Morgunblaðið - 12.11.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 37
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl.
9-16.30, botsía kl. 10, félagsvist kl. 14.
Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 9-
11.
Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handa-
vinna kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-
16.30, félagsvist kl. 13.30 og myndlist
kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, morgunkaffi/
dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður.
Haust- og afmælisfagnaður kl. 14.30.
Fagnað verður 20 ára starfsafmæli
með veislukaffi, skemmtiatriði og
happdrætti. Skráning í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand-
mennt kl. 9-12, leikfimi kl. 10, Guðný,
myndlistarnámskeið kl. 13-16, leiðb/
Hafdís, bridds kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Bridds kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu-
danskennsla kl. 18, samkvæmisdans
byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinna kl. 9, leiðbeinandi verður við til
hádegis. Botsía kl. 9.30, gler- og
postulínsmálun kl. 9.30 og 13, hádeg-
isverður kl. 11.40, lomber kl. 13, ca-
nasta kl. 13.15, kaffi til kl. 16, kóræfing
kl. 17, skapandi skrif kl. 20.30.
Fræðslukvöld Glóðar 13. nóv. kl. 20.
Árni Gunnarsson framkvstj. og Gest-
ur Ólafsson arkitekt kynna fyr-
irhugað heilsuþorp á Spáni.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9, ganga kl. 10, hádeg-
isverður kl. 11.40, handavinna og
bridds kl. félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl.
9, 9.45 og 10.30, málun kl. 10 og 13,
glerskurðarhópur kl. 13, gönguhópur
frá Jónshúsi kl. 11.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof-
ur opnar kl. 9-16.30, sund og leik-
fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50,
postulínsnámskeið kl. 10, kennari Sig-
urbjörg Sigurjónsdóttir. Frá hádegi
spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20.
Uppl. í s. 575-7720 og wwwgerdu-
berg.is. Strætisvagnar S4, 12 og 17
stansa við Gerðuberg.
Hraunbær 105 | Handavinna og út-
skurður kl. 9, bænastund kl. 10, há-
degismatur kl. 12, myndlist kl. 13, kaffi
kl. 15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16 hjá Sigrúnu, skreyting á kerti,
handstúkuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sól-
ey Erla. Hádegisverður kl. 11.30, frjáls
spilamennska kl. 13-16.
Hæðargarður 31 | Ganga virka daga
kl. 9 og laugard. kl. 10. Ókeypis tölvu-
leiðbeiningar til 14. des. á miðvikud.
og fimmtud. kl. 13.15-15. Skapandi
skrif Þórðar Helgasonar cand. mag
og framsagnarnámskeið Soffíu Jak-
obsdóttur leikkonu. Námskeið í jóla-
pakkaskreytingum, Hjördís Geirs kl.
13.30 í dag. S. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 554-
2780.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl.
9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund
kl. 10.30, handverks og bókastofa kl.
13, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og
samverustund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16,
vinnustofan í handm. kl. 9-16, botsía
kl. 10.
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Brids kl. 19, í fé-
lagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16,
handavinna kl. 9.15-15.30, botsía kl.
9, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl.
11.45, kóræfing kl. 13 og kaffi kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband kl. 9, opin handa-
vinnustofa kl. 9-16.30, morgunstund
kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur fram-
haldssögu kl. 12.30. Söngur við flyg-
ilinn með Sigríði kl. 13.30, gler-
bræðsla kl. 13, frjáls spilamennska kl.
13-16.30. Upplýsingar. í síma. 411-
9450.
Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl.
10, (annan hvern mánudag), leikfimi
kl. 13.15, botsía kl. 14.45.
Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl.
10, kl. 13 opinn salurinn, leikfimi kl.
13.15, og botsía kl. 14.45.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður
með bænastund / morgunsöng á Dal-
braut 27, kl. 9.30.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12
ára kl. 17-18 í Grafarvogskirkju og
Húsaskóla. Æskulýðsfélag fyrir ung-
linga í 8.-10. bekk kl. 20 í Grafarvogs-
kirkju.
Hallgrímskirkja | Bænastund kl.
12.15.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Heim-
ilasambandsfundur kl. 15. Nánari upp-
lýsingar í s. 896-6891.
KFUM og KFUK | Alþjóðleg bæna-
vika KFUM og KFUK. Bænastundir
eru á hverjum degi þessa viku kl.
12.15-13. Léttur hádegisverður eftir
bænastundina.
dagbók
Í dag er mánudagur 12. nóvember, 316. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.)
Stjórnvísi stendur fyrir árlegristjórnunarviku 12. til 16. nóv-ember. „Í stjórnunarvikunni viljum
við koma á framfæri nýjungum í stjórn-
un og því sem efst er á baugi hverju
sinni,“ segir Martha Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Stjórnvísi.
