Morgunblaðið - 04.11.2007, Síða 80
SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2007
Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C
Suðvestanátt, víða
hvöss en hægari
austanlands.
Rigning eða él. » 8
ÞETTA HELST»
Þegjandi samkomulag
Fyrrverandi rekstrarstjóri Krón-
unnar segir stjórnendur hafa áhrif á
útkomu verðkannana. Mikil vinna
hafi m.a. farið í að breyta verði á
meðan verðkannanir voru gerðar í
búðinni. Hann telur hins vegar ekki
að um beint verðsamráð milli Krón-
unnar og Bónuss sé að ræða. » 4
Ekki sama eintak
Ekki var skrifað undir sama ein-
tak af 20 ára einkaréttarsamningi
milli Reykjavík Energy Invest og
Geysir Green Energy og stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti.
Ber heimildum ekki saman um hvort
um mistök hafi verið að ræða. » For-
síða
Aukið sjálfstæði
Færa þarf áherslu á umræðu um
heilbrigði og þá þætti sem stuðla að
því í stað þess að horfa fyrst til af-
leiðinga vanheilsu, segir heilbrigð-
isráðherra. Hann telur að heilbrigð-
iskerfið þurfi að auka sjálfstæði
notenda með því að treysta á ábyrgð
þeirra fyrir eigin heilsu. » 2
Tilkynningum fjölgar
Tilkynningum til barnaverndar-
nefnda fjölgaði um 32% á fyrstu sex
mánuðum ársins samanborið við
sama tíma á síðasta ári. Forstjóri
Barnaverndarstofu hefur áhyggjur
af auknu álagi sem helst ekki í hend-
ur við fjölgun starfsfólks. » 2
SKOÐANIR»
Ljósv.: Hvenær kemur íslenskur
„krimmi“?
Staksteinar: Orkuveitan í útrás?
Forystugrein: Alvarlegar ásakanir
UMRÆÐAN»
Samstarf um skógrækt
Góð ráð fyrir starfsviðtalið
Eplauppskeran
Vandaðu gerð ferilskrárinnar
Lyfsala
Blekking trúarinnar
Mannlíf í Rangárþingi
Mannvirki guðs
ATVINNA»
TÓNLIST»
Supercalifragilisticexpia-
lidocius! » 70
Arnar Eggert Thor-
oddsen telur plötu
Megasar og Senu-
þjófanna, Hold er
mold, hreinustu
snilld. » 73
PLÖTUDÓMUR»
5 stjörnu
Megas
VEFSÍÐA VIKUNNAR»
Um þrjú þúsund lög frá
sovéttímanum. » 77
MYNDDISKADÓMUR»
Sigtið án Frímanns er
gott grín. » 71
Zach Condon er einn
efnilegasti tónlistar-
maður Bandaríkj-
anna og hefur komið
víða við á annars
stuttum ferli. » 74
Afkastamik-
ill unglingur
TÓNLIST »
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Bassabox truflaði radarmælingu
2. Vítisenglum neitað um landgöngu
3. Afborganir hækka um þriðjung
4. 15 ára myndaði fórnarlamb sitt
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
og Orra Pál Ormarsson
SAMKVÆMT nýrri stefnumörkun íslensku
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru 19
prósent af allri losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá íslensku þjóðinni vegna sam-
gangna. Öll losun vegna húshitunar, vatns-
notkunar, sorps eða lifnaðarhátta okkar
annarra er ekki nema brot af því sem bíll-
inn okkar gæti haft á samviskunni, hefði
hann einhverja. Þetta kemur m.a. fram í
greinaflokknum Út í loftið í Morgunblaðinu
í dag.
Hið jákvæða er þó að hvergi eru meiri
möguleikar á að draga úr losun og hvergi
getur einstaklingurinn haft jafnmikil áhrif
og einmitt á því sviði. „Það gerum við ein-
faldlega með því að minnka notkun á bíl-
unum okkar,“ segir Heiða Björk Sturlu-
dóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur og
leiðbeinandi á námskeiðum Vistverndar í
verki. „Til dæmis með því að ganga eða hjóla
í vinnuna eða nota almenningssamgöngur
meira. Eins geta þeir sem búa á svipuðum
slóðum og eru að fara í sömu átt sameinast
um ferðir, t.d. til og frá vinnu.“
Flugið orkufrekt
Samgöngur eru víðar en á láði. Íslendingar
fljúga nú sem aldrei fyrr og að sögn Sig-
urðar Inga Friðleifssonar, framkvæmda-
stjóra Orkuseturs, eru engar samgöngur
eins orkufrekar og flugið. „Það krefst ein-
faldlega gríðarlegrar orku að drösla svona
járnflikki upp í háloftin og milli landa,“ segir
hann. „Flugvélarnar drekka ógrynnin öll af
eldsneyti í einni slíkri ferð.“ Sé miðað við
meðalnýtingu sæta í flugferðum hefur Sig-
urður reiknað út að hver farþegi í ferð til og
frá London beri ábyrgð á losun 420 kílóa af
koltvísýringi. Tvær slíkar ferðir hjóna eru
því á við ársrekstur á litlum Toyota Yaris, sé
miðað við 12.000 kílómetra akstur.|24-27
Rekja má hátt í fimmtung
losunarinnar til samgangna
Morgunblaðið/Ómar
Mengun Bílum hefur fjölgað ört síðustu ár.
BANDARÍSKA tónlistarstjarnan
Lucinda Williams hefur áhuga á að
gefa út plötu með tónlist hinnar ís-
lensku Lay Low.
Williams og eigin-
maður hennar
undirbúa nú
stofnun útgáfu-
fyrirtækis sem
heyra mun undir
Universal-stór-
fyrirtækið og
segjast hafa
áhuga á að gefa
plötuna út undir
merkjum þess. Sú plata færi þá á
Bandaríkjamarkað.
Williams bauð Lay Low að spila
með sér á þrennum tónleikum, sem
haldnir voru um síðustu helgi, en
Lay Low varð að afþakka boðið þar
sem hún var önnum kafin við tónlist-
arflutning í leikritinu Ökutímum,
sem Leikfélag Akureyrar hefur haf-
ið sýningar á. Umboðsmaður Lay
Low, Kári Sturluson, segir ekki úti-
lokað að þær stöllur leiði saman
hesta sína á tónleikum í framtíðinni.
Vill gera
plötu með
tónlist
Lay Low
Var boðið að spila með
Lucindu Williams
Lay Low
UNGLIST 2007, listahátíð unga
fólksins, fór af stað með pomp og
prakt nú fyrir helgi og var slegið
upp heljarinnar rokktónleikum í
Austurbæ. Meðal hljómsveita sem
þar tróðu upp var Gordon Riots,
sem vakti mikla lukku viðstaddra
sem áttu erfitt með að halda kyrru
fyrir í sætum sínum undir dúndr-
andi tónum sveitarinnar.
Hátíðin stendur til næsta sunnu-
dags og ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi í þessari
menningarveislu unga fólksins, sem
nú er haldin í sextánda sinn.
Rokkið blífur á Unglist
Morgunblaðið/G.Rúnar