Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Þor-kell Guðmunds- son læknir fæddist 25. júní árið 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni í Reykjavík 31. október síðastliðinn. Foreldrar Sig- urðar voru hjónin Helga Kristjáns- dóttir f. á Flateyri við Önundarfjörð 19.3. 1903, d. 22.6. 1982 og Guðmundur Sigurðsson versl- unarmaður á Flateyri, síðar fulltrúi í gjaldeyrisnefnd og bókari hjá Útvegsbanka Íslands, f. í Kefla- vík 13.11. 1902, d. 21.9. 1974 . Sig- urður var þriðji í röð sex systkina. Systkinin eru Ástríður Guðmunds- dóttir, f. 23.8. 1926, Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 22.6. 1928, d. 6.2. 2003, Gylfi Guðmundsson, f. 27.9. 1932, Þorbjörg Guðmunds- dóttir, f. 16.1. 1936 og Gerður Guð- mundsdóttir Bjarklind, f. 10.9. 1942. 14. janúar 1959 kvæntist Sig- urður Ragnheiði Aradóttur f. 23.9. 1933, d. 1.7. 1982. Foreldrar Ragn- heiðar voru Sigríður Soffía Þór- arinsdóttir húsfreyja og Ari Jóns- son héraðslæknir á Fljótsdals- héraði. Dóttir Sigurðar og Theó- dóru Thorlacius hjúkrunarkonu er Jórunn Thorlacius, f. 29.10. 1954, leikari og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Hún var gift Thomasi Ahrens leikara og leik- stjóra í Berlín. Þau slitu sam- vistum. Synir Jórunnar og Thom- asar eru Númi Þorkell, f. 18.1. 1979, Ingólfur Máni f. 11.1.1981 og Theódór Sölvi 19.7. 1985. Árið 1982 lágu leiðir Sigurðar og Jón- ínu Steinunnar Þorsteinsdóttur, f. 6.3. 1936, saman og áttu þau ást- ríka vegferð upp frá því. Maki Jón- ínu var Júlíus Ragnar Júlíusson f. 17.12. 1932, d. 24.9. 1981. Þeirra ir á dvalarheimili aldraðra sjó- manna, Hrafnistu í Reykjavík. Sig- urður var aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands 1971-72 og 1974-75 og stundakennari 1976-77 og 1979- 81. Þá kenndi hann við Hjúkrunar- skóla Íslands 1965-66 og var lektor við tannlæknadeild Háskóla Ís- lands 1972-74 og 1975-77. Sigurður var prófdómari við læknadeild Há- skóla Íslands frá árinu 1965. Sigurður gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu lækna, sat m.a. í stjórn læknaráðs Landspítal- ans 1975-78, í stjórn Félags ís- lenskra sjúkrahúslækna 1965-67 og Félags íslenskra gigtsjúkdóma- lækna frá 1965. Hann var formaður Félags íslenskra lyflækna 1965-68 og formaður Lyfjanefndar ríkisins 1979-84. Hann var frumkvöðull að þing- um Félags íslenskra lyflækna árið 1973 og sat öll 13 þing þess og flutti erindi um faraldsfræði innkirtla- sjúkdóma hér á landi á þeim öllum. Sigurður skrifaði allmargar grein- ar um þetta áhugamál sitt og sér- svið sem birtust í innlendum og er- lendum sérfræðitímaritum. Sigurður vann ötullega að sam- starfi íslenskra lækna og erlendra starfsbræðra sinna og var ritari 31. þings Norrænna lyflækninga- félagsins í Reykjavík árið 1968 en það var fyrsta læknaþingið sem haldið var á Íslandi með erlendum starfssystkinum. Sigurður var og forseti 38. þings þessara sömu sam- taka árið 1982 og var kjörinn heið- ursfélagi Lyflæknafélags Íslands árið 1998. Þess utan gegndi Sig- urður formennsku í Lista- og menningarsjóði Seltjarnarness 1982-94. Sigurður var söngmaður mikill og söng á yngri árum með Háskólakórnum en var fyrst og fremst var hann þó félagi í Karla- kór Reykjavíkur í hartnær hálfa öld og gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir kórinn. Þá var Sigurður ástríðufullur golfari og spilaði á Nesvellinum hjá Golf- klúbbi Ness í áratugi auk þess sem hann naut sín á golfvöllum víðs- vegar um heiminn. Útför