Morgunblaðið - 12.11.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2007 43
Stærsta kvikmyndahús landsins
Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10
Elizabeth kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára
Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Syndir Feðranna kl. 6 - 10:20 B.i. 12 ára
Veðramót kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára
Miðasala á
Sími 530 1919
www.haskolabio.is
www.laugarasbio.is
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Sýnd kl. 6 Með ísl. tali
Með íslensku tali
Tilnefnd sem besta
heimildarmynd ársins eeee- R. H. – FBL 11
tilnefningar til
Edduverðlauna
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
- T.S.K., 24 STUNDIR
eeee
- F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- L.I.B., TOPP5.IS
FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Hættulega fyndin
grínmynd!
Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock
ENGIN MISKUN
Hættulega fyndin
grínmynd!
Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára
HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR
HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG
BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ FRÁ LEIK-STJÓRANUM
DAVID
CRONEBERG
eeeee
- S.U.S., RVKFM
eeee
- Á.J., DV
eeee
- T.S.K., 24 STUNDIR
eeee
- F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- L.I.B., TOPP5.IS
Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 B.i. 16 ára
Ver
ð aðeins
600 kr.
HVER SAGÐI
AÐ RISAEÐLUR
VÆRU ÚT-
DAUÐAR
SAGA Edie Sedgwick (Miller), var
stutt, litrík og skelfileg. Hún ólst
upp við allsnægtir, foreldrar hennar
töldust til aðalsins vestra, af rót-
grónum auðmannafjölskyldum á
Nýja Englandi. Sjálf var Edie
heillandi stúlka, vel gefin, bráð-
skemmtileg og hafði til að bera ein-
staka, brothætta fegurð sem fleytti
henni inn á gólf The Factory, þess
fræga athvarfs og vinnustofu Andys
Warhol.
Edie var sömuleiðis andlega illa
farin, mátti þola kynferðislega mis-
notkun af hálfu föður síns (og jafnvel
fleiri fjölskyldumeðlima), í glæsihöll-
unum í The Hamptons og búgörðum
Santa Barbara. Warhol nærðist á
fegurð og auðlegð annarra, flögraði
á milli útvalinna fórnarlamba eins og
óseðjandi sníkjudýr.
Factory Girl lýsir mætavel við-
kvæmri og blíðri stúlku sem fær
miklar gjafir í hendur, hún spillir
þeim, rótlaus, skemmd af uppeldi,
kvalin af sjálfseyðingarhvöt og með
sjálfsmat við frostmark. Warhol gaf
henni hraðbyr í seglin á leiðinni til
glötunar, endasleppt ástarsamband
við poppstjörnu (Dylan), bætti ekki
úr skák.
Edie var öll aðeins 28 ára og eru
hörmulegu lífshlaupinu gerð trú-
verðug skil og fylgir að miklu leyti
sjálfsævisögu hennar, sem var met-
sölubók á sínum tíma. Myndin sýnir
dökku hliðarnar á frægðinni, dópið,
hömlulaust svall, bálför verðmæta
sem máli skipta. Miller leikur þessa
goðsögn úr geggjuðum listaheimi
Warhols á sjöunda áratugnum og
harmrænu, amerísku prinsessu, af
ósvikinni innlifun. Athyglisverð
mynd og sorgleg.
Edie og Andy
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDDISKUR
Drama/Sjálfsævisöguleg
Bandaríkin 2006. Myndform 2007. 94
mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
George Hickenlooper. Aðalleikarar: Si-
enna Miller, Guy Pierce.
Factory Girl Girl „Miller leikur þessa goðsögn úr geggjuðum listaheimi Warhols á sjö-
unda áratugnum og harmrænu, Amerísku prinsessu, af ósvikinni innlifun.“
AÐFANGADAGUR jóla er runn-
inn upp og bandarískir krakkar
hópast heim í frí. Flugstöðv-
arbyggingin er að fyllast þegar
öllu flugi er aflýst, blindhríð er
skollin á og krakkarnir sjá fram á
dauflegar hátíðir í strangri umsjá
öryggisvarða í geymsluklefa á
vellinum. Það er um að gera að
deyja ekki ráðalaus, þetta eru
sniðugir krakkar og þau breyta
stöðinni í leikvöll við litla hrifn-
ingu varðanna.
