Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 16

Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Íslamabad, London. AFP. | Líklegt er að þingkosningar sem ráðgerðar eru í Pakistan í janúar verði hvorki frjálsar né sanngjarnar vegna neyðarlaga og nýrra laga sem heimila að óbreyttir borgarar verði dregnir fyrir herdómstóla, að sögn stjórnmálaskýrenda. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, hét því á sunnudag að kosningar færu fram fyrir 9. jan- úar en gaf til kynna að neyð- arlögin yrðu ekki afnumin fyrir kjördaginn. Á sérstökum fundi ut- anríkisráðherra breska samveld- isins í London í gær var ákveðið að veita Musharraf tíu daga frest til að eflétta neyðarlögunum ella verði Pak- istan rekið úr samveldinu. Þá var þess krafist að Musharraf láti af embætti yfirmanns hers- ins í Pakistans. Um helgina hafði verið tilkynnt að Musharraf hefði breytt lögum um herinn frá árinu 1952 og mannréttinda- hreyfingar segja að breytingarnar feli í sér að herinn fái mjög víð- tæka heimild til að draga óbreytta borgara fyrir rétt og dæma þá fyr- ir landráð og uppreisnaráróður. Musharraf sagði að markmiðið með breytingunum væri að gera hernum kleift að hneppa hryðju- verkamenn í fangelsi. Áður hafði hann sagt að neyðarlögin væru nauðsynleg vegna hættunnar sem stafaði af íslömskum öfgamönnum. Mannréttindahreyfingar og stjórnarandstöðuflokkar hafa mót- mælt lagabreytingunum og segja að herinn geti misnotað þær í því skyni að kveða niður hvers konar andóf gegn Musharraf. Nokkur dagblöð í Pakistan sögðu í forystugreinum í gær að neyðarlögin hefðu þegar grafið undan forsendum frjálsra og lýð- ræðislegra kosninga – frjálsum fjölmiðlum og frelsi til að halda pólitíska fundi. „Samkvæmt lögunum um her- inn er nú hægt að handtaka hvern sem er vegna þess að þau eru of óljós,“ sagði stjórnmálaskýrand- inn Talat Masood, fyrrverandi hershöfðingi. „Frjálsar og lýðræð- islegar kosningar voru þegar orðnar ómögulegar vegna neyð- arlaganna, afnáms stjórnarskrár- innar og breytinga á dómstól- unum.“ Kosningarnar ekki frjálsar Pakistan hótað brottrekstri úr breska samveldinu Pervez Musharraf Í HNOTSKURN » Benazir Bhutto, fyrrver-andi forsætisráðherra Pakistans, sagði í gær að ekki kæmi lengur til greina að semja við Pervez Musharraf forseta um að þau deildu með sér völdunum eftir kosn- ingar. Hún gaf til kynna að flokkur hennar myndi ekki taka þátt í kosningunum nema herlögin yrðu afnumin. » Yfirvöld bönnuðu í gærmótmælagöngu sem Bhutto hugðist hefja í dag. Og Bhutto var í gærkvöldi hneppt á ný í stofufangelsi. Gazaborg. AFP. | Lögreglumenn Hamas-hreyfingarinnar skutu sjö menn til bana í Gazaborg í gær þegar hundruð þúsunda manna söfnuðust þar saman til að minnast þess að þrjú ár eru liðin frá dauða Yassers Arafats. Um 130 manns til viðbótar særð- ust þegar lögreglumennirnir hófu skothríð á mannfjöldann. Talsmaður Fatah, flokks Arafats, sagði að allt að hálf milljón manna hefði mætt á útifundinn og er þetta fjölmennasti fundur á vegum Fatah í Gazaborg frá því að Hamas-hreyfingin komst til valda á Gazasvæðinu í júní. Azzam Ahmed, formaður þing- flokks Fatah, sagði að ekki kæmi til greina að hefja samningaviðræður við Hamas-hreyfinguna eftir blóðs- úthellingarnar. „Ég er viss um að palestínska þjóðin mun losa sig við þessa hreyfingu og að blóð píslar- vottanna magni andstöðuna gegn henni.“ Sjö féllu í árás í Gazaborg Reuters Blóðug árás Palestínumenn bera mann sem særðist í skotárás lögreglumanna Hamas-hreyfingarinnar á fólk sem tók þátt í útifundi Fatah-hreyfingarinnar í Gazaborg í gær. Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is VERULEGA reynir á áform Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seta um breytingar í lífeyrismálum og á vinnumarkaði næstu daga. Stéttarfélög hyggjast lama sam- félagið með verkföllum í sam- göngukerfinu og járnbrautar- starfsmenn ríða á vaðið í kvöld. Ríkisstjórnin segist hvergi hvika og Francois Fillon forsætisráð- herra segir þjóðina hafa lýst sig samþykka umbótunum með kjöri Sarkozy sem forseta sl. vor. Járnbrautarstarfsmenn leggja niður vinnu í kvöld og boða aðgerð- ir í sólarhring, en talið er að þær geti allt eins varað í nokkra daga. Sjö stéttarfélög járnbrautar- og strætisvagnastarfsmanna af átta standa að verkfallinu. Sams konar aðgerðir þeirra fyrir mánuði ollu mikilli röskun. Á morgun lamast neðanjarðar- lestir Parísar og strætisvagnar er starfsmenn þeirra bætast í hópinn. Samdægurs hefjast verkföll hjá orkufyrirtækjum ríkisins, gas- og raforkufyrirtækjunum EDF og GDF, með hugsanlegum raf- magnstruflunum. Til þeirra er efnt í mótmælaskyni við boðaða fækkun opinberra starfsmanna. Kennarar boða verkfall Kennarar áforma verkfall á þriðjudaginn kemur, hið fyrsta frá 2002, í mótmælaskyni við breyting- ar í menntakerfinu sem taldar eru munu leiða til fækkunar kennara. Sama dag ætla dómarar og starfsmenn dómstóla að fara á göt- ur út í mótmælaskyni við víðtæka uppstokkun í dómstólakerfinu. Loks hafa stúdentar andæft ný- settum lögum er veita háskólum aukið sjálfsforræði undanfarna daga. Boða stúdentafélög við 13 háskóla þátttöku í verkföllum á morgun. Megin tilgangur lestarverkfall- anna er að koma Sarkozy og end- urbótum hans í lífeyris- og vinnu- markaðsmálum útaf sporinu. Í nafni samfélagslegs jafnræðis og sanngirni stendur forsetinn fastur fyrir og ríkisstjórn hans einnig. Starfsmenn járnbrautanna og orkufyrirtækjanna krefjast þess að ekki verði hróflað við sérstökum lífeyrisréttindum þeirra. Þau ætlar ríkisstjórnin að afnema og gera viðkomandi að greiða jafn lengi í lífeyrissjóði og aðrir opinberir starfsmenn og starfsmenn einka- fyrirtækja, eða í 40 ár í stað 37,5 ára. Deilt um lífeyrisforréttindi Ljóst þykir að mikil ólga verði í Frakklandi næstu daga. Spurning er hvort stórsjóir rísi og nái að brjóta á skútu Sarkozy og lama til- raunir hans til að blása nýjum þrótti í hagkerfið. Hann þykir hafa gefið eftir í síðustu viku er hann kom eftir hörð mótmæli til móts við kröfur sjómanna á Bretaníuskaga um fjárhagslega aðstoð vegna olíu- verðshækkunar. Að þessu sinni segir forsetinn, að undanlátssemi við stéttarfélögin muni kalla yfir Frakka frekari fá- tækt, atvinnuleysi og tryggja að landið dragist enn frekar aftur úr í alþjóðlegri samkeppni. Sambærilegar tilraunir til að uppræta lífeyrisforréttindin árið 1995 fjöruðu út. Eftir umfangsmik- il verkföll í þrjár vikur hvarf stjórn Alain Juppe frá því verkefni. Deilan snýst um forréttindi 1,6 milljóna manna. Í krafti þeirra geta sumar stéttir járnbrautar- manna farið á full eftirlaun við 50 ára aldur. Hálf milljón starfs- manna greiðir iðgjöld í viðkomandi lífeyrissjóði en 1,1 milljón nýtur líf- eyris úr þeim. Árlega hefur vantað um fimm milljarða evra inn í sjóð- ina til að þeir kæmu út á sléttu. Hallinn hefur fallið á skattgreið- endur. Með stuðningi og þátttöku fleiri starfsstétta en í samgönguverkföll- um fyrir mánuði hafa verið taldar líkur á því að verkföll vikunnar geti átt eftir