Morgunblaðið - 13.11.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.2007, Qupperneq 44
■ Fim. 15. nóvember kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson. Stjórnandi: Kurt Kopecky Einleikari: Edda Erlendsdóttir ■ Lau. 17. nóvember kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu. Felix Mendelssohn: Oktett fyrir strengi ■ Fim. 22. nóvember kl. 19.30 Pétur Gautur. Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Petri Sakari stjórnar, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson segir söguna og flytur valda kafla. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Efnistökin eru metn- aðarfull en þau eru hins vegar einfeldningsleg og klunnalega fram sett… 48 » reykjavíkreykjavík TÓNLISTARMAÐURINN Don Randi, sem stýrði upptökum í nokkrum lögum á nýju plötu Geirs Ólafssonar, og mun spila á píanó á tónleikunum á morgun, hefur unnið með mörgum af þekktustu tónlist- armönnum heims. Á heimasíðu hans er glæsilegur listi yfir þá listamenn sem hann hefur spilað með eða útsett fyrir, og eru þessir helstir: 5th Dimension, Abba, Andy Gibb, Beach Boys, Dean Martin, Diana Ross, Dionne Warwick, Dusty Springfield, Elvis Presley, Four Tops, Frank Sinatra, Frank Zappa, Glen Campbell, Ike & Tina Turner, James Brown, Joan Baez, Marvin Gaye, Nancy Sinatra, Neil Diamond, Neil Young, Oliva Newton-John, Paul Anka, Phil Spector, Quincy Jones, Rightous Bros., Sammy Davis Jr., Simon & Garfunkel, Sonny & Cher, The Animals, The Everly Bros, The Jackson 5 og Tom Jones. Það er því ljóst að Geir Ólafsson er ekki í slæmum félagsskap á meðal þeirra sem Randi hefur unnið með. Glæsilegur ferill Randis Don Randi Hefur m.a. unnið með Elvis og Frank Sinatra.  Raunverulegt „ídentítet“ bloggarans Mengellu hefur verið mörgum hugleikið þetta ár sem hún hefur skrifað á mengella.blogspot.com. Mengella lét oftar en ekki til sín taka í þjóðmálaumræðunni og nú síðast fór hún mikinn í Negra- stráka-umræðunni og vandaði þá til dæmis Gauta B. Eggertssyni ekki kveðjurnar fyrir pistilinn sem hann skrifaði um málið . En nú virðist gamanið vera bú- ið og Mengella upplýsir lesendur um það hver sé á bak við skrifin. Eins og marga grunaði er um nokkra pistlahöfunda að ræða en samkvæmt síðustu færslu er rit- stjórn Mengellu þessi: Hildur Lilliendahl, Jón Örn Loðmfjörð, Ásgeir H. Ingólfsson, Þórarinn Björn Sigurjónsson og Þórdís Björnsdóttir. Sem sagt ljóðskáld, rithöfundar, blaðamenn og fyrr- verandi Barnalandsíbúar. Hvern hefði grunað? Mengella opinberar sig  Gítar sem Bubbi Morthens gaf til góðgerð- aruppboðs í út- varpsþættinum Frá A til J á Rás 2 var kominn upp í 210 þúsund krón- ur um hádegisbilið í gær. Gestir þáttarins gefa iðulega til góðgerð- armálefnis að eigin vali og Bubbi valdi Unglingadeild SÁÁ í þetta skiptið. Þegar Bubbi heyrði svo af því hversu vel gengi í uppboðinu lét hann gullplötu fylgja með gít- arnum og því til mikils að eiga besta boð. Áður hafa Baltasar Kor- mákur, Sveppi, Rúnar Júl og Jón Gnarr gefið hluti á uppboð. Frá A til J er á dagskrá á föstudags- kvöldum kl. 19.30 - 22 og er í um- sjón Atla Þórs og Jóhanns G. leik- ara. Gítarinn hans Bubba kominn í 210.000 kr. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞARNA eru náttúrulega val- inkunnir standardar,“ segir Geir Ólafsson um sína aðra sólóplötu, Svona er lífið, sem kom út nú um helgina. Nafn plötunnar er þýðing á þekktu lagi Franks Sinatra, „That’s Life“, sem Geir flytur á plötunni í íslenskri þýðingu Óttars Felix Haukssonar. „Það er líka gaman að segja frá því að þarna er lag með Ragga Bjarna sem sló í gegn á Ís- landi árið 1960; „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta lag er gefið út með stórsveit, en Raggi gerði þetta lag ódauðlegt þannig að mað- ur er heldur betur að ráðast á garð- inn þar sem hann er langhæstur,“ segir Geir. „Ég tek það þó fram að ég leitaði til Ragnars áður en ég gerði þetta og hann gaf mér góðfús- legt leyfi, og lagði blessun sína yfir þetta því honum fannst það frábært framtak hjá okkur að ráðast í þetta lag.“ Spilaði með Elvis Á plötunni eru tvö lög á íslensku, en hin lögin eru öll flutt á ensku, lög á borð við „You Are The Sunshine Of My Life“, „All Of Me“, „My Kind Of Town“ og „Fly Me To The Mo- on“. „Þetta eru frægir standardar sem eru í frábærum útsetningum Vilhjálms Guðjónssonar, Þóris Baldurssonar og Ólafs Gauks Þór- hallssonar. Svo er þarna ein amer- ísk útsetning og tvær sænskar,“ segir Geir sem nýtur fulltingis stór- sveitar á plötunni, en hún er skipuð meðlimum Stórsveitar Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Geir stoltur. Þetta er lífið hefur verið lengi í vinnslu, en vinna við útsetningar hófst strax árið 2002. Á meðal upp- tökustjóra á plötunni er Don nokk- ur Randi sem mun einmitt spila á píanó á tónleikunum annað kvöld. „Hann er píanisti Nancy Sinatra, gerði fjórar plötur með Frank Si- natra og spilaði á tónleikum með Elvis Presley. Hann er heims- frægur píanisti,“ segir Geir um Randi. „Hann er líka að skoða að- stæður fyrir hugsanlega tónleika Nancy Sinatra hér á landi. Það mál er alveg að renna í höfn, það er ver- ið að vinna að lausum endum og það er hugsanlegt að hún verði hérna í mars.“ Ætlar norður Sala aðgöngumiða á tónleikana er hafin, en hún fer fram á Broadway. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. annað kvöld og miðaverð er 1.500 krónur. „Svo vona ég að ég geti líka farið með hljómsveitina til Akureyr- ar og haldið alvöru tónleika þar,“ segir Geir sem ætlar að verja næstu vikum í að kynna plötuna. „Ég er nú þannig gerður að ég tek mér bara eitt verkefni í einu, og þetta verkefni er mér ofarlega í huga núna. Mér ber skylda til þess að klára það og ætli ég verði eins og aðrir Íslendingar, að vinna til há- degis á aðfangadag,“ segir hann. „En ég vona að þessi plata fái hljómgrunn á Íslandi og ég er eig- inlega fullviss um að hún geri það því mér finnst að menningin á Ís- landi hafi farið stigvaxandi, og hún hefur breikkað mikið. Það er mjög jákvætt fyrir okkur.“ Þetta er lífið hans Geirs Geir Ólafsson fagnar útkomu nýrrar plötu með tónleikum á Broadway á morgun Morgunblaðið/G.Rúnar Svona er lífið Vilhjálmur Guðjónsson, Geir Ólafsson og Óttar Felix Hauksson saman komnir á Broadway.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.