Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 20
fjármál fjölskyldunnar
20 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
M
eð því að færa
heimilisbókhald
fáum við betri yf-
irsýn yfir fjármálin
og það auðveldar
okkur að bregðast við ógnunum og
tækifærum. Fólk, sem tileinkar
sér færslu heimilisbókhalds, getur
tekið meðvitaðri og ábyrgari
ákvarðanir með sín fjármál og náð
ótrúlegum árangri á skömmum
tíma ef vel er að verki staðið og á
málum haldið,“ segir Ragnhildur
Björg Guðjónsdóttir, framhalds-
skólakennari og varaformaður
Neytendasamtakanna.
Líkt og í hverjum öðrum fyrir-
tækjarekstri er ekki síður mik-
ilvægt að færa bókhald fyrir heim-
ilisreksturinn, kjósi menn að halda
vel utan um fjármálin sín.
„Bókhald er nefnilega tiltækt
tæki til að gera áætlanir, hafa yf-
irsýn og stýra fjármálum með
skynsömum hætti til að tilætlaður
árangur náist. Heimilisbókhald
gerir fólk meðvitaðra. Við gerum
okkur betur grein fyrir í hvaða
liðum má hagræða svo við náum
betur fjárhagslegum markmiðum
okkar.“
Ætla má að fólk almennt hafi
einhverja yfirsýn yfir fjármálin þó
það færi ekki formlegt heim-
ilisbókhald. „Margir fara þá leið
að nýta sér greiðsluþjónustu
bankanna sem er hið besta mál,
en það fyrirkomulag eitt og sér er
ekki nægjanlegt, ef ná á árangri.
Það þarf að vinna með fjármálin
og þá geta yfirlit greiðsluþjónust-
unnar verið ágæt vinnuplögg fyrir
heimilisbókhaldið.
Sífellt fleiri eru að átta sig á
gagnsemi heimilisbókhalds. Til
marks um það má benda á að eft-
irspurn eftir rafrænu heim-
ilisbókhaldi hjá Neytendasamtök-
unum hefur aldrei verið meiri en
einmitt nú. Í lífsleiknikennslu í
framhaldsskólunum er gert ráð
fyrir fjármálafræðslu og þar er
brýnt fyrir nemendum nauðsyn
þess að halda vel utan um eigin
fjármál. Rannsóknir á fjármálum
ungs fólks benda til þess að því
yngri sem þau eru þegar þau fara
að vinna með og íhuga sín eigin
fjármál, þeim mun líklegri eru þau
til að standa sig vel fjárhagslega
til framtíðar,“ segir Ragnhildur.
Föst og breytileg útgjöld
En hvernig er best að koma sér
upp heimilisbókhaldi og hvar
byrja menn, sem vilja gerast
ábyrgir og vel upplýstir um eigin
fjármál?
„Til að byrja með þarf fólk að
gera það upp við sig hvernig það
vill halda utan um fjármálin. Ýms-
ar leiðir eru færar í þeim efnum
enda eru til margvísleg bókhalds-
form. Neytendasamtökin hafa til
að mynda gefið út bókhaldsform,
sem er mjög hentugt og auðvelt í
notkun. Þegar svo kemur að því
að takast á við bókhaldið er und-
irbúningurinn mikilvægur enda
má segja að hann sé tímafrek-
astur. Rétt er þó að hafa í huga að
tímanum, sem í þetta fer, er
einkar vel varið.
Það þarf að byrja á því að tína
allt til sem tilheyrir heim-
ilisrekstrinum, bæði tekjur og út-
gjöld, og síðan þarf að flokka út-
gjöldin í föst og breytileg útgjöld.
Mikilvægt er að gera áætlun fyrir
hvern mánuð og árið í heild og
setja sér fjárhagsleg markmið.
Nauðsynlegt er að fylgjast reglu-
lega með áætluninni, t.d. í lok
hverrar viku, svo hægt sé að
bregðast við strax með hagræð-
ingu ef ljóst þykir að menn séu að
fara fram úr áætlun á einhverju
sviði. Gott er að skoða reglulega
einstaka neysluliði til að sjá
hversu mikið er í þá eytt á árs-
grundvelli og hversu hátt hlutfall
Færslu heimilisbókhalds fylgja bara
Morgunblaðið/Ómar
Verðvitundin Bókhald er tæki til að gera áætlanir, hafa yfirsýn og stýra fjármálum með skynsömum hætti svo til-
ætlaður árangur náist, segir Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir.
Betri yfirsýn samfara
meðvitaðri og ábyrgari
ákvörðunum fæst með
færslu heimilisbók-
halds. Ragnhildur
Björg Guðjónsdóttir
sagði Jóhönnu Ingv-
arsdóttur kostina við
slíkt vinnulag ótvíræða,
en mikilvægt væri að
setja sér fjárhagsleg
markmið.
Aðalleikarinn í kvikmynd-inni Magnús frá árinu1989 er allur. Hann varheygður undir húsvegg á
Varmalæk í Skagafirði í haust, 32
vetra. Gæðingurinn Hrímnir frá
Hrafnagili var a.m.k. aðalhestaleik-
arinn í Magnúsi en í margra augum
var hann ávallt aðalnúmerið – haf-
inn yfir dýrategundir – enda má
segja að í myndinni hafi hann verið
tákn fegurðarinnar í lífi persón-
unnar á Heimsenda sem Jón Sig-
urbjörnsson túlkaði og um leið
týndu fegurðarinnar hjá sjúklingn-
um í túlkun Egils Ólafssonar.
