Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 17 MENNING Skólastjórar! Kennarar! Nemendur! Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar hefur Bókaútgáfan Hólar gefið út þessa kennslubók, ætlaða nemendum í 7., 8. og 9. bekk. Er hún ekki kjörið viðfangsefni í tengslum við dag íslenskrar tungu? Fyrirspurnir og pantanir: holar@simnet.is M bl 9 27 25 7 SEX myndhöfundar keppa að þessu sinni um heið- ursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, sem forseti Íslands afhendir næstkomandi fimmtudag í Listasafni Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem verð- laununum er úthlutað en þau eru veitt fyrir afburða framlag til myndlistar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands leggur til helming verðlaunafjár- ins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Mynd- stefs. Myndhöfundarnir sem tilnefndir eru að þessu sinni eru:  Halldór Baldursson teiknari fyrir liprar og skemmtilegar myndskreytingar á barnabókum og skopmyndir í Viðskiptablaðinu og 24 stundum.  Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður fyrir ein- stakt og hrífandi framlag til íslenskrar myndlistar.  Ilmur María Stefánsdóttir, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, fyrir afar sérstæð og hugvits- samleg verk sem oftar en ekki ramba á mörkum myndlistar og hönnunar.  Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari fyrir listræna og tilgerðarlausa nálgun við viðfangsefni sitt.  Ólöf Nordal myndlistarmaður fyrir tvö afbragðs- góð verk í almenningsrými, altaristöflu Ísafjarð- arkirkju og minningarreit um Bríeti Bjarnhéð- insdóttur.  Pálmar Kristmundsson arkitekt fyrir skýrt hugs- aðar og fallega mótaðar byggingar í gegnum tíðina. Sex aðildarfélög Kallað var eftir ábendingum frá aðildarfélögum Myndstefs, sem og frá einstökum félagsmönnum, og úr þeim hópi voru sexmenningarnir valdir af þriggja manna dómnefnd. Hana skipuðu Áslaug Thorlacius myndlistarmaður, Björgólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbanka Íslands, og Margrét Harð- ardóttir arkitekt. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arki- tektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búninga- höfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti. Tilnefningar til heiðurs- verðlauna Myndstefs 2007 Ólöf Nordal Pálmar Kristmundsson Katrín Elvarsdóttir Ilmur Stefánsdóttir Halldór Baldursson Hreinn Friðfinnsson Í HIRSLUM okkar geymum við oft hug- leiðingar eða minn- ingar og jafnvel svip- myndir af fólki. Fæstir hafa fyrir því að fara í hirsluna og hrista minnispunkt- ana saman í bók. Baldur Óskarsson hefur þó látið verða úr því í bók sem hann nefnir Í vettling manns og vísar þar til kviðlings: ,,Margt er smátt í vettling manns…“ Hér er því á ferðinni smælki af ýmsu tagi ,,raðað útfrá því sjónarmiði að hafa enga reglu“. Þetta er margvíslegt efni, sögur af samferðamönnum, skáld- um, útvarpsmönnum og listamönn- um, hugleiðingar um listina og skáldskapinn, kátlegar sögur af skrýtnum körlum og svona mætti lengi telja. Í þessum brotum birtist Baldur okkur sem þægilegur viðmælandi því að oft fær textinn á sig blæ frá- sagnar velþjálfaðs frásagnarmanns sem rabbar við mann yfir kaffibolla á kaffihúsi, ekki síst sögur hans af álíka ólíkum