Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 31

Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 31 ans þar til þeim yrði skilað aftur. Hjörtur tók við því starfi eins og öðru sem um var beðið enda þótt hann hefði kosið annað. Minningar sem koma upp í hug- ann snúast gjarnan um það þegar Hjörtur undirbjó athafnir skólans sem voru víða um borg og hjálpaði til við að skreyta heimili okkar og búa það undir móttöku starfsfólks og gesta að athöfn lokinni, alltaf jafn yf- irvegaður og hlýr og sannfærandi – að allt væri eins og það ætti að vera og best yrði á kosið. Því ef ekki væri svo þá væri hann nú þegar búinn að laga það. Eins minnumst við þess með ánægju þegar þau Kristín komu sem gestir á heimili okkar eða í sumarbú- stað, alltaf svo miklir gleðigjafar bæði tvö. Við hjónin færum Kristínu og fjöl- skyldu hennar allri innilegar samúð- arkveðjur. Fráfall Hjartar er okkur öllum sárt enda ótímabært. Það var okkur ómetanlegt að mega hitta Hjört og kveðja fáum dögum áður en hann fór yfir móðuna miklu. Það var við hæfi að sjá að svipan sem hann hafði svo oft haft í hendi á ferðum sínum skyldi liggja þar nærri. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Með þakklæti og söknuð í huga minnist ég Hjartar Þórs Gunnars- sonar, vinar míns og fyrrum sam- starfsmanns. Það var gaman að vinna með Hirti. Glaðvær og bros- mildur gekk hann í öll verk. Hann var fljótur að koma auga á tækifæri og gæddi verkefnin æðri tilgangi langt umfram það sem skyldan bauð. Hæfileikar Hjartar voru margir og ekki síst á sviði verkþekkingar, við- skipta og samskipta. Þegar kom að lausn vandasamra verkefna hafði hann einstaka verkfræðilega innsýn við skipulagningu þeirra, gott við- skiptavit við útfærsluna og þá sam- skiptahæfni sem þarf við fram- kvæmd og eftirfylgni. Hjörtur var góður vinur og vin- margur. Ekki veit ég hvort hann átti sér einhver skilgreind kjörorð í lífinu en við blöstu nokkur í daglegu lífi hans, meðal þeirra voru einstök bjartsýni, vinátta og kærleikur. Þeg- ar vágestur knúði dyra í formi krabbameins fyrir ríflega ári tók hann honum með viljastyrk og í takti við ofangreind kjörorð. Þetta viðhorf speglaðist líka hjá fjölskyldu hans og vinum. Við treystum því að Hjörtur myndi hafa þetta af. Tíminn hans gat ekki verið kominn. Hann var svo lífs- glaður og hafði svo margt að lifa fyr- ir. Hjörtur var mikill fjölskyldumað- ur og eðal-afi. Fjölskyldan og barnabörnin áttu hug hans og hjarta, og hann var gríðarlega stoltur af sínu fólki. Þegar svo góður vinur á besta aldri er kvaddur er tvennt ofarlega í huga. Í fyrsta lagi hve tíminn er tak- mörkuð auðlind og einnig hversu dýrmætt það er að eiga góða vini. „Lífið er fagurt, samspil orku og flæðis, leitandi tilgangs.“ „Tíminn er naumur, afstæður og flæðandi, takmörkuð auðlind.“ „Vinur er allur, flæðir yfir söknuður, Hjartarlaus framtíð.“ Ég og fjölskylda mín vottum Diddu, börnum og barnabörnum Hjartar innilega samúð okkar. Guð geymi góðan dreng og gefi ykkur styrk til að halda áfram. Guðfinna S. Bjarnadóttir. Hjörtur okkar, þessi hógværi og hægláti maður sem flutti fjöll, er lát- inn. Það er stórt skarð sem ekki verður fyllt í huga og hjarta okkar allra í HR. Við sem fengum að starfa með honum og læra af honum verð- um ævinlega þakklát fyrir þann tíma. Orð Helenar Keller lýsa vel af- reksmanninum Hirti: „Ég þrái að ljúka miklu verki en það er megin- skylda mín að ljúka því smáa líkt og það væri stórt og höfðinglegt.