Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 26

Morgunblaðið - 13.11.2007, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKOÐANALAUS BORGARSTJÓRN Sú ákvörðun stjórnar Lands-virkjunar að selja ekki raforkutil nýrra álvera á Suðurlandi og Vesturlandi að sinni er áreiðanlega tekin út frá viðskiptalegum sjónar- miðum fyrirtækisins en jafnframt mjög sniðin að þeim pólitísku viðhorf- um, sem hafa verið uppi seinni árin í umhverfismálum. Þess vegna er eðlilegt að næsta spurning sé sú, hver afstaða Orku- veitu Reykjavíkur verði til þessara sömu álitamála. Ekki sízt vegna þess að til er orðinn nýr meirihluti í borg- arstjórn Reykjavíkur, þar sem Vinstri grænir eru lykilaðilar en flokkur þeirra hefur barizt mjög fyrir nýjum sjónarmiðum í umhverfismál- um. Og reyndar ljóst að þeir geta ráð- ið því, sem þeir vilja ráða, ef þeir eru tilbúnir til að fylgja eftir því, sem þeir hafa lýst sem sannfæringu sinni. Þess vegna kom mjög á óvart, þeg- ar Morgunblaðið sneri sér til fulltrúa allra flokka í borgarstjórn, og spurði hvort Orkuveitan mundi fylgja í kjöl- far Landsvirkjunar, hversu loðin svörin voru, jafnt hjá Vinstri grænum sem öðrum. Um þetta segir Svandís Svavars- dóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn, í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hún vilji ekki taka beina afstöðu til þess nú hvort Orku- veitan ætti að taka sömu ákvörðun og Landsvirkjun og bætir við: „Mér finnst líkur á að þess sjái stað í pólitískum ákvörðunum í Orkuveitu Reykjavíkur, rétt eins og í öðrum við- fangsefnum Reykjavíkurborgar, að nýr meirihluti hefur tekið við stjórn í Reykjavík.“ Það er augljóst að málflutningur af þessu tagi af hálfu borgarfulltrúa Vinstri grænna mun draga mjög úr trúverðugleika Vinstri grænna sem málsvara umhverfissjónarmiða á Al- þingi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði af sama tilefni: „Alcan er með mjög stóran samn- ing við Orkuveituna. Það skapast nýtt svigrúm ef sá samningur er úr sögunni, en við höfum ekki fengið neitt formlegt um það frá Alcan.“ Hvað þýða þessi orð borgarstjóra? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr- verandi borgarstjóri og borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Um þetta hefur ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá en við munum að sjálfsögðu standa við gerða samn- inga og viljayfirlýsingar, sem hafa verið undirritaðar“. Hvaða samninga? Samninga um að selja raforku til álvers, sem ekki verður byggt í Straumsvík? Það er ljóst að flokkarnir í borg- arstjórn hafa enga skoðun og enga sannfæringu í því stóra máli, sem hér er um að ræða. Þeir hlaupa í kringum einfaldar spurningar og gæta þess eins að svara engu. TILGANGUR TUNGUMÁLS Staða íslenskunnar og íslensk mál-stefna voru til umræðu á mál- ræktarþingi, sem haldið var um helgina. Ljóst er að áhrif ensku fara vaxandi um allan heim og víða eiga tungumál undir högg að sækja. Hvað sem líður öllu tali um að enskan sé að leysa íslensku af hólmi er ljóst að heil þjóð getur ekki skipt um tungumál eins og ekkert hafi í skorist. Sú þjóð, sem reyndi slíkt, yrði mállaus nema um brýnustu nauðsynjar. Hver er til- gangur tungumáls? Tungan er ekki bara tæki til að skiptast á skila- boðum. Í tungunni er fólginn heill menningarheimur, hún endurspeglar hugsun, sögu, umhverfi, menningar- arf og þjóðarsál. Þótt ekki verði auðveldlega skipt um tungumál, er ekki þar með