Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 13

Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is ATHYGLI hefur vakið hversu góðum árangri lið Snæfells í Stykkishólmi hefur náð í körfu- bolta gegnum árin. Liðið hefur verið í hópi þeirra bestu þrátt fyrir að íbúarnir séu tæplega 1.200. Stykkishólmur er orðinn þekktur íþrótta- bær og hefur fengið umfjöllun í fjölmiðlum út á það. Velgengni eykur samheldni bæjarbúa. Það myndast stemning á heimaleikjum og útileikir eru eins og góð ættarmót þar sem brottfluttir Hólmarar flykkjast til að hvetja lið sitt og eins til að hittast. Það er löng hefð fyrir iðkun körfuboltans í Stykkishólmi og má segja að jarðvegurinn sé frjósamur. Börn og unglingar fylgjast vel með liðinu og það kveikir áhuga þeirra að feta í fót- sporin. Liðið komið á fulla ferð Árangurinn lifir ekki eingöngu á hefðinni. Það eru margir sem leggja sitt af mörkum til að lið Snæfells geti verið áfram í hópi þeirra bestu. Daði Sigurþórsson er einn þeirra. Hann hef- ur verið formaður körfuboltadeildarinnar í tæp 2 ár. „Það var gott að landa þessum sigri. Nú höf- um við sigrað þrisvar í röð og liðið er komið á fulla ferð,“ segir Daði með bros á vör er Morg- unblaðið náði tali af honum eftir sigur Snæfells á Tindastóli sl. fimmtudagskvöld. Það hefur vakið athygli hversu áhugasamur Daði er í sínu starfi. Hann var spurður hvernig stæði á því. „Ég er Hólmari og var alinn upp í íþróttafjölskyldu þar sem okkur var uppálagt að stunda sem flestar íþróttir. Ég æfði m.a. körfu- bolta og spilaði með Snæfelli í úrvalsdeild og eins var ég í unglingalandsliðinu. Þá hef ég brennandi áhuga á íþróttum og aðkoma mín núna er vegna þess að ég vil vera hluti af félag- inu og gefa til baka það sem fyrir mig var gert í æsku,“ segir Daði Að hella sér út í svona félagsstarf er meira en að segja það. „Þetta er miklu meiri vinna en mig óraði fyrir. En hún er skemmtileg og ég fæ mikla ánægju út úr því. Ég hef gaman af að um- gangast fólk. Mitt hlutverk er að halda utan um deildina. Það þarf að rækta sambandið við leik- menn, stuðningsmenn og svo styrktaraðila og Körfuknattleikssamband Íslands. Alla þessa að- ila þarf að leiða saman í sömu átt. Í það fer mik- ill tími hjá mér allan ársins hring, meira segja á sumrin, en þá þarf að ganga frá samningum við leikmenn, þjálfara og stuðningsaðila,“ segir Daði og bætir við: „En konan mín hvetur mig áfram og fyrir það er ég þakklátur, annars gæti ég ekki staðið í þessu.“ Góð liðsheild Að sögn Daða skiptir liðsheildin miklu máli í árangri liðsins. „Við reynum að skapa góða liðs- heild. Persónuleika leikmanna metum við mikils og að þeir séu vinir, innan vallar sem utan. Það hefur tekist og við höfum samhentan hóp. Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellsness skiptir okkur miklu máli. Nú höldum við unglingum okkar lengur heima og missum þá ekki 16 ára eins og þegar ég var að alast upp. Núna erum við með sjö unga Hólmara á skólaaldri í liðinu. Velgengi liðsins skiptir þarna máli. Ef við vær- um ekki með lið í efstu deild væru ekki allir þessir drengir í Hólminum. Búseta og gott íþróttalíf styrkir hvað annað,“ segir Daði. Það kostar mikla fjármuni að gera út öflugt körfuboltastarf og var Daði spurður út í það. „Reksturinn er mjög erfiður. Við höfum verið svo lánsöm í Stykkishólmi að njóta velvildar fyr- irtækja á borð við Kaupþing sem og að hafa skilning bæjaryfirvalda á samfélagslegu mik- ilvægi þess að eiga lið í efstu deild. Við erum ákaflega þakklát þeim einstaklingum og fyr- irtækjum sem leggja okkur lið á einn eða annan hátt og það er þeim að þakka að við erum ekki með skuldahala á eftir okkur.