Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 43 Krossgáta Lárétt | 1 gustur, 4 kon- ungs, 7 höfum í hyggju, 8 gróði, 9 beisk, 11 stund, 13 stakt, 14 get um, 15 himna, 17 stjórna, 20 stór geymir, 22 á, 23 þunnur ís, 24 lóga, 25 siglutré með seglabún- aði. Lóðrétt | 1 bjart, 2 flenn- um, 3 rekkju, 4 hestur, 5 jurt, 6 þrautgott, 10 rán- dýr, 12 greinir,13 málm- ur, 15 titra, 16 kjáni, 18 þor, 19 þátttakandi, 20 þroska, 21 reykir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 snjókoman, 8 vegur, 9 goðum, 10 úra, 11 tjara, 13 nýrum, 15 skafa, 18 salli, 21 tík, 22 signa, 23 eiður, 24 niðurlags. Lóðrétt: 2 negra, 3 ótrúa, 4 organ, 5 auðar, 6 hvet, 7 ám- um, 12 rif, 14 ýsa, 15 sess, 16 angri, 17 ataðu, 18 skell, 19 liðug, 20 iðra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Á margan hátt áttu bara að njóta útýnisins í dag. Þegar þú horfir á heiminn sérðu flækjurnar innra með þér. Ekki gleyma að líta upp í himininn í kvöld. (20. apríl - 20. maí)  Naut Líf allra sigurvegara er fullt af mis- tökum. Þú munt gera nokkur, en ekki hafa áhyggjur. Þegar þú gerir mistök skaltu viðurkenna þau, læra af þeim og aldrei endurtaka þau. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Viltu verja málstað? Hvernig væri að bera mótmælaspjald gegn van- mati á duttlingum? Þú ert óskabarn mál- staðar ímyndunarafls og undra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Samkvæmt skilgreiningu er nóg af fólki í meirihlutanum. Sumar af skoð- unum þínum eru ekki vinsælar. Þorðu að vera stoltur meðlimur minnihlutans. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú kemur fljótar auga á fals en barn. Hlustaðu á viðvörunarbjöllurnar innra með þér. Það er gáfulegt að hverfa á braut og finna þér einlægari félagsskap. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Aðeins sterkum persónuleikum tekst að sýna öðrum umburðarlyndi. Þú þarft að vera alveg viss um hver þú ert til að vera ekki ógnað af öllu því misjafna sem þú verður vitni að. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þegar kemur inn að kjarna eru allir skrýtnir. Hættu því að fela tilfinning- arnar og deildu þeim frekar. Tjáning þín verður einstök og listræn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú munt leysa gátu sem þú hefur glímt við vikum saman. Seinnipart- inn færðu einstakt tækifæri – gefðu ást af öllu hjarta og þiggðu hana á sama hátt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þig langar að vera vinalegur og góður en á vissum stundum dagsins þarnast umhverfið hörðu hliðarinnar á þér. Það er satt að skipun frá þér fær hlutina til að rúlla. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar ástin er eins og kvik- syndi sem gleypir þig æ meir er mál að biðja einhvern sem þú dáir aðstoðar. Meyja gæti breytt lífi þínu og starfi til hins betra. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú einbeitir þér að því að byggja upp ánægjuleg, samúðarfull og djúp sambönd. Tilfinningar eins og eft- irsjá, afbrýði og reiði hverfa loks – kannski voru þær bara misskilningur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert í aðstöðu til að gagnrýna, verður jafnvel beðinn um það og borgað fyrir. En mundu að allt sem þú dæmir í öðrum gætirðu fundið innra með sjálfum þér. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Yerevan í Armeníu. Kínverski stórmeistarinn Wang Hao (2.643) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Tornike Sanikidze (2.455) frá Georgíu. Það er lærdóms- ríkt hvernig Kínverjanum tókst í þessari stöðu að gera hrók svarts á h8 innlyksa og mynda óstöðvandi frí- peð á drottningarvæng með snjöllum uppskiptum og peðaframrásum. 59. Bxf5! exf5 60. h6+! Kg8 svartur hefði tapað skiptamun eftir 60. … Hxh6 61. Bf8+. 