Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku tengdapabbi. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín tengdadóttir Hafdís. Elsku afi. Það er gott að vita af þér á góðum stað. Á ferðalagi inní eilífðina. Já, ferðalög einkenndu þitt líf. Nú með ömmu ávallt þér við hlið, þannig vildirðu hafa það. Þú saknaðir henn- ar mikið eftir að hún kvaddi. Ófáar voru þær sögurnar sem þú sagðir okkur af sjónum. Þú sýndir okkur myndir af þér og strákunum af skólaskipinu uppdressuðum í sjó- liðafötum. Stoltið leyndi sér ekki og það var ekki skrítið, þú varst glæsi- legur. Mikla reynslu, minningar og dugnað fékkst þú á þessum tíma sem við fjölskyldan nutum góðs af. Einnig er mér minnisstæður sá tími sem við vorum hjá ykkur ömmu í sumarbústaðnum, slíkar minning- ar eru ómetanlegar. Bæjarferðir Hektor Sigurðsson ✝ Hektor Sigurðs-son fæddist á Akureyri 13. sept- ember 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 22. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. nóvember. enduðu oftast á kaffi- húsi að þinni uppást- ungu og þar átti mað- ur að velja sér allt það sem mann langaði í. Sonur minn Sævar Már er heppinn að hafa fengið að njóta þín þessi tæp 4 ár og hann talar mikið um þig. Nú er ég fullviss að þið amma vakið yf- ir honum og barninu ófædda. Guð geymi þig. Þín Þórdís. Genginn er góður drengur; Hek- tor Sigurðsson. Glæsilegur á velli, fallega klæddur; með glettnis- glampa í augum. Þétt handtak og hlýtt bros. Með vináttu og væntum- þykju buðu þau Hjördís heitin mig velkomna í fjölskylduna, en ég átti því láni að fagna að eignast eldri son þeirra hjóna, Sigurð Örn, að eigin- manni. Kornungur kvaddi Hektor föður- húsin og sigldi til Danmerkur til að gerast sjóliðsnemi á hinu geysistóra seglskipi Danmark. Þá þegar mat Hektor hinn ungi það svo, að allt færi vel ef hann aðeins „færi eftir reglunum“ eins og hann síðar sjálf- ur komst að orði. Þessi skynsamlega ákvörðun varð að einni helstu lífs- reglu Hektors – löghlýðni og reglu- festu; virðingu fyrir þeim lögum sem giltu bæði á sjó og landi. Þessi lífsregla Hektors og mannkostir hans leiddu til þess að honum var trúað fyrir miklu; formennsku til sjávar og lands. Hektor stýrði skipum sínum víða um heimsins höf og í einni sjóferð- inni til New York hitti hann þá konu sem átti eftir að verða eiginkona hans og lífsförunautur, Hjördísi Wathne. Hughrifum sínum er hún sá í fyrsta sinn þennan fríða og föngulega fyrsta stýrimann þar sem hann stóð í fullum skrúða við hlið skips síns, lýsti Hjördís síðar þannig fyrir mér, að hún hafi „drukknað í augunum á honum“. Sú ást og að- dáun sem þarna kviknaði í augum beggja átti eftir að endast þeim ævi- langt. Hektor var hinn gætni og skyn- sami fjölskyldufaðir sem í hvívetna gætti velferðar fjölskyldunnar; flan- aði aldrei að neinu og tók ákvarðanir að vel yfirlögðu ráði. Með aga, festu og öryggi skipstjórans leiddi hann börn sín veginn til manns – lagði þannig grunninn að sömu farsæld sona sinna og hann ávallt naut sjálf- ur í lífi og starfi. Það kunna þeir honum þakkir fyrir og þess njótum við nú; makar þeirra, börn og barna- börn. Þótt í land væri komið var Hektor fyrst og síðast sjómaður og siglinga- fræðingur; alltaf að gá til veðurs, spekúlerandi í skipum, vitum, vind- um, áttum, stjörnum og staðsetn- ingum. Hann gaf börnum sínum víða heimssýn, kenndi þeim ungum að nota áttavita, að lesa í kort og stjörnur. Enda er eiginmaður minn afar „vel áttaður“ og ratvís með af- brigðum. Þrátt fyrir að hafa verið strangur og fastur fyrir, einkum á yngri ár- um, hafði Hektor ríka kímnigáfu – oft með glettnisglampa í augum og hnyttinn í tilsvörum; flautandi til ló- unnar úti á túni. Eftir tæplega hálfrar aldar sam- vistir var fráfall Hjördísar árið 2001 Hektori þungur missir. En gamli skipstjórinn lét ekki deigan síga, heldur steig hann ölduna og horfði fram úr brúnni; þakklátur fyrir styrkan stuðning sona sinna og fjöl- skyldu. Með Hektori er genginn einn fárra enn eftirlifandi sjómanna sem sigldu í hinum hættulegu og ill- ræmdu skipalestum síðari heims- styrjaldarinnar. Átti sú erfiða reynsla sinn þátt í að móta styrka skapgerð hans. En örlögin ætluðu Hektori það langa og farsæla lífs- hlaup sem nú er á enda. Við sem fengum að njóta Hektors og sam- vistanna við hann kveðjum þennan aldna sæfara með þakklæti, ást og virðingu. Hann er nú lagður af stað í sína hinstu sjóferð. Björg Rúnarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Systir mín, SIGRÍÐUR MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, Fannafold 63, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 29. október 2007. Útför hennar verður frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Ása Guðrún Guðjónsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Kringlunni 59, Reykjavík, lést föstudaginn 9. