Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 21 AKUREYRI AUSTURLAND SKIPULAGSSTOFNUN barst 2. nóvember sl. tillaga Vegagerðarinn- ar að matsáætlun vegna mats á um- hverfisáhrifum Norðfjarðarvegar um Norðfjarðargöng, milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar í Fjarða- byggð. Skipulagsstofnun hefur leitað um- sagnar Fjarðabyggðar, Byggða- stofnunar, Fornleifaverndar ríkis- ins, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, veiðimálastjórnar, Landbúnaðar- stofnunar, Umhverfisstofnunar og Veðurstofunnar. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu fram- kvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 3. desember nk. Almenningur getur kynnt sér til- löguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að skoða tillöguna hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og skoða matsáætlunina á vef Vega- gerðarinnar www.vegagerdin.is. Athugasemdir skulu vera skrifleg- ar og berast eigi síðar en 20. nóv- ember til Skipulagsstofnunar. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisáhrif Norð- fjarðarganga skoðuð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Veggöng Áætlun um mat á um- hverfisáhrifum vegna Norðfjarð- arganga lítur nú dagsins ljós. Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Nýstofnuð íbúa- samtök í Neskaupstað stóðu fyrir sínum fyrsta fundi nýverið. Þangað voru embættismenn og pólitíkusar boðaðir til að gera íbúum grein fyrir nýlegri ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um að byggja nýjan leikskóla á Eyrinni svokölluðu eða Nesinu, sem Neskaupstaður er kenndur við. Undanfarna áratugi hefur Eyrin verið athafnasvæði fyr- ir þungaiðnað, s.s. bílastæði, véla- verkstæði, bátaslipp og fleira, auk þess sem elstu hús bæjarins standa þar, í misgóðu ástandi. Á liðnum ár- um hefur starfsemin á Eyrinni heldur dalað og svæðið mátt muna fífil sinn fegurri. Snjóflóðahætta setur skorður Lengi hefur verið þörf á nýjum leikskóla í Neskaupstað, en biðlistar síðustu ára verið leystir með bráða- birgðalausnum, eins og færanlegri viðbyggingu við gamla leikskólann og undanfarin þrjú ára hafa elstu börnin verið í gömlu skólahúsnæði á Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Það hefur verið síður en svo einfalt mál að finna nýjum leikskóla stað í bæj- arfélaginu, enda setur snjóflóða- hættumat landnýtingu verulega þröngar skorður og erfitt hefur reynst að finna nægjanlega stóra lóð þar sem heimilt er að byggja leikskóla. Segja má að um tíma hafi verið pattstaða í málinu. Það var ekki fyrr en Hafnar- stjórn Fjarðabyggðar tók þá ákvörðun að slippurinn væri orðinn barn síns tíma og það væri í raun skynsamlegt að hann viki í þágu gagnlegrar uppbyggingar í bæjar- félaginu, að skriður komst á málið. Að sögn Smára Geirssonar, for- manns hafnarstjórnar, finnst mönn- um sárt að horfa á eftir slippnum sem er hluti af atvinnusögu Norð- fjarðar, en menn hafi einungis horfst í augu við staðreyndir og þær væru einfaldlega ekki alltaf skemmtilegar. Í nálægð við skólastofnanir Milli 30 og 40 manns mættu á fundinn og lýstu flestir mikilli ánægju með að loksins væri komin niðurstaða í málefnið og að svæðið væri á margan hátt spennandi kost- ur fyrir leikskóla, m.a. verður hann í mikilli nálægð við aðrar skóla- stofnanir bæjarfélagsins; grunn- skóla, framhaldsskóla og íþróttahús. Fram kom í máli Helgu Jóns- dóttur, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, að hún teldi mögulegt að leikskólinn yrði tekinn í notkun árið 2009. Eyrin með sína gömlu sögu fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ánægja Gestir fyrsta fundar nýrra íbúasamtaka í Neskaupstað lýstu skoð- unum sínum á fyrirkomulagi leikskólareits á Eyrinni fyrir nýjan leikskóla. Nýr leikskóli opnaður fyrir 2009? Í HNOTSKURN »Ný íbúasamtök í Neskaup-stöð fjölluðu á fyrsta fundi sínum um hugmyndir að nýj- um leikskóla á Eyrinni, en brýnt er að bæta aðstöðu. »Leikskólinn mun standanálægt öðrum skólastofn- unum og íþróttahúsi og þykir flestum staðsetningin jákvæð. Egilsstaðir | Lára Vilbergsdóttir sýnir nú á Bláþræði í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum. Sýningin nefnist Sveifla haka og rækta nýjan skóg og stendur hún til 25. nóv- ember nk. Í tilkynningu frá Bláskjá segir að Lára hafi undanfarin ár boðið upp á aðventusýningar með sérstakri stemningu og sýningin nú verði enginn eftirbátur þeirra. Nú bregður Lára sér í hlutverk nútíma skógarbónda og út frá þeim for- sendum að við mennirnir mann- gerum allt hefur hún ræktað eigin skóg inni í rými Bláþráðar. Sýn- inguna tileinkar Lára góðum vini, Árna Margeirssyni, sem lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram. Lára hefur tekið þátt í og staðið fyrir fjölmörgum samsýningum en þessi sýning hennar á Bláþræði er fyrsta