Sigurðar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. börn eru Hrafnhild- ur, Júlíus, Ragnheið- ur og Bjarni Þór. Sigurður ólst upp í Skerjafirði og á Hringbrautinni. Hann gekk í Skild- inganesskóla og síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1950. Að stúd- entsprófi loknu inn- ritaðist Sigurður í læknadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan cand. med. prófi árið 1957. Sig- urður fékk amerískt útlendinga- próf (ECFMG) í Miami, Flórída haustið 1960, almennt lækninga- leyfi 1964 og sérfræðingsleyfi í al- mennum lyflækningum, hormóna- og efnaskiptasjúkdómum árið 1965. Sérfræðinámið stundaði Sig- urður á lyflækningadeild á Louis- ville General Hospital í Louisville, Kentucky, á Jackson Memorial Hospital í Miami í Flórida, á lyf- lækningadeild Bergen Pines County Hospital í Paramus, New Jersey og víðar. Þá var hann styrk- þegi sérfræðináms í innkirtlafræði við New York Hospital, Cornell Medical Center 1962-64. Sigurður sótti síðar enn frekara nám á sér- fræðisviði sínu á ýmsum spítölum í Bandaríkjunum, einkum á New York Hospital Division of Endocr- inology and Pediatric Endocrino- logy sem og á sjúkrahúsum í Lund- únum. Sigurður hóf störf á Landspítal- anum árið 1964 og starfaði þar til ársins 2000. Frá árinu 1965 rak hann einnig eigin læknastofu, fyrst í Þingholtsstræti og síðan í Domus Medica. Á ferli sínum vann Sigurð- ur oft tímabundið við afleysingar á heilsugæslustöðvum víða um land. Síðustu starfsárin, allt til vorsins 2006 þegar heilablóðfall svipti hann heilsunni, var Sigurður lækn- Ég kveð nú með trega minn besta vin, Sigurð Þ. Guðmundsson. Árið 1982 svifu heilladísir okkar yf- ir vötnum á Marbella á Spáni og fengu mér í hendi minn óskastein. Við Sigurður vorum bæði búin að missa maka okkar og ég var í minni fyrstu sólarlandaferð, þegar ég hitti Sigurð sólbrúnan og sællegan nýkominn frá Ástralíu úr heimsókn til frænda sinna. Við áttum yndislegar stundir sem eru í minningunni eins og æv- intýri. Golf á daginn og dansað undir stjörnuhimni á kvöldin. Sigurður var einstaklega tilfinn- ingaríkur maður og unni tónlist og kunni að meta alla list. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að deila þessum áhugamálum með Sigurði. Var oft farið á tónleika og listasöfn- in skoðuð. Við ferðuðumst mikið sam- an og höfum eignast marga yndislega vini. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hann Sigga. Hann var ein- staklega hreinskiptinn og talaði tæpi- tungulaust. Hann hafði mikinn húm- or og gleði og hafði gaman af að segja sögur og þá var oftast stutt í grínið. Hann hafði gaman af að segja söguna um „The son of the gun,“ sem var um komu hans í heiminn á alþingishátíð 1930. Hann fæddist í 10 fallbyssu- skoti, svo sagði hann: Mamma skrökvar ekki og svo var hlegið. Sigurður var orkumikill og alltaf á ferðinni, byrjaði daginn oftast í sund- lauginni og svo var farið á golfvöllinn og spilaður hringur. Hann var ein- staklega greiðvikinn maður og var læknastarfið honum sem köllun. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa fólki sem þurfti á læknishjálp að halda og skipti þá ekki máli hvort það var að nóttu eða degi. Sigurður hætti ekki að vinna meðan kraftarnir leyfðu. Hann var stöðugt að taka að sér verkefni og oft var hann að vinna úti á landi. Mér er minnisstætt þegar við vorum í Vestmannaeyjum 17. júní þegar jarðskjálftinn reið yfir. Sigurð- ur var þá að vinna á sjúkrahúsinu. Með innkomu Sigurðar í líf mitt hefur hann notið þess að vera afi barnabarna minna og fannst honum vænt um að fá að fóstra stundum lítil kríli um helgi þegar foreldrar þurftu að víkja frá. Honum fannst mikill heiður að fá að vera guðfaðir Lilju Daggar og ljómaði hann eins og sólin þegar hann hélt á henni undir skírn. Ég er óendanlega þakklát forsjón- inni fyrir að hafa fengið að ganga við hlið Sigurðar í 25 ár og allar fallegu minningarnar mun ég geyma. Guð blessi og styrki Jórunni, Núma, Mána, Sölva, systkini Sigga og alla hans ástvini. Jónína Steinunn Þorsteindóttir. Í dag er Sigurður Þ. Guðmundsson kvaddur hinstu kveðju. Það fór ekki fram hjá neinum hvað þau glöddust Sigurður og systir okkar Jónína þegar leiðir þeirra lágu saman. Þau voru þá bæði búin að missa maka sína. Sigurður var mikill útivistarmaður og naut sín vel í að spila golf og fóru þau Jónína og Sig- urður oft saman á golfmót víða um heiminn. Einnig fóru þau á læknaþing og ráðstefnur og ef þannig stóð á að blóð- sýni þurfti að fara utan til frekari rannsóknar þá tók Sigurður sýnið með sér og geymdi það í brjóstvasa sínum til að halda á því hita. Þetta at- vik lýsir umhyggju og velvild Sigurð- ar til sjúklinga sinna. Sigurður var þeirrar gæfu aðnjót- andi að geta sinnt læknastörfum sín- um til hálfáttræðs en það var þá sem heilsan gaf sig. Sigurður var sjúkling- ur og lá á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jónína Steinunn fór daglega með strætisvagni í heimsókn til Sigurðar að stytta honum stundir og lina þraut- ir hans. Við vottum Ninnu systur okkar og öðrum aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning Sigurðar. Guðmunda Kristín og Þórunn Rut Þorsteinsdætur. Við fráfall Sigurðar Þ. Guðmunds- sonar, mágs míns, langar mig til þess að minnast hans með fáum orðum. Tengsl okkar hófust fyrir röskum 54 árum er ég kvæntist Hólmfríði systur hans og hefur vinátta okkar staðið föstum fótum síðan. Sigurður var mjög vel gerður maður með margs konar áhugamál, farsæll í leik og starfi enda vel að sér í fagi sínu, lækn- isfræðinni, sem hann stundaði af kost- gæfni og alúð og var vel látinn af sjúk- lingum sínum sem öðrum. Sigurður var mjög vel skipulagður í öllum sínum gjörðum og var ótrúlegt hve miklu hann kom í verk, því hann virtist hafa tíma til alls þrátt fyrir annasamt starf og tímafrek áhuga- mál, þar sem tónlistina og golf- áhugann bar hæst. Sigurður hafði mikla ánægju af og áhuga á hvers konar tónlist, sótti tón- leika um árabil auk þess að starfa með og syngja í Karlakór Reykjavíkur, bæði í yngri og eldri deild hans um áratuga skeið. Þá stundaði hann golf af miklum áhuga, bæði innanlands sem utan með góðum árangri og í góð- um félagsskap enda mikill keppnis- maður. Margt fleira mætti nefna um fjölbreytt störf og áhugamál Sigurðar sem ég læt öðrum eftir. Við Emilía, börn mín og fjölskyldur þeirra flytja Jórunni og sonum henn- ar, systkinum hans og Ninnu vinkonu hans og félaga til margra ára okkar alúðarfyllstu samúðarkveðjur og þakkir fyrir liðnar samverustundir og annað gamalt og gott. Megi Sigurður Þorkell hvíla í friði. Árni Þ. Þorgrímsson. Þegar ég hugsa til baka eru það oft- ast litlu hlutirnir sem reynast fast- astir í minningunni, líka í minning- unni um „afa lækni“ eins og við bræðurnir kölluðum hann. Þetta eru oft minningar sem maður hugsaði minnst um á meðan hann lifði. En því meira sem við tölum um hann eftir andlát hans eru þessar minningar skemmtilegastar. Til dæmis þegar við bræðurnir fórum í mat til afa og Ninnu og stálumst