Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Ég minnist sumarsýningarListasafnsins á Akureyrinú í sumar. Þetta var yfir-
litssýning á málverkum eftir
Georg Guðna Hauksson, einn okk-
ar fremstu myndlistarmanna. Á
sýningunni skipti Hannes Sigurðs-
son, forstöðumaður listasafnsins,
verkum Georgs Guðna upp í þrjú
svið: fjallið, dalinn og sjóndeild-
arhringinn. Sýningin var áhrifa-
mikil og stór og vel valin verkin
nutu sín furðu vel í litlu safninu.
En af hverju að rifja upp þessa
sýningu sem fór upp á veggi og
var svo lokið nokkrum vikum síð-
ar? Jú, eftir stendur mjög athygl-
isvert bókverk sem kom út um
leið og á skilið að vera veitt at-
hygli, af áhugafólki um myndlist
samtímans og um verk Georgs
Guðna.
The Mountain – Fjallið – nefn-ist bókin (hún kom einungis
út á ensku, ekki í íslenskri út-
gáfu) og auk þess að vera veglega
prýdd um 70 myndum af verkum
listamannsins; málverkum, teikn-
ingum og ljósmyndum, auk
mynda af honum sjálfum við
vinnu, eru í bókinni fróðlegar
greinar um ferli Georgs Guðna,
skrifaðar af tveimur af ritfærustu
listfræðingum þjóðarinnar.
Aðalsteinn Ingólfsson kallar
grein sína Láð, loft og lögur –
Georg Guðni og íslenska lands-
lagshefðin í myndlist. Fjallar
hann þar um breytingarnar sem
urðu á verkum listamannsins við
upphaf tíunda áratugarins og
þróun þeirra í framhaldinu.
Hannes Sigurðsson fjallar sjálfur
um upphaf ferils Georgs Guðna
og mótunarárin; og nálgun hans í
þeirri grein er óvenjuleg. Hún
var skrifuð fyrir fimmtán árum,
árið 1992. Ég minnist fundar
okkar Hannesar í New York
síðla það sama ár, en þá bjugg-
um við báðir í borginni, og list
þessum fyrrum skólafélaga hans
í MHÍ var honum afar hugleikin.
Hannes hélt langan og eft-
irminnilegan fyrirlestur um
Georg Guðna fyrir okkur,
nokkra listnema sem vorum í
heimsókn hjá honum. Hannes
skrifaði greinina þar vestra og
var henni upphaflega ætlað að
birtast í sýningarskrá í Svíþjóð.
Þetta var fyrir tíma tölvupóstsins
og listamaður og listfræðingur
skiptust á ótölulegum fjölda sím-
bréfa og sendibréfa yfir hafið,
með ljósmyndum, skissum og hug-
myndum. Vel var viðað í textann.
Í greininni er „fæðing“ lands-lagsmálarans rakin og hvernig
hann kom á hljóðlátan en áhrifa-
ríkan hátt inn í íslenskt myndlist-
arlíf, þar sem hann átti hvað
stærstan þátt í að „blása nýju lífi
í íslensku landslagshefðina“.
Hannes rekur þróunina; frá nafn-
greindum fjöllum til ónafn-
greindra, upphugsaðra landslags-
mynda; niður í dali og út á
mörkina þar sem beinn sjóndeild-
arhringur verður miðja mynd-
verksins. Hann setur listina í sam-
hengi, bæði bandarískt og
norrænt, og allt er það hin fróð-
legasta lesning. Eins og endranær
liggur Hannes ekki á skoðunum
sínum og segir til að mynda um
þá splunkunýtt verk listamanns-
ins, Ónefnt númer VII frá 1992,
að það sé „freistandi, en umdeil-
anlegt, að taka það út sem besta
verk hans til þessa dags“. Þetta
er eitt af fyrstu dalaverkunum.
„Verkið steypir mismunandi tíma-
bilum á ferli listamannsins saman
við andartak upplifunarinnar. Það
er eins og heilskannamynd eða
bakspegilsyfirlit af leið hans inn í
„Fjallið. … Það mætti halda að
Wittgenstein hefði verið að rýna í
þetta verk þegar hann skrifaði að
„gegnsæi mætti líkja við hugs-
un“.“
Það er alltaf hressandi þegar
þeir sem skrifa um listir eru ólg-
andi af ástríðukenndum áhuga á
því sem þeir fjalla um. Það er ein-
mitt ein af ástæðunum þess að
The Mountain er vel lukkað bók-
verk.
Bakspegilsyfirlit af leið inn í „Fjallið“
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
» Það er alltafhressandi þegar
þeir sem skrifa um
listir eru ólgandi af
ástríðukenndum
áhuga á því sem þeir
fjalla um.
Morgunblaðið/Einar Falur
Nýr Sjóndeildarhringur verður til; horft að mörkum lands og himins. Georg Guðni við trönurnar í vinnustofunni.
Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson
olafurgudsteinn@googlemail.com
MIKIÐ hefir átt sér stað undanfarið á ís-
lenskum menningarvettvangi í Berlín.
Mætti hugsanlega ganga svo langt að tala
um íslenska menningarinnrás. Alltént hafa
íslenskir listamenn verið afar áberandi í
menningarlífi borgarinnar síðustu daga.
