Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 10.11.2007 4 11 18 20 24 8 0 9 3 2 9 5 4 0 9 30 07.11.2007 7 10 28 32 33 43 3612 41 - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Lions for Lambs kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Good Luck Chuck kl. 8 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 4 Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10 Balls of Fury kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Ævintýraeyja IBBA kl. 6 m/ísl. tali Sími 564 0000Sími 462 3500 Lions for Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Rouge Assassin kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 10:40 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 5:40 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ver ð aðeins 600 kr. Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! „...prýðileg skemmtun sem ætti að gleðja gáskafull bíógesti...!“ Dóri DNA - DV Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA Hættulega fyndin grínmynd! Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. LEIKLIST Sokkabandið Hér og nú Eftir leikhópinn. Leikstjóri: Jón Páll Eyj- ólfsson. Leikmynd: Kristján Björn Þórð- arson. Búningar: Rannveig Kristjáns- dóttir. Tónlist og tónlistarstjórn: Hallur Ingólfsson. Söngþjálfun: Kristjana Stef- ánsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Kári Gíslason. Leikarar: Arndís Hrönn Eg- ilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálm- ar Hjálmarsson, María Heba Þorkels- dóttir, Stefán Stefánsson. Borgarleikhúsið 11. nóvember, 2007 kl. 20. Í FJÖLMIÐLUM hvatti leikstjórinn áhorfendur til að taka með sér myndavél á sýninguna „til að varð- veita minningarnar“. Ég gerði það auðvitað. Sú fyrsta var hreyfð. Af glæsifólkinu þegar það mætti í kadil- jáknum og stormaði inná Vip-svæðið sem hafði verið stúkað af fyrir fræga fólkið og kampavínið í anddyrinu. Það veifaði lýðnum, leyfði honum að dást að sér og hvarf hratt að tjaldabaki. Myndirnar af leikmyndinni heppn- uðust betur: Ljósaskilti: H&N eða Hér og nú gnæfir hátt yfir afgirtri kostaðri arenu: sjónvarpssal, sirk- ushring, skemmtistað? Sjónvarps- skermar á veggjum, upptökutæki, slöngur, rafmagnssnúrur og við skuggalegan inngang aftast á sviðinu kemur svo trommuleikari sér fyrir meðan beðið er og beðið er eftir fræga fólkinu. Svo mætir það á svið glamúrliðið og keyrir upp stemn- inguna í salnum með söngvum um hvernig einstaklingurinn eigi að lifa lífinu, hverjir séu inni, hverjir úti. Með bráðfyndnum innskotum trommuleikarans og lagahöfundarins góða Halls Ingólfssonar. Svo vindur sýningin sig áfram sem nokkurskon- ar skemmtiþáttur í beinni og við áhorfendur einsog værum við í sjón- varpssal lífsins, stýrt til að klappa, taka af og til þátt í sjóinu, vera í stuði! Það þarf náttúrlega einsog í sjón- varpssal að koma fyrir tækjum, bíða og gera hlé meðan skotið er inní upp- tökum úr stúdíói á sjónvarpskerm- ana. Og hvað er svo til skemmtunar í þessum þætti? Jú, söngur, mikill söngur. Sölumennska. Leynigestur. Spurningakeppni þar sem áhorfandi getur unnið sér inn súkkulaðiskál með því að niðurlægja sig. Eitt stykki útrásargæi. Eitt stykki stjórn- málamaður. Söngvakeppni fatlaðra. Og svo hápunktur allra skemmtana í fjölmiðlum, dagreynslusögur úr einkalífi, af hjónaböndum, skilnuðum, innkaupum, ferðalögum, persónu- legum áföllum í æsku eða dauða úr ákveðnum sjúkdómum. Og í lokin af- hjúpun hinna glöðu, hressu sem eru ofan á í tilverunni (sem er reyndar veikasti punkturinn en hefði jafnvel getað orðið heimspekilegur). Það er skýr hugmynd að sameina svið og sal í eitt allsherjar skemmti- samfélag. Draga samt, eða þannig, fram andstæðurnar á milli þeirra sem lifa í glamúr og hinna sem eru „fórn- arlömb“, þeirra sem láta horfa á sig og hinna sem horfa á. Leikmyndin, leikmynd og ekki leikmynd, afhjúp- andi með endalausum klisjum, snjó- komu og kátri litríkri lýsingu. Hnyttnar margar aðferðir til að sýna hvað leynist á bak við alla fjárans skemmtunina, svo sem með spurn- ingum í spurningaleik og hlutverka- leiknum á sjónvarpsskerminum. Söngurinn flottur, endalausar end- urtekningar á sömu klisjunum til að peppa upp liðið. Myndirnar af góðum leik þeirra allra fjölmargar. Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunn- arsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson bregða sér úr einu hlutverki í annað. Festast auðvitað ekki almennilega á myndum frá Hans Petersen en í minningunni og skýrust þar minningin af Hjálmari: Skelfilega íslenska táknmyndin í hjólastóln- um.Táknmynd okkar sem aldrei skil- greinum neitt, lærum neitt, tökum bara heimsk, hughraust og hress áfram þátt í geiminu, erum alltaf í stuði – líka í eymdinni. Þessi sýning kvennaljómans í Sokkabandinu og leikstjórans Jón Páls Eyjólfssonar hvílir á grunni þess sem þær og hann hafa verið að glíma við síðustu ár, það má til dæmis rekja þræði bæði til Hvítrar Kanínu og Mindcamp en hér eru áherslur aðrar, ádeilan beittari í endurspegluninni á samfélaginu. Næsta skref þeirra verður vonandi að láta sér ekki end- urspeglun nægja (því þar kemur þversögnin: Maður skemmtir sér svo ótrúlega vel sem áhorfandi á Hér & Nú!), grafa dýpra, jafnvel vísa okkur á einhverjar útgönguleiðir. Það er ekki beðið um lítið! En einhver hefur sagt, áreiðanlega leiðinda Þjóðverji, að skemmtanasamfélag okkar sé fylgja stjórnmálamanna sem nenna ekki að hugsa og meðalmennsku fjöl- miðlamanna sem gefa sér ekki tíma til að lýsa á vitsmunalegan hátt or- sökum og afleiðingum athafna og at- burða. Þetta er fjórða sýningin (hinar eru Svartur fugl, Óhapp og Öku- tímar) í leikhúsunum í haust þar sem ungt fólk tekur fyrir mikilvæg mál- efni og reynir að fá áhorfendur til að hugsa eitthvað upp á nýtt. Það skyldi þó aldrei vera að ef allir stjórn- málamenn og fjölmiðlamenn ætla að bregðast – axli bara unga fólkið innan leikhússins ábyrgð þeirra! Inn í allt glamrið kringum glamúrinn hefur sem sé skotist ofurlítill vonargeisli. María Kristjánsdóttir Lífið ein allsherjar skemmtun? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Glamúr „Það er skýr hugmynd að sameina svið og sal í eitt allsherjar skemmtisamfélag. Draga samt [...] fram andstæð- urnar á milli þeirra sem lifa í glamúr og hinna sem eru „fórnarlömb“, þeirra sem láta horfa á sig og hinna sem horfa á.“ Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.