Fyrsti viðburður stjórnunarvikunnar
verður 13. nóvember þegar faghópar á
heilbrigðissviði og um framkvæmd og
mótun stefnu halda fundinn Stefnu-
mörkun og gæðavísar í heilbrigðisþjón-
ustunni. Faghópur um fjármál fyr-
irtækja heldur síðan fundinn Hvað er
viðskiptagreind? 14. nóv:
„Heilbrigðiskerfið er stöðugt að vinna
að mörkun og innleiðingu stefnu til
framtíðar og á fundinum gefst gott
tækifæri til að kynnast þeim aðferðum
sem þar eru notaðar til stefnumörk-
unar. Gæðastjórnun er einnig afar mik-
ilvæg í heilbrigðiskerfinu, hún gerir
kleift að greina, bæta og samræma
verkferla. Á fundi þriðjudagsins verður
m.a. fjallað um mikilvægi þess að þetta
tvennt fari saman,“ segir Martha. „Við-
skiptagreind er tiltölulega nýtt verkfæri
sem gerir fyrirtækjum kleift að halda
með góðum hætti utan um sérþekkingu
innan fyrirtækisins. Á fundinum á mið-
vikudag verður fjallað um þróun við-
skiptagreindar á seinustu árum, hvað
þarf að athuga við val og uppbyggingu
viðskiptagreindar kerfa.“
Hápunktur stjórnunarvikunnar 2007
er Mannauðsþing sem haldið verður á
Hilton hóteli á fimmtudag, undir yf-
irskriftinni Lykilstarfsmenn – áhrifa-
þættir: „Eins og yfirskriftin gefur til
kynna er viðfangsefni ráðstefnunnar
hvernig fyrirtæki geta laðað til sín og
haldið í lykilstarfsmenn. Mörg fyr-
irtæki, bæði opinber og í einkageiranum
hafa takmarkaða getu til að bjóða mjög
há laun til að halda hjá sér verðmætustu
starfsmönnunum. Getur þá verið gagn-
legt að skoða hvaða þætti má bæta í um-
hverfi starfsmanna til að auka ánægju
þeirra í starfi, en oft ráða laun ein ekki
úrslitum um hvar fólk kýs að starfa,“
segir Martha. „Dagskrá stjórnunarvik-
unnar nær hámarki með afhendingu Ís-
lensku gæðaverðlaunanna á fimmtudag
sem óhætt er að kalla virtustu verðlaun
sem veitt eru í íslensku viðskiptalífi.“
Sjá nánar á www.stjornvisi.is.
Viðskipti | Fundir og málþing á stjórnunarviku Stjórnvísi 12. til 16. nóv.
Straumar í stjórnun
Martha Árna-
dóttir fæddist á
Ísafirði 1960. Hún
lauk BA-gráðu í
stjórnmálafræði
frá HÍ 1999 og
leggur nú stund á
meistaranám í
mannauðsstjórnun
við sama skóla.
Martha hefur lengst af starfað við
fræðslu og ráðgjöf hjá fyrirtækjum og
stofnunum. Hún hefur verið fram-
kvæmdastjóri Stjórnvísi frá 2005. Eig-
inmaður Mörthu er Hartmann Krist-
inn Guðmundsson forstöðum., og á
Martha tvær dætur og tvö barnabörn.
Söfn
Bókasafn Kópavogs | Í tilefni af
Norrænu bókasafnavikunni lán-
ar Bókasafnið út ókeypis allt
norrænt mynd- og tónlistarefni
á diskum og snældum alla vik-
una. Norræn barnasögustund í
dag. Guðríður Lillý Guðbjörns-
dóttir les kafla úr bókinni Krist-
ín Lafransdóttir. Ragnheiður
Gröndal syngur norræn lög.
Laugardag 17. nóvember kl. 14
verður sýnt leikritið Eldfærin.
Kostar ekkert.
Uppákomur
Bókasafn Hafnarfjarðar | Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra les kafl-
ann um Kristínu Lafransdóttur
kl. 18. Hjalti Snær Ægisson bók-
menntafræðingur flytur erindi
um Sigrid Undset kl. 18.30. Kaffi
á könnunni. Ragnheiður Gests-
dóttir rithöfundur les úr verkum
Astrid Lindgren og fjallar um
skáldkonuna sjálfa kl. 16.30.
Fyrirlestrar og fundir
B5 | Fundur verður fyrir íbúa
Fossvogs og Smáíbúðahverfis
13. nóvember kl. 20, í safn-
aðarheimili Bústaðakirkju,
vegna framkominnar tillögu
borgarstjóra um byggingu sund-
laugar í Fossvogi. Á fundinum er
ætlunin að lýsa yfir stuðningi
við tillöguna.
