Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KEA var með opinn hlaupareikning í Landsbankanum um langt skeið og voru engin skilyrði fyrir notkun reikningsins önnur en að hann skyldi vera skuldlaus um hver áramót. Í ritgerð Jónasar H. Haralz er sagt frá viðskiptum Sambandsins og KEA við Landsbankann, sem hann segir að hafi verið með allsérstökum hætti. Segir hann að skuldin á áð- urnefndum reikningi hafi getað numið háum fjárhæðum, nægilega háum til að skipta máli fyrir lausa- fjárstöðu bankans. Þá hafi sveiflur á reikningnum verið miklar og oft óvæntar. Segir hann að þessir við- skiptahættir hafi verið óviðunandi fyrir bankann og ekki stuðlað að heilbrigðum starfsháttum innan KEA og hafi hann rætt við þáver- andi kaupfélagsstjóra um málið, sem hafi sagst munu freista þess að ná yf- irliti um fjármál KEA. Lítill sem enginn árangur hafi þó verið af því. Innan kaupfélagsins hafi engin viðhlítandi aðgreining verið á fjár- málum einstakra deilda eða fyrir- tækja í þess eigu, heldur hafi öllu ægt saman og fé sótt í einn sameig- inlegan sjóð. Hafði opinn reikn- ing í bankanum 17 MILLJÓNIR söfnuðust á fjáröfl- unarkvöldverði Barnaheilla á Hilton Reykjavík Nordica sl. föstudag. Þar voru boðin upp 11 listaverk sem öll seldust og rennur ágóði kvöldsins óskiptur til verkefna Barnaheilla hérlendis og erlendis. Hæsta verð fékkst fyrir verkið Skugga eftir Steinunni Þórarinsdóttur, en það seldist á 2,5 milljónir króna. Samkoman var haldin undir yf- irskriftinni Hátíð trjánna – list í þágu barna og voru gestir 190 tals- ins. Áherslur Barnaheilla í verkefnum hérlendis eru á réttindi barna, bar- áttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, geðheilbrigðismál og mál- efni barna innflytjenda. Áherslur Barnaheilla í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, fyrst og fremst í stríðshrjáðum löndum og styðja Barnaheill meðal annars við verkefni í Kambódíu og Norður- Úganda, að sögn Petrínu Ásgeirs- dóttur framkvæmdastjóra. Allir sem fram komu á kvöldinu gáfu vinnu sína að öllu leyti eða að hluta til. 17 milljónir söfnuðust hjá Barnaheillum LÍÐAN mannsins sem slasaðist í bíl- slysi undir Eyjafjöllum á laugardag er enn óbreytt. Liggur hann á gjör- gæsludeild Landspítalans og er tengdur við öndunarvél að sögn læknis. Maðurinn var ásamt félaga sínum í pallbíl sem lenti út af Suð- urlandsvegi við bæinn Ásólfsskála í Rangárvallasýslu. Er hinn mað- urinn nú farinn heim af sjúkrahúsi. Enn á gjör- gæsludeild SIGURÐUR Jónsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Síldar- verksmiðju ríkisins og Sjóvátryggingafélags Íslands hf., lést 11. nóvember sl., á 94. aldursári. Sigurður fæddist í Hafnarfirði 11. desem- ber 1913. Hann lauk námi frá Verslunar- skóla Íslands 1934 en fluttist til Siglufjarðar tveimur árum síðar þar sem hann hóf störf sem bókhaldari hjá Síldarverk- smiðju ríkisins. Hann varð fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins árið 1947 og því starfi gegndi hann í 25 ár. Á þessum tíma var hann samtímis framkvæmdastjóri bæjarútgerðar Siglu- fjarðar í 10 ár. Árið 1971 varð Sigurður forstjóri Sjóvátrygg- ingafélags Íslands hf. en lét af stöfum fyrir aldurs sakir í árslok 1983. Sigurður var virk- ur félagi í karlakórn- um Vísi og starfaði í Rotary á meðan heilsa leyfði. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Gyða Jóhannsdóttir og þau eignuðust tvo syni, Valtý og Jó- hann Ágúst. Andlát Sigurður Jónsson LANDGRÆÐSLA ríkisins, Blá- skógabyggð, landeigendur Úthlíð- artorfunnar og Orkuveita Reykja- víkur hafa ákveðið að hafa samstarf um að kanna möguleika á því að endurheimta fyrri stærð Hagavatns. Öðrum hagsmunaaðil- um verður boðin þátttaka í sam- starfinu, að því er segir í tilkynn- ingu frá Landgræðslunni. Margeir Ingólfsson, oddviti Blá- skógabyggðar, sagði að sveitar- stjórn Biskupstungnahrepps og síðar sveitarstjórn Bláskógabyggð- ar hafi oftar en einu sinni ályktað um mikilvægi þess að færa yf- irborð Hagavatns til fyrra horfs. Sveitarstjórn Biskupstungna- hrepps átti m.a. þátt í því að Landsgræðslan stóð fyrir mati á umhverfisáhrifum stækkunar Hagavatns með stíflugerð árið 1997. Ekki varð af framkvæmdum þá. Nú hefur Orkuveita Reykjavík- ur fengið rannsóknarleyfi