“ – Það leit ekki vel út í byrjun hjá Snæfellslið- inu í haust, hvað kom til? „Við höfðum ekki miklar áhyggjur af því,“ segir Daði. „Okkar markmið er að vinna Ís- landsmeistaratitilinn í vor. Undirbúningurinn miðast við að auka breiddina í liði okkar. Ef ein- staka tapleikir eru fórnarkostnaður þess verður bara að hafa það. Við erum komnir á fulla ferð, þrír sigrar í röð. Ég tel að við séum með gott lið og ég treysti þjálfara og leikmönnum til þess að fara alla leið í vor,“ segir Daði. Með mörg járn í eldinum Daði er heimamaður. Hann starfar sem aðal- bókari hjá Stykkishólmsbæ. En hann lætur að sér kveða á fleirum sviðum. „Ég á erfitt með að segja nei. Í sumar var ég framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Danskir dagar og var það þriðja sumarið sem ég tók það að mér. Danskir dagar skipta bæjarfélagið miklu máli og skila jákvæðum straumum þangað inn. Í könnun sem gerð var meðal landsmanna voru Danskir dagar sá atburður á Vesturlandi sem þátttakendur þekktu hvað best. Danskir dagar og körfubolt- inn vekja jákvæða ímynd á samfélagi okkar. Það er okkur mikilvægt. Þess vegna er ég tilbú- inn að leggja fram mína vinnu. Einhvers staðar stendur að það sé jafnsjálfsagður hlutur að gefa og að þiggja og það er mitt mottó,“ segir Daði. Honum finnst gott að búa í Stykkishólmi. „Það eru forréttindi að búa í samfélagi með þetta hátt þjónustustig og ekki er langt í höf- uðborgina þegar þangað þarf að sækja. Því miður eru fá tækifæri fyrir ungt fólk að fá vinnu við sitt hæfi úti á landi. Ég tel mig lán- saman að fá vinnu sem mér líkar vel. Það er misskilningur hjá þeim sem líta svo á að það séu fjötrar sem halda fólki úti á landsbyggðinni. Vinir mínir frá námsárum mínum í Reykjavík heimsækja mig oft. Þá heyri ég oft að þetta sé ofboðslega fallegur bær, „en hvað ertu að gera hér?“ Mín skoðun er sú að fólk átti sig ekki á þeim kostum sem fylgja því að búa úti á landi, þeir liggja kannski ekki í augum uppi. Ég hef þá trú að það styttist í það að fólk fari að flýja stressið og tímaleysið á höfuðborgarsvæðinu og vilji freka njóta rólegheita sem fylgja því að búa í minni samfélögum,“ segir Daði Sigurþórsson að lokum. „Við erum komnir á fulla siglingu“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Gott að vera hjá pabba Daði með Einar Bergmann, son sinn, heima í ró. ÞETTA HELST ... ● NÝRRA talna um vísitölu neyslu- verðs er að vænta frá Hagstofunni í dag. Samkvæmt spám greining- ardeilda bankanna má reikna með 0,3-0,4% hækkun á vísitölunni frá októbermánuði, sem þýðir að verð- bólgan á ársgrundvelli fer í 4,8-4,9%, en hún er nú 4,5%. Þannig ber grein- ingardeildum Landsbankans og Kaupþings saman um að hækkunin verði 0,3%, og höfðu Kaupþings- menn þá hækkað sína spá úr 0,2%. Glitnismenn höfðu áður spáð 0,4% hækkun og þeir halda sig við þá spá. Eru þessar hækkanir einkum sagðar vegna hækkandi húsnæðisverðs og aukins fjármagnskostnaðar vegna vaxtahækkana, að ógleymdum bens- ínhækkunum sem dunið hafa yfir bif- reiðaeigendur síðustu vikurnar. Fer verðbólgan í 4,9% ● SKRIFSTOFA Landsbankans í Hong Kong var formlega opnuð um helgina að viðstöddum um 500 veislugest- um, þar sem fjármálamenn úr borginni voru fjölmennastir. Greint var frá opnunni á fréttaskeytum Reuters og þar haft eftir Sigurjóni Þ. Árna- syni bankastjóra að starfsstöðin væri liður í útrás bankans