“ Natni hans við hvert smáatriði og útsjón- arsemi var einstök og hann kenndi okkur virðingu fyrir efni, tíma og tryggð við þau verk sem við leggjum lið hversu krefjandi og óvinnandi sem þau kunna að vera. Að leiða er að þjóna. Alltaf var Hjörtur mættur fyrstur á morgnana og hann var sá síðasti til að kveðja á hverju einasta kvöldi. Það var ekkert verk of umfangsmikið. Enginn tíma- rammi of þröngur. „Við náum þessu. Við verðum að ná þessu svo við náum því“ var ávallt viðkvæðið hjá aðstoð- arrektornum eins og við kölluðum hann. Hjörtur Þór Gunnarsson var einn af fyrstu starfsmönnum Háskól- ans í Reykjavík. Frá fyrsta degi sá hann um fasteignir skólans og þrátt fyrir að skólanum yxi stöðugt ásmeg- in og fermetrunum fjölgaði nánast dag frá degi, þá fór það oft framhjá okkur hinum hversu hraður fermetr- avöxturinn var því Hjörtur sá um þetta allt af sömu natni og yfirvegun og frá fyrsta degi. Hjörtur veiktist haustið 2006. Þrátt fyrir stranga og erfiða meðferð var Hjörtur áfram tíður gestur á göngum Háskólans í Reykjavík. Þar var hann á meðal vina. Hver einasti starfsmaður HR lét sig Hjört varða. Við voru öll vinir hans. Hann gekk um gangana, fylgdist með því að allt væri eins og það ætti að vera og ræddi um veikindi sín við alla þá sem spurðu af þvílíku æðruleysi að að- dáun vakti. Það var bjart yfir honum og bara tímaspursmál hvenær þessu „verki“ lyki og hann kæmi aftur til starfa á meðal vina sinna. Stór stund var í sögu HR í sumar þegar fyrsta skóflustungan að nýrri skólabyggingu var tekin. Fyrsti maður á vettvang, fullur bjartsýni fyrir framtíðina en sárþjáður með skóflu sem hann hafði sérstaklega látið útbúa fyrir mig, var Hjörtur. Við iðuðum í skinninu að fá að taka til hendinni saman á nýjum stað en svo varð því miður ekki. En ég veit að Hjörtur verður með okkur í anda. Við berum með okkur þá þekkingu, natni og umhyggju sem hann skildi eftir hjá okkur. Starfsmenn Háskólans í Reykja- vík kveðja í dag kæran vin og félaga sem skildi eftir sig ómælda birtu, gleði og vináttu sem mun lýsa upp skammdegið sem nú hvelfist yfir okkur og sefar sorgina í hjarta okk- ar. Við erum óendanlega þakklát Hirti. Minnisvarðar hans eru í hverju horni í HR. Fyrir hönd starfsmanna Háskól- ans í Reykjavík votta ég eiginkonu hans og öllum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Svafa Grönfeldt rektor. Himnarnir skörtuðu sínu fegursta, fallegur fölbleikur litur lá yfir sjón- deildarhringnum og bláminn sem umlukti Esjuna var sá fallegasti eld- snemma að morgni allraheilagra- messu hinn 1. nóvember þegar Hjörtur Þór Gunnarsson, vinur okk- ar og samstarfsmaður, lést eftir hetjulega en harða baráttu við krabbamein. En í eftirmiðdaginn þann sama dag var eins og veröldin áttaði sig á hvílíkur höfðingi hefði lotið í lægra haldi fyrir andstyggileg- um sjúkdómi og himnarnir grétu sem aldrei fyrr. Hjörtur okkar starfaði í Háskól- anum í Reykjavík frá stofnun skól- ans eða frá árinu 1998 og var frá upp- hafi órjúfanlegur partur af tilveru hans. Sem umsjónarmaður fasteigna var hans hlutverk veigamikið og spannaði svo langt út fyrir merkingu þessa titils. Svo mikilvægur var hann skólanum að hann var ætíð nefndur „aðstoðarrektor“ og ekki hefði verið hægt að finna betri lýsingu á honum. Á hans tíma stækkaði skólinn ört og það þurfti að breyta, bæta, finna ráð og þóknast öllum sem að komu. Að þóknast öllum gerði hann listavel og með ótrúlegum hugmyndum, ráðum, tengslum og gleði breytti hann og bætti, lagaði skólahúsnæðið að nýj- um deildum og fleiri starfsmönnum. Sem yfirmaður hans en þó mest sam- starfsfélagi var hann ómetanlegur, við hefðum aldrei getað haldið úti þeirri þjónustu fyrir starfsmenn og nemendur nema vegna elju hans og vinnusemi. Honum þótti gaman að vinna og HR gegndi stóru hlutverki í lífi hans. En það var fjölskylda Hjartar sem átti hann algerlega. Hann var óend- anlega stoltur af eiginkonu sinni, börnum og fallegu barnabörnunum sem að áttu hug hans og hjarta alltaf. Við