Morgunblaðið - 12.11.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 35
✝ Ágústa Sigríð-ur Möller, fædd
Johnsen, fæddist í
Ásbyrgi í Vest-
mannaeyjum 26.
júní 1913. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni, 29.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Erlends-
dóttir húsfreyja, f.
1888, d. 1970 og
Guðni Hjörtur
Johnsen útgerð-
armaður, f. 1888, d. 1921. Systk-
ini Ágústu eru Fríðþjófur John-
sen, f. 1911, d. 1963, maki
Gudrun Rolighed Johnsen, f.
1918, d. 2006, Erla, f. 1916, d.
1917 og Rögnvaldur Johnsen, f.
1920, maki Dóra Guðfinna Valdi-
marsdóttir, f. 1927. Hálfsystkini
Ágústu, börn móður hennar og
seinni maka, Störkers Sedrup
Hermansen, eru Guðni Her-
mansen, f. 1928, d. 1989, maki
Sigríður Jóna Kristinsdóttir, f.
Örn; 3) Þóra G. Möller, f. 1942,
maki Sigurður Briem, f. 1936,
börn þeirra a) Dóra Kristín, f.
1971, maki Jón Ívar Einarsson, f.
1969, sonur þeirra Ívar Karl, b)
Gunnar Jakob, f. 1972, maki
Karen Erla Karólínudóttir, f.
1977, synir þeirra Baldur Fróði,
Jakob Orri og Ari Sigurður, c)
Gunnlaugur Þór, f. 1975; 4)
Helga Möller, f. 1950, maki
Benedikt Geirsson, f. 1953. Dótt-
ir hennar og fyrri manns hennar
Ólafs H. Johnson, f. 1951 er
Katrín Ágústa, f. 1977.
Ágústa ólst upp í Vest-
mannaeyjum. Sextán ára fluttist
hún til Reykjavíkur, stundaði
nám í Verslunarskóla Íslands og
síðar í húsmæðraskóla í Holte í
Danmörku. Að námi loknu vann
hún um skeið á lögfræðiskrif-
stofu Eggerts Claessens, en helg-
aði sig síðan eiginmanni, heimili
og börnum.
Hún var virkur félagi í Kven-
félaginu Hringnum og vann
sjálfboðastörf á vegum Rauða
kross Íslands eftir lát manns
síns.
Útför Ágústu fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
1929; Sveinbjörn
Hermansen, f. 1930,
d. 1980; Erla Ágústa
Björg Hermansen, f.
1934, maki Þráinn
Hjartarson, f. 1930,
þau skildu.
Hinn 11. júlí 1936
giftist Ágústa Gunn-
ari J. Möller lög-
fræðingi, f. í
Reykjavík 30.11.
1911, d. 6.6. 1988.
Börn þeirra eru 1)
Jakob Þ. Möller, f.
1936, maki Isabel
Contreras, f. 1952. Sonur hans
og fyrri konu hans, Þórunnar
Wathne, f. 1944, er Gunnar Stef-
án Möller, f. 1969; 2) Jóhanna G.
Möller, f. 1938, gift Sigurði Páls-
syni, f. 1936, dætur þeirra a)
Ágústa Helga, f. 1960, d. 1990,
maki Búi Kristjánsson f. 1961,
synir þeirra Haukur Þór, Birgir
Hrafn og Arnar Már, b) Margrét
Kristín, f. 1963, maki Börge Jo-
hannes Wigum, f. 1963, börn
þeirra Embla Gabríela og Ágúst
Elsku, elsku, amma mín góða…
Manstu þegar við lágum og kúrð-
um meðan afi fór fram að undirbúa
„mátulegaheitt“ og tvíbökur til að
færa okkur í rúmið … og hvernig
við fundum alltaf einhverja ástæðu
til að hringja bjöllunni við rúmið?!
Manstu þegar ég uppgötvaði
leyndarmálið þitt? Þegar ég gekk
inná þig að spila á píanóið þegar þú
hélst að þú værir ein heima?!
Manstu þegar ég fann heila í ís-
skápnum hjá þér?! … sem reynd-
ust vera hrogn.
Og manstu þegar við fengum
hláturskastið á veitingahúsinu á
Mallorca?!
Ég man það svo vel.
Ég man líka hvernig þú sagðir
alltaf „greeeeyyyið“ um allar kisur.
Mér fannst það nefnilega skrýtið
því ég sá ekki að þær ættu neitt
bágt.
Ég man að þú leyfðir mér alltaf
að leika mér að litlu glerdýrunum
og dótinu í fallega skápnum í stof-
unni, þótt ég væri greinilega ekki
traustsins verð fyrst ég braut eng-
ilinn.
Ég man líka hvernig maður labb-
aði slóðann uppí bústað án þess að
fá mold á skóna.