sagt að tungan geti verið án viðhalds. Nú eru vitaskuld öll tungumál breytingum háð og eðlilegt að þau þróist. Um leið þarf hins vegar að standa vörð um málið og notkun þess og tryggja að móðurmálskennsla sé markviss og skilvirk þannig að ungt fólk hafi vald á og tilfinningu fyrir málinu og verði fært um að tjá sig með sóma í ræðu og riti. Ábyrgð kennara í þessum efnum er mikil, en hún hvílir ekki síður á foreldrum. Mergurinn málsins er sá að mest hætta fylgir utanaðkomandi áhrifum þegar undirstaðan er veik og fyrirstaðan lítil. Staðgóð þekking á eigin tungumáli er ekki aðeins mik- ilvæg vegna hugtaka á borð við þjóð- ararf og þjóðmenningu, hún er einnig lykilatriði fyrir einstaklinginn í nú- tímasamfélagi og grunnur að vel- gengni. Sá, sem ekki hefur vald á eig- in tungumáli, er þegar farinn að dragast aftur úr. Ekki má heldur gleyma því að gott vald á móðurmál- inu er forsenda fyrir því að ná valdi á öðrum tungumálum. Lykillinn að því að íslensk tunga haldi stöðu sinni er hins vegar ekki aðeins í höndum þeirra, sem bera ábyrgð á menntun og þroska barnanna. Brýnt er að fjölmiðlar haldi vöku sinni því að mótunaráhrif þeirra eru gríðarleg. Opinberar stofnanir verða einnig að axla sína ábyrgð og sömuleiðis æðri mennta- stofnanir. Á málþinginu sagði Dagný Jónsdóttir, íslenskunemi og fyrrver- andi þingmaður, að „samhliða auknu erlendu samstarfi [hefði] það færst í aukana að skjöl frá opinberum stofn- unum [væru] ekki þýdd á íslensku“. Þetta er óafsakanleg vanræksla. Ef það verður viðtekið viðhorf að ís- lenska henti ekki til samskipta um til- tekin mál leiðir það á endanum til þess að málið verður fátækara og jafnvel ónothæft. Einnig þarf að huga að því að þeir, sem kjósa að setjast að á Íslandi, eigi þess kost að læra íslensku og tryggja að börnum þeirra verði kennt að lesa og skrifa þannig að þau fái notið sín. Nú er verið að móta íslenska mál- stefnu. Mikilvægt er að vel takist til. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Það verður æ algengara aðfólk, sem fer út á vinnu-markaðinn, gegni þremurtil fjórum ólíkum störfum um starfsævina. Því er mikilvægt að huga stöðugt að endurmenntun og fullorðinsfræðslu. Þetta segir Krist- ín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, en hún var fulltrúi Íslands í þanka- banka sem settur var á laggirnar í fyrra á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Verkefnið hófst að frumkvæði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem stýrði því. Markmið verkefn- isins var að leggja grundvöll að um- ræðum sem fara fram á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar um færni til framtíðar frá sjónarhorni símenntunar. Fulltrúar í þanka- bankanum skiluðu nýlega skýrslu þar sem m.a. er fjallað um hvernig atvinnulíf og samfélög á Norðurlöndunum munu verða í framtíðinni og hvaða færni fullorðnir einstaklingar verði að þróa með sér til þess að geta ver- ið virkir. Kristín segir að kveikjan að ir að geta sótt sér nýja og nýja þekk- ingu í ljósi breyt- inga,“ segir Kristín. Í skýrslu þanka- bankans sé færni skil- greind í þrjá þætti, starfsfærni, fé- lagslega færni og per- sónulega færni. Per- sónuleg færni snúist til dæmis um að fólk hafi sjálfstraust og trú á sjálft sig og áherslu á að útskrifa fólk með slíka færni hafi vantað í skólum. Það hafi færst í vöxt að by þurfi að kenna fólki þegar þ ur út á vinnumarkaðinn. „Í segja menn t.d. að bilið mill