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Hrafn Bragason, Steinunn Hrafnsdóttir, Haraldur Arnar Haraldsson Börkur Hrafnsson, Elín Norðmann, Andri Þór, Snædís, Tinna, Jón Hrafns og Óskar Árni. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR PÁLL ÍVARSSON, Norðurfelli 7, lést laugardaginn 10. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jónína Ragnarsdóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, Gunnþór Jónsson, Gunnar Páll Torfason, Heimir Páll Ragnarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON söngvari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningasjóð Söngskólans í Reykjavík. Elín Sólveig Benediktsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Þorvarður Jón Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Sólveig Jóhannesdóttir og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, RAGNHEIÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR LEE frá Fáskrúðsfirði, lést á sjúkrahúsi í Colchester, Englandi, að morgni miðvikudagsins 7. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldnanna í Englandi og á Íslandi, Oddný Sv. Björgvins, Björgvin Kristbjörn Björgvinsson, Róland Baldur Lee, Róbert Óskar Lee, Raymond Ásgeir Lee. ✝ Kær systir og mágkona, SIGRÍÐUR FINNSDÓTTIR TATE frá Hvilft, Önundarfirði, lést 10. nóvember í Bandaríkjunum. María Finnsdóttir, Málfríður Finnsdóttir, Marías Þ. Guðmundsson, Gunnlaugur Finnsson og fjölskyldur. Elsku Dídí frænka. Þakka þér fyrir all- ar stundirnar sem við áttum saman í gegn- um árin. Þær voru margar þegar ég var barn og unglingur. Þú passaðir okk- ur systkinin stundum og það að ég muni eftir því segir að það hafi verið gaman hjá okkur. Ég man líka að þú gafst mér gjöf þegar ég lá veik með hettusótt. Man það eins og það hafi gerst í gær. Þú komst úr vinnunni með pakkann og svo sastu hjá mér og bjóst til föt á dúkkuna. Þú gafst mér líka stundum dúkkulísur og kenndir mér að gera föt á þær. Þú teiknaðir fyrir mig og litaðir í lita- bækurnar mínar og mér fannst það alltaf svo flott hjá þér. Enda varstu listræn og handlagin. Þú greiddir líka ömmu og systrum þínum svo flott og varst sjálf alltaf mjög smart kona. Ég fór stundum með þér í Fljóts- hlíðina og það voru ógleymanlegar stundir. Ég hugsa oft til þeirra stunda og það var alltaf sól og fal- legt veður þar enda er það falleg- asta sveit landsins. Þú og Edda voruð bestu frænkur sem hægt var að eiga. Ég gat alltaf leitað til ykkar í spjall um allt og ekki neitt. Þið voruð báðar alltaf tilbúnar að gefa unglingsstúlku ráð, hlusta á mig og miðla mér af ykkar reynslu. Þórunn J. Sigfúsdóttir ✝ Þórunn JónaSigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1941. Hún lést þar 18. október síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey 30. októ- ber. Þú varst alltaf hæg- lát og hógvær en samt eftirminnileg. Brosið þitt var eitt það falleg- asta sem ég hef séð. Ég sakna þín mikið en það er huggun harmi gegn að þú sért komin til ömmu, afa og Eddu. Þau taka vel á móti þér og okkur í fjölskyldunni líður vel að vita af þér hjá þeim. Þakka þér fyrir allt, elsku Dídí mín. Hanna. Hinn 30. f.m. bárust mér þau tíð- indi, að Þórunn J. Sigfúsdóttir væri látin. Hafði ég ekki tök á að fylgja henni til grafar, en útför hennar fór fram í kyrrþey. En ég vildi gjarnan minnast hennar með nokkrum orð- um þar sem hún var ritari undirrit- aðs um árabil hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins. Mat ég hana og störf hennar mik- ils enda var hún samviskusöm og vandvirk í öllum sínum störfum. Voru henni oft falin vandasöm og erfið viðfangsefni, oft með litlum fyrirvara og stundum utan venju- legs vinnutíma á þessum starfsvett- vangi. Gegndi hún öllum þessum störfum með mikilli prýði, og bar ég því mikið traust til hennar. Heiðra ég því minningu hennar með þakk- læti og virðingu. Þórunn – Dídi – var og vel metin af starfsfélögum sínum og eignaðist meðal þeirra marga góða vini, sem ég veit að minnast hennar nú með hlýhug. Við Erla sendum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Hallvarður Einvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.