Og ég man hvað þú varst rosa-
lega klár að baka pönnukökur! …
og notaðir alltaf brotna hnífinn.
Ég man hvað fiskgratínið þitt
var ótrúlega gott.
Og hvernig þú hafðir bæði hrís-
grjón og kartöflur með kjöti í
karrý!
Maturinn var í alvöru, alvöru
ekki vondur í eitt einasta af skipt-
unum sem mig langaði ekki í
meira!
Ég man þegar ég fylgdist með
þér trekkja stóru klukkuna í borð-
stofunni.
Og hvernig maður segir „hana
vantar“ um mínúturnar eftir hálfa
tímann.
Hvíldu í friði, elsku amma mín!
Ég bið að heilsa afa mínum góða…
Hafðu það gott í himnaríkinu! …
Þú heldur eflaust áfram að drekka
nóg af vatni af því það er svo hollt
fyrir mann. Ég held líka að það sé
alveg á hreinu að vatnið sem í boði
er þarna uppi sé góða, íslenska
vatnið okkar, því það er náttúru-
lega langbest. Já, við erum svo
svakalega heppin með það!
Svo skal ég reyna að muna að
vera alltaf „yfir“ og kannski borða
meira af rófum, af því það er svo
gott fyrir tennurnar! … og að sjálf-
sögðu lofa ég að passa mig alltaf á
ó, ó, bílunum!
Knús pjús elsku amman mín
yndislegust og takk fyrir mig!
Katrín Ágústa (Kata).
Ein skýrasta æskuminning okkar
er af ömmu og afa: að koma að fal-
lega húsinu á Ægisíðu, sjá höfuðið
á afa birtast svipmilt í litla glugg-
anum efst á hurðinni og ganga
beint inn í ilminn af velgjörðum
ömmu í eldhúsinu. Hún var ímynd-
in holdi klædd: ræktarsama ætt-
móðirin sem aldrei virtist þrjóta
orku, örlæti, húmor eða deig. Þeg-
ar sjö sortir voru etnar og sú átt-
unda afþökkuð spurði hún hálf-
undrandi: „finnst þér kökur ekki
góðar?“ Það leyndi sér aldrei að
amma var glöð að sjá okkur og án
þess að höfð væru um það mörg
orð vissum við að hún vildi allt fyr-
ir okkur gera.
Um jól og áramót vorum við allt-
af hjá ömmu og afa á Ægisíðu á
meðan þau bæði lifðu og óhugsandi
að víkja frá þeirra hlýlegu og
sterku hefð. Amma hristi fram úr
erminni glæsileg fjölskylduboð með
rósemi og bros á vör. Það var ekki
hennar hugmynd á miðjum áttræð-
isaldri að yngri kynslóð tæki við
fyrirhöfninni og hún kæmi bara og
„smakkaði til“. Til hins síðasta setti
hún sinn tignarlega og milda svip á
allar hátíðir fjölskyldunnar.
Kökur og jól geta öll börn skilið,
en við höfðum þá enga hugmynd
um hve mikils virði hitt var okkur,
eins og fiskurinn veit ekki af vatn-
inu. Afi og amma voru klettur, allt-
af til staðar, jákvæð og jafnlynd,
áreiðanleg eins og sólargangurinn
og létu okkur barnabörnin ekki
bara njóta skilyrðislauss kærleiks
heldur líka virðingar og mikilvægis.
Í fallegu stofunni þeirra stilltu þau
upp skólaföndri okkar, þótt það
væri til lítillar prýði.
Amma og afi dvöldu nánast
hverja helgi að sumri í bústaðnum
við Hrafnagjá. Þangað vorum við
alltaf velkomin og nýttum það
óspart. Skemmtilegra leiksvæði er
varla hægt að hugsa sér, en það
var ekki með öllu hættulaust, eins
og amma minnti okkur gjarnan á.
Þegar kúabjallan klingdi gerðum
við hlé á leiknum og skunduðum í
„kofann“ þar sem beið okkar rúg-
brauð og reyktur lax, sandkaka,
vínarbrauð og fleira góðgæti. Að
kvöldi var kveikt upp í kamínunni.
Í amstri nútímans eru vandfundnar
eins friðsælar stundir.
Ömmu lá ekkert á að eldast. Hún
var alltaf grönn, kattliðug, svaf í
lótusstellingu, gat hjólað, rólað,
sippað og haldið þremur boltum á
lofti. Á áttræðisaldri vílaði hún ekki
fyrir sér að bregða sér ein vestur á
firði að læra um makróbíótískt fæði
og bæta við málakunnáttuna með
ýmsum námskeiðum. Daginn sem
Haukur Þór fæddist, fyrsta barna-
barnabarnið, náðist ekki strax í ný-
bakaða langömmuna til að flytja
henni fréttina – hún var í skól-
anum. Hún lifði heilbrigðu lífi í
mataræði og öðru, leit á hvönn og
söl sem sælgæti og þakkaði langlífi
sitt hundasúrunum í Heimaey. Þó
lumaði hún alltaf á hefðbundnara
nammi í töskunni sinni handa ung-
viðinu.