stöðugt í PK tyggjóið sem hann átti alltaf nóg af; eða hversu fljótur hann var að koma heim til okkar ef einhvern okkar verkjaði einhvers staðar. Mamma var varla búin að hringja þegar hann var mættur með brúnu læknatöskuna sína sem alltaf lá í afturglugganum á bílnum hans. Þessi taska fannst okk- ur alltaf mjög merkileg og mikill leyndardómur ríkti yfir henni. Og ekki má gleyma stóru fjölskylduboð- unum hans sem vöktu mikla lukku með öllu góðgætinu sem flæddi um. Afi tók okkur bræðurna líka stundum með í ferðalög. Í minningunni renna þessi ferðalög bernskunnar reyndar svolítið saman. Einu sinni fórum við í skemmtiferð til Vestmannaeyja með Karlakórnum og á leiðinni til baka með Herjólfi varð Máni sjóveikur. Afi hélt á honum en Máni kunni ekki betri þökk en að kasta upp yfir bakið á honum. Honum brá varla, afa lækni brá aldrei, heldur tók hann á málum snörum og styrkum höndum. Stund- um vildi hann gera of vel eins og þeg- ar við bræðurnir urðum hundblautir í sumarbústaðarferð. Hann dreif okk- ur úr og hengdi öll fötin okkar í kring- um kamínuna í bústaðnum. Það var of mikið af því góða og olli brunagötum á nokkrum flíkum. Þannig mundum við alltaf þessa ferð. Eins og allir vita þá var afi læknir sterkur og orkumikill maður og af sögum hans að dæma hafði hann líka verið sterkur og orkumikill sem barn, hann sagði til dæmis sögu af því að hann hefði farið létt með að hoppa yf- ir fimm ruslatunnur á hliðinni þegar hann skautaði á Tjörninni í Reykjavík í den. Við hittum afa okkar lækni ekki daglega ef við vorum frískir. Það gátu liðið nokkrar vikur á milli þess að við hittum hann. Fyrir jól og afmæli var hann þó alltaf mættur og fór með okkur í búðir svo við gætum sjálfir valið gjöf frá honum. Hann sagðist ekki nenna að gefa okkur geisladisk sem við nenntum ekki að hlusta á. Nú þegar afi læknir er ekki lengur á hlaupum eins og hann var á meðan hann var og hét eru það þessar, í rauninni ótrúlega mörgu minningar sem við höldum í, minningar sem kalla fram bros á vör og hlátur í huga. Að sama skapi finnst okkur líka ósegjanlega leitt að hann skyldi ekki njóta elliára jafn hress og sterkur og hann var áður en hann varð fyrir áfallinu. Við treystum því að hann taki holu í höggi á ódáinsvöllum fyrir handan. Dóttursynirnir, Númi Þorkell, Ingólfur Máni og Theódór Sölvi Thomassynir. Sigurður Þ. Guðmundsson var móðurbróðir minn. Alls voru þau voru sex systkinin, Ástríður móðir mín, Hólmfríður, Sigurður, Gylfi, Þorbjörg og Gerður. Ég fæddist í rúmi afa og ömmu og ólst upp hjá þeim fyrstu sex árin og telst því nán- ast sjöunda systkinið. Eitt það fyrsta sem ég man er fiðr- ingurinn í maganum út af þyngdar- leysi, þegar Siggi frændi og Gylfi bróðir hans voru að henda mér fram og aftur á milli sín. Svo kenndi hann mér líka að syngja „Beautiful, beauti- ful brown eyes“ með hausinn inni í saumavélakassanum hennar ömmu. Siggi frændi kenndi mér að lesa sex ára. Ekki veit ég hvernig hann fór að því með læknanáminu en hann hafði alltaf tíma fyrir mig. Eitt sinn reyndi hann að kenna mér að hætta að hiksta. Það var við matarborðið hjá Helgu ömmu. Hann sagði mér að með því að kyngja fjórðungi úr kart- öflu í heilu lagi þá færi hikstinn. Sýni- kennslan fór þannig að kartaflan stóð pikkföst í honum. Sem betur fer hrökk hún upp úr honum að lokum. En þetta virkaði, ég hætti að hiksta af hreinni hræðslu. Árið 1954 fluttu foreldrar mínir til Brasilíu og dvöldum við þar í tíu ár. Siggi frændi og Ragnheiður kona hans