að leiða til almennra fjöldamótmæla gegn ríkisstjórn- inni. Engar vísbendingar eru um það sem stendur. Miklu skiptir hvernig til tekst næstu tvo daga; hvort þátttaka starfsmanna sam- göngukerfisins verði jafn almenn nú og í verkfallsaðgerðum fyrir tæpum mánuði – hvort þeir snúi til vinnu eftir sólarhring eða haldi að- gerðum áfram. Ætla að lama franska samfélagið með verkföllum í samgöngukerfinu Stéttarfélög reyna að setja Sarkozy út af sporinu Caracas. AFP. | Hugo Chavez, forseti Vene- súela, sagði í gær að Jó- hann Karl Spánarkon- ungur hefði verið heppinn að hann heyrði ekki þegar Jóhann Karl sagði honum að „halda kjafti“ á fundi ríkja rómönsku Ameríku og Íberíuskagans í Chile um helgina. „Eitt er víst að ég heyrði ekki í honum. Hann var heppinn, þessi herra, Jóhann Karl. Ég veit ekki hvað ég hefði látið flakka,“ sagði Chavez við komuna heim til Caracas, höfuðborgar Venesúela, í gær. „Það er enginn vafi á því að þegar Jóhann Karl af ætt Búrbóna sprakk úr reiði í kjöl- far yfirlýsinga frumbyggja og indjána [Chavez] þá sprungu fimm hundruð ár ný- lendukúgunar jafnframt upp í loft,“ bætti Chavez við. Jóhann Karl var heppinn Hugo Chavez KARLMAÐUR reyndi að ráðast á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar hún tók á móti Nicolas Sarkozy, forseta Frakk- lands, í Berlín um miðjan dag í gær. Á sjónvarpsmyndum sást þegar maðurinn gerði skyndilega hróp að Merkel og reyndi að ná til hennar þegar hún gekk framhjá. Öryggisverðir stöðvuðu manninn og fjarlægðu hann. Þau Merkel og Sarkozy heimsóttu skóla í Berlín og sátu þar fund um innflytjenda- mál. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakk- lands settust síðan á fund í kanslarahöll- inni í borginni en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári. Reyndi að ráðast á Angelu Merkel SÓLARBJÖRNUM, minnstu bjarndýrum heimsins, hefur fækkað um að minnsta kosti 30% á síðustu 30 árum, að sögn umhverf- isverndarsamtakanna International Union for Conservation of Nature (IUCN). Er fækkunin einkum rakin til skóg- areyðingar og veiða á sólarbjörnum sem lifa í Suðaustur-Asíu. „Þótt við eigum margt ólært um vistfræði þessarar tegundar erum við viss um að hún á í erfiðleikum,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir einum sérfræðinga IUCN. Þeir telja að sex af átta bjarnartegundum heimsins séu í út- rýmingarhættu. Sólarbirnir taldir í hættu Sólbjarnarhúnn með mömmu sinni. YFIRVÖLD í Kambódíu handtóku í gær hjón, sem voru á meðal forystumanna stjórnar Rauðu khmeranna illræmdu á ár- unum 1975-1979, og ákærðu þau fyrir glæpi gegn mannkyninu. Talið er að Rauðu khmerarnir hafi orðið um milljón manna að bana á þessum tíma. Þau Ieng Sary, fyrrverandi utanrík- isráðherra, og eiginkona hans, Ieng Thir- ith, voru flutt í fangelsi í Phnom Penh. Í dag eiga þau að koma fyrir sérstakan dómstól sem stofnaður var með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Rauðir khmerar sóttir til saka STJÓRNARANDSTAÐAN í Georgíu sam- þykkti í gær að sameinast um einn fram- bjóðanda gegn Mikhail Saakashvili forseta í kosningum 5. janúar. Þingmaðurinn Lev- an Gachechiladze verður forsetaefni stjórnarandstöðunnar og Salome Zurab- ishvili, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður forsætisráðherraefni. Bandaríkjastjórn hvatti í gær Saakas- hvili til að aflétta neyðarlögum sem hann setti eftir mótmæli stjórnarandstöðunnar í vikunni sem leið. Stjórnarand- staðan sameinast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.