeiningar á
tölvu. Bókmenntahópur, Vínarhljóm-
leikar, jólapakkaskreytingar, fram-
sagnarnámskeið, skapandi skrif o.fl.
Ævintýri í Iðnó 6. nóv. kl. 14. Rúta.
Uppl. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl.
10 mun gönguhópur Korpúlfar ganga
frá Grafarvogskirkju.
Kvenfélag Garðabæjar | Fé-
lagsfundur þriðjudaginn 6. nóvember
kl. 20 að Garðaholti. Leynigestir
koma í heimsókn. Kaffinefnd: Hverfi
12, 15 og 17 sem mæta kl. 19. Stjórn-
in.www.kvengb.is.
Kvenfélag Kópavogs | Fundur verður
14. nóv. kl. 20, í sal félagsins í Hamra-
borg 10, 2.h. gengið inn sunnan til.
Gestur fundarins verður Katrín Þor-
kelsdóttir snyrtifræðingur. Tískusýn-
ing frá versluninni Zik zak í Hamra-
borg. Gestir velkomnir.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Samverustundina í
dag kl. 10 á Grettisgötu 89.
Þórðarsveigur 3 | Sölukynning á Vol-
are-vörum verður í salnum 6. nóv. kl.
14.
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara
kl. 13-16.30. Spilað, föndrað, handa-
vinna og gestur kemur í heimsókn.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Kennsla, söngur o.fl. Almenn sam-
koma kl. 14. Gestur: Michael Rood. Á
samkomunni verður lofgjörð, barna-
starf, fyrirbænir, kaffi og samvera.
Hallgrímskirkja | Tónleikar kl. 17, á
vegum Listvinafélags Hallgríms-
kirkju. Mótettukórinn, ásamt ein-
söngvurum flytur tvær sálumessur,
aðra eftir Pizzetti og hina eftir Fauré.
Björn Steinar Sóbergsson leikur á
orgel. Stjórnandi Hörður Áskelsson.
Langholtskirkja | Eyþór Ingi Jóns-
son, organisti Akureyrarkirkju, heldur
orgeltónleika kl. 20. Verk eftir Buxte-
hude. Myndasýning með tónleik-
unum.
Laugarneskirkja | TTT- hópurinn
kemur saman undir handleiðslu sr.
Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar kl.
13. (5.-6. bekkur) athugið að fundur
Harðjaxla (7. bekkur) færist til mánu-
dagsins 5. nóv. Þá er mæting í óvissu-
ferð kl. 12.15.
90 ára afmæli. Níræðurverður 6. nóvember
nk. Sigurjón Guðnason
málmsteypumeistari. Í tilefni
þess bjóða hann og Unnur
Árnadóttir kona hans til
kaffisamsætis í samkomusal
hjúkrunarheimilisins í Sóltúni
frá kl. 17 til 20 á afmælisdag-
inn.
Skráning í Stað og stund
ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á
netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn „staðfesta“. Skrásetjari
getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púkann til
að lesa textann yfir og gera nauðsynlegar breytingar sé þess þörf.
Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morgunblaðinu. Bent er á
að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og kirkjustarf tvo mán-
uði fram í tímann.
Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarkalesinn.
dagbók
Í dag er sunnudagur 4. nóvember, 308. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himinhæðum með honum. (Ef. 2, 6.)
Verkefnið Mannauður stendurfyrir námskeiðinu Mótuneftirsóknarverðra vinnu-staða dagana 6. og 7. nóv-
ember.
Umsjónarmaður námskeiðsins er
Áslaug Björt Guðmundardóttir, mann-
auðsstjóri Deloitte: „Við munum fara
yfir hvaða atriði skipta mestu máli
þegar reynt er að skapa eftirsókn-
arverðan vinnustað. Til að varpa betra
ljósi á þetta flókna viðfangsefni fáum
við til okkar góða gestafyrirlesara frá
ólíkum fyrirtækjum,“ segir Áslaug, en
auk hennar er Herdís Pála Pálsdóttir,
mannauðsstjóri BYRS, leiðbeinandi á
námskeiðinu.
„Arna Guðmundsdóttir frá Applicon
er meðal gestafyrirlesara, en fyr-
irtækið var í efsta sæti könnunar VR
yfir bestu vinnustaðina. Einnig ætlar
Katrín S. Óladóttir hjá Hagvangi að
segja frá aðgerðum fyrirtækisins, en
Hagvangur var sömuleiðis ofarlega í
könnun VR,“ segir Áslaug. „Helgi
Már Þórðarson hjá CCP-games gefur
sýn á starfsumhverfið sem skapað hef-
ur verið þar, en fyrirtækið er mikið
spútník-fyrirtæki með margt ungt fólk
í vinnu sem kann að kalla á aðrar
lausnir en í hefðbundnari fyr-
irtækjum. Þá mun Pétur Einarsson
frá Lyfjum og heilsu segja frá því
hvernig fyrirtækið hefur tekist á við
þá miklu samkeppni sem er um lyfja-
fræðinga á vinnumarkaði.“
Sjálfar munu Áslaug og Herdís Pála
segja frá aðgerðum sinna fyrirtækja,
en Áslaug nefnir að Deloitte hafi unn-
ið að því að skapa fyrirtækinu nafn á
alþjóðavísu sem eftirsóknarverðum
vinnustað, m.a. með því að bjóða upp
á aukinn sveigjanleika í starfi og bætt
jafnvægi starfs og einkalífs.