Það leynir sér ekki að handrits-
höfundarnir hafa séð Home Alone-
myndirnar oftar en tvisvar og það
er létt yfir myndinni þó að lítið
fari fyrir frumleikanum. Reynt að
læða smávegis þjóðfélagsgagnrýni
inn í gamanið, hvaða áhrif bilið á
milli ríkra foreldra og fátækra,
einhleypra og giftra hefur á börn-
in og fjölskyldur þeirra, öll sú um-
ræða er frekar léttvæg fundin.
Krakkarnir eru prýðilega leiknir
og myndin frambærileg, öðruvísi
jólamynd fyrir börn og unglinga
innan við fermingu.
Jólagleði á flugvellinum
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDDISKUR
Fjölskyldumynd
Bandaríkin 2006. Sam-myndir 2007. 90
mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Paul Feig.
Aðalleikarar: Lewis Black, Wilmer Valde-
rama, Tyler James Williams.
Unaccompanied Minors „BLACK Snake is evil, Black
Snake is all I see …,“ söng blús-
arinn skammlífi, Blind Lemon Jef-
ferson, svarti snákurinn er mynd-
líking sjúkdómsins sem hrjáði
söngvarann og festist við nafn
hans. Í kvikmyndinni stendur ljóð-
línan fyrir ótta og þjáningar að-
alpersónanna, Suðurríkjastúlk-
unnar Rae (Ricci), og Lazarus
(Jackson), roskins bónda og fyrr-
um blúsleikara. Rae er illa farin
sakir kynferðislegrar misnotkunar
í bernsku, sem kemur m.a. fram í
ófullnægjanlegu kynlífi, drykkju
og daðri. Þegar Ronnie (Timber-
lake), kærastinn hennar gengur í
herinn verður Mae gjörsamlega
stjórnlaus, er nauðgað og mis-
þyrmt, en verður það til láns að
lenda í höndunum á trúmanninum
Lazarusi.
Ekkert er auðveldara en að
gera efninu skil í djarfri kynlífs-
mynd, með sínu hvíta og svarta
utangarðsfólki, Lólítunni Ricci og
gamminum Jackson. Þannig virkar
Black Snake Moan að óséðu en
Brewster (Hustle and Flow), er
ekki á þeim buxunum og tekur
efnið alvarlegum tökum. Hold per-
sónanna er veikt en Lazarus er
ekki allur þar sem hann er séður
þegar kemur að manngæskunni.
Hann og söngvarinn Timberlake
gefa myndinni nauðsynlega vikt
og Ricci eflist eftir því sem meira
skikk kemst á persónu hennar.
Mynd sem kemur á óvart með
óvenjulegum jaðarpersónum, hita-
mollu, góðum blús og tilfinningum.
Ólíklegir bjargvættir
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDDISKUR
Drama
Bandaríkin 2006. Sam myndir 2007.
110 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leik-
stjóri: Craig Brewster. Aðalleikarar:
Samuel L. Jackson, Christina Ricci, Just-
in Timberlake.
Black Snake Moan
FREEMAN er einstaklega við-
kunnanlegur þegar sá gállinn er á
honum og hefur þar af leiðandi
m.a. verið valinn til að leika Drott-
in allsherjar. Sú reynsla nýttist
honum í þessari notalegu smámynd
sem segir örsögu af stuttum kynn-
um kassastúlkunnar Scarlet (Vega),
og leikara (Freeman), sem kemur á
vinnustaðinn hennar til að glöggva
sig á hlutverki sem honum stendur
til boða. Hann hittir á örlagadag í
lífi stúlkunnar og gefur henni holl-
ráð varðandi framtíðina og hún
launar í sömu mynt.
Sannarlega óvæntur og öðruvísi
glaðningur frá leikstjóra Lemony
Snicket’s A Series of Unfortunate
Events, og Freeman, sem er
þekktur úr stærri myndum og
stjörnum prýddari. Hann hefur
greinilega mikið gaman af tilbreyt-
ingunni, leikgleðin og sjarminn skín
af karlinum sem lærimeistara
stúlku sem vill gera breytingar á
högum sínum. Vega túlkar þokka-
lega og bætist í Lopez-Hayek-Cruz
klúbbinn.
Kassa-
stúlkan og
kvikmynda-
stjarnan
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDDISKUR
Gamandrama
Bandaríkin 2006. Myndform 2007. 77
mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Brad Silberl-
ing. Aðalleikarar: Morgan Freeman, Paz
Vega.
10 Items Or Less
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111