persónum og Sjón og Lása kokki, Dieter Roth og Guð- mundi tréhesti. Þetta eru mikilvæg minningarbrot þó að þau þyki eng- in stórtíðindi. Stíllinn verður sums staðar leikrænn og stundum kemst höfundurinn á flug eins og í umfjöllun um duende eða dunanda en svo nefnir hann það fyrirbæri. Baldur grípur á ýmsum þjóðfélags- málum, svo sem græðgi sjómanna, bænda og annarra gagnvart landi og mið- um, ljóðið verður hon- um að viðfangsefni og listin í ýmsum mynd- um. Það er kímni í þessu smælki og per- sónuleg nánd. Engin þörf er á því að vera sammála höfundi um allt það sem hann fjallar um. Þá væri lítið varið í orðræðuna enda er hann ekkert sérstaklega að setja hömlur á mál sitt frekar en menn gera við kaffiborðið. Það má hafa gaman af þessu riti. Það er lipurlega skrifað þó að varla verði slíkt brotakex borið fram á háborði þess hátimbraða bók- menntavettvangs. Til þess er það allt of alþýðlegt. Smælki BÆKUR Svipmyndir Í vettling manns Skafti Þ. Halldórsson Baldur Óskarsson Eftir Baldur Óskarsson Fámenna bókafélagið. 2007 – 158 bls. AYAAN Hirsi Ali lýsir kostulegu samtali í síðari hluta bókar sinnar Frjáls. Hún er þá búin að koma sér nokkuð vel fyrir í Hollandi, farin að stunda nám við Há- skólann í Leiden og efasemdir um íslam sækja að henni. Þá hringir gamall vinur frá Sómalíu, ímaminn Abshir, nú búsettur í Sviss. Hún segist efast um heilagleika Kór- ansins, veltir því fyrir sér hvað geti fært henni sönnur á tilvist helvítis eða himnaríkis og spyr hvort engl- arnir í íslam séu eitt- hvað líkir þeim kristnu, „í hvítum kyrtlum og með feitar kinnar“. „Nei,“ svarar Abshir „englar múslima eru gjör- ólíkir. Þeir eru ekki með vængi“ (bls. 278). Svarið dregur fram þau sannindi trúarbragðanna sem erfiðast er fyrir hinn trúaða að skilja, hvað þá sætta sig við: Að mörkin á milli mannlegrar ímyndunar og guðlegs veruleika virðast hopa og leysast upp um leið að reynt er að átta sig á þeim. Því betri sem spurningarnar verða, þeim mun þokukenndari verða svörin. Þó að ekki sé hamrað á einni nið- urstöðu bókarinnar, er augljóst hvað það er sem Ayaan Hirsi Ali telur að komi í veg fyrir að menn haldi áfram að spyrja gagnrýninna og ágengra spurninga. Það er óttinn við að brjóta gegn hefð og valdboði og – eins og í tilfelli Abshirs – óttinn við helvíti. „Abshir var gáfaður, góður og örlát- ur en hann var óttasleginn. Hræddur við englana sem myndu yfirheyra hann eftir dauðann um hollustu hans við Allah og Spámanninn. Hann ótt- aðist að falla á prófinu og eilíft helvíti biði hans“ (bls. 278-279). Er hægt að setja sig í spor fólks sem óttast í raun og veru að það muni kveljast í helvíti til eilífðar fylgi það ekki í einu og öllu bókstaf trú- arinnar? Er hægt að áfellast þá sem halda að félagsleg útskúfun sé aðeins undanfari eilífrar útskúfunar? Er hægt að ímynda sér þann lamandi ótta sem fylgir sannfæringunni um að mistök kunni að kosta mann sálu- hjálp til eilífðar? Vörn hins veraldlega samfélags Frjáls hefur vakið mikla og verð- skuldaða athygli um allan heim frá því að hún kom út í Bandaríkjunum snemma á þessu ári. Hún segir sögu höfund- arins, af uppvexti henn- ar í Sómalíu, Saudi- Arabíu, Eþíópíu og Kenía og af því hvernig hún sótti um flótta- mannahæli í Evrópu og tókst svo á skömmum tíma