„Hollt og gott“, sagði amma
gjarnan þegar hún bar krásir á
borð fyrir okkur. Við vöndumst
þessum orðum svo ung að við höfð-
um ekki vit á að tengja þau öðru en
mat. Eftir á að hyggja lýsa þau
ekki síður lífsmáta hennar öllum.
Það eru forréttindi að búa að slíkri
fyrirmynd um dugnað, hlýju og
heilbrigði.
Amma lifir áfram í áhrifum sín-
um á þá sem hana þekktu. Við
minnumst hennar með þakklæti og
söknuði.
Dóra, Gunnar og Gunnlaugur.
Þeim fækkar nú óðum, sem hægt
er að segja um að hafi lifað, hrærst
og byggt upp þá Reykjavík sem
varð til á fjórða og fimmta áratug
síðustu aldar, þá ungu rísandi borg
sem Tómas Guðmundsson orti um.
Ágústa Möller, ekkja Gunnars J.
Möllers föðurbróður míns, var í
hópi þessara Reykvíkinga. Reyk-
víkinga segi ég, en Ágústa var
fædd og uppalin í Vestmannaeyjum
og þótt hún byggi í Reykjavík í
meira en 75 ár af þeim 94 sem hún
lifði, gleymdi hún aldrei upprun-
anum. Hún var kölluð Dista, en
hvorki Ásta né Tóta, sem Tómas
sagði göturnar í Fögru veröld hafa
fyllzt af, en var ein þeirra ungu,
fögru kvenna sem heilluðu unga
menn í Reykjavík upp úr 1930.
Þegar fjölskyldubönd eru náin
eins og var með þau bönd sem
bundu þá Möllersbræður saman,
virðist óhjákvæmilegt að fjölskyld-
urnar sjálfar blandist. Þannig voru
eiginkonur þeirra bræðra mjög
nánar og sömuleiðis mikill vinskap-
ur og ræktuð frændsemi meðal
frændsystkinanna. Ekki dregur úr
þessu, þegar fjölskyldurnar eru
einnig í nábýli, Gunnar og Ágústa
og faðir minn Ingólfur og móðir
mín Brynhildur bjuggu í nábýli
lengst af. Fyrst bjuggu Gunnar og
Ágústa í Garðastræti en foreldrar
mínir hinum megin við götuna á
Hólatorgi, en síðan létu fjölskyld-
urnar byggja hús á Ægisíðu og
bjuggu þar saman meira en þrjá
áratugi. Af þessu leiðir að ég hef
þekkt Distu alla ævi. Þekkt hina
hófstilltu kæti, ákveðni og fylgni
við það sem skipti hana máli. Hef
líka þekkt dugnaðinn sem ein-
kenndi hana alla tíð í störfum og
tómstundum. Ég man eftir henni
að læra á bíl um 1947 eða aka um
alla Reykjavík á níræðisaldri.
Hvorugt þessa síðast talda var
sjálfsagt. Á fimmta áratugnum
voru sennilega ekki fleiri en um
það bil 2.500 fólksbílar í Reykjavík.
Bíllinn var því lúxus, ekki nauðsyn,
enda þurfti þá ekki bíl til þess að
sinna erindum sínum, Reykjavík
hafði þá ekki þanizt út um allar
koppagrundir. Fáar konur, fæddar
fyrir 1920, höfðu bílpróf og færri
óku bílum og ef til vill þess vegna
er mér svo minnisstætt þegar
Ágústa var að læra á bíl.
Ungt fólk nú á dögum kann að
undrast hversu margar konur
sinntu eingöngu heimilisstörfum
fram á sjötta og sjöunda áratuginn.
Þá er rétt að hafa í huga, að heim-
ilistæki voru af skornum skammti,
fyrst og fremst eldavél og strau-
járn. Þvottavélar voru ekki al-
menningseign fyrr en um og upp
úr 1950 og allur matur var eldaður
heima. Ágústa átti stóra fjölskyldu,
fjögur börn og eiginmann og hafði
nægan starfa heima við eins og
aðrar húsmæður, sem aðstöðu
höfðu til þess að sinna ekki störfum
utan heimilis. Síðar urðu tómstund-
irnar fleiri og notaðar í ýmiskonar
félagsstarf.
Sambúð þeirra Ágústu og Gunn-
ars var ástsæl og varði í meira en
fimmtíu ár, þar til hann lézt
snemmsumars 1988. Aðdáunarvert
var, hvernig hún þá aðlagaðist nýj-
um aðstæðum þótt vafalaust væri
söknuðurinn sár og dugnaðurinn
var óbilandi þar til ellin sigraði.