fengum að fylgjast með svo mörgu sem litlu börnin voru að taka sér fyrir hendur og gleðin leyndi sér ekki ef verið var að fara að horfa á uppákomur hvort sem var í leikskól- um, leikhúsum eða kórum. Við vinir hans fórum heldur ekki varhluta af þeirri hlýju og væntum- þykju sem hann gaf frá sér. Þó ein átján ár væru á milli Hjartar og mín vorum við perluvinir, nutum þess að vinna saman að sama markmiði og deila sögum af fjölskyldum okkar. Hann kenndi mér margt og víkkaði sjóndeildarhring minn svo um mun- ar með skemmtilegum sögum um allt milli himins og jarðar. Mér þótti svo undurvænt um hann. Hann bar hag minn og dóttur minnar fyrir brjósti og fyrir það þakka ég honum af öllu hjarta. Það var gott að vera vinur Hjartar. Síðasta skiptið sem að Hjörtur kom á opinberan fagnað skólans var við fyrstu skóflustungu nýrrar bygg- ingar í Vatnsmýrinni hinn 24. ágúst sl. Athöfnin varð ríkari og fallegri með hans nærveru. Það er ósk okkar að Hjörtur þeysist nú á fögrum fáki í fallegum heimi og líti eftir fjölskyldu sinni og vinum og öllum þeim nýju framkvæmdum sem Háskólinn í Reykjavík stendur nú fyrir. Við biðjum góðan guð að varðveita okkar kæru Diddu, Rikka og Þuríði og öll hans yndislegu barnabörn. Það er með mikilli virðingu sem við kveðjum kæran samstarfsmann og vin. Við grátum með himnunum. F.h. Þjónustusviðs Háskólans í Reykjavík. Kristín Hulda Sverrisdóttir. Kæri Hjörtur. Þín mun verða sárt saknað. Þú varst mágur hennar mömmu og besti vinur hans pabba og ég kallaði þig alltaf frænda minn. En okkar á milli varstu líka afi minn, þó svo ég hefði átt nóg af þeim, þú varst jólasveinn- inn minn, sem annar faðir minn og ég veit ekki hve margt annað. Þegar ég kom heim frá Danmörku og kom til þín á líknardeildina, þá kynntirðu mig fyrir öllum sem fósturdóttur þína, mér fannst það svo sætt og ekki svo fjarri lagi. Ég er svo þakklát fyr- ir þann tíma sem við fengum saman. Við þurftum ekkert að tala, bara að sitja þarna saman í herberginu, ég með bók til að glugga í þegar þú dormaðir. Þetta var mér verðmætur tími og ég mun alltaf vera þakklát fyrir að fá að eyða þessum tíma með þér. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu því sem aðrir voru að gera og hafðir svo sérstakt lag á því að fá okkur til að finnast við vera einstök, hvort sem það var vinna, skóli eða áhugamál. Þú hvattir fólk áfram og fékkst það til að gera betur, þú hafðir svo mikla trú á fólki að þú fékkst fólk til að trúa enn meira á sjálft sig. Það var ótrúlegt hvað jólasveinninn missti margar gjafir úr pokanum beint á tröppurnar hjá þér, þannig að þú gast komið þeim til skila á að- fangadagskvöld. Ég mun seint gleyma blokkflautunni sem lenti á tröppunum þínum og ég fékk að vita frá þér að fólk sem lærði á hljóðfæri væri yfirleitt afburðafólk í hverju sem það tæki sér fyrir hendur því að það fylgdi því svo mikill agi. Þegar þú varst að kíkja út um gluggann og sjá hvað ég væri að gera út í bíl með strák sem hafði skutlað mér heim og koma svo við næsta dag og spyrja út í drenginn sem þú hafðir séð. Eitt skiptið varstu viss um að ég væri komin með nýjan dreng upp á arminn en hann hafði bara fengið sér nýjan bíl. Ég fór í reiðskóla í nokkur ár því að það heillaði mig hversu mikla ástríðu þú hafðir á hestum og ég vildi geta eytt meiri tíma með þér. Ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa til allra stóru stundanna í lífi mínu sem þú verður ekki hluti af, giftingu minni, fæðingu barna minna og út- skriftinni úr sjónfræðinni. Þó svo að ég hefði aldrei farið í skólana þína, þá varstu ekkert minna stoltur af því þegar ég varð stúdent og ákvað að fara til Danmerkur í nám. Þú varst svo ánægður að ég fann eitthvað sem mér fannst áhugavert að læra, þó svo að þetta sé mikil stærðfræði þá sagðirðu að þetta yrði nú ekki mikið mál fyrir mig, ég ætti bara eftir að fá traust á sjálfri mér og viti menn. Fyrsti áfanginn í stærð- fræðinni og ég fæ hæstu einkunn. Ég gat ekki beðið eftir að hringja í þig og segja þér frá því. Viðbrögð þín voru að þú hafðir ekki búist við neinu öðru, þú hafðir trú á mér. Það eru margar minningar sem ég á og allar eru þær góðar. Ég mun sakna þín mikið og er sárt að vita til þess að minningarnar verði ekki fleiri. Ég veit að þú ert komin á betri stað nú og vakir yfir okkur. Gamlárskvöld verður ekki samt án þín. Ég mun standa við loforðið sem ég gaf þér Hjörtur minn. Kæru Didda, Rikki, Þurý og barnabörn. Megi þið fá styrk á þess- um erfiðu tímum. Litla stelpan þín, Kristín Edda Sigurðardóttir. Það er erfitt að koma því á fram- færi í nokkrum línum hversu ein- stakur hann Hjörtur var. Ef ég ætti að þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína, þá myndi það taka mig hálfa ævina. Maður sem í 27 ár hvatti mig áfram í öllu sem ég gerði. Ég á ótal nöfn yfir hann, en hann kallaði mig oft fóst- urdóttur sína og er ég afar stolt af því. Þó hann væri ekkert skyldur mér var hann hjá vinum mínum þekktur sem Hjörtur, frændi Dag- bjartar, en í hjarta mínu er hann pabbi númer tvö, næstum því frændi, afi, vinur, nágranni, húsvörðurinn minn, leigusalinn og velgjörðarmað- urinn, sem sameinar kannski öll hin hlutverkin. Hjörtur hafði metnað á við þúsund manns og fyrir hönd allra sem komu nálægt honum. Hann vildi að allir menntuðu sig og stæðu sig vel. Stundum þótti manni hann helst til afskiptasamur, en hann meinti vel og hafði rétt fyrir sér, sem ég viður- kenndi fúslega fyrir honum fyrir stuttu. Stoltið sem hann sýndi þegar ég útskrifaðist úr skólanum hans, fellur mér seint úr minni. Árin þar voru frábær og gott að geta stundum sest niður og fengið sér hádegismat með Hirti auk þess sem það spillti alls ekki fyrir að þekkja húsvörðinn þegar maður lagði ólöglega. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla og eng- inn var ánægðari þegar fólk náði merkum áfanga. Hjörtur var alltaf að stússast og hann náði alltaf að vera í stóru hlut- verki hvar sem hann kom. Fólk lað- aðist að honum og hann átti ótal- marga vini sem mátu hann mikils. Skemmtilegast þótti honum að fara á uppboð og gera góð kaup. Hann seldi einnig ótrúlegustu hluti fyrir fjöl- skyldu og vini og náði merkilegum árangri á því sviði. Fram á síðasta dag reyndi Hjörtur að hjálpa fólkinu í kringum sig. Hann vissi hvað allir voru að bralla og vildi ekki missa af neinu. Þó hann væri slappur, þá hringdi hann til að athuga hvernig íbúðakaupin gengju hjá mér og ég er viss um að hann togaði í nokkra spotta þarna uppi þegar þau heppn- uðust daginn eftir að hann fór. Það er óraunverulegt að Hjörtur sé farinn og djúpt skarð hefur mynd- ast í tilveruna. Það vantar manninn sem kemur á gluggann hjá okkur og spyr hvað sé í matinn. Þann sem læt- ur börnin alltaf syngja á jólunum, biður mann að keyra bílinn heim þegar það er kokteilboð í skólanum. Hann fær lánaða aukalyklana því hann er ekki með sína, talar um hvað barnabörnin eru dugleg, segir manni að læra meira, sofnar á sófanum eftir hangikjötið á jólunum, fær DV lánað á laugardagsmorgnum þegar enginn er búinn að lesa það og kallar í mann að koma yfir til að heilsa barnabörn- unum. Svo kaupir hann eitthvað fá- ránlegt á uppboði, verðlaunar mann fyrir góðar einkunnir, talar um skól- ann sinn og svo margt, margt fleira. Ég vona að Hjörtur sé núna á góð- um stað, að stússast og éta á sig gat á milli kokteilboða og útreiðartúra. Minning hans mun lifa í öllum sem þekktu hann. Elsku Didda, Rikki og Þurý, Gló- dís, Selma, Bergsveinn, Sunna, Þóra og Elmar Darri, hugur minn er hjá ykkur og ég bið Guð að geyma ykkur á þessum erfiðu tímum. Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir. Hann Hjörtur var mér svo margt, aukapabbi, vinur, frændi og ná- granni. Ég hef alla mína ævi verið svo lánsöm að búa við hlið fjölskyld- unnar í nr. 26, Hjartar, Diddu, Rikka, Þurýjar og Skottu. Þau eru í mínum augum framlenging af okkur fjölskyldunni í nr. 24. Hann var mað- ur systur hennar mömmu minnar og sterk bönd bundu fjórmenningana saman, það var hlegið, spjallað, rifist og að sjálfsögðu sæst en oftast var nú samt gleðin allsráðandi. Hjörtur var alltaf til staðar sama hvað á gekk, afmæli, fermingar, útskriftir, skóla- böll nú svo ef einhver kíkti í heim- sókn þá kíkti Hjörtur. Það hefur oft verið svo gaman að fylgjast með þér og pabba í vinskap ykkar, ávallt að reyna að standa saman og uppi í hárinu á systrunum þremur. Hann hefur alltaf fylgst með öllu sem hefur gerst hjá mér og systrum mínum og jú að sjálfsögðu Kolbeini Tuma líka, það var alltaf hægt að bæta í hópinn hans Hjartar, nóg var pláss hjá hon- um og ekkert var honum óviðkom- andi. Oft gastu gefið mér góð og ómetanleg ráð, þú hafðir þitt að segja. Þú varst blíður en sterkur, stór og mikill, kátur en ákveðinn og umfram allt orðvar og gætinn. Ófáar voru nú bíóferðirnar sem þið svilarn- ir fóruð í. Ykkur fannst svo gott að skjótast á eina mynd á meðan syst- urnar sátu saman í saumaklúbb og koma svo bara eftir myndina og fá ykkur hressingu með stelpunum. Kolbeinn hefur hugsað sér að setjast í bíósætið við hlið afa síns í þinn stað og reyna að passa upp á kallinn eins og vinur hans góði gerði alltaf. Þið pabbi voruð bestu vinir það sáu allir og það eru held ég fáir menn eins lík- ir í eðli sínu og þið tveir svilarnir, sanngjarnir, réttlátir, glaðir, hrekkj- óttir og andskoti þverir en sveigjan- legir. Hjörtur var braskari mikill og misgóður í því, en alltaf reynd’ann. Það voru bílar og tæki, alls kyns dót og drasl, meira að segja skólager kom í nr. 26 eftir eina ferð á uppboð, það sem við gátum oft hlegið þegar þú komst af uppboðum stoltur og ánægður með góð kaup. Þú varst Rikka og Þurý góður faðir, gafst svo mikið af þér og gerðir allt sem þú gast til að styrkja, hjálpa og hvetja áfram. Afahlutverkið fór þér samt best. Þú varst, ert og verður alltaf á stalli hjá barnabörnum þínum sem muna þig sem Hjört afa á kafi í hest- um, að kenna taumhald og reið- mennsku, stjórna söng á fjölskyldu- mótum, afmælum eða bara af því að þig langaði að heyra þau syngja, af söng fékkstu aldrei nóg. Didda, þín sterka fallega kona sem þú elskaðir svo mikið og elskar enn, er klettur- inn, gleðin og gæfan, hún er límið sem heldur öllu saman. Mikið of- boðslega fannst ykkur alltaf gaman að ferðast saman og þið kunnuð svo sannarlega að njóta lífsins í samein- ingu í göngu, söng og samveru. Þið nýttuð tímann vel. Elsku Hjörtur minn, ég mun ávallt sakna þín, en ég veit að þú munt fylgjast með okkur öllum og passa eins og þín er von og vísa. Elsku Didda, Rikki, Þurý og öll börnin fögru. Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram veginn. Kveðja frá Hrafnhildi Ósk Sigurðardóttur. Elsku Hjörtur. Mig langar að þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við mig. Þú sýndir ávallt mikinn áhuga á því hvernig mér gengi í leik og starfi. Mér er það minnisstætt hversu ein- dregið þú mæltir með því að ég færi í gamla skólann þinn, Verslunarskóla Íslands, að loknu grunnskólanámi. Ég á margar minningar um skemmtilegar samverustundir með þér og fjölskyldu þinni. Kannski ég fari bara í Versló. Arna Stefanía Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hjört Þór Gunnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.