að koma sér fyrir í hollensku samfélagi, afla sér menntunar og skapa sér lífsviðurværi og hvernig hún vakti at- hygli í hollenskum stjórnmálum og varð loks einn þekktasti stjórnmálamaður Hollendinga á al- þjóðavettvangi. Bókin er í senn þroskasaga og saga pólitískrar bar- áttu frá sjónarhóli konu sem hefur heilsteypta og yfirvegaða lífssýn. Hún er ævisaga en tilgangur hennar er þó alls ekki að segja frá merkilegu lífshlaupi flóttamanns sem nær að fóta sig í vestrænu samfélagi. Saga Ayaan Hirsi Ali gerir lesandanum fyrst og fremst ljóst hve nátengdur veruleiki múslima í Afríku og Mið- austurlöndum er hinni kristnu Evr- ópu. Evrópumenn geta ekki haldið áfram að gera lítið úr þeim vanda sem stöðugt nánara sambýli við múslima skapar innan Evrópu. En þeir geta ekki heldur vígvæðst og snúist í vörn gegn múslimum. Þenn- an veruleika tekst Ayaan Hirsi Ali að draga fram með sláandi skýrum hætti. Hún bendir Evrópumönnum á að samskipti þeirra við innflytjendur úr löndum múslima, skilyrðin sem þeir skapa þeim og kröfurnar sem þeir gera til þeirra sé ekki bara spurning um réttindi hópa til eigin menningar og tungumáls heldur snú- ist þetta um hvers konar samfélag við viljum að Evrópuríki skapi. Þetta er nýr veruleiki í Evrópu, orðinn til á síðustu 20-30 árum. Og það er mikið í húfi: Öll hin veraldlega stjórnmála- menning Vesturlanda. Þess vegna verða Evrópumenn að standa vörð um hana, meðal annars með því að hafna hvers kyns trúvæðingu op- inbers lífs, ekki síst skólakerfisins. Þó að Ayaan Hirsi Ali fari ekki út í þá sálma má segja að sótt sé að hinu veraldlega samfélagi úr tveimur átt- um, því bókstafstrú á sér sterka hefð í hinum kristnu Bandaríkjum líka og þaðan heyrast stöðugt frekjulegri raddir sem heimta að frásagnir Bibl- íunnar séu lagðir að jöfnu við verald- legar skýringar á náttúrunni. Ayaan Hirsi Ali tekst að sameina tvennt sem sjaldnast fer saman: Annars vegar reynir hún að sýna fram á að grimmd, ofbeldi og kúgun, einkum kvennakúgun, séu ekki tíma- bundnar öfgar islamskra bókstafs- trúarmanna sem aðstæður í heim- inum hafa kallað fram, heldur óaðskiljanlegur hluti ritningar og boðunar íslams. Hins vegar dregur hún upp mynd af fólki, ættmennum og vinum, sem gefur lesandanum merkilega innsýn í hugsunarhátt þess og ástæður hans. Bókin undir- strikar að það er hægt að skilja án þess að samþykkja og hún gerir les- andanum ljóst hvílíkt risaverkefni er framundan eigi Evrópumönnum að takast hvorttveggja: Að varðveita hina frjálsu og opnu stjórnmála- menningu sína og lifa í sátt og sam- lyndi við múslima innan og utan landamæra Evrópu. Afstæðishyggja og hlutleysi Ayaan Hirsi Ali talar í bókinni um afstæðishyggju sem einkenni Evr- ópumenn og tekur þar undir með þeim sem hafa gagnrýnt fjölmenn- ingarhyggjuna sem um nokkurt skeið hefur einkennt viðhorf margra, ekki síst á vinstri vængnum, til vax- andi flóru innflytjenda. En það er iðulega tómahljóð í þessari gagnrýni og því miður gildir sama um umfjöll- un Ayaan Hirsi Ali. Hún lætur duga að hafna afstæðishyggju almennt án þess að gera nokkra tilraun til að út- skýra hvað í henni felst, en virðist gefa sér að afstæðishyggja sé algjört hlutleysi um verðmæti sem gangi jafnvel svo langt að hafna því alfarið að hægt sé að hafa