Nú þegar Ágústa er látin færi ég
fjölskyldu hennar innilegar samúð-
arkveðjur og minnist hennar með
miklu þakklæti.
Jakob R. Möller
Heiðurs- og sómakonan Ágústa
S. Möller er látin eftir langa og far-
sæla ævi. Það er orðið langt síðan
ég kynntist henni og fjölskyldu
hennar í gegnum vináttu okkar
Þóru, dóttur hennar. Það var gott
að koma á heimili þeirra við Æg-
isíðuna og frábært leiksvæði allt
um kring. Það var auðvitað fjaran,
sem heillaði, hálfbyggð hús með
stillönsum til að príla í og ótal-
margt annað. Ágústa átti það til að
vera hrædd um okkur, henni fannst
við oft heldur glæfraleg í leikjum
okkar og ég man, að mér fannst
henni vaxa ýmislegt í augum, sem
mér fannst lítið mál. Þó sagði hún
okkur sögur frá Vestmannaeyjum
þar sem hún hafði sjálf sprangað
og gengið um kletta og gljúfur sem
mér fannst að hlyti að vera hættu-
legra en leikirnir okkar.
Á barnaskólaárunum okkar var
Þóra lítil vexti og ég fann hvað
Ágústa var fegin, að ég, stærri og
stæðilegri, gat varið hana ef ein-
hver vogaði sér að hrekkja hana.
Hún Ágústa var fyrsta mamman
sem ég heyrði nota orðin „gullið
mitt“ við barnið sitt og ég man enn
hvað mér fannst það fallegt. Hún
hafði líka lag á því að láta manni
líða vel með ýmsa skavanka sem
voru að pirra mann. Dæmi um það
eru baugarnir mínir sem voru
gjarnan til umræðu en hún trúði
mér fyrir því að margar frægar
leikkonur létu mála á sér augun
einmitt svona – þannig að allt í
einu urðu þessir ljótu baugar eitt-
hvað sem var eftirsóknarvert.
Henni fannst líka að allir ættu að
hafa sína „hentusemi“ – það var
ekki í hennar fari að vera með ein-
hverja afskiptasemi. Ágústa var
hógvær kona og flíkaði ekki hæfi-
leikum sínum. Við krakkarnir viss-
um, að hún hafði leikið á píanó í
kvikmyndahúsi, þegar þöglu mynd-
irnar voru sýndar. Við heyrðum
hana aldrei spila en því meir heyrð-
um við og nutum þess þegar Gunn-
ar, eiginmaður hennar, lék á píanó-
ið. Heimilið var sannkallað
menningarheimili og ótalmargt sem
mér lærðist þar.
Það væri hægt að rifja upp
margt fleira frá bernskuárum okk-
ar Þóru enda samskiptin mikil og
margvísleg en upp úr stendur hvað
það var gott að koma á heimili
þeirra hjóna, Ágústu og Gunnars,
finna hversu velkomin ég var þar
alla tíð enda barngæska þeirra
hjóna engu lík. Það kom líka vel
fram síðustu ár Ágústu, þegar
langömmubörnin voru komin til
sögunnar. Ljóminn sem skein af
andliti hennar, þegar hún horfði á
litlu börnin, sagði allt sem segja
þurfti.
Ég kveð Ágústu með virðingu og
þökk fyrir allt. Blessuð sé minning
hennar.
Stefanía Magnúsdóttir.
Ágústa S. Möller
Félagslíf
MÍMIR 6007121119 I°
I.O.O.F. 19 18811127 K.kv.
I.O.O.F. 10 18811128 0
HEKLA 6007111219 IV/V
GIMLI 6007111219 lll
Kennsla
Fræðslufundur í FG
um málefni unglinga o.fl.
Þriðjudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:00
verður stuttur fræðslufundur haldinn í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Helga Þórðardóttir, hjá LAUSN - Fjölskyldu-
meðferð og ráðgjöf, verður með erindi um
samskipti foreldra og unglinga og ábyrgð ungs
fólks og síðan mun Páll Ólafsson félagsráðgjafi
hjá Garðbæ segja nokkur orð.
Að erindunum loknum munum við bjóða upp á
kaffi og nýbakaðar kleinur.
Dagskrá:
20:00 – 20:30 Helga Þórðardóttir
20:30 – 21:00 Páll Ólafsson
21:-00 – 21:30 Kaffi og létt spjall
Allir velkomnir!
Foreldrar nemenda í FG eru hvattir til að koma!
Skólameistari.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Norðfirðingar
Menningarkvöld verður í Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 15 nóv. kl 20:00
Norðfirsk tónlist, upplestur o.fl.
Kaffi og meðlæti í boði félagsins
Norðfirðingafélagið