Eirberg | Prófessor Helga Jóns-
dóttir og Þorbjörg Sóley Inga-
dóttir aðjúnkt fjalla um einkenni
og þarfir fólks með langvinna
lungnateppu, sem og um
reynslu af göngudeild fyrir
þennan hóp, í málstofu Rann-
sóknastofnunar í hjúkr-
unarfræði, kl. 12.10-12.50. Stofa
C-201, Eiríksgötu 34.
Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfs-
hjálparhópur þeirra sem þjást af
kvíða er starfræktur kl. 19.30-
21. Hópurinn er öllum opinn sem
eiga við ofangreindan vanda að
stríða.
Hótel Loftleiðir | Ráðstefna
Efnafræðifélags Íslands, Efna-
fræði og orkufrekur iðnaður,
verður haldin 17. nóvember. Er
þar að finna erindi innan þessa
málaflokks svo sem tengsl efna-
fræði og jarðvarma og efna-
vöktun stóriðjuvera. Nánari upp-
lýsingar á vefsíðu Efnís
www.efn.is.
Styrkur | Styrkur – samtök
krabbameinssjúklinga og að-
standa þeirra er með fræðslu-
fund um lungnakrabbamein í
Skógarhlíð 8, 13. nóvember kl.
20. Agnes Smáradóttir, krabba-
meinslæknir á LSH, ræðir um
lungnakrabbamein í tilefni af al-
þjóðlegum árverknismánuði um
sjúkdóminn.
SPÆNSKA listflugssveitin The Patrulla
Aguila sýnir listir sínar á flugsýningu í
Dubai í gær. Fallegt hvernig litirnir á vél-
unum tóna vel við bláan himininn.
Um loftin blá
Sýna listir sínar
Reuters
FRÉTTIR
JÓLAKORT og jólamerki
Thorvaldsensfélagsins 2007
eru komin út.
Að þessu sinni prýðir kort-
in og merkin mynd eftir lista-
manninn
Pétur Frið-
rik.
Eftirlif-
andi eig-
inkona og
börn lista-
mannsins
gáfu Thor-
valdsens-
félaginu
myndina
„Jóla-
drengurinn“ sem félagskonur
eru afar þakklátar fyrir.
Myndin er máluð 1949.
Kortin eru seld m.a. í
verslun félagsins, Thorvald-
sensbazar. Söluandvirði
rennur til tölvukaupa fyrir
blind börn.
Upplýsingar og pantanir í síma
551-3509, thorvaldsens-
@simnet.is og á heimasíðunni
www.thorvaldsens.is
Jólakort Thorvaldsensfélagsins
Jólamerki Thor-
valdsensfélagsins
Jólakort Thorvald-
sensfélagsins
JÓLAKORT MS-
félagsins 2007 er komið
út.
Í ár eru kortin með
mezzótinta verki eftir
Sigrúnu Eldjárn og ber
myndin nafnið ,,Líf“.
Kortið er 12x15 á stærð
með textanum Gleðileg
jól og gæfuríkt kom-
andi ár. Upplýsingar
fást á skrifstofunni
Sléttuvegi 5 og í síma
568-8620.
Opnunartími er má-
nud.-föstud. kl 10-15.
Hægt er að panta
kortin með tölvupósti
ingdis@msfelag.is
Jólakort MS-félags Íslands
DON Meyer heldur námskeið
um systkini fatlaðra og lang-
veikra barna á vegum Um-
hyggju í samstarfi við Systk-
inasmiðjuna, Kennaraháskóla
Íslands, Barnaspítala Hrings-
ins og Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins.
Námskeiðið fer fram í
Skriðu, KHÍ, 16. nóvember kl.
9-12.30 fyrir fagfólk og kl. 13-
16 fyrir foreldra og aðra að-
standendur. Foreldrar, að-
standendur og systkini fatlaðra
og langveikra barna eru í
fréttatilkynningu hvattir til að
mæta.
Systkinasmiðjan hér á landi
hóf starfsemi sína árið 1998 og
er fyrirmynd hennar meðal
annars sótt í smiðjur Don
Meyers. Markmið Systkina-
smiðjunnar er að gefa systk-
inum barna með sérþarfir tæki-
færi til að hitta önnur börn og
deila reynslu sinni. Námskeiðin
fara fram á ensku.
Dagskrá og nánari upplýs-
ingar er hægt að nálgast á slóð-
inni www.greining.is. Nám-
skeiðsgjald er 1.500 kr.
Skráning fer fram á greining.is.
Einnig er hægt að skrá sig við
innganginn þann 16. nóvember.
Námskeið um
systkini fatlaðra og
langveikra barna