Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús HStephensen fæddist í Reykjavík 30.maí 1928.Hann lést á Droplaugar- stöðum 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes M. Stephensen, verka- maður síðar for- maður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, frá Berustöðum, Ása- hreppi f.17.04 1902 d. 04.02.1970 og Guðrún Höskulds- dóttir, ljósmóðir, frá Eyjum í Kjós f. 14.07. 1901 d. 29.05. 1984.Systk- in Magnúsar eru Ólafur f.1931 og Halldóra f.1936. Magnús kvæntist hinn 14.júní 1950 Vilborgu Guð- jónsdóttur, kjólameistara, frá Dætur þeirra eru Cecilia Valdís f. 2001 og Malin Björk f. 2007. 3) Magnús f. 24.12. 1958. Hann kvæntist Elínu G. Helgadóttur f.1958. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Júlíus Stígur f.1979 og Saga f.1982. Sambýliskona Júlíus- ar Stígs er Arnheiður Bjarnadótt- ir f. 1979. Þeirra börn eru Þórdís f. 1999 og Kári f. 2005. Maki Sigrún Björnsdóttir f.1959. Sonur þeirra er Sindri f.1989. Magnús lærði málaraiðn hjá Bertel Erlingssyni í Reykjavík. Lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1951. Fé- lagi í MSFR 1951. Hann var virkur í félagsmálum og gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum. Var í trún- aðarmannaráði 1958-61. Gjaldkeri 1962-64. Formaður 1966-78 og 1981-98. Átti sæti í stjórn og sat þing SBN frá 1966 og þing ASÍ frá 1966. Í stjórn mælingastofu mál- ara 1966-68. Í framkvæmdanefnd sumarbúðanna í Vogi-formaður 1972-77. Útför Magnúsar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl.13. Lyngum, Meðallandi f. 16.9. 1930. Börn þeirra eru 1) Guðrún f.15.11.1950. Hún giftist Valgarði Sigurðssyni f.1943. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Hulda Björk f. 1971. Maki Sigurbjörn Þór Bjarnason f.1945. Synir þeirra eru Haf- steinn Þór f. 1980 og Haukur Þór f. 1981, sambýliskona Hauks er Kristjana Sif Har- aldsdóttir f.1986, dóttir þeirra er Eva Þóra f.2006. 2)Hannes f.25.03. 1953. Hann kvæntist Björgu Krist- jánsdóttur f.1956. Þau slitu sam- vistum. Synir þeirra eru Magnús Þór f. 1980 og Kristján Már f. 1984. Maki Anika Stephensen. Þegar ég flutti úr Langagerðinu 5 ára gömul, heimilinu sem þið amma sköpuðuð, sagðir þú mér að þar ætti ég alltaf heima og að húsið ykkar yrði alltaf mitt heimili. Þetta þótti mér ákaflega vænt um. Að koma til ykkar ömmu var svolítið eins og að koma í annan heim og þar var alltaf hægt að slaka á og gleyma amstri dagsins. Uppi hjá ömmu saumuðum við og niðri hjá þér máluðum við, smíðuð- um og spiluðum rússa. Þið amma voruð alltaf að hanna og skapa og umhverfi ykkar bar þess líka merki þar sem allt var þakið listaverkun- um ykkar. Meira að segja frauðplast varð að skemmtilegri fígúru í hönd- unum á þér. Á hverju sumri biðum við krakk- arnir með eftirvæntingu eftir því að komast upp í Vog sem var svo sann- arlega draumastaður fyrir börn. Ferðirnar út í eyjarnar, siglingarn- ar, Langasandsgolfið og spila- mennskuna mun ég alltaf geyma í minni. Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig, sveifla haka og rækta nýjan skóg, hei! Sveifla haka og rækta nýjan skóg. Þetta var eitt af okkar uppáhalds- lögum og við sungum það gjarnan eins hátt og við gátum. Þú hafðir alltaf gaman af tónlist og ég man hvað mér fannst þú töff afi þegar þú keyptir geisladiskinn „Jesus Christ Superstar“ sem við höfðum bæði svo gaman af, ég unglingurinn og þú af- inn. Þakka þér fyrir allt saman, elsku afi minn. Saga. Ég á margar góðar minningar úr æsku með afa mínum. Hann var glettinn og uppátækjasamur og hafði mörg áhugmál sem hann deildi með okkur barnabörnunum. Hann var mikill áhugamaður um bók- menntir og listir og gerði sjálfur fjölda listaverka þar sem hann not- aði meðal annars íslenskt grjót og aðra hluti úr náttúrunni. Við fórum oft að veiða, tefldum og einu sinni á ári fengum við tveir mikla útrás fyrir flugeldaáhuga okk- ar. Það sem stendur upp úr eru þó stundirnar sem við fjölskyldan átt- um saman á Vogi á Mýrum, þeim yndislega stað. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, afi minn. Júlíus Stígur Stephensen. Látinn er eftir mikil átök við manninn með ljáinn, Magnús H. Stephensen, málarameistari í Reykjavík. Leiðir okkar Magnúsar lágu sam- an í Iðnskólanum í Reykjavík, hinu aldna húsi við Lækjargötu. Þarna tókst með okkur góður vinskapur í gegnum klassík í tónlist. Stjórnmál- in í Æskulýðsfylkingunni, og svo hið faglega svið sem við vorum báðir að leggja út í. Magnús var skarp- greindur eins og hann á kyn til, húmoristi svo af bar, en ansi naprar meiningar í hans beitta háði á stundum. Hann horfði á foreldra sína eiga í harðri baráttu við afleið- ingar heimskreppunnar miklu, þessa ömurlega tíma atvinnuleysis og skorts. En Magnús var líka einn af sinni kynslóð sem sagði við sjálfa sig: „Ég ætla að byggja mitt eigið hús og ekki verða leiguliði.“ Og hamarshöggin dundu í þorpunum í kringum landið. Til þess að mæta lánsfjárskorti fóru menn í vinnu- skipti í stórum stíl. Unnu sína fullu vinnu og smíðuðu heilu þorpin og borgarhlutana í aukavinnu! þessi tími gífurlegrar uppbyggingar um land allt. Tími framleiðniaukningar með eindæmum liggur enn óbættur hjá garði sagnaritara, sem jafn- framt yrðu að vera hagfræðingar. Þetta voru tímar líkamlegrar þreytu, en um leið tímar gleði yfir unnum sigrum. Þá við Magnús vor- um um það bil að ljúka við Iðnskól- ann bað hann mig að gera sér smá- greiða og skreppa með sér inn á Hofteig 19. Þar leit ég tvær ungar stúlkur, önnur var kærasta Magn- úsar en hin varð konan mín er tímar liðu. Þannig varð Magnús örlaga- valdur í mínu lífi og fyrir það er ég þakklátur að eilífu. Megi Kristur, Búdda, Þór og Óð- inn fylgja þér, Magnús, í lendur ljóssins. Vilborgu og fjölskyldu sendum við Jóhanna innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Sigurðsson. Magnús Hannesson Stephensen LANDSLIÐ Íslands í opnum flokki lenti í 20. sæti af 39 keppn- issveitum í Evrópukeppni landsliða sem lauk í síðustu viku á Krít á Grikklandi. Ólíkt t.d. ólympíu- mótinu í skák, þar sem vinninga- fjöldi liðsmanna skiptir fyrst og fremst máli, var á EM talið til liðs- stiga. Lið fékk tvö stig fyrir að sigra í viðureign, eitt stig fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap. Íslenska liðið vann fjórar viðureignir og gerði eitt jafn- tefli og tapaði fjórum viðureignum. Það fékk níu stig af 18 mögulegum og 19 vinninga af 36 mögulegum. Af Norðurlandaþjóðum náðu Danir einir betri árangri en íslenska liðið en þeir lentu í 12. sæti með 11 stig og 19 vinninga. Liðsmenn íslenska liðsins græddu ríflega 30 skákstig og þar af mun stigatala Héðins Steingrímssonar aukast um 14 og Henriks Danielsens um 15. Síðast náði íslenskt lið ofar á EM þegar keppnin var haldin í Debreccen í Ungverjalandi árið 1992. Af framangreindri upptalningu má draga þá ályktun að íslenska lið- ið hafi náð góðum árangri á mótinu undir liðsstjórn Gunnars Björnsson- ar og vísbending um að liðið sé á réttri braut. Taflmennska liðs- manna var áhugaverð og einkar ánægjulegt hversu Héðinn og Hen- rik náðu sér vel á strik. Héðinn tefldi af öryggi og af mikilli elju. Hann lét ekki slæmt tap á sig fá í fyrstu umferð heldur tefldi allar níu umferðirnar og lagði m.a. þrjá stór- meistara að velli í löngum baráttu- skákum. Henrik lagði tvo stórmeist- ara að velli, m.a. hinn 19 ára Króata Ante Birkic (2.577). Í þeirri skák hafði Henrik svart og svaraði kóng- speðsleik Króatans með 1. … e5. Ástæðan fyrir þessu sjaldgæfa byrj- unarvali Henriks var að honum þótti andstæðingurinn ekki tefla Berlín- arvörnina í spænska leiknum vel. Á daginn kom að andstæðingurinn þorði ekki að tefla hefðbundið og upp kom staða þar sem Henrik fékk afar hættuleg sóknarfæri í líkingu við þau sem koma upp í kóngsind- verskri vörn. Í 31. leik lét Henrik til skarar skríða: 31. … h3! 32. gxh3 Rh4 Svartur kemur nú drottningu sinni fyrir á h5 og þá er úr vöndu að ráða fyrir hvítan. 