61. Kb4 Be6 62. c6 bxc6 63. b6! Bc8 64. Kc5 Bb7 65. e6! og svartur gafst upp þar sem hann yrði t.d. manni undir eftir 65. … fxe6 66. Hf8+ Kh7 67. Hf7+ Kxh6 68. Hxb7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Blekkingarleikur. Norður ♠D653 ♥ÁDG875 ♦2 ♣D4 Vestur Austur ♠G72 ♠8 ♥10963 ♥42 ♦104 ♦ÁDG9852 ♣Á652 ♣K93 Suður ♠ÁK1094 ♥K ♦K76 ♣G1087 Suður spilar 4♠. Austur opnar á 3♦, en suður meldar 3♠ óhikað og norður hækkar í fjóra. Vestur kemur út með tígultíu, austur tekur á ásinn og hugsar sinn gang. Blindur er óhemju öflugur (og í raun á norður fyrir slemmuáskorun), svo það er ekki líklegt að hægt sé að ná fjórum spöðum niður. Þó er uppteikn- anlegt að makker sé með laufás og eitt- hvert kjöt í spaðanum – til dæmis gos- ann þriðja. Með þá hugmynd að leiðarljósi hlammar austur niður laufkóngi og spilar meira laufi. Vestur er með á nót- unum, spilar þriðja laufinu og nú er sagnhafi í miklum vanda. Ef hann trúir því að laufkóngurinn sé annar mun hann stinga frá með spaðadrottningu og þá verður trompgosi vesturs fjórði slagurinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfaldan sigur á alþjóðlegubadmintonmóti hér um helgina, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik. Hver var meðspilari hennar í tvíliðaleiknum? 2 Hvað var nýja þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð þeg-ar hún var hér í leigu sl. vetur? 3 Erlendur hópur kom hingað til lands til að læra ádragnót. Hvaðan er hópurinn? 4 Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer er látinn.Með hvaða bók sló hann í gegn? Svör við spurningum gærdagsins: 1 Emil Hallfreðsson er rétt á eftir knattspyrnumanninum Kaká í einkunn í efstu deild ítölsku deildarinnar. Hvar leikur Kaká? Svar: AC Milan. 2 Hvaða plata er besta íslenska plata allra tíma í net- kosningu mbl.is og með hvaða hljómsveit? Svar: Ágætis byrjun með Sigur Rós. 3 Skógræktarfélag Íslands hefur fengið öflugan samstarfsaðila. Hvern? Svar: Kaupþing. 4 Sveitarstjórinn í Djúpa- vogi fór fyrir mikill sviðaveislu þar sl. laugardag. Hver er hann? Svar: Björn Hafþór Guðmundsson. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Andrés Skúlason dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR Á DEGI hinnar íslensku tungu næstkomandi föstudag verður efnt til málþings í Skálholti í tilefni hinnar nýju biblíuþýðingar sem út kom 19. október síðastliðinn. Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup setur málþingið eftir kvöldmat á föstudags- kvöldi en því lýkur eftir hátíðarkvöldverð á laugardagskvöldi. Til máls taka Guðrún Kvaran, Gottskálk Þór Jensson, Clarence E. Glad, Guðrún Þórhallsdóttir, Jón G. Frið- jónsson, Jón Axel Harðarson og Kristinn Óla- son. Þá mun sr. Sigurður Pálsson stýra pall- borðsumræðum um efnið á laugardeginum. Skálholtskórinn heldur tónleika af þessu tilefni í Skálholtsdómkirkju kl. 17 laug- ardaginn 17. nóvember ásamt Barna- og Unglingakór Biskupstungna. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Aðgangur er ókeyp- is. Málþingið er samstarfsverkefni Skálholts- skóla, ReykjavíkurAkademíunnar og tíma- ritsins Glímunnar. Allt áhugafólk um málefni Biblíunnar er velkomið. Upplýsingar um verð og aðstöðu, svo og skráning í Skálholtsskóla í síma 486- 8870 eða með netfanginu rektor@skalholt.is. Málþing um biblíuþýðinguna haldið í Skálholti Á SÍÐASTA unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið var um verslunarmannahelgina á Hornafirði, var haldið spilamót í Hornafjarðarmanna til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Í fréttatilkynningu segir að Albert Eymundsson, svokallaður „útbreiðslustjóri Hornafjarðarmannans, hefði viljað að mótið hefði æðri og meiri tilgang en að- eins þann að vera góð dægrastytting. Útgerðarfyr- irtækið Skinney/Þinganes á Hornafirði hét á þá sem spiluðu og með þátttöku 250 spilara tókst að safna 200 þúsund krónum. Fyrirkomulagið byggðist á þeirri hugmynd að ís- lensk ungmenni, sem búa við betri aðstæður en jafn- aldrar þeirra víða annars staðar, legðu sitt af mörk- um til barna sem hvað verst eru sett í heiminum. Það var því viðeigandi að keppendur á mótinu, þau Siggerður Aðalsteinsdóttir og Maríus Sævarsson, bæði 11 ára, afhentu styrkinn á skrifstofu Barna- hjálparinnar ásamt Aðalsteini Ingólfssyni, fram- kvæmdastjóra Skinneyjar/Þinganess. Maríus aðstoð- aði auk þess Albert afa sinn við mótshaldið og kenndi fólki leikreglurnar fyrir keppnina. Frekari upplýsingar má finna á síðunni www.hornafjordur.is/manni Hornafjarðarmanni til styrktar UNICEF Gott málefni Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF Íslandi, veitir gjafabréfinu móttöku fyrir hönd barna sem munu njóta góðs af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.