einkasýn- ingin. Lára hefur verið prímus mótor Ormsteitis undanfarin ár, er textílkennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og stofnandi Ran- dalín handverks- húss og Húss handanna. Bláþræði verður 25. nóvember nk. breytt í jólabúð þar sem m.a. hönnun, fatnaður á konur og börn, skart og glingur og leikföng frá börnum náttúrunnar verður til sölu. Jólabúðin verður uppi út des- ember. Gallerí Bláskjár hefur opnað vef- inn www.blaskjar.net. Lára á Bláþræði Lára Vilbergsdóttir HAFIST verður handa í dag við að búta niður fiskiskipið Hegranes í Krossanesi. Þar hefur lítið fyrirtæki í Kópavogi, JPP, fengið aðstöðu til brotajárnsvinnslu í samstarfi við tvö sænsk fyrirtæki sem hafa mikla reynslu á þessu sviði að sögn Jóns Péturs Péturssonar, eiganda JPP. „Þetta er í fyrsta skipti sem skip verða bútuð niður hér heima,“ sagði Jón Pétur í samtali við Morgun- blaðið. „Hingað til hafa þau verið dregin úr landi til niðurrifs og ég er ansi hræddur um að þessi verðmæti hafi oft farið fyrir lítið. Mann hafa verið fegnir að losna við skipin og jafnvel þurft að borga fyrir dráttinn út.“ Hann segist sjálfur lengi hafa litið á slíkt stál sem drasl en hinir sænsku samstarfsmenn hans full- vissað hann um annað. „Ég hef ver- ið í samstarfi við Svíana með annað og þeir hafa lengi talað um þetta við mig og á endanum sló ég til.“ Jón Pétur segir Akureyringa, ekki síst hafnaryfirvöld, hafa tekið þeim geysilega vel og það hafi tekið skamman tíma að fá aðstöðuna og gera allt klárt. „Þeir sem hafa keypt stál hingað til hafa alltaf talað um stálið eins og það væri lítils virði og þess vegna jafnvel fengið það frítt. En þetta er verðmæti; hráefni sem við erum til- búnir að greiða fyrir,“ sagði Jón Pétur. Fyrirtækið á von á fleiri skipum í Krossanes, nokkur bíða þegar og þeir leita að enn fleirum til kaups, auk þess sem Jón Pétur segist hafa áhuga á því að kaupa ýmislegan lausan brotamálm af öðru tagi. Að sögn Jóns Pétur verða að lík- indum bútuð niður eitt til tvö skip í mánuði. „Litlir bátar hverfa á nokkrum dögum en stórir togarar á um það bil þremur vikum.“ Fjórtán starfsmenn eru þegar í Krossanesi á vegum þeirra Jóns Péturs; einn Pólverji og 14 Litháar, og von er á átta til viðbótar. „Þeir eru sérstaklega þjálfaðir í þessu – vanir að brenna niður verksmiðjur og skip.“ Jón Pétur segir einmitt að hans menn muni taka niður þann hluta af gömlu verksmiðjuhúsunum í Krossanesi, sem eigi að hverfa. Auk þess að selja brotajárn utan hyggjast Jón Pétur og samstarfs- menn einnig selja notuð skip úr landi, til frekari nota. Búta niður skip til útflutnings Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Krossanes Hegranes og Margrétin við bryggjuna í Krossanesi í gær. Í HNOTSKURN »Jón Pétur og félagar hanskeyptu togarann Margréti EA af Samherja og er skipið nú við bryggju í Krossanesi. Það verður þó ekki selt í brotajárn heldur notað sem hótel, birgða- stöð og skrifstofur, við bryggj- una. Þar munu t.d. allir starfs- menn fyrirtækisins búa. SÝNING um ævi og störf hins kunna jesúítaprests og barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna, hefur ver- ið opnuð á Amtsbókasafninu. Næstkomandi föstudag, 16. nóvember, verða 150 ár liðin frá fæðingu hans og unnu konur í Zontaklúbbi Akureyrar sýninguna af því tilefni. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri opnaði sýninguna og er hér ásamt Brynhildi Pétursdóttur, safnverði Nonnahúss. Zontaklúbburinn hefur rekið Nonnasafnið frá stofnun, í 50 ár, en hefur nú fært Akureyrarbæ það að gjöf og bærinn tekur við rekstri safnsins um áramótin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 150 ár frá fæðingu Nonna KYNNINGAR- og umræðufundur um geðhvörf verður á Amtsbókasafninu í kvöld kl. 20. Clare Dickens, móðir Titus Dickens sem greindist með sjúk- dóminn 16 ára, segir frá reynslu sinni og Títusar sonar síns; glímunni við sjúkdóminn og kerfið. Mæðginin hófu ritun bókarinnar saman en hann svipti sig lífi áður en verkinu var lokið. Clare og eiginmaður hennar bjuggu um nokkurra ára skeið á Íslandi, þegar þau störfuðu í sendiráði Bandaríkjanna og umrædd bók var að koma út hjá JPV. Kjartan Þór- arinsson leikari og góður vinur Títusar les valda kafla úr bókinni og Sig- ursteinn Másson segir sína sögu og lýsir eigin reynslu af íslenska geðheil- brigðiskerfinu. Fundurinn er öllum opinn. Þegar ljósið slokknar: kynningar- og umræðufundur um geðhvörf SKÓLANEFND heldur opinn fund um málefni leikskóla og grunnskóla í Lundarhverfi, í sal Lundarskóla í kvöld kl. 20-22. Tilgangur fund- arins er að heyra í foreldrum, starfsmönnum og öðrum bæj- arbúum um málefni skólanna og safna þannig efni í sarpinn fyrir frekari stefnumótun um starfsemi þeirra. Fundur um skólamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.