atvinnulífs fari sífellt breikk segir Kristín. Stór hluti aðeins með grunnmenntun að baki Hún segir mikilvægt að r irtæki og fagfélög vinni sam því að styrkja fullorðinsfræ Einn sá vandi sem við sé að landi sé að stór hluti vinnua hafi eingöngu grunnmenntu þankabankanum hafi verið sú mikla umræða sem átt hafi sér stað í Evr- ópu um hvert stefni í atvinnumálum og hvernig bregðast eigi við breyt- ingum sem orðið hafa með tækni- byltingu og flutningum margra starfa við framleiðslu til Asíu. Há- tækni þróist hratt í löndum á borð við Indland og Kína en þar séu greidd mun lægri laun en á Norð- urlöndunum. „Í Evrópu og á Norðurlöndunum þarf að spyrja hvernig eigi að standast þessa sam- keppni,“ segir Kristín. Fólk skiptir oftar um starf Hún segir að um þessar mundir sé mikið rætt um nauðsyn endur- og símenntunar. Algengara sé orðið en áður að fólk skipti nokkrum sinnum um starf á starfsævinni og sífellt verði til ný starfssvið. „Því er spáð að í hverjum 30 manna bekk sem nú stundar nám í grunnskóla muni þriðjungur í framtíðinni vinna störf sem ekki eru til núna,“ segir Kristín. Menn hafi vaknað til vitundar um það að þekking ein og sér dugi ekki, fólk þurfi að kunna að leita hennar þar sem hún finnst. „Það sem við lærum úreldist fyrr en áður og það þarf að búa fólk und- Norrænn þankabanki um endurmenntun og fullorði Fleiri gegna mörgum störfum um starfsæv Kr Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Nýr geislahermir varformlega tekinn í notk-un á geislameðferð-ardeild krabbameins- lækninga Landspítalans í gær. Geislahermirinn markar stórt skref í geislameðferðum vegna krabbameina hér á landi og styðst við fullkomna stafræna þrívídd- artækni. Eykur nákvæmni Geislahermar eru mikilvægustu tækin við undirbúning geisla- meðferða og mun tækni nýja hermisins auka nákvæmni og bæta árangur meðferðanna til muna. Eftir að æxlið hefur verið stað- sett í líkamanum með hefðbund- inni skoðun og tölvusneiðmyndum, er hlutverk geislahermisins að staðsetja æxlið nákvæmlega. Hann hermir eftir fyrirhugaðri meðferð, yfirfærir stöðu æxlisins og stillir af frá öllum hliðum við meðferð- artækin sjálf. Að því loknu getur geislameðferðin hafist. Aukin samhæfing Gamli hermirinn hafði verið í notkun í 26 ár og var því end- urnýjunar þörf, þó sá gamli hefði verið uppfærður reglulega. Þórarinn E. Sveinsson, yf- irlæknir geislameðferðardeildar krabbameinslækninga Landspít- alans, segir meginmuninn liggja í aukinni samhæfingu á milli geisla- hermisins og meðferðartækjanna. Meðferðartækin eru af sömu teg- und og hermirinn og voru keypt árið 2004. Myndvinnslustöð nýja hermisins gerir læknum kleift að gef ferðina frá fleiri hliðum en þar sem hún er stafræn og við þrívíddartækni. Með g herminum var hægt að ge framan, aftan og frá hlið, bætast við fleiri möguleika sjónarhorn sem hjálpa læk að miða geislunum á rétta Minni aukaverkanir Að sögn Þórarins gerir ný irinn læknum kleift að min frekar þau svæði sem geis Þetta er mjög mikilvægt a geislameðferðum, þar sem veldara verður að miða út svæði. Auðveldara verður heilbrigðum vef sem umly in og læknar geta þ.a.l. be stærri geislaskömmtum. M þessu móti á að draga ver aukaverkunum sjúklinga, Hermir endurnýj Nýi hermirinn Garðar Mýrdal eðlisfræðingur útskýrir eiginleika nýja geislahermisins er hann var form Ný tækni mun bæta árangur og draga úr aukaverkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.