Innreiðin hófst með þátttöku Íslands sem
gestaland á hinum svokölluðu Krimi-Tage-
Berlin (Krimma-dagar) í samvinnu við
sendiráðið, þann 28. október til 1. nóv-
ember. Þar komu fjölmargir glæpasagna-
höfundar fram, bæði þýskir og íslenskir,
ásamt þekktum þýskum leikurum sem lásu
upp úr verkum höfundanna. Til að mynda
las hinn þekkti þýski leikari Claude Olver
Rudolph upp úr bók Arnalds Indriðasonar,
Vetrarborginni eða Frostnacht, eins og hún
heitir á þýsku. Þeir íslensku höfundar sem
þátt tóku voru, auk Arnalds, Jón Hallur
Stefánsson, Viktor Arnar Ingólfsson, Yrsa
Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson.
Annars var í það heila látið vel af þessari
hátíð og víst má þykja að íslenskur krim-
maáhugi kemur eingöngu til með að vaxa í
kjölfarið.
Í framhaldi bókmenntanna tók tónlistin
við með afar fjölsóttum og vel heppnuðum
tónleikum í sendiherrabústaðnum þar sem
Íslandsvinum var meðal annars boðið að
hlýða á nýtt verk eftir Atla Heimi Sveins-
son, Berlin Rapp 2, í flutningi íslensku
söngkonunnar Guðrúnar Ingimarsdóttur og
þýskra hljóðfæraleika.
Föstudaginn 2. nóvember for-frumsýndi
svo leikstjórinn Þorleifur Arnarson leikritið
Nachtwache, eftir Lars Nóren í Admi-
ralspalast. Lék þar systir leikstjórans, Sól-
veig Arnardóttir, eitt aðalhlutverkanna. Er
verkið liður í hinu svokallaða NordWind-
Festival, sem einblínir á list Norður-
landanna og stendur yfir til 2. desember.
Verður Nachtwache svo frumsýnt þann 27.
nóvember næstkomandi í Admiralspalast.
Síðastliðinn mánudag opnaði svo Íslands-
vinurinn Wolfgang Müller (ef einhver getur
með rentu kallast Íslandsvinur er það hann)
listasýningu og bókakynningu í gallerí Dör-
rie Priess í Kreuzberg þar sem fjölmargir
gestir voru samankomnir. En Wolfgang gaf
einmitt nýverið út hina stórskemmtilegu
bók Neues von er Elfenfront: Die Wahrheit
über Island (Tíðindi frá álfavígstöðvum:
Sannleikurinn um Ísland) sem sýnir land og
þjóð í talsvert öðruvísi ljósi en Þjóðverjar
eiga að venjast. Einnig tengdust allir list-
munirnir sem þarna voru til sýnis á einn
eða annan hátt Íslandi og voru skráðir und-
ir Íslandsheiti listamannsins, Úlfur Hróð-
ólfsson. Þar hélt einnig Ólafur Davíðsson
sendiherra ræðu en uppákoman var unnin í
samvinnu við sendiráðið.
Í Felleshus, sameiginlegu samkomuhúsi
norrænu sendiráðanna í Berlín, fóru svo
fram tónleikar á miðvikudeginum í tilefni af
200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar.
Voru flutt lög eftir Atla Heimi Sveinsson
sem hann samdi við ljóð skáldsins. Áhorf-
endur samanstóðu einkum af áhugasömum
Þjóðverjum, þótt inn á milli hafi leynst ætt-
jarðarrækinn Íslendingur. Myndaðist einkar
góð stemning og fóru tónlistarmennirnir á
kostum í flutningi sínum, ásamt Arthúri
Björgvini Bollasyni sem kynnti prógrammið
af mikilli smekkvísi og á afar góðri og vand-
aðri þýsku.
Á föstudaginn var svo komið að Sinfón-
íuhjómsveit Íslands sem spilaði í Haus des
Rundfunks-Großer Sendensaal. Þeir tón-
leikar voru liður í hinni evrópsku mús-
íkhátíð Europamusicale „Wege des Nord-
ens“, sem haldin er í fjórða sinn. Um er að
ræða tvískipta dagskrá sem hófst haustið
2006 og lýkur núna í nóvember. Er menn-
ing Norður-Evrópu þar í öndvegi með þátt-
töku Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk
Eystrasaltsríkjanna. Hátíðin mun eiga sér
stað bæði í Berlín og München og spilaði
Sinfónían einmitt þar á laugardagskvöldið
seinasta. Festivalið er unnið í náinni sam-
vinnu með sendiráðum tilheyrandi ríkja.
Eins og sjá má hefir mikið verið um að
vera á menningarvettvanginum undanfarið
og má raunar segja að ætíð sé eitthvað ís-
lenskt um að vera í borginni þannig að ...við
erum reyndar ekki búin að taka Manhattan,
en erum á góðri leið með Berlín.
Íslensk menningarbomba í Berlín
Lestur Arnaldur Indriðason var einn af íslensku glæpasagnahöfundunum sem lásu upp í Berlín.
TENGLAR
...........................................................
http://www.nordwind-festival.de
http://www.europamusicale.com