Áslaug segir að mörgu að huga þeg-
ar fyrirtæki leitast við að skapa eft-
irsóknarverðan vinnustað: „Sívaxandi
samkeppni er um hæft starfsfólk, og
sýna rannsóknir að launin eru alls
ekki í fyrsta sæti þegar starfsánægja
er annars vegar,“ útskýrir hún. „Það
er engin ein lausn sem hentar öllum
fyrirtækjum, því samsetning starfs-
manna er mjög ólík milli vinnustaða
og starfsgreina, og þarf að taka mið af
þörfum á hverjum stað þegar komið
er til móts við kröfur starfsmanna.
Einnig gerir ný kynslóð starfsmanna
aðrar kröfur en þeir sem eldri eru.“
Námskeiðið er haldið frá kl. 9 til 12
báða dagana. Nánari upplýsingar má
finna á www.ru.is.
Viðskipti | Námskeið á vegum Mannauðs dagana 6. og 7. nóvember
Er gaman í vinnunni?
Áslaug Björt
Guðmundardóttir
fæddist í Reykja-
vík 1967. Hún lauk
BS-prófi í rekstr-
arfræði frá Bifröst
1997 og MA-gráðu
í HR Leadership
frá RSM, Erasmus
University í Rot-
terdam 2002. Áslaug er mannauðs-
stjóri Deloitte en starfaði áður sem
sjálfstæður ráðgjafi, þar áður um
langt skeið hjá Íslandsbanka og sem
framkv.stj. Menntar. Hún á þrjú börn.
Fyrirlestrar og fundir
Lífssýn | Félagsfundur verður 6. nóvember
kl. 20.30, í Bolholti 4, 4. hæð. Jóhanna
Þormar fjallar um lækningajurtir. Kaffiveit-
ingar, aðgangseyrir 500 kr.
Seðlabanki Íslands | Málstofa verður 5.
nóvember kl. 11, í fundarsal Seðlabankans,
Sölvhóli. Málshefjandi er Andreas Mueller
frá IIES, Stockholm University og ber er-
indi hans heitið „Monetary policy in a cur-
rency union with heterogenous labour
markets.“
Þjóðminjasafn Íslands | Pétur Pétursson
guðfræðingur verður með leiðsögn kl. 15,
um sýninguna Á efsta degi, í Bogasal: Völu-
spá í Bjarnastaðahlíð – um býsanskar
dómsdagsmyndir og áhrif þeirra. Pétur
veltir fyrir sér hugsanlegum áhrifum krist-
inna dómsdagsmynda á Völuspá.
Kvikmyndir
MÍR-salurinn | Sovéska kvikmyndin „Þau
börðust fyrir föðurlandið“ frá 1975 verður
sýnd í MÍR Hverfisgötu 105, í dag kl. 15.
Myndin gerist á fyrstu misserum innrás-
arstríðs Þjóðverja gegn Sovétríkjunum
1941-42, byggð á sögu eftir nób-
elsverðlaunahafann Sholokov. Leikstjórn S.
Bondartsjúk og V. Dostal. Aðgangur ókeyp-
is.
Tónlist
Fríkirkjan í Reykjavík | Blásaraoktettinn
Hnúkaþeyr og félagar flytur tékkneska
tónlist á tónleikum kl. 17. Efnisskrá: Seren-
aða og slavneskur dans op. 46/2 eftir Dvo-
rák. Oktett-partíta op. 57 eftir Krommer.
Hallgrímskirkja | Sálumessutónleikar í
Hallgrímskirkju á allra heilagra messu, 4.
nóv. kl. kl. 17. Tvær sálumessur eftir Ilde-
brando Pizzetti og Gabriel Fauré. Flytj-
endur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópran, Benedikt
Ingólfsson bassi, Björn Steinar Sólbergs-
son orgel, Elísabet Waage harpa. Stjórn-
andi Hörður Áskelsson. Miðaverð 2.000/
1.500 kr.
Uppákomur
Haraldarhús | Í tilefni af Vökudögum verð-
ur Haraldarhús á Vesturgötu 32 opið gest-
um og gangandi á milli kl. 14 og 18. Lifandi
tónlist og kaffi á könnunni í tilefni dagsins.
PÁFAGAUKUM er ýmislegt til lista lagt.
Sumar tegundir geta apað eftir manna-
máli með ótrúlegum hætti, aðrir páfa-
gaukar kunna vel við sig á öxlum eig-
enda sinna.
Í dýragarðinum í Nanjing í Kína má
finna þennan litskrúðuga páfagauk sem
stundar lyftingar af kappi. Og það engar
smályftingar, þar er ekkert fis á ferð.
Ekki fylgir sögunni hvaða vöðva gauk-
urinn er að þjálfa en sjálfsagt eru lyft-
ingarnar gestum til skemmtunar frekar
en líkamsrækt fyrir páfagaukinn. Það er
þó aldrei að vita hverju dýrin taka upp á.
Líkamsrækt-
arpáfagaukur
Reuters
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnu-
dags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/ eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúm-
er.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynningu
og mynd á netfangið rit-
stjorn@mbl.is, eða senda til-
kynningu og mynd í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn
„Senda inn efni“. Einnig er
hægt að senda vélritaða til-
kynningu og mynd í pósti.
Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
JÓLAKORT SOS-barnaþorpanna í
ár eru m.a. teiknuð af íslensku lista-
konunum Kristínu Arngrímsdóttur
og Mireyju Samper og þekktum
dönskum myndlistarmönnum. Kort-
in eru flest seld í stykkjatali en einn-
ig er hægt að fá tvö eða þrjú jólakort
saman í pakka. Hægt er að skoða og
panta jólakortin á heimasíðu SOS-
barnaþorpanna, www.sos.is, eða
hringja og panta þau á skrifstofu
samtakanna í Hamraborg 1 í Kópa-
vogi í síma 564 2910 og fá þau send
heim. Allur ágóði jólakortanna renn-
ur til starfsemi SOS-barnaþorpanna
á Íslandi.
Jólakort SOS-
barnaþorpanna