Eigandi „leikarans“ var Björn
Sveinsson á Varmalæk. „Hrímnir
veiktist skyndilega og var með
miklar innvortis kvalir, dýralæknir
gat ekki staðfest hvað olli veik-
indum hans og ekkert hægt að
gera. Þá var ekki eftir neinu að bíða
með það að hann fengi að sofna því
hugmyndin var aldrei önnur en að
lofa honum að lifa á meðan honum
liði vel,“ segir Björn. „Hann var á
járnum og ég var búinn fara á bak á
hann í sumar, hann var mjög frísk-
ur og ótrúlegt hvað hann hélt sínum
eiginleikum, bæði vilja og fóta-
burði.“
Allir sammála um Hrímni
„Ímynd hins fegursta.“ Svo lýsti
Valdimar Kristinsson Hrímni á
þessum vettvangi árið 2001. Hvers
vegna liggja víða þess háttar ein-
kunnir um hestinn? „Mér finnst
mjög sérstakt með þennan hest að
hann er einn af fáum sem ég hef
ekki séð neikvæða umræðu um. Í
raun og veru er líka sérstakt að
sama hvenær kosið er um bestu
hestana kemur hann upp efstur eða
með þeim efstu. Ég tek undir það
því hann á skilið hrós. Hann hefur
staðið sig alla tíð mjög vel og er
sérstakur karakter.“ Hrímnir er
fæddur Hjalta Jósepssyni í Hrafna-
gili í Eyjafirði en Björn eignaðist
hann árið 1980. Að sögn hans fór
Hrímnir fjórum sinnum í keppni,
fyrsta skiptið varð hann annar í
firmakeppni hestamannafélagsins
Stíganda í Skagafirði árið 1980, í
annað skiptið efstur á félagsmóti
Stíganda, ári síðar urðu þeir félagar
Íslandsmeistarar í tölti og loks efst-
ir í B-flokki gæðinga á landsmóti á
Vindheimamelum 1982. Spurður um
hvers vegna hann hafi látið þar
staðar numið í keppni með klárinn
segir hann: „Ég var kannski ekkert
sérstaklega hrifinn af því að sömu
hestarnir kæmu fram í mörg ár í
keppni, það var mín skoðun, svo
fannst mér þessi hestur líka eiga
það skilið að hlífa honum við því,
því keppni er alltaf miklu erfiðari
og gengur nær hestum heldur en
sýningar.“ Hrímnir hefur oft komið
fram á sýningum og síðast 27 vetra
á landsmótinu á Vindheimamelum
2002, þar sem hann var heiðraður
20 árum eftir landsmótstignina.
Geldingur kennir ungviðinu
En hvað var það sem var svo
hrífandi við Hrímni? Sumir segja
gráa hesta alltaf hafa eitthvað auka-
lega til að bera, aðrir nefna tígu-
legar hreyfingar og enn aðrir benda
kannski á að ómögulegt sé að lýsa
því sem okkur þykir fagurt. Lumar
Björn á einhverri sögu sem bregður
nýju ljósi á hestinn? „Ég er af-
skaplega lítill sögumaður,“ segir
hann skellihlæjandi. „Hann hefur
bara lýst sér best sjálfur – hann er
náttúrlega einstakur höfðingi, þessi
skepna. Ég á aldrei eftir að kynnast
svona hesti aftur en ég hef verið að
grínast með það að hann hafi síð-
ustu árin verið að ala upp fyrir mig
því hann gekk úti með folöldunum
og veturgömlu trippunum, og ég
ætlaði helst að fá sama fótaburðinn
og höfuðburðinn á þau,“ upplýsir
Skagfirðingurinn grínfullur.
„Hryssan Kengála frá Varmalæk
finnst mér hafa verið líkust Hrímni
í glæsileik, skapgerð og hæfileikum.
Kengálu missti ég fyrir þremur ár-
um á besta aldri, hún var fyrstu-
verðlauna klárhryssa, svona svíf-
andi létt hryssa, undan Mekki frá
Varmalæk og skilar afburðahross-
um. Ég á sem betur fer eina hryssu
undan henni, og Illingi frá Tóftum,
sem var frumtamin í haust og hún
lofar góðu, svo fór 4 vetra stóðhest-
ur undan henni og Hróð frá Refs-
stöðum í fyrstu verðlaun í vor.“
Björn játar því að hann veðji á
hryssuna sem landsmótskandídat.
„Svo er ég með 3 vetra fola, Kristal
frá Varmalæk, undan syni hennar
og Kolbrúnar gömlu frá Sauð-
árkróki sem er í minni eigu en hún
Í minningu
Hrímnis
hins fagra
Ljósmynd/Birna Dröfn Pálsdóttir
Heima í garðinum Hlutverk Hrímnis frá Hrafnagili síðustu árin var að ala upp trippin á Varmalæk.
Hrímnir frá Hrafnagili hvílir nú gömul bein undir
húsvegg í Skagafirði. Þessi óumdeildi gæðingur
hreif alla tíð fjöldann með sér, lærða sem leika, og
er mörgum eftirminnilegur sem hvíta hestagullið
í kvikmyndinni Magnús. Þuríður Magnúsína
Björnsdóttir fékk nýja sýn á Hrímni sem uppal-
anda í stóði eigandans, Björns Sveinssonar á
Varmalæk.
hestamennska