til Asíu. Ekki væri útilokað að Landsbank- inn færi í yfirtökur í Asíu en það væri þó ekki efst á stefnuskrá bankans. Framkvæmdastjóri skrif- stofunnar í Hong Kong er Björn Ár- sæll Pétursson. Landsbankinn kominn af stað í Hong Kong Landsbankinn til Hong Kong. eftir Jake Siewert, talsmanni Alcoa, að þeir muni fylgjast vel með fram- vindu mála kringum keppinautana Rio Tinto-Alcan og BHP Billiton. BHP með trygga fjármögnun á Rio Fleiri námufyrirtæki í sigtinu og verðmæti þeirra eykst Reuters Yfirtökur Forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, kynnir kaupin á Alcan en svo gæti farið að það yrði tekið yfir af keppinautnum, BHP Billiton. BHP Billiton hefur trygga fjár- mögnun, m.a. frá Citigroup, upp á 70 milljarða dollara, andvirði um 4.200 milljarða króna, fyrir mögulegri yf- irtöku á ál- og námufyrirtækinu Rio Tinto, sem er að eignast Alcan, móð- urfélag álversins í Straumsvík. Sem kunnugt er hafnaði Rio Tinto tilboði BHP Billiton í lok síðustu viku en talið er líklegt að tilraunir til yfir- töku haldi áfram. Tilboð BHP mun hafa verið kringum 140 milljarðar dollara, andvirði um 8.400 milljarða króna. Samanlögð velta þessara fyr- irtækja er um 380 milljarðar dollara og sameinuð myndu þau gnæfa yfir markaðinn í framleiðslu á áli, járni, kopar, kolum og fleiri málmum. Þannig yrði markaðshlutdeildin í viðskiptum með járn á heimsvísu um 36%. Mögulegur samruni er af sum- um sérfræðingum sagður óhugsandi sökum samkeppnissjónarmiða. Bréfin hækka í verði Þessi stærstu yfirtökuáform sög- unnar eru farin að hafa áhrif á verð- mæti annarra fyrirtækja í ál- og námuiðnaði, samkvæmt frásögn Wall Street Journal um helgina. Má þar nefna fyrirtæki eins og Alcoa, Xstrata og Freeport-McMoRan Copper & Gold. Bréf Rio Tinto hafa einnig hækk- að í verði, þar sem sérfræðingar á markaði telja allar líkur á að annað tilboð komi frá BHP Billiton. Mikil eftirspurn eftir málmum, ekki síst frá Kína, og hækkandi markaðsverð hefur hækkað virði fyrirtækjanna og aukið líkur á fleiri yfirtökum í þess- um geira. Í frétt WSJ kemur fram að Xstrata sé reiðubúið að stækka með fleiri yfirtökum en fyrirtækið geti einnig orðið skotmark risa á borð við BHP Billiton ef yfirtaka á Rio Tinto gengi ekki eftir. Hið sama geti gerst með Alcoa, sem á Alcoa- Fjarðaál. Frá því að Rio Tinto hreppti Alcan hafi verið miklar vangaveltur um framtíð Alcoa, þ.e. hvort fyrirtækið stækki eða verði tekið yfir. Haft er Í HNOTSKURN »Um það leyti sem yfirtakaRio Tinto á Alcan var að ganga í gegn í síðustu viku bár- ust fregnir af tilboði BHP Billi- ton í Rio Tinto. »Gangi þessir samrunar ígegn verður til fyrirtæki með 380 milljarða dollara veltu. RÚSSNESKA hagkerfið er í lang- varandi uppsveiflu. Í ár verður hag- vöxturinn líklega um 7,5%, sem þýðir að rússneska hagkerfið hefur vaxið um 7,1% að meðaltali á hverju ári í fimm ár. Hagvöxtur næsta árs verður 6,5%. Þetta segir í Morg- unkorni Glitnis. Vöxturinn er rakinn til mikillar neyslu og vaxtar í fjárfestingum sem m.a. er til komið vegna aukins olíuauðs og hvetjandi pen- ingastefnu, og nú nýlega einnig fjármálastefnu hins opinbera. Uppsveiflan er nú farin að rekast á takmarkanir í framleiðslugetu. Þannig er nánast full atvinna í viss- um starfsstéttum og erfitt er orðið að útvega næga orku fyrir innviði samfélagsins og atvinnulíf. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Glitnis um rússneska hagkerfið. Rússneska hagkerfið í uppsveiflu VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.