skoðun á, hvað þá fordæma, það sem tilheyri menningu eða trúarbrögðum annarra hópa en eigin. Sé slík afstæðishyggja tekin alvarlega hljóta menn að yppta öxl- um yfir grimmd og kúgun á þeim forsendum að fulltrúar einnar menn- ingar geti ekki fordæmt það sem við- tekið er innan annarrar menningar. En afstæðishyggja getur verið af tvennu tagi. Hún getur vissulega birst í því að menn hafni almennum réttlætingum á venjum og athöfnum. En þó er hófsamari skilningur á af- stæðishyggju bæði eðlilegri og rétt- ari. Þá birtist afstæðishyggja ekki í höfnun hinna almennu sanninda, heldur einungis í þeirri afstöðu að engin sannindi trúar eða menningar séu algild eða hafin yfir gagnrýni og efasemdir, eigin þar með talin. Ef fyrri tegundin er afstæðishyggja minnimáttarkenndarinnar, þá er síð- ari tegundin afstæðishyggja frjáls- lyndisins sem lætur ekki fordóma eða fyrirframgefnar skoðanir ráða ferðinni, en krefst alltaf samræðu og raka. Þeir sem ráðast gegn vestrænni afstæðishyggju falla því miður oft í þá gryfju að gera ekki nógu skýra grein fyrir því hvað það er í afstæð- ishyggju sem þeir telja rangt og skaðlegt. Þess vegna er hætt við að kjarninn í vestrænum hugs- unarhætti fari forgörðum og í stað þess að leggja sig fram um að skilja og rökræða taki Evrópumenn að skylmast við múslima með sannindi sinnar menningar að vopni, að hætti bandarískra bókstafstrúarmanna. Pragmatismi Með bók sinni tekst Ayaan Hirsi Ali að hefja sig upp yfir marga þræt- una á vettvangi stjórnmála og sýna að hún hefur yfirsýn og skilning yf- irburðamanneskjunnar. Í frásögn hennar slær það lesandann hvað hún er fljót að læra og snögg að draga eldskarpar ályktanir af reynslu sem margir hefðu gengið í gegnum án þess að taka eftir neinu, eða án þess að hugsa um nokkuð nema sjálfan sig. Allt viðhorf hennar, að minnsta kosti eftir að hún er komin til þroska í hollensku samfélagi um miðjan tí- unda áratuginn, ber vitni þeirri öfga- lausu pragmatísku sýn sem líka ein- kennir stjórnmálamenn á borð við Nelson Mandela eða hugsuði eins og Amartya Sen, indverska hagfræð- inginn sem fékk nóbelsverðlaun fyrir nokkrum árum. Sen lýsti því einu sinni í viðtali hvernig hann hefði reynt að útskýra fyrir föður sínum að hann væri trú- laus og faðir hans svarað af bragði – já, en þú ert samt hindúi. Þú ert bara fylgismaður veraldlegs hindúisma. Þetta, að geta varðveitt sjálfsmynd og siðmenningu, án þess að sitja fast- ur í neti bókstafstrúar; viðurkennt trúleysi og virt trú í veraldlegu sam- félagi, er leiðin út úr martröð trúar- legrar kúgunar. Ayaan Hirsi Ali lýsir líka sam- skiptum við föður sinn – fordæmingu hans fyrst og svo hálfvolgri fyr- irgefningu og jafnvel viðurkenningu. Samtalið við föðurinn er slitrótt. Þeg- ar bókinni lýkur er hægt að vona að því sé ekki lokið, þótt það liggi niðri um sinn. Þýðing Árna Snævarr er lipur og sannfærandi. Þó get ég ekki annað en furðað mig á titli bókarinnar. Á frummálinu heitir hún Heiðingi (Infi- del) en í íslensku þýðingunni fær hún heitið Frjáls. Sérkennileg gelding á bókartitli það. Englar múslima hafa ekki vængi BÆKUR Stjórnmál Eftir Ayaan Hirsi Ali, 359 bls., þýðandi Árni Snævarr. Veröld, 2007. Frjáls Jón ÓlafssonAyan Hirsi Ali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.