voru þau einu í ættinni sem heimsóttu okkur, enda samgöngur ekki eins greiðar og í dag. Siggi var þá að ljúka framhaldsnámi í Banda- ríkjunum og var eitthvað farinn að vinna og þéna, því hann gaf mér tíu dollara seðil. Ég hafði aldrei átt þvílík auðæfi og þetta mótaði mig verulega því ég keypti bók um útvarp og aðra um sjónvarp og þar byrjaði ferill sem endaði í rafmagnsverkfræði. Árið 1964 flutti hann heim frá námi, sprenglærður innkirtlafræð- ingur. Helga amma sagði þá, sposk á svip, að nú skyldi Siggi frændi vera kallaður Sigurður læknir. En ein- hvern veginn var tunguvenjan virð- ingunni æðri, ég kallaði hann alltaf Sigga frænda. Siggi frændi fór strax að vinna á Landspítalanum. Sama ár vorum við Tryggvi bróðir sendir heim frá Bras- ilíu, „til að láta enduríslenska okkur“, enda veitti ekki af, því portúgalska var nánast orðin móðurmálið. Aftur var ég kominn heim til afa og ömmu í Reykjavik. Eftir stúdentsprófið 1967 langaði mig í læknisfræði en lækna- starfið er erilsamt og oft vanþakklátt. Siggi frændi vann allt of mikið eins og flestir læknar. Þegar hann var ekki á spítalanum þá var hann á bakvakt og ef hann skrapp í kvöldkaffi til ömmu og afa, þá hringdi iðulega síminn og hann kallaður út. Um langt skeið vann hann því nánast allan sólar- hringinn. Viljastyrkur og fórnfýsi voru aðals- merki hans. Auk þess að sinna sjúk- lingum sínum af alúð þá passaði hann vel upp á heilsu allra í fjölskyldunni. Á sextugsafmæli mínu 18. mars s.l. heiðraði Sigurður mig með ræðu, þótt helmingur líkamans hefði lamast í maí í fyrra. Hugsunin skýr og rök- fastur að vanda. Því miður fór allt á verri veg nú á haustdögum. Sigurður missti Ragnheiði en eign- aðist síðar yndislegan förunaut, Jón- ínu, sem stóð eins og klettur við hlið hans til dauðadags. Þökk sé þér, Ninna, fyrir að passa svona vel upp á frænda minn. Blessuð sé minning þín, elsku Siggi frændi. Kristján Ingvarsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá (V. Briem.) Við minnumst föðurbróður okkar með hlýju og þakklæti. Guð blessi og varðveiti minningu hans. Helga Maureen og Ásta Camilla. „Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á“ orti Matthías Jochumsson. Þessar ljóðlínur komu mér í huga þegar ég frétti andlát frænda míns og eins míns besta vinar í lífinu, Sigurðar Þ. Guðmundssonar læknis. Hann hefur verið mikilvægur klettur í lífi mínu jafnt í gleði, sorg sem daglegu amstri. Siggi Þ. eins og hann var jafnan kall- aður spilaði stórt hlutverk í lífi fjölda fólks, ættingjum, vinum, samherjum og sjúklingum. Maður hafði það á til- finningunni að Siggi þekkti alla og all- ir þekktu Sigga. Þessi góði frændi minn var læknir af lífi og sál. Sigurður var alltaf boð- inn og búinn að sinna þeim sem til hans leituðu og það vafðist ekkert fyrir honum hvar í þjóðfélagsstigan- um viðkomandi stæði. Að utan gat hann á stundum verið eilítið hrjúfur en að innan sló hjarta úr gulli. Hann naut þess að vera til og fór hratt yfir því hann vildi ekki missa ef neinu. Sigurður var afkastamikill læknir sem vann ætíð langan vinnudag. Þrátt fyrir það hafði hann nægan tíma fyrir fjölmennan ættboga, ómældar stundir á æfingum með Karlakór Reykjavíkur, enn fleiri stundir á golfvellinum á Nesinu, fyrir tónleika Sinfóníunnar og áfram mætti telja. Þegar einhver veiktist í fjölskyldunni og hringt var í Sigurð þá leið ekki löng stund þar til hann var mættur með litlu svörtu lækna- Sigurður Þorkell Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.