til að kanna virkjunarmöguleika á svæð- inu með því að stækka Hagavatn og nota það sem uppistöðulón. „Ég fagna því sem oddviti hér að þetta mál fer aftur af stað,“ sagði Margeir. Hann sagði að drög að viljayfirlýsingu um þátttöku sveitarfélagsins í könnun á stækk- un Hagavatns verði lögð fram á fundi sveitarstjórnar á morgun. „Við höfum litið svo á að það sé mikið hagsmunamál fyrir svæðið að sökkva þessum uppfokseyrum með því að færa yfirborð Haga- vatns til fyrra horfs. Ef hægt er að koma fyrir virkjun inni í þeim hug- myndum þá tel ég að það sé já- kvætt og að mörgu leyti séum við að tala um umhverfisvæna virkjun. Við erum að stoppa uppblástur og áfok sem er töluvert vandamál hér í uppsveitum.“ Margeir sagði að áfokið ylli ýmsum óþægindum. Hann býr rétt við Geysi og þegar uppblásturinn er sem mestur sést þar ekki á milli bæja. Þá er upp- græðslustarf Landgræðslunnar á Hagavatnssvæðinu í mikilli hættu vegna uppblástursins. Margeir taldi mjög jákvætt að OR skuli hafa fengið rannsóknarleyfi. Þá sé málið komið í ferli og framkvæmd- in verði rannsökuð. Síðan verði gerð umhverfismatsáætlun og um- hverfismat. Í því ferli komi öll sjónarmið upp á borðið. „Við fáum þá bara niðurstöðu í þetta mál. Það er þessu verkefni ekki til framdráttar að blása það út af borðinu áður en hægt er að fara af stað með rannsóknir,“ sagði Mar- geir. Fagnar Hagavatnskönnun Ljósmynd/Ásgeir H. Bjarnason Uppfok Greinilega mátti sjá úr 3.000 m hæð hvernig jarðvegur fauk úr gömlum botni Hagavatns 15. ágúst síðast- liðinn. Með því að færa yfirborð vatnsins í þá hæð sem það var 1929-’39 mun draga mjög úr foki jarðvegs. SVERRIR Hermannsson var ráðinn bankastjóri Landsbankans árið 1988 að undirlagi þáverandi forsætisráð- herra, Þorsteins Pálssonar, þrátt fyrir að vilji væri fyrir því innan bankaráðs bankans að ráða starfs- mann Landsbankans, Tryggva Páls- son. Kemur þetta fram í ritgerð Jón- asar H. Haralz, hagfræðings og fyrrverandi bankastjóra, sem birtist í sérútgáfu Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Í ritgerðinni lýsir Jónas m.a. því hvernig staðið var að vali eftirmanns hans í bankastjórn Landsbankans, en Jónas segir að sér hafi verið um- hugað um að nýir bankastjórar kæmu úr röðum starfsmanna bank- ans sjálfs til að tryggja að ákvarð- anir um lánveitingar yrðu grundvall- aðar á efnislegri og vandaðri skoðun í stað þess að bankastjórar gættu hver síns lénsveldis og þeirra stjórn- málaflokka sem að baki þeim stóðu. Segir Jónas að þótt vilji væri fyrir því innan bankaráðsins að ráða Tryggva Pálsson, sem starfað hafði í bankanum um tíu ára skeið, þá myndi afstaða Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, ráða úrslitum. Ræddi Jónas við Þorstein um málið og varð ekki var við annað en að Þor- steinn hefði skilning á sjónarmiðum Jónasar og bankaráðsins. Segir Jón- as að þessi skoðun hans hafi þó ekki reynst á rökum reist, enda hafi Þor- steinn tekið „skyndilega ákvörðun af allt öðru tagi“ um það síðla árs 1987 að velja Sverri Hermannsson, og að það val hafi farið fram án samráðs við bankaráð bankans, sem var jú sá aðili sem lögformlega gekk frá vali bankastjóra. Í kjölfarið fylgdu nokkrir fundir innan bankaráðsins um málið og deilt var hart. Var af- skiptum ríkisstjórnar mótmælt og sagði einn bankaráðsmanna sig úr ráðinu. Þorsteinn Pálsson Sverrir Hermannsson „Tók skyndilega ákvörð- un af allt öðru tagi“ FARÞEGAFERJAN Norræna lenti í erfiðleikum í fyrrinótt þegar skipið lenti í miklum sjógangi milli Hjalt- landseyja og Noregs. Rafmagn fór af skipinu og stöðugleikauggar skemmdust. 325 manns voru um borð og meiddust einhverjir en ekki alvarlega. Einnig skemmdust flutn- ingabílar í bílalest skipsins. Fær- eyska útvarpið hafði eftir Andras Róin, framkvæmdastjóra Smyril Line, að skipið hefði verið á leið frá Björgvin í Noregi áleiðis til Færeyja. Rafmagn fór af skipinu og það missti afl og áður en varaaflstöðvar fóru í gang valt skipið mikið í sjóganginum og rak fyrir veðrum og vindi í einar 20 mínútur. Farþegar fylltust skelf- ingu enda hallaðist skipið allt að 40 gráður en Róin sagði að skipstjórinn hefði þó haft fulla stjórn á skipinu. Norræna í erfiðleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.