33. Rb1 Dh5 34. Rd2 Hh7 35. Kg1 Rg6 36. Hc7 Dxh3 37. Hxh7 Kxh7 38. Hc7+ Kg8 39. Bxg3 fxg3 40. Rf1 Rf4 41. Dc2 g2 42. Rh2 Dg3 og hvít- ur gafst upp. Öruggir sigurvegarar Evrópu- mótsins voru Rússar sem fengu 17 stig af 18 mögulegum. Peter Svidler (2.732) tefldi á fyrsta borði fyrir Rússa og fékk hann sex vinninga af sjö mögulegum og samsvaraði frammistaða hans tæpum 3.000 skákstigum. Frammistaða Alexand- ers Morozevich (2.755) sem tefldi á öðru borði var einnig glimrandi góð. Næst á eftir rússneska liðinu varð sveit ólympíumeistara Armena sem fékk 14 stig en lið Azera nældi í bronsið með 13 stig. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, http://www.euroteams2007.org. Yfirburðir Björns á MP-mótinu Björn Þorfinnsson (2.323) fékk 8½ vinning af níu mögulegum í A- flokki MP-mótsins sem lauk fyrir skömmu. Þetta fornfræga Haust- mót Taflfélags Reykjavíkur var skipað tíu skákmönnum í A-flokki en 21 tók þátt í opnum flokki. Hrafn Loftsson (2.250) varð Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2007 en hann fékk 5½ vinning eins og Sig- urbjörn Björnsson (2.290). Bæði Björn og Sigurbjörn eru félagar í Taflfélaginu Helli sem og Atli Freyr Kristjánsson (1.990) sem vann opna flokkinn með átta v. af níu mögu- legum. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.blog.is. Er landsliðið á réttri braut? daggi@internet.is SKÁK Krít, Grikklandi EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 2007 26. október – 7. nóvember 2007 Morgunblaðið/Gunnar Björnsson Landsliðið Sigur vannst á Finnum í lokaumferðinni. Helgi Áss Grétarsson ✝ Jóna SoffíaTómasdóttir fæddist 26. júní 1924 í Færeyjum. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut hinn 3. nóv- ember sl. Foreldrar hennar eru Júlíana Lovísa Ísfeld, fædd á Hest- eyri í Mjóafirði, Múlasýslu, og Thomas Martin Andreasen, fæddur á Eiði, Austurey í Færeyjum. Systkini hennar eru Flóra, Ingjaldur, Astrid, Judid, Þorbjörn og Tómas Keistin. Þorbjörn lif- ir einn systkinanna. Maki Jónu Soffíu var Haraldur Helga- son sem er látinn. Börn Jónu Soffíu og Haraldar eru Helga, Erla, Tómas og Valdimar. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin eru fjögur. Útförin fer fram frá Aðventkirkju, Ingólfsstræti 19, Reykjavík, í dag, 13. nóvember, klukkan 13. Elsku móðir. Þú varst minn klettur, minn verndari, festa, viska, friður, mildi og gefandi. Þú kenndir mér réttsýni, trúfestu. Þú varst hin fórnfúsa móðir, minn verndari. Ekkert gat bugað þinn anda og sál, hvorki menn né tímans tönn. Þú varst og verður ætíð hetjan mín sem umvefur mig að eilífu, það er mín Guðs blessun að hafa gengið götuna með þér. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Við sendum öllu starfsfólki og vin- um á Droplaugastöðum, þar sem hún dvaldist síðustu sjö árin, okkar bestu þakkir fyrir allt gott. Erla J. Haraldsdóttir. Elsku fallega amma mín. Nú ertu búin að kveðja þennan heim og ég veit að annað gott tekur við. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig, ég bjóst ekki við því að þú þyrftir að fara núna en maður er aldrei undir það búinn að kveðja þá sem maður elsk- ar. Í hvert skipti sem ég hugsa um þig brosi ég og hjarta mitt fyllist hlýju, ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem ég eyddi með þér, þá sérstak- lega síðasta ár, að sjá þig með Aroni mínum. Hann kætti þig svo mikið og þú talaðir alltaf svo fallega um hann, þér þótti svo vænt um hann og okkur öll. Það var alltaf svo gott að koma til þín, það var alltaf svo mikil ró og friður yfir þér og alltaf svo góð ömmulykt, maður fylltist allur af kærleika eftir að hafa verið hjá þér. Enda sagðir þú að það væri aldrei gefinn of mikill kærleikur og mun ég ætíð hafa það í huga, elsku amma mín. Aldrei er Guð eins nálægur og þegar við játum úrræðaleysi okkar og snúum okkur til Hans. Sælir eru þeir menn sem finna styrk hjá þér, er þeir fara í gegnum táradalinn umbreyta þeir honum í vatnsríka vin. Ég elska þig, Anna